Morgunblaðið - 20.09.2019, Qupperneq 35
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
„Þetta var sérstakt augnablik fyrir
mig og fjölskylduna sem var í stúk-
unni. Það var draumur að spila
hérna, en ég hefði viljað færa þeim
eitt eða þrjú stig,“ sagði Rúnar
Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í
knattspyrnu, eftir að hafa leikið á
Old Trafford í Evrópudeildinni.
Astana, lið Rúnars, mætti þar
Manchester United en í aðdrag-
anda leiksins kom fram í fjöl-
miðlum að Rúnar hefði verið stuðn-
ingsmaður enska liðsins um langa
hríð.
United hafði betur 1:0 en Rúnar
lék allan leikinn fyrir Astana.
„Þetta spilaðist eins og við reikn-
uðum með; þeir voru með boltann
og markmaðurinn okkar átti góðan
leik. Í stöðunni 0:0 og 1:0 trúðum
við alltaf að við gætum skorað eitt
mark og fengið stig, en við sköp-
uðum ekki nægilega mikið. United
notaði unga leikmenn sem vildu
sanna sig og við vorum nærri því
að ná stigi,“ var ennfremur haft
eftir Rúnari hjá UEFA.
Íslendingaliðin frá Rússlandi
virðast ekki sterk ef marka má
þessa fyrstu umferð riðlakeppn-
innar en þau töpuðu illa. Hörður
Björgvin Magnússon lék allan leik-
inn með CSKA Moskvu sem tapaði
fyrir Ludogorets í Búlgaríu, 1:5.
Arnór Sigurðsson lék ekki með
CSKA Moskvu vegna meiðsla.
Jón Guðni Fjóluson var á vara-
mannabekknum hjá Krasnodar sem
tapaði í Sviss fyrir Basel. Knatt-
spyrnustjóri Krasnodar hefði lík-
lega betur teflt Jóni fram í mið-
verðinum því Basel vann 5:0.
Arnór Ingvi Traustason lék
fyrstu 86 mínúturnar með Malmö
þegar liðið tapaði 1:0 fyrir Dynamo
Kíev í Úkraínu. Albert Guðmunds-
son var á varamannabekk AZ
Alkmaar sem gerði vel í að ná í
2:2-jafntefli við Partizan á útivelli,
þrátt fyrir að vera manni færri frá
27. mínútu. sport@mbl.is
Upplifun fyrir Skagfirðinginn
Rúnar Már lék í
90 mínútur gegn
United í gær
AFP
1:0 Mason Greenwood fagnar eftir að hafa skorað eina mark leiksins á Old Trafford í gær.
Atvinnukylfingurinn Haraldur
Franklín Magnús lék afar vel á öðr-
um hringnum á 1. stigi úrtökumót-
anna fyrir Evrópumótaröðina í
golfi í Austurríki í gær.
Haraldur Franklín lék hringinn á
66 höggum eða á sex höggum undir
pari og hann er samanlagt 10 högg-
um undir pari eftir hringina tvo.
Haraldur fékk sjö fugla á hringn-
um í dag og aðeins einn skolla. Har-
aldur er í dauðafæri að komast
áfram á næsta stig því hann er í
2.-5. sæti eftir 36 holur en 72 verða
leiknar. sport@mbl.is
Frábærir hringir
hjá Haraldi
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
-10 Haraldur er kominn langt niður
fyrir parið í Austurríki.
Kiel hafði betur gegn Bergischer í
Íslendingaslag í þýsku 1. deildinni í
handknattleik í gær, 34:29. Gísli
Þorgeir Kristjánsson skoraði síð-
asta mark leiksins fyrir Kiel. Arnór
Þór Gunnarsson og Ragnar Jó-
hannsson skoruðu þrjú hvor fyrir
Bergischer. Elvar Ásgeirsson skor-
aði þrjú mörk fyrir Stuttgart sem
tapaði fyrir toppliði Hannover-
Burgdorf á heimavelli 23:28 en
Oddur Gretarsson komst ekki á
blað hjá Balingen sem tapaði naum-
lega á heimavelli gegn Wetzlar,
33:34. sport@mbl.is
Hannover-Burg-
dorf á toppnum
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Tap Arnór Þór Gunnarsson skoraði
3 mörk á móti Kiel.
Jón Þór Hauksson, þjálfari kvenna-
landsliðsins í knattspyrnu, hefur
valið hópinn fyrir leikina gegn
Frakklandi og Lettlandi í október.
Ísland mætir Frakklandi í vin-
áttuleik 4. október og fer leikurinn
fram í Nimes. Fjórum dögum síðar
mætir Ísland liði Lettlands á úti-
velli í undankeppni EM.
Frá sigurleikjunum á móti Ung-
verjum og Slóvökum sem fram fóru
á Laugardalsvelli um mánaðamótin
eru tvær breytingar á landsliðs-
hópnum. Rakel Hönnudóttir (Read-
ing) og Sandra María Jessen (Bayer
Leverkusen) koma inn fyrir Blik-
ana Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur
og Áslaugu Mundu Gunnlaugs-
dóttur.
Rakel lék síðast með landsliðinu í
vináttuleik gegn Suður-Kóreu í
apríl en Sandra lék síðast í vináttu-
leik á móti Finnum í júní.
„Þetta er í takti við það sem við
höfum verið að gera. Þær Karólína
og Áslaug Munda munu spila með
19 ára liðinu hér heima í undan-
keppni og fá þar mikilvæga lands-
leiki og munu styrkja það lið. Það
er mikilvægt fyrir okkur að 19 ára
liðið komist upp úr riðlinum með
þann draum að komast í loka-
keppnina sem myndi gefa okkur
gríðarlega reynslu upp á fram-
haldið og nýtast A-landsliðinu
seinna meir.
Rakel fær tækifæri aftur. Hún
hefur gríðarlega reynslu og er frá-
bær leikmaður. Hvað Söndru Maríu
varðar þá hefur hún verið óheppin
með meiðsli en hún er komin vel af
stað með Leverkusen og ég er mjög
spenntur að fá þær tvær inn,“ sagði
Jón Þór m.a. í gær. Hópinn er að
finna á mbl.is/sport.
Tvær breytingar
fyrir næstu leiki
Morgunblaðið/Eggert
Valin Rakel Hönnudóttir er þraut-
reynd landsliðskona.
Ólympíufarinn Irina Sazonova er
mætt aftur til keppni eftir barnsburð,
en hún eignaðist frumburð sinn fyrir
rúmum sjö mánuðum. Hún verður með
á N-Evrópumótinu í áhaldafimleikum í
Kópavoginum um helgina. Er þetta
hennar fyrsta mót eftir barneignarfríið
og freistar hún þess að vinna sér inn
keppnisrétt á HM í Stuttgart.
Körfuboltakonan Sigrún Sjöfn
Ámundadóttir verður áfram í röðum
Skallagríms. Sigrún er þrítug og upp-
alin í Borgarnesi. Hún er fyrirliði liðs-
ins og lykilmaður þess síðustu ár.
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari
kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu,
skrifaði í vikunni undir nýjan tveggja
ára samning við knattspyrnudeild Sel-
foss en félagið greindi frá þessu í gær.
Í blaðinu í gær var sagt frá afreki
Hermanns Gunnarssonar þegar hann
skoraði þrennur í tveimur leikjum í röð
á Íslandsmótinu árið 1973. Hins vegar
gleymdist að geta þess að Andri Sig-
þórsson gerði annað eins og gott bet-
ur fyrir KR árið 1997. Hann skoraði þá
fimm mörk fyrir KR í 6:2 sigri á Skalla-
grími og í næsta deildaleik KR-inga,
gegn Val, skoraði Andri þrennu í 6:1
sigri. Í millitíðinni lék hann tvo Evrópu-
leiki með KR. Liðu því 22 ár þar til leik-
maður skoraði þrennu í tveimur leikj-
um í röð eða þar til Morten Beck
Guldsmed gerði það fyrir
FH.
Eitt
ogannað