Morgunblaðið - 20.09.2019, Síða 21

Morgunblaðið - 20.09.2019, Síða 21
fékk að skríða upp í fangið á afa og kúra á afabumbu í stól sem við kölluðum „stólinn“ með ákveðnum greini. Seinna, þegar ég flutti heim til Íslands, var ég daglegur gestur á heimili ömmu og afa eftir skóla. Afi kenndi mér ótal margt – allt frá því að teikna Óla prik og yfir í að slást. Honum var umhugað um að mér gengi sem allra best í skól- anum og þegar ég ákvað að fara í Verzlunarskóla Íslands en ekki Menntaskólann í Reykjavík, eins og flestir í fjölskyldunni, stóð afi með mér þó að aðrir væru hand- vissir um að ég væri að gera al- gjöra vitleysu. Við afi áttum nefnilega sameiginlegt áhugamál sem var viðskipti og fylgdist afi vel með því sem ég lærði í skól- anum. Þegar ég var 17 ára fór ég sjálf út í rekstur og gaf afi mér góð ráð og hvatti mig áfram. „Hvernig gengur business?“ var hann vanur að segja og svo fór- um við yfir málin. Á síðustu árum bættist lög- fræðin við sameiginlegt áhuga- svið okkar afa þegar ég fetaði í hans fótspor og hóf nám við laga- deild Háskóla Íslands. Við lest- urinn ráðlagði hann mér og gat oft dýpkað skilning minn á ýms- um málum sem var afar dýr- mætt. Við grínuðumst stundum með það að afi fengi 100 hugmyndir á dag en það voru í rauninni engar ýkjur. Hugur hans var ótrúlega frjór og hann kenndi mér að ekk- ert verkefni er of stórt ef þú virkilega trúir á það. Takk fyrir allt saman, elsku afi minn. Ég geymi minningarn- ar, öll góðu ráðin og væntum- þykjuna vandlega innra með mér. Dagmar Helga Einarsdóttir. Lúðvík afi minn, eða afi Lúlli eins og við kölluðum hann, var hlýr og góður maður sem alltaf var tilbúinn að aðstoða ef eitt- hvað bjátaði á. Hann fylgdist grannt með lífi barna sinna og barnabarna og stóð þétt við bak- ið á sínu fólki. Afi var einstaklega fróður og skemmtilegur. Það var notalegt að heimsækja hann og ræða um allt milli himins og jarðar, gjarn- an yfir ostaköku og tei úr kisu- bollunum hennar ömmu Ninnu. Afa þótti sérstaklega gaman að segja sögur og hann sagði þær af mikilli innlifun. Afi brosti með augunum, rétt eins og amma. Hann hafði brennandi áhuga á laxveiði og fiskrækt og hann var klókur veiðimaður. Það var gam- an að vera með afa og ömmu í sveitinni og þar naut hann sín best. Afi var duglegur að skrifa greinar í blöðin og lét sig varða málefni líðandi stundar allt fram á síðasta dag. Honum voru pólitísk mál hug- leikin en einnig var hann mikill náttúruverndarsinni. Afi hafði gaman af því að leysa flókin vandamál og hann hugsaði hlut- ina oft öðruvísi en aðrir. Hann hafði víða yfirsýn og gífurlega hugmyndaauðgi. Þegar litið er yfir greinasafnið hans má sjá fjölmörg dæmi um það hvernig hann hafði rétt fyrir sér, þótt sumar hugmyndirnar hafi ef til vill virst langsóttar í fyrstu. Hann var afburðagáfað- ur, stórhuga og framsýnn og hann hafði næman skilning og yfirgripsmikla þekkingu á flókn- um þjóðfélagslegum málefnum. Ég er lánsöm að hafa átt afa að og hef lært mikið af honum. Hann var hugrakkur, gafst aldr- ei upp og stóð alltaf með sjálfum sér. Hann hafði sterka réttlæt- iskennd og lét ekkert stoppa sig. Þessir eiginleikar lifa í minning- unni um afa Lúlla. Valgerður Dóra Traustadóttir. Bróður míns, Lúðvíks Gizur- arsonar, langar mig að minnast nokkrum orðum. Þegar hann var skírður vorið 1932 austur á Norðfirði stóð til að hann hlyti fullt nafn Lúðvíks Sigurðar afa síns, en sóknarprestinum, sr. Jakobi Jónssyni, urðu á þau mis- tök, að við skírnina féll niður síð- ari hluti nafnsins, Sigurður. Fjórum árum síðar var Berg- steinn bróðir okkar skírður í höf- uðið á hinum afa okkar, og þegar röðin kom að mér sjö árum síðar, var nafnið Sigurður enn þá laust og hlaut ég það. Kunni ég þess- um helmingaskiptum okkar Lúð- víks á nafni afa okkar á Norðfirði afar vel. Snemma bar ég ómælda virð- ingu fyrir þessum stóra bróður mínum. Hann var óvenju bráð- ger bæði til líkama og sálar. Að- eins fimmtán ára réðst hann sem háseti á nýsköpunartogarann Ingólf Arnarson, sem kom til landsins vorið 1947. Sigldi hann m.a. með togaranum á England, þar sem aflinn var seldur. Annað sumar var hann í vinnu við að reisa Sogslínuna, sem var heil- mikil framkvæmd til rafvæðing- ar landsins. Oft var hann og við heyskap á Árgilsstöðum í Hvol- hreppi, Rangárvallasýslu, hjá föðurbróður okkar, Ólafi Berg- steinssyni. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1952 hélt hann til náms í Bandaríkjunum og nam veturinn 1952-53 rafmagnsverkfræði og stærðfræði við Ohio University í Athens. Eftir heimkomuna frá Banda- ríkjunum 1953 kynntist hann sinni ágætu eiginkonu, Valgerði Einarsdóttur, og varð það til þess að hann sneri sér að lög- fræðinámi hér heima og gengu þau í hjónaband í júní 1954. Embættisprófi í lögfræði lauk Lúðvík vorið 1958. Réttindi hér- aðsdómslögmanns hlaut hann í desember sama ár og réttindi hæstaréttarlögmanns vorið 1962. Á árinu 1959 réðst hann til starfa í utanríkisráðuneytinu og varð framkvæmdastjóri varnarmála- nefndar. Sá hann þá um öll op- inber samskipti íslensku ríkis- stjórnarinnar við yfirmenn varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli. Kom þá að góðu gagni enskukunnátta hans og þekking á Bandaríkjunum. Helsta áhuga- mál hans var hins vegar fisk- rækt. Sagði hann því starfi sínu lausu í utanríkisþjónustunni og setti á stofn lögmannsstofu, auk þess sem hann sneri sér af alefli að því að breyta Eystri-Rangá úr sjóbirtingsá í laxá. Mikið kaldavermsl í ánni hafði staðið vexti laxaseiða fyrir þrif- um. En með stórvirkum vinnu- vélum útbjó hann eldistjörn á eyrunum í Fagradal þar sem Fiská rennur í Rangá fyrir neð- an Tungufoss. Þar döfnuðu seið- in vel áður en þeim var hleypt út í Rangá til niðurgöngu í sjó. Þetta framtak hans breytti Eystri-Rangá í eina gjöfulustu laxveiðiá landsins. Okkur Lúðvík kom alltaf afar vel saman. Hann var hugmynda- smiður sem reyndist mér oft góður ráðgjafi. Í vinahópi lumaði hann ávallt á skemmtilegri sögu. Margir munu sakna Lúðvíks og þar á meðal þeir sem lásu stuttar en hnitmiðaðar greinar hans í Morgunblaðinu jafnt um mikil- vægustu málefni sem um fugla- lífið við Reykjavíkurtjörn. Ég votta börnum hans, Dagmar Sig- ríði, Dóru og Einari, innilega samúð á skilnaðarstundinni, sem og mökum þeirra, börnum og venslaliði. Blessuð sé minning hans. Sigurður Gizurarson. Hann var stóri frændi minn, f. 1932, jafnaldri Ingibjargar syst- ur minnar og leikfélagi hennar í bernsku. Af þeim á ég margar ljósmyndir. Þau voru fyrstu barnabörn ömmu, Ingibjargar Þorláksdóttur, ættaðrar frá Álftanesi, og afa, Lúðvíks Sig- urðar Sigurðssonar útgerðar- manns á Norðfirði, sem eignuð- ust 11 börn. Sumum okkar yngri barnabarnanna, þar á meðal mér, fannst sem Ingibjörgu ömmu þætti langvænst um þessi tvö elstu, af öllum þeim mikla skara barnabarna sem hún eign- aðist. Honum þótti alla tíð innilega vænt um Norðfjörð, um Lúðvíks- hús, sem afi reisti þar og enn stendur, en ekki var hann oft sammála pólitíkinni hjá komm- unum fyrir austan. Hann var hávaxinn, grannur, glaðlegur, hlýlegur, talaði mikið og hátt, sat lengi, glettinn, póli- tískur, mikill krati og alþýðu- flokksmaður, eins og faðir minn, Jónas Guðmundsson. Ræddi við hann langtímum saman um mál- efni líðandi stundar, um þjóðina, um pólitíkina á Íslandi eða hjá krötunum í útlöndum, um póli- tíkina á Norðfirði, Íslandssöguna eins og hún lagði sig, um landið okkar, um Árgilsstaði i Rangár- þingi, þaðan sem hann var ætt- aður í föðurætt. Sat því oft lengi í djúpa græna stólnum gegnt skrifborði föður míns í húsinu okkar við Reynimel. Mamma, móðursystir hans, færði þeim kaffi, jólaköku og kleinur. Þann- ig eru þessar gömlu og kærustu minningar mínar um Lolla frænda, eins og við frændsystk- inin mörgu kölluðum hann og gerum enn. Eftir standa nú aðeins minn- ingar, einkum þessar gömlu frá löngu liðnum góðum dögum, en þó einnig minningin um einu heimsókn mína til hans í hjúkr- unarheimilið Sóltún, þar sem hann dvaldi veikur svo lengi. Hann lá þá þar með lokuð augu í rúmi sínu, sagði fátt, eig- inlega ekki neitt, var kannski dá- lítið hissa á heimsókn minni, en bað mig að tala. Ég reyndi að tala og tala, minntist þess sem tengt hafði okkur saman í lífinu; stórfjölskyldunnar, Norðfjarðar, pólitíkurinnar, Vesturbæjarins og gamla skólans okkar, Menntaskólans í Reykjavík, sem ég þekkti ennþá svo vel til. Sagði frá gömlu kennurunum, skóla- stofunum og öllu þar sem við átt- um sameiginlegar minningar um. Ég minnist Valgerðar Einars- dóttur, látinnar eiginkonu hans, og sendi börnum hans, elsku Dagmar, Dóru og Einari, og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur. Guðný Jónasdóttir. Árið er 1982, laganáminu lok- ið. Hvar á að leita fanga með starf? Niðurstaðan var að opna lögfræðistofu, sem var nú um- hendis, engin lögmannsréttindi þá í höfn. Anna systir og Konráð heitinn, maður hennar, þekktu Lúðvík Gizurarson, hrl., sem nú er kvaddur. Lúðvík rak þá með Valgerði heitinni, konu sinni, fasteignasöluna Hús og eignir í Bankastræti. Úr varð að Lúðvík studdi mig í stofurekstrinum, þannig að ég varð lögfræðilegur fulltrúi hans og gat þar með rek- ið mál fyrir dómi fyrir umbjóð- endur skrifstofunnar. Þessi mik- ilvægi atbeini Lúðvíks við mig, fyrstu tvö ár starfa minna í lög- mennsku, var bara af einskærri greiðasemi hans við mig. Varð samvera mín og minna á skrif- stofu minni, með þeim hjónum ávallt elskuleg og skemmtileg. Lúðvík mundi tíma tvenna og hafði frá mörgu að segja og naut þess mjög að vera sögumaður- inn. Í Bankastræti 5 ráku þá líka Haukur Bjarnason lögmaður og Kornelíus Jónsson kaupmaður og synir hans starfsemi sína. Svo var Magnús Karl Antonsson af- greiðslumaður niðri í versluninni Bristol líka eftirminnilegur og Karl Lúðvíksson apótekari sem átti þá verslun og var líka leigu- sali minn. Allt skilur þetta eftir sig góðar minningar. Eftir að ég kynntist Lúðvík heyrði ég elstu kjaftasögu bæjarins, sem var sú að hann væri launsonur Her- manns forsætisráðherra. Í ljós kom löngu síðar að sagan reynd- ist sönn. Held að það mál hafi reynst Lúðvík erfitt. Hugsa ætíð hlýlega og með þakklæti til þessa velgjörðarmanns míns. Bið ástvinum hans Guðs blessunar. Tryggvi Agnarsson. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019 öðru í matarboð og oft kom þar humar við sögu og meira að segja kom fyrir að haft væri vín með. Við höfðum gaman af því að „þykjast“ spila golf saman og há- punkturinn á ferlinum auðvitað Lostætismótið góða á Akureyri, sú minning mun ekki úr minni líða. Í vinnunni eins og lofað var reyndist Elsa alger hamhleypa. Það gekk á ýmsu og hún hafði oft eftir Sigga Jóns: „never a dull mo- ment in procurement“ og kímdi svo með sínu einstaka brosi. Hún ávann sér virðingu bæði sam- starfsfélaga og viðskiptavina af mörgum ólíkum þjóðernum og úr fjölda ólíkra atvinnugreina. Þar kom að leiðir okkar skildi hjá Fjarðaáli og gerðist það um líkt leyti og veikindin hennar dundu yfir. Hún var einbeitt í því að sigr- ast á þeim en svo fór að lokum þegar búið var að leggja allt á eina manneskju sem hægt er, jafnvel ennþá meira til, þá gat hún Elsa ekki meir. Ferðafélagarnir í þessari jarð- vist eru margskonar en Elsa var einstök, stór í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, glæsileg og geisl- andi. Ég er ríkari fyrir það að hafa kynnst Elsu og átt sem sam- starfsfélaga og vin og það er með miklum trega að ég segi „bæ Elsa!“ þar til næst. Óskar Borg. Þó að ég hafi vissulega alltaf vitað af Elsu má segja ég hafi kynnst henni þegar við byrjuðum að vinna saman hjá Fjarðaáli og þvílík kona! Hún var sérlega hríf- andi persónuleiki, einstaklega kraftmikil og drífandi og var ætíð með svör á reiðum höndum hver svo sem spurningin var. Það var gaman að vera í kringum Elsu. Alltaf hafði hún tíma fyrir fjöl- skyldu sína og vini þrátt fyrir að vinnutengd verkefni væru ærin. Það var eiginlega með ólíkindum hvernig henni tókst að hafa yfir- sýn og umsjón með þessu öllu í einu en henni var svo margt til lista lagt: Hún var eldklár í vinnu; hún var einstaklega góður kokkur og gestgjafi af bestu gerð. Við erum ófá sem eigum góðar minningar tengdar veisluhöldum í Árdalnum, heima hjá Elsu og Jóni, þar sem oft var glatt á hjalla og vel veitt. Þær eru líka margar og góðar minningarnar tengdar ferðum okkar innanlands og utan þar sem hún var gjarnan í aðalhlutverki. Fyrir þær er ég þakklát. Elsku Elsa. Lífið lagði á þig byrðar sem enginn ætti að þurfa að bera. Kveðjustundin kom alltof snemma og skarðið sem þú skilur eftir þig verður ekki fyllt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Jón, Kristín, Vala, Krilla, og fjölskyldan öll. Ég votta ykkur öllum mína hjartans sam- úð. Mikill er missir ykkar en minningin um magnaða konu lifir. Jóhanna. Kæra Elsa, að þú skulir vera farin er einhvern veginn óraun- verulegt. Þessi mikli orkubolti og fjörkálfur sem þú varst, þá fékkstu þinn skerf af hindrunum sem þú þurftir að yfirstíga. Þú tókst á við þær eins og að drekka vatn, að mér fannst. Kannski það sé það sem gerir fráfall þitt óraunverulegt, þú varst alltaf staðin upp aftur, alveg sama hverju var hent á þína slóð. Eftirminnilegt er þegar þú komst til baka eftir eina hindr- unina, þá vildu allir fá að strjúka nýsprottna hárið sem var eins og flauel viðkomu. Við vorum búin að þekkjast lengi, allar götur síðan við vorum bæði í Landsbankanum og síðar við nám, vinnu og leik. Ég vil þakka þér þær móttökur sem mér ávallt stóðu til boða hjá þér, ekki síst heimboðið sem við hjónin fengum í febrúar 2008 þegar við vorum á hraðferð til Neskaup- staðar. Þó að það hafi sloppið til, þá var það ómetanlegt að vita að hægt væri að reiða sig á þig þegar á hólminn var komið. Það hafa verið erfiðir tímar hjá þér undanfarið og átakanlegt var að hitta þig þá en jafnframt ánægjulegt. Alltaf trúði maður að þú myndir koma öllum á óvart og koma til baka á einn eða annan hátt. En ég sannarlega vona að þú hvílir nú á betri stað eftir að þú yf- irgafst þetta líf. Þinn vinur, Sveinbjörn. „Þið eruð ekkert að fara að banka í glerþakið, þið eigið að taka tilhlaup og mölbrjóta það.“ Þetta voru þín ráð til okkar og eftir að við kynntumst þér betur vissum við að þín leið að settu marki væri tekin á fullri ferð. Þú komst á fullri ferð inn í þennan samheldna bekk okkar sem hóf saman nám við Háskól- ann í Reykjavík haustið 2012. Þú stóðst upp, kynntir þig og opin- beraðir það sem þú taldir þína helstu áskorun í komandi námi. Við hlustuðum öll og kinkuðum kolli, svolítið heilluð af dirfskunni. „Og þið ætlið að hjálpa mér!“ – og þar með varð öllum ljóst að hér færi hreinskiptin kona sem kæmi til dyranna eins og hún væri klædd. Og það gerðir þú. Þú varst ein- læg, en hispurslaus, sagðir það sem þér lá á hjarta og varst full- komlega laus við spéhræðslu og smámunasemi. Þú bjóst yfir innsæi í mannlegt eðli, horfðir út fyrir kassann og komst inn í um- ræður með óvænt og fersk sjón- arhorn sem aðeins gátu komið frá manneskju sem var óhrædd við að sýna á spilin, hafa rangt fyrir sér og gera mistök. Og þannig leiddir þú hópinn að betri lausn og gerðir lífið bæði betra og skemmtilegra. En þó þú hafir tekið keppnina um mesta töffarann í bekknum með hendur í vösum, þá bjóstu yf- ir einlægri hlýju og samkennd. Þú vissir hvað það var að berjast fyr- ir hlutunum, sem þú og gerðir. Þegar við hin áttum fullt í fangi með krefjandi námið og vorum við það að vorkenna okkur þá ávarp- aðir þú bekkinn og upplýstir að þú þyrftir kannski að sleppa einum eða tveimur kennsludögum. Þú værir með krabbamein og þyrftir að fara í brjóstnám og smá geisla- meðferð. Og þar með var það afgreitt og þú hélst bara áfram. Mættir, tókst þátt, skilaðir þínu, með heimili á Eskifirði, í námi í Reykjavík ásamt því að takast á við erfiðan og krefjandi sjúkdóm og allt það sem honum fylgdi. Rétt eins og þetta væri ekkert mál. Af því að það var þín leið, að fara alla leið. Á fullri ferð. Og nú skilja leiðir um stund. Eftir sitjum við og hugsum, sökn- um og minnumst, og kannski á síðasta séns með að þakka þér fyrir allt sem þú gafst okkur. Elsku Elsa okkar. Takk! Drottningin yfir F öllu hefur dregið sig í hlé. Megi allar góðar vættir styðja og styrkja ættingja og vini Elsu Þórisdóttur. Fyrir hönd bekkjarfélaga í MBA - árgangi 2014, G. Andri Bergmann. Við erum ekki bara búin að missa frænda heldur í raun bróður. Við frændsystkinin höfum alltaf verið mikið saman þar sem mömmur okkar voru alltaf að senda okkur á milli sín eða við vorum öll send heim til ömmu og afa. Það er mikil gjöf að vita til þess að maður eigi heila auka- fjölskyldu sem er til staðar þeg- ar maður þarf á því að halda og hver vill ekki eiga aukabróður! Allt frá því að Ásbörn og Sveinbjörn skriðu saman á gólf- inu heima hjá afa og ömmu í Álfheimunum og tóku fyrstu skrefin sín hafa myndast tengsl milli okkur frændsystkinanna sem aldrei verða rofin. Þeir voru heldur ekki margra ára þegar þeir fóru saman á rólógæsluna í Ljósheimum og voru sammála að fara og nýttu sér skóflur staðarins til grafa sér leið undir girðinguna. Amma litla hefur orðið frekar hissa þegar þeir mættu óvænt hjá henni með Árna pínulítinn í eftirdragi, því að sjálfsögðu hefðu þeir aldrei skilið hann eft- ir. Hann var Árni stóri og var alltaf tekinn með alveg sama hvað. Og það að fá litla frænku Sveinbjörn Jónsson ✝ SveinbjörnJónsson fædd- ist 28. ágúst 1965. Hann lést 6. sept- ember 2019. Útför Svein- bjarnar hefur farið fram í kyrrþey. sem var svona miklu yngri en allir hinir í hópnum breytti engu. Eng- inn gat rofið okkar tengsl sem urðu til snemma á lífsleið- inni. Við höfum alltaf treyst mikið hvert á annað, notið þess að vera saman. Eins og gerist oft á fullorðinsárunum hefur oft verið langt á milli þess að við hittumst, sérstaklega þegar við höfum búið langt hvert frá öðru, en það hefur aldrei breytt þeirri tengingu sem við höfðum. Margrét í Ameríku eða Dan- mörku með sinni fjölskyldu, Árni í Ameríku með sinni og Ásbjörn ýmist í Danmörku eða í Noregi. Þegar við hittumst var hins vegar alltaf eins og enginn tími hefði liðið. Við höfum alltaf verið til staðar hvert fyrir annað og get- að spjallað og rökrætt um allt milli himins og jarðar frá mis- munandi sjónarhornum. Það var aldrei sjónarhornið sem skipti máli heldur samver- an. Það tekur okkur sárt að núna verðum við að halda áfram án hans Sveinbjörns en hann verð- ur alltaf hluti af okkur. Við vottum Cosu og börn- unum okkar dýpstu samúð. Missirinn er mikill fyrir alla, en þau hafa misst lífsförunaut og föður. Ásbjörn, Árni, Margrét og makar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.