Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2019 LESBÓK BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 / l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 S Ó F A D A G A R DAGANA 5. TIL 21. SEPTEMBER 15% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SÓFUM Á LAGER 10% AFSLÁTTUR AF SÉRPÖNTUNUM UPPISTAND Leikarinn og goðsagnakenndi uppistand- arinn Eddie Murphy hyggst snúa aftur á sviðið á næsta ári. Eddie gerði garðinn fyrst frægan þegar hann hóf að koma fram í grínþættinum Saturday Night Live aðeins 19 ára gamall. Þá naut hann gífurlega vinsælda sem kvikmynda- leikari á 9. og 10. áratugnum. Þegar leið á ferilinn fór að halla undan fæti og er Murphy í seinni tíð líklega þekkastur fyrir að ljá asnanum í Shrek-myndunum rödd sína. Margir telja þó að Murphy hafi notið sín best í uppistand- inu og því fögnuðu margir þegar hann staðfesti endurkom- una í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þá mun Murphy einnig koma fram í Saturday Night Live í fyrsta sinn síðan 1984 í desember auk þess sem hann leikur í framhaldsmynd af myndinni Coming to America sem kemur út á næsta ári. Snýr aftur á sviðið Eddie Murphy hyggur á endurkomu. BOND Leikarinn Pierce Brosnan, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn sem njósnari hennar hátignar, James Bond, hefur blandað sér í umræðuna um hver eigi að leika Bond næst. Daniel Craig mun túlka Bond í hinsta sinn í 25. myndinni um njósnarann og því hafa margir velt því fyrir sér hver komi næst á eftir kappanum. Að mati Brosnan er kom- inn tími á að kona taki við keflinu. „Við erum búin að horfa á karla gera þetta síðustu 40 árin. Það er tímabært að þeir víki og það verði sett kona þarna,“ sagði Brosnan í sam- tali við Hollywood Reporter. „Ég held að það væri hressandi. Það væri spennandi.“ Kominn tími á konu sem 007 Brosnan lék Bond frá 1995 til 2002. AFP Rihanna er spennt fyrir nýrri plötu. Nýjar plötur væntanlegar TÓNLIST Nýjar plötur eru væntanlegar frá bæði Rihönnu og Drake að sögn blaðamanna í Frakk- landi sem mættu á tónlistar- ráðstefnu Universal sem haldin var þar í landi á dögunum. Ef marka má þessar sögusagnir mun níunda hljómversplata Rihönnu koma út í desember en hún hefur áður ýjað að því að ný plata sé á leiðinni. Fyrr á árinu sagðist hún ekki geta beðið eftir því að gefa hana út. Drake mun sömuleiðis gefa út plötu áður en árið rennur sitt skeið á enda og fylgja þar með eftir plötu sinni Scorpion sem kom út síðasta sumar. Fyrir tveimur árum var ég búinað líta mér svolítið mikið nærog átta mig á því að það er ann- ar hver maður að skilja. Þá fer ég að velta þessu umhverfi svolítið fyrir mér,“ segir Kolbrún Pálína Helga- dóttir, annar umsjónarmanna nýrrar sjö þátta þáttaraðar sem nefnist Ást og kemur út á Sjónvarpi Símans Premium hinn 19. september næst- komandi. „Ég hef sjálf stundað mikla mann- rækt og svo lent í því að skilja. Á þeim tíma sem ég skil þá upplifi ég að það eru öll verkfæri hrifsuð af manni því maður kann þetta ekki. Það er engum kennt að skilja,“ segir Kol- brún sem fór þá að líta í kringum sig og áttaði sig á því að enginn kann í raun að skilja. Hún komst að því að lítið sé til af efni á íslensku til að styðja við fólk á þessum tímamótum. Kastað út í kosmósið „Ég kasta svo þessari hugmynd svo- lítið út í kosmósið og þeim hjá Síman- um finnst þetta frábært umfjöllunar- efni því það hafði enginn þorað að fara út í þetta.“ Kolbrún fer að vinna að verkefninu í samstarfi við Saga- film og kemst þá að því að Kristborg Bóel Steindórsdóttir hafði komið með sambærilega hugmynd til þeirra. „Við ákveðum að sameina krafta okk- ar,“ segir Kolbrún en í kjölfarið hefst margra mánaða hugmyndavinna. Ást er fyrsta sjónvarpsþáttaröð þeirra Kolbrúnar og Kristborgar en báðar hafa þær hrærst í fjölmiðlaum- hverfinu um árabil; Kolbrún ritstýrði blöðunum Nýtt líf og Lífinu í Frétta- blaðinu á sínum tíma og Kristborg hefur starfað sem blaðamaður auk þess að skrifa bókina 261 dagur, sem fjallar einmitt um sambandsslit. Þeim Kolbrúnu og Kristborgu fannst ekki spennandi að gera heila þáttaröð um skilnaði svo ákveðið var að byrja á byrjuninni, ástinni, og fara svo í gegnum allt ferlið að baki lang- tímasamböndum. Þær stöllur fóru í mikla og langa rannsóknarvinnu og útkoman er þáttaröðin sem Kolbrún segir nokkurs konar leiðarvísi um ástina, sambönd og skilnaði; hvað eigi að gera og hvað ekki. Haukur Björgvinsson tók að sér leikstjórn þáttaraðarinnar og Helgi Jóhanns- son sér um handrit og framleiðslu hennar og er Kolbrún mjög ánægð með störf þeirra. Vona að fólk staldri við Í þáttaröðinni er rætt við sérfræð- inga í ástarmálum. „Við erum með viðtöl við margt af fagfólki landsins í þessum fræðum; hjónabands- ráðgjafa, fjölskylduráðgjafa, kynlífs- ráðgjafa, sálfræðinga og geðlækna. Þeir útskýra hvað gerist þegar fólk verður ástfangið, lendir í ástarsorg og skilur, svo við stiklum á öllum þessum helstu viðfangsefnum,“ segir Kolbrún. Þáttaröðin kannar einnig sögu sambanda og hvað sé að breytast í þeim og samskiptum kynjanna. „Manni líður svolítið eins og maður sé að koma frá sér mastersritgerð og við vonum að þetta hafi einhver áhrif á samfélagið. Bæði að fólk hugsi sig betur um áður en það gerir eitthvað sem það sér eftir og beri meiri virð- ingu fyrir samböndum,“ segir Kol- brún. „Við vonumst til að fá fólk til að staldra aðeins við og velta fyrir sér hlutunum, til dæmis af hverju það er í sambandi,“ bætir hún við. „Við skoðum einnig símana, netið, öll lætin á bak við það og kröfurnar og veltum því fyrir okkur hvort við séum að tapa fyrir okkur sjálfum í öllum þessum látum.“ Þverskurður samfélagsins Ekki er bara spjallað við fagfólk heldur léði fjöldi fólks þættinum rödd sína og sagði frá reynslusögum sín- um í sambandi við ástina. Kolbrún segir að um alla flóru para sé að ræða. Til dæmis pör sem hafa verið gift í 50 ár, ung pör og samkynhneigð pör. „Við fengum einnig ótrúlega hugrökk börn fráskilinna foreldra til að ræða við okkur. Við fáum í raun þverskurðinn þegar kemur að ást- arsamböndum og skilnuðum.“ Rúsínan í pylsuendanum eru svo leikin atriði þar sem leikararnir Dóra Jóhannsdóttir og Máni Arnarson, ásamt fleirum, sýna hvernig gera eigi hluti og hvernig ekki. „Við fengum ráðgjafa til að setja þessi atriði upp með okkur þar sem við erum svolítið að kenna fólki hvernig eigi að gera hlutina betur. Þetta getur til dæmis verið fólk sem er komið með bland- aðar fjölskyldur,“ segir Kolbrún og á þar við fólk sem hefur sambúð, bæði með börn úr fyrra sambandi. „Það er Allir hafa misst „kúlið“ Ný þáttaröð, Ást, kemur út í heild sinni á Sjón- varpi Símans Premium næstkomandi fimmtudag. Þar er farið yfir allt sem viðkemur ástarsam- böndum, allt frá fyrstu kynnum til skilnaðar. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.