Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Side 14
John Lennon og Yoko Ono sungu lagið Angela til stuðnings Angelu Davis á plötunni Some- time in New York City. É g er mjög spennt að koma til Íslands,“ segir Angela Davis þegar hún er spurð hvað hún hyggist leggja áherslu á í máli sínu á alþjóðlegu #metoo- ráðstefnunni sem haldin verður í Hörpu 17. til 19. september. „Þetta verður reyndar ekki fyrsta skipti sem ég kem til landsins. Þegar ég var mjög ung flaug ég með Loftleið- um og lenti í Reykjavík á leið til Evrópu en þetta verður í fyrsta skipti, sem ég mun eiga þess kost að heimsækja Ísland í alvöru.“ Davis kveðst líta á Ísland sem fyrirmynd í jafnréttisbaráttu kvenna. „Ég hef alltaf dáðst að þeim ótrú- lega árangri sem náðst hefur á Ís- landi, sérstaklega hvað varðar jafn- rétti kynjanna og að Ísland hafi verið í fararbroddi varðandi efna- hagslegt jafnrétti kynjanna um ára- bil,“ segir hún. „Um leið heldur kynferðislegt ofbeldi og áreitni samt áfram að vera vandamál á Ís- landi. Það ætti að vekja þá til um- hugsunar sem halda að náum við jafnrétti kynjanna í efnahagslífinu eða á sviði stjórnmála leysist öll vandamál okkar. Ísland er fullkomið dæmi um að í þessari baráttu þarf að taka á mörgum málum sam- tímis.“ Davis fagnar því að #églíka- hreyfingin hafi komið fram og segir að það hafi verið löngu tímabært að alþjóðleg vakning yrði um mikil- vægi þess að takast á við kynferðis- legar árásir og áreitni. „Þessi hreyfing hefur verið að þróast í áratugi og mætti jafnvel segja aldir,“ segir hún. „Snemma á tuttugustu öld, áður en hreyfingin fyrir borgaralegum réttindum í Bandaríkjunum fór af stað, fóru fram miklar herferðir sem ætlað var að spyrna gegn rasískum nauðgunum. Þar má nefna mál Recy Taylor, sem átti sér stað 1944 í Abbeville í Alabama. Rosa Parks, sem ekki var þekkt fyrir að hafa beitt sér í málaflokknum, rannsak- aði málið fyrir samtökin NAACP, sem beita sér fyrir réttindum svartra.“ Sex hvítir menn námu Taylor á brott og nauðguðu henni þegar hún var á leið heim til sín úr kirkju. Málið fór hins vegar ekki fyrir dóm þótt játning eins mannanna lægi fyrir. Árið 2011 bað þingið í Ala- bama Taylor opinberlega afsökunar á því að árásarmennirnir hefðu ekki verið sóttir til saka. Ekkert er gulltryggt „Ég held að það sé mikilvægt að við höfum vaknað til vitundar um að samfélag okkar sé gegnsýrt af skila- boðum um að karlar hafi aðgang að líkömum kvenna með þessum hætti. Tarana Burke setti myllumerkið #églíka fram árið 2006 og síðan tókst Alyssu Milano að vekja máls á því árið 2017 þannig að það vakti heimsathygli. Loksins eru karlar sem vitað er að hafa framið ofbeldi gegn konum farnir að finna fyrir áhrifunum.“ Davis segir að það sé önnur spurning hvort áhrifin af hreyfing- unni verði til frambúðar. „Ég held að ekkert sé gull- tryggt,“ segir hún. „Sumir héldu að þrælahaldi hefði lokið í Bandaríkj- unum árið 1863 eða 1865, en við er- um enn að fást við leifar þess og eftirköst á okkar dögum. Þannig að ég verð að svara þessari spurningu með því að við verðum að halda áfram að vinna að þessum mál- um með aðgerðum, í fræða- heiminum og í fjölmiðlum.“ Annar málstaður hefur einnig rutt sér til rúms undir myllumerki í Bandaríkjunum og vakið athygli um allan heim. Það er hreyfingin #svörtlífskiptamáli. „Þar er fókusinn á ofbeldi lög- reglu og hvað það er algengt og það hefur verið rauður þráður í barátt- unni fyrir frelsi svartra,“ segir Davis. „Það er hægt að fara allt aft- ur til þess að á sínum tíma var bar- ist gegn þeim sem unnu við að fanga þræla og hafa eftirlit með þeim. Þær hreyfingar voru að mínu mati forverar þeirrar hreyfingar sem við nú köllum #svörtlíf- skiptamáli.“ Ekki einstaklingar heldur kerfisbundið Hún segir að þó sé einn grund- vallarmunur á #svörtlífskiptamáli og fyrri hreyfingum. „Á fyrri tímum var áherslan eink- um á einstaka gerendur í lögregl- unni. #svörtlífskiptamáli markaði þáttaskil með því að vekja til al- mennrar vitundar um kerfislæg ein- kenni lögregluofbeldis,“ segir Davis. „Það er ekki hægt að taka á því á einstaklingsgrunni, heldur þarf að taka á kerfislægum ástæðum ras- ísks ofbeldis af hálfu ríkisins. #ég- líka-hreyfingin getur líka dregið mikilvægan lærdóm af því. Tilhneig- ingin er alltaf að einblína á einstaka gerendur og vitaskuld á að draga þá til ábyrgðar, en það eru kerfislægar ástæður fyrir því að ofbeldi gegn konum hefur verið viðvarandi þema í sögu okkar rétt eins og lögreglu- ofbeldi. Ég held að fókusinn á kerfisbundnar ástæður sem ýta undir þessar myndir ofbeldis sé helsta framlag hreyfingarinnar #svörtlífskiptamáli, ekki bara fyrir hreyfinguna gegn lögregluofbeldi, heldur einnig hreyfinguna gegn of- beldi á hendur konum.“ Davis hefur í áranna rás gagn- rýnt fangelsiskerfið í Bandaríkj- unum harkalega og talar um fang- elsisiðnaðinn. „Ég held að ekki sé hægt að líta á fangelsiskerfið sem einangrað fyrir- bæri,“ segir Davis. „Fangelsiskerfið í Bandaríkjunum er kannski dramatískasta dæmið um kerf- isbundin einkenni rasisma og hvernig rasismi heldur velli í gegn- um kerfi jafnvel þótt reynt sé að vinna gegn honum á einstaklings- grundvelli.“ Hún segir að líta verði á fang- elsisiðnaðinn í alþjóðlegu samhengi. „Þetta snýst ekki aðeins um hinar sögulegu tengingar, þótt þær séu mjög mikilvægar, heldur hvernig fangelsanir þjóna alþjóðlegum kap- ítalisma á okkar tímum, ekki bara í Bandaríkjunum, heldur í vaxandi mæli um allan heim. Þegar auð- urinn í heiminum er færður til þannig að menn eins og Jeff Bezos [eigandi Amazon] og fleiri geta náð sér í sína milljarða dollara og auð- magnið er tekið burt frá þeim geir- um samfélaga sem hjálpa fólki að komast af, hvort sem það eru skól- ar, húsnæði eða heilsugæsla, verða til hópar fólks sem á sér ekki lengur samastað vegna þess að það hefur misst vinnuna, vegna þess að það er ekkert öryggisnet. Fjarað hefur undan velferðarkerfum um allan heim. Hvað á að gera við fólk í þeirri stöðu? Í vaxandi mæli hefur fólk verið sett í fangelsi allt frá ní- unda áratugnum. Hin fullkomna lausn. Fangelsin verða ekki bara staður fyrir fólk sem hefur misst stöðu sína í samfélaginu, þau verða gróðafyrirtæki í sjálfu sér. Þetta er ekki bara spurning um umbætur á fangelsum, heldur að skilja und- irliggjandi ástæður þess að fang- elsum hefur fjölgað. Mörg okkar hafa þess vegna komist að þeirri niðurstöðu að afstaða sem kallar á afnám fangelsa yrði mun líklegri til að leiða til þeirra samfélagsbreyt- inga sem við þurfum á að halda í heiminum.“ Auður á örfáum höndum Davis neitar því ekki að þessi sýn geti virst stangast á við það að aldr- ei hafa fleiri börn í heiminum átt kost á skólagöngu, aldrei hefur að- gangur að heilsugæslu verið jafn- víðtækur eða jafn mörgum verið lyft úr fátækt. „En ég held að það verði að taka með í reikninginn að auður heimsins hefur safnast á hendur örfárra ein- staklinga,“ segir hún. „Um átta ein- staklingar eiga meiri eignir en helmingur íbúa jarðar. Það getur verið rétt að einhverjar breytingar hafi orðið til batnaðar, en það þýðir ekki að vandamál fátæktar hafi ver- ið leyst, það þýðir ekki að fólk sé hætt að svelta.“ Þá segir hún að ekki séu alls stað- ar framfarir og bendir á að í Banda- ríkjunum fari menntun hrakandi. „Menntakerfinu hefur hrakað allt frá barnaskóla til framhaldsnáms í háskólum,“ segir hún. „Ég man þann tíma í Kaliforníu, þar sem ég bý, að hægt var að fá menntun allt Angela Davis vakti heimsathygli fyrir baráttu sína fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum fyrir bráðum 50 árum. Hún kveðst lengi hafa dáðst að þeim árangri sem náðst hafi á Íslandi í að koma á jafnrétti kynjanna. Davis mun ávarpa ráðstefnuna #metoo í Reykjavík í vikunni. Karl Blöndal kbl@mbl.is Angela Davis á blaða- mannafundi í San Jose í Kaliforníu árið 1972 vegna ákæranna, sem hún var sýknuð af. AFP „#svörtlífskiptamáli mörkuðu þátta- skil með því að vekja til almennrar vitundar um kerfislæg einkenni lög- regluofbeldis,“ segir Angela Davis. Mikilvæg vitundarvakning #ÉG LÍKA 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2019

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.