Morgunblaðið - 20.09.2019, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019
Lítum á verkaskipt-
ingu karla og kvenna í
leikhúsi allra lands-
manna – leikhúsinu
okkar.
Á boðstólum í Þjóð-
leikhúsinu eru á kom-
andi vetri 27 sviðsverk
í fimm sölum hússins
og á faraldsfæti. Rúm-
ur helmingur, 15 verk,
er á vegum Þjóðleik-
hússins, önnur eru að-
komin en framleidd á vegum ann-
arra aðila en njóta húsaskjóls og
samstarfs við Þjóðleikhúsið á ýmsa
vegu.
Athygli vekur hve stór hluti verk-
anna er afleiddur, þrjár sýningar
byggjast á bandarískum kvikmynd-
um, tíu á bókverkum. Höfundar
hugverkanna eru flestir karlar, 19
alls, á móti átta ritfærum konum.
Höfundar leikgerða sem birtast
okkur á sviðinu eru tíu karlar á
móti fjórum konum. Jafnvel í þýð-
ingum úr erlendum málum er hlut-
um misskipt milli kynja: þær ann-
ast sjö karlar á móti tveimur
konum.
Þegar textanum
sleppir og athöfnin
tekur við þá eru við
leikstjórn 15 karlar og
sex konur. Einn gesta-
hópurinn er með sam-
stillta stjórn karla og
kvenna. Leikmyndir
eru unnar af níu körl-
um og fimm konum.
Búningar eru skráðir
á 14 konur og einn
karl.
Í nokkuð mörgum
leiksýningum er flutt
tónlist: tónskáldin eru
15. Karlarnir 12 en konurnar þrjár.
Til flutnings tónlistar þarf tónlist-
armenn og tónlistarstjóra en þeir
eru í átta verkum og allir karlkyns.
Öll verk á sviði þurfa lýsingu sem
er sérstakt fag sem krefst mennt-
unar, reynslu og tækifæris til að
láta ljós sín skína. Engri konu er
treyst til þess starfs í Þjóðleikhús-
inu okkar.
Í stórum og flóknum sýningum
eru kallaðir til listamenn sem
kunna að búa til hreyfimynstur fyr-
ir fáa og fjölda. Þar verða að störf-
um sjö konur og einn karl á kom-
andi leikári.
Í leikhúsi okkar daga er rík til-
hneiging til að nota gamla tækni
ávarps myndar á tjald eða skjá og
skapa heimsókn okkar í leikhúsið
hljóðheim. Til þeirra starfa er ein-
ungis karlmönnum treyst í Þjóð-
leikhúsinu.
Aftur er förðun og hár kvenna-
megin. Það verður að leita áratugi
aftur í sögu leikhússins okkar til að
finna karlmann við slík störf.
Ofangreindar upplýsingar eru
fengnar af heimasíðu leikhússins í
þessari viku svo langt sem þær ná,
en ekki er ráðið í öll störf við sýn-
ingar hússins enda leikárið nýhafið.
Ekki var svipast um í öðrum leik-
hússtofnunum sem njóta styrks af
almannafé, ekki litið til þess heldur
hver þáttur erlendra manna er í
listrænni stjórn sviðsverka á Ís-
landi um þessar mundir, hvernig
skipulega og vísvitandi er gengið
hjá menntuðu fólki sem hér býr og
þekkir samfélagið betur en miðl-
ungsmenn sem keyptir eru að utan
með misjöfnum árangri. Það er efni
í aðra grein.
Á heimasíðunni má leita að jafn-
réttisstefnu leikhússins sem er „í
samræmi við gildandi lög um jafna
stöðu og jafnan rétt kvenna og
karla“ eins og segir í reglugerð
ráðuneytis um starfsemina, en ekki
er hún birt þar. Í ársskýrslu 2013
segir: „Stefnt er markvisst að því
að gæta jafnræðis milli kynja í hinu
listræna starfi í samræmi við jafn-
réttisstefnu.“
Um allt samfélagið er rík meðvit-
und um mikilvægi jafnréttis í öllu
starfi: samtök launafólks, samtök
listamanna, stjórnvöld og stjórnir
fyrirtækja hafa sett sér markmið í
þeim efnum og fylgja þeim eftir.
Ekki veitir af. Sú framtíð bíður
dætra okkar að þær búi við
skarðari hlut í launum og tækifær-
um en synirnir.
Nýlega fékk leikhússtjóri breska
þjóðleikhússins á sig áskorun skáld-
kvenna þar í landi þar sem hann
var minntur á gefin fyrirheit um að
hlutur þeirra á verkefnaskrám leik-
hússins, sem er þar eins og Þjóð-
leikhúsið okkar sú stofnun sem nýt-
ur mestra styrkja, yrði helmingur
þeirra verka sem á sviðið kæmust.
Nú má búast við því að stjórn
Þjóðleikhússins skjóti sér á bak við
tölur frá fyrri árum: það var skárra
þá. Tvö ár eru liðin frá því upphófst
í kvikmynda- og leikheiminum and-
ófsbylgja kvenna gegn misbeitingu
valds karla að tjaldabaki. Að baki
henni lá dulin ásökun um misrétti í
tækifærum til starfa, ábyrgðar og
tjáningar á hinu listræna sviði –
okkur öllum til tjóns. Konur hafa
sitt að segja.
Í vinnu úthlutunar opinberra
styrkja til sviðslistanna hefur leik-
listarráð skipulega litið til jafnræðis
með tegunda verkefna, landfræði-
legrar stöðu og samsetningar hóp-
anna sem um sækja. Enda er það í
samræmi við áherslur ríkisstjórnar
um jafnrétti kynjanna og almennan
vilja landsmanna um jafnan aflahlut
karla og kvenna.
En á sjötíu ára afmælisári Þjóð-
leikhússins okkar er boðið upp á
mikla karlaveislu eins og tölurnar
sýna.
Heyrast raddir utansviðs
Eftir Pál Baldvin
Baldvinsson »Dulin ásökun um
misrétti í tækifær-
um til starfa, ábyrgðar
og tjáningar á hinu
listræna sviði – okkur
öllum til tjóns. Konur
hafa sitt að segja.
Páll Baldvin
Baldvinsson
Höfundur er fráfarandi formaður
Félags leikstjóra á Íslandi og sat í
þjóðleikhúsráði, en er nýskipaður
formaður leiklistarráðs.
pallbaldvinsson@gmail.com
Fyrir um 30 árum
vöknuðu þjóðir heims
upp við vondan
draum; hættulegar
loftslagsbreytingar
voru um það bil að
eyðileggja lífsskil-
yrðin á heimili okkar,
jörðinni. Í skyndi voru
gerðir alþjóðlegir
samningar um hvað
bæri að gera. En svo gerðist lítið
meira, og alls ekki nóg. Líka á Ís-
landi þar sem losun gróðurhúsa-
lofttegunda hefur vaxið um liðlega
30% frá árinu 1990.
Þessa dagana má lesa í fréttum
um mat OECD á stöðu íslensks efna-
hagslífs og til hvaða aðgerða er þörf
að grípa, til að tryggja velsæld Ís-
lendinga á næstu árum. Þar er litla
sem enga leiðsögn að finna um það
hvernig stýra má efnahagslífinu á
sjálfbæra braut svo lífsskilyrðum
komandi kynslóða verði ekki spillt.
Það hlýtur að vera tímaskekkja eða
mistök hjá OECD! Allt virðist eiga
að vera eins og í gær þótt aðalritari
Sameinuðu þjóðanna hafi boðað til
leiðtogafundar um loftslagsbreyt-
ingar 23. september nk. undir fyr-
irsögninni: „Baráttan við loftslags-
breytingar er kapphlaup sem mann-
kynið getur unnið og verður að
vinna.“
Glæpur gegn mannkyni
„Unga fólkið er framtíðin“ heyrist
oft sagt í hátíðarræðum. En það er
ekki björt framtíð sem við bjóðum
unga fólkinu ef við sem fullorðin er-
um getum ekki snúið óheillaþróun
hamfarahlýnunar til betri vegar.
Við vitum að víðtæk alþjóðleg sam-
staða er forsenda árangurs í aðgerð-
um gegn hamfarahlýnun. Það sem
við gerum á Íslandi, eða jafnvel allri
Evrópu, leysir ekki loftslagsvand-
ann. En það þjónar ekki sem afsök-
un.
Aðgerðaleysi heimsins, ófullnægj-
andi aðgerðir og sýndarmennska er
glæpur gegn mankyninu; komandi
kynslóðum, börnum og barnabörn-
um. Það er því ekki valkostur. Af-
staða forystu hins öfluga ríkis
Bandaríkjanna til aðgerða gegn
hamfarahlýnun er óviðunandi, stór-
hættuleg og má líkja við alvarlega
stríðsglæpi. Ráðamenn þjóðarinnar
þurfa að segja það hátt og skýrt þeg-
ar tækifæri gefst.
Grípa þarf til aðgerða í dag, en
jafnframt skipuleggja aðgerðir til
lengri tíma litið. Við þurfum sam-
tímis að leggja upp í kapphlaup og
langhlaup.
Á Íslandi hefur ríkisstjórnin sett
fram og að einhverju leyti fjármagn-
aða áætlanir um aðgerðir. Við vitum
hins vegar ekki enn hvaða árangri
þeim er ætlað að skila. Þær eru hugs-
anlega í mesta lagi góð byrjun. En
þær eru ófullnægjandi framlag Ís-
lands til lausnar þeim stóra vanda
sem við blasir.
Ertu með?
Þess vegna er frekari aðgerða þörf
og ríkari áherslu þarf að leggja á
þetta mál frá öllum hliðum. Það þarf
að koma skýrt fram í fjárlögum og
öllum áætlunum um innviða-
uppbyggingu. Með sanngjörnum
grænum gjöldum, sköttum og styrkj-
um sem hvetja til breytinga. Með
uppgræðslu og verndun jarðvegs.
Með fræðsluátaki, kynningu og orð-
ræðu leiðtoga þjóðarinnar og emb-
ættismanna bæði innanlands og hvar
sem færi gefst á alþjóðavettvangi.
Hvert og eitt okkar þarf einnig að
taka til í eigin ranni og skipuleggja
daglegt líf og frístundir svo kolefn-
issporið fari minnkandi.
Kolefnishlutleysi er raunhæft
markmið þar sem þjóðin býr yfir
tækni, þekkingu og auðlegð til að ná
því marki. Raunverulegur vilji og
víðtæk samstaða er það sem skortir.
Af þessum ástæðum hvetur Land-
vernd til þess að við sem styðjum
kröfu unga fólksins mætum til þess
fundar sem það hefur boðað nú á
föstudaginn 20. september nk. Sýn-
um þar raunverulegan vilja og sam-
stöðu í verki! Allir, líka þeir sem ekki
geta mætt á þann fund, geta skrifað
undir kröfu til stjórnvalda landsins
um frekari og raunhæfar aðgerðir
sem skili mælanlegum árangri. Þú
getur skrifað undir þessa kröfu með
því að fara á heimasíðu Land-
verndar. Þitt framlag skiptir máli
fyrir þau lífsskilyrði sem við ætlum
kynslóðum framtíðarinnar.
Eftir Tryggva
Felixson
og Þórhildi Fjólu
Kristjánsdóttur
» Þjóðin býr yfir
tækni, þekkingu og
auðlegð til að ná mark-
miðinu um kolefnishlut-
leysi. Sterkan vilja og
víðtæka samstöðu skort-
ir. Breytum því!
Tryggvi er formaður Landverndar.
Þórhildur Fjóla er varaformaður og
leiðir loftslagshóp Landverndar.
tryggvi@landvernd.is
Þórhildur Fjóla
Kristjánsdóttir
Baráttan gegn hamfarahlýnun er kapphlaup og langhlaup
Tryggvi
Felixson
Komist hafa í frétt-
irnar ótímabærar yf-
irlýsingar Sigurðar
Inga Jóhannssonar
samgönguráðherra
um að vinna við gerð
Fjarðarheiðarganga
taki sjö ár. Til þess er
of mörgum spurn-
ingum ósvarað á með-
an ekkert er vitað um
jarðfræðilegar að-
stæður undir Fjarðar-
heiði og hvort þar geti opnast enn
fleiri vatnsæðar en undir Vaðla-
heiði.
Vatnsrennslið sem enginn sá
fyrir í Vaðlaheiðargöngum vekur
spurningar um hvort vinna við
Fjarðarheiðargöng ein og sér taki
meira en áratug, fari svo að óhjá-
kvæmilegt verði samkvæmt hert-
um öryggiskröfum að grafa beggja
vegna ganganna flóttaleiðir með
eldvarnarhurðum. Án þeirra yrði
vonlaust fyrir vegfarendur, sem
neyðast til að yfirgefa ökutækin
sín, að forða sér út ef árekstur
tveggja flutninga-
bifreiða með bilaðan
öryggisbúnað veldur
eldsvoða í göngunum
með ófyrirséðum af-
leiðingum. Slík tilfelli
koma oft upp í norsk-
um jarðgöngum og nú
síðast í Mont Blanc-
göngunum árið 1999.
Þar misstu slökkvi-
liðsmennirnir stjórn á
eldsvoðanum sem
breiddist út á örfáum
sekúndum eftir harð-
an árekstur flutninga-
bifreiðanna, sem skullu saman á
mikilli ferð.
Í eldsvoðanum, sem kostaði
nærri 40 mannslíf, eyðilögðust 34
ökutæki þegar litlir fólksbílar
lentu á milli stóru ökutækjanna.
Það vekur spurningar um hvort
vegfarendum takist að forða sér
tímanlega út vegna of mikils hita
án flóttaleiða með eldvarn-
arhurðum sem skipta miklu máli
beggja vegna Fjarðarheiðarganga,
örfáum mínútum áður en spreng-
ingar yrðu með stuttu millibili í
göngunum. Spurningin er hvort
Eftir Guðmund
Karl Jónsson » Fjarðarheiðargöng
skal ekki ákveða án
flóttaleiða með eld-
varnarhurðum, sem
tryggja strax öryggi
vegfarenda.
Guðmundur
Karl Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
það geti þá tekið vegfarendur of
langan tíma að komast út.
Ókostir við löng göng
Víða um land neita sveit-
arstjórnirnar og margir
landsbyggðarþingmenn að við-
urkenna þá staðreynd að 13-14 km
gangalengd hefur marga ókosti í
för með sér ef bílstjórinn missir
stóra ökutækið vegna bilunar í ör-
yggisbúnaði yfir á vitlausan veg-
arhelming á 70-80 km hraða í
göngunum og lendir fljótlega fram-
an á öðrum flutningabíl, sem kem-
ur á móti á svipuðum hraða.
Fjarðarheiðargöng skal ekki
ákveða án flóttaleiða með eldvarn-
arhurðum sem tryggja strax ör-
yggi vegfarenda ef slökkviliðið á
Mið-Austurlandi er illa í stakk bú-
ið til að ráða við þann eldsvoða
sem harður árekstur flutninga-
bifreiða í jarðgöngum getur valdið.
Talað er um að bjóða út á sama
tíma minnst þrenn jarðgöng á Mið-
Austurlandi, sem tryggja Egils-
staða- og Héraðsbúum enn betra
aðgengi að stóra Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaupstað. Til þess
þurfa Seyðfirðingar tvenn göng
inn í Mjóafjörð. Ólíklegt er að ráð-
ist verði í framkvæmdir við öll
þessi jarðgöng árið 2024-2028. Til
þess er of mörgum spurningum
enn ósvarað. Vegna þungaflutning-
anna sem aukast alltof mikið á
hringveginum, skulu framkvæmdir
við tvíbreiðar brýr hafa forgang
sem mega ekki tefjast meir en orð-
ið er.
Hugmynd samgönguráðherra
um að innheimta veggjald og
blönduð fjármögnun standi undir
áætluðum heildarkostnaði við
þrenn jarðgöng á Mið-Austurlandi
er á skjön við raunveruleikann.
Samanlagt getur vinna við öll þessi
jarðgöng á Mið-Austurlandi tekið
vel á annan áratug eða meira ef
Fjarðarheiðargöng lenda á stórum
vatnsæðum sem geta opnast, Seyð-
firðingum til mikillar hrellingar.
Hitt liggur ljóst fyrir að þau
verða ekki ókeypis, þegar í ljós
kemur hvað öll þessi samgöngu-
mannvirki kosta, sem talið er að
verði samanlagt 64 milljarðar
króna. Enn sem komið er sér eng-
inn fyrir hvort vinna við Fjarðar-
heiðargöng taki samanlagt 14-15 ár,
fari svo að þessi gangagerð lendi á
enn fleiri og stærri vatnsæðum en
Vaðlaheiðargöng.
Kostir og gallar
Erfitt er að meta nákvæmlega
þann sparnað sem hlýst af því að
bjóða út saman nokkur göng sem
unnin yrðu samfellt hver á eftir
öðrum eða jafnvel samhliða.
Sparnaðurinn felst aðallega í betri
nýtingu og þar af leiðandi minni
kostnaði við mannahald, tækjakost,
ýmsan búnað og aðstöðu verktaka.
Stórum útboðum geta einnig fylgt
ókostir. Það gerðist þegar allar til-
raunir til að ráðast í framkvæmdir
við Almannaskarð, Fáskrúðs-
fjarðar- og Héðinsfjarðargöng vor-
ið 2003 runnu út í sandinn.
Engin Fjarðarheiðargöng án flóttaleiða