Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Qupperneq 15
frá leikskólum til framhaldsnáms í
háskóla án þess að þurfa að borga.
Nú er menntun orðin viðskiptavara,
jafnvel í ríkisreknum háskólum. Það
þarf að hugsa um þessi mál í sam-
hengi. Til eru verkefni undir yfir-
skriftinni „skólar, ekki fangelsi“.
Við höfum orðið vitni að því að skól-
um hraki og fari að líkjast fang-
elsum og kennarar þurfi frekar að
einbeita sér að aga en fræðslu nem-
enda. Þessari menningu fangelsa og
aga fylgja gríðarleg vandamál.“
Davis segir að í fátækum hverf-
um svartra og fólks sem á uppruna
að rekja til Rómönsku Ameríku sé
beint samhengi á milli skólanna,
meðferðar ungra afbrotamanna og
fangelsa fyrir fullorðna.
„Eftir því sem við sem höfum
lengi einbeitt okkur að fangelsis-
kerfinu skoðum samhengi hlutanna
nánar áttum við okkur betur á því
að það er ekki nóg að gera breyt-
ingar á einu sviði; þær þurfa að eiga
sér stað á mörgum stöðum í einu.“
Davis er á því að gera þurfi um-
bætur á réttarkerfinu í Bandaríkj-
unum eins og það leggur sig og þótt
það sé ekki hægt eins og stendur
verði að ýta undir breytingar í þá
átt að áherslan verði ekki á refs-
ingu, heldur að bæta orðinn skaða.
Þriðjungur allra kvenfanga
heims er í Bandaríkjunum
„Við viljum ekki bara rífa niður
byggingarnar sem hýsa fanga, við
viljum endurskoða hvað það þýðir
að ná fram réttlæti í samfélagi okk-
ar og biðjum fólk að ímynda sér
hvernig það liti út ef við treystum
ekki á fangelsi til að búa til falskt
öryggi með því að allt vonda fólkið
þurfi að vera bak við lás og slá. Ég
held að íhaldsmenn, þar á meðal nú-
verandi íbúi Hvíta hússins, hafi
nálgast umbætur fangelsa með
mjög einfölduðum hætti. Þeir vilja
einfaldlega draga úr fjölda fólks í
fangelsi. Þessi fjöldi á sér nátt-
úrulega engin fordæmi. Í Banda-
ríkjunum eru fleiri í fangelsum en
annars staðar í heiminum, hvort
sem miðað er við hreinan fjölda eða
höfðatölu. Þriðjungur allra kvenna
sem eru í fangelsum í heiminum sit-
ur inni í Bandaríkjunum. Þeir vilja
ná þessari tölu niður en eru að
hugsa um aðra gerð af prísund. Þar
má nefna stofufangelsi og nýja
tækni á borð við ökklabönd og jafn-
vel lyf. Prísundin er því enn mið-
punktur í okkar heimi. Við erum að
biðja um endurskoðun á merkingu
réttlætis, hvort það verði að snúast
um refsingu, hvort það geti ekki fal-
ist í að færa saman fólk sem hefur
skaðað hvert annað. Þetta er mikið
verk en ef við setjum það ekki á
verkefnaskrána núna er ekki víst að
þetta tækifæri til að breyta heim-
inum komi nokkurn tímann aftur.“
Davis vakti at-
hygli um allan
heim fyrir næst-
um hálfri öld og
varð kunnuglegt
andlit rétt-
indabaráttu
svartra í Banda-
ríkjunum. Hún
gekk í Kommún-
istaflokk Banda-
ríkjanna og var
félagi í honum
allt til 1991.
Varð aðildin til þess að Ronald
Reagan reyndi að koma í veg fyrir
að hún fengi að kenna í háskólum í
Kaliforníu þegar hann var rík-
isstjóri þar. 1970 var hún eftirlýst af
alríkislögreglunni, FBI, fyrir að
hafa keypt vopn sem notuð voru til
þess að reyna að frelsa tvo fanga úr
réttarsal með valdi. Fjórir létust í
tilrauninni. Davis náðist og var sett
í varðhald. Mikil herferð hófst til að
fá hana lausa. John Lennon og Yoko
Ono sömdu lagið Angela henni til
stuðnings og það sama gerðu Roll-
ing Stones með Sweet Black Angel.
Eftir 16 mánuði var hún látin laus
gegn tryggingu og skömmu síðar
var hún sýknuð í málinu.
„Ég byrjaði að láta að mér kveða
löngu áður en athygli almennings
fór að beinast að mér 1969 og 1970,“
segir Davis. „1969 var ég rekin úr
kennarastöðu við Kaliforníuháskóla.
1970 var ég handtekin og ákærð í
þremur liðum fyrir aðild að morði.
Það sem er mikilvægt í mínum huga
varðandi þetta tímabil er að til varð
gríðarmikil fjöldahreyfing sem náði
til allra heimshorna. Ég var félagi í
Kommúnistaflokknum og á þessum
tíma voru kommúnistaflokkar í
næstum öllum löndum heims. Ég
held að við ættum að muna hvað
þessi alþjóðlega samstaða var mik-
ilvæg. Mál mitt var mikilvæg vís-
bending um þá möguleika sem
fólgnir eru í alþjóðlegri samstöðu.
Ég hef trú á því að ég hefði ekki bú-
ið við frelsi síðustu rúmlega fjörutíu
ára hefði fólk um allan heim ekki
tekið höndum saman og neitað að
leyfa ríkinu að
taka mig af lífi
eða fangelsa
mig það sem
eftir væri æv-
innar. Það var
markmið Nix-
ons, sem þá var
forseti, Reag-
ans, sem var
ríkisstjóri í
Kaliforníu, og J.
Edgar Hoover,
yfirmanns FBI.
Skilaboðin eru þau að taki fólk
höndum saman er mögulegt að gera
það sem virðist ómögulegt.“
Kommúnisti með litlu kái
Eftir málaferlin fór Davis um allan
heim, þar á meðal til Kúbu, Sovét-
ríkjanna og Austur-Þýskalands.
Hún studdi stjórnarfarið í þessum
löndum þótt það byggðist á kúgun
og var gagnrýnd fyrir að vilja ekki
styðja málstað pólitískra fanga í
austurblokkinni.
„Ég gekk í Kommúnistaflokkinn
því að ég taldi að við þyrftum rót-
tækar breytingar, ekki bara í
Bandaríkjunum heldur í heiminum,“
segir Davis. „Ég trúi því enn að af-
nema þurfi kerfi kapítalismans, ég
er enn kommúnisti með litlu kái. Ég
held ekki að þau vandamál sem
komu fram í sósíalískum ríkjum í
sambandi við lýðræði og fleira þýði
að henda eigi barninu út með bað-
vatninu. Ég held að enn séu hliðar á
Sovétríkjunum og öðrum sósíal-
ískum ríkjum, til dæmis Kúbu, sem
skipta máli, til dæmis ókeypis
menntun, húsnæði sem kosti aðeins
brot af tekjum manna, ókeypis
heilsugæsla. Ég held enn í þessar
hugsjónir og vona að sá dagur komi
að við getum komið á sósíalisma í
einhverri mynd í heiminum.“
Mótmælendur fyrir utan réttarsal í Brooklyn 2015 vegna máls gegn lögreglu-
manni sem tók svartan mann, Erik Garner, kverkataki þannig að hann lét lífið.
Málið var kveikjan að mótmælum undir merkinu #svörtlífskiptamáli.
’Um leið heldur kyn-ferðislegt ofbeldi ogáreitni samt áfram aðvera vandamál á Íslandi.
Það ætti að vekja þá til
umhugsunar sem halda að
náum við jafnrétti
kynjanna í efnahagslífinu
eða á sviði stjórnmála
leysist öll vandamál okkar.
AFP
Ljósmynd/KK Ottesen
15.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Opið virka daga kl. 11-18, laugard. kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551
Fallegt
úrval af
lömpum
LISTHÚSINU