Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.9. 2019
Hulda B. Ágústsdóttir
ásta créative clothes
Chantal van den Broek
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Roðtöskur
29. sep. kl. 16
Komdu á Sígilda sunnudaga
og upplifðu fjölbreytt úrval
kammertónlistar í allan vetur.
harpa.is/sigildir
Kammer -
músík-
klúbburinn
SÍGILDIR SUNNUDAGAR
KLASSÍSK TÓNLEIKARÖÐ
Mörgum virðist stórlega léttvið það að þriðji áfangi ívegferð Evrópusambands-
ins að markaðsvæðingu raforkunnar
sé nú að baki. Nú er hægt að fara að
ræða málin, hlusta á rök andstæðinga
þessa umdeilda áfanga og segja að
þeirra sjónarmið séu um margt at-
hyglisverð.
Þannig sagði Þórdís Kolbrún iðn-
aðarráðherra okkur í pistli á þessum
stað í helgarblaði Morgunblaðsins að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt gríð-
arlega góðan flokksráðsfund um mál-
ið að lokinni afgreiðslu þess: „Það var
einstaklega jákvætt hve djúpar og
málefnalegar umræður sköpuðust
um orkumál á þessum stóra flokks-
ráðsfundi okkar.“ Allir hefðu verið
sammála um að forræði yfir orkuauð-
lindum ætti að vera áfram „í höndum
okkar Íslendinga“; nægt framboð
skyldi verða á raforku og tryggja
skyldi „kosti frjálsrar samkeppni“.
Ekki hef ég orðið var við að Vinstri-
hreyfingin – grænt framboð hafi
fundað til að fá svona jákvæðan loka-
hnykk á umræðu sumarsins, kannski
ekki brýn þörf þar sem umræðan
hófst aldrei í þeim flokki nema þá til
að segja okkur að forræði yfir orkunni
yrði áfram hjá íslenskum almenningi,
að vísu með milliliðum, og markaðs-
væðinguna þyrfti enginn að óttast.
Framsókn, þriðji stjórnarflokkurinn,
svaf málið af sér eins og stundum hefur
gerst í erfiðum málum á þeim bæ.
Af stjórnarandstöðunni er það að
segja að Píratar fengu svo góðan tíma
til að kynna sér málið í þaula að ekki
var talið nauðsynlegt að ræða það
frekar. Viðreisn og Samfylking vissu
sem var að um væri að ræða stefnu
Evrópusambandsins þannig að þar
með var málið fljótafgreitt. Sögðu að
nóg væri komið af bulli.
Þeir sem sagðir voru bulla voru
fyrst og fremst þingmenn Miðflokks-
ins og Flokks fólksins. Bullið var þó
ekki meira en svo að meirihluti þjóð-
arinnar var sömu skoðunar og þeir.
Meirihluti þjóðarinnar var hins
vegar sagður hafa misskilið málið,
verið blekktur. Og varðandi forræðið
yfir orkuauðlindinni sem alltaf eigi að
vera okkar allra, eins og nú er sagt,
þá var þetta kjarninn í þeim deilum
sem risu í sumar, nefnilega hvaða
þýðingu það hefði að undirgangast
stefnu sem maður jafnframt segir sig
frá!
Smám saman koma persónur og
leikendur út úr skápunum. Iðn-
aðarráðherrann dásamar samkeppni
á raforkumarkaði, sama gerir Við-
reisn. Varaformaður þess flokks
sagði í útvarpsþætti hve þakkarvert
það væri að efla samkeppnismarkað
raforkunnar sem væri að sjálfsögðu
eins og hver önnur vara.
Við hin sem lítum á raforku og raf-
orkukerfi sem hluta af innviðum sam-
félagsins og aðgang að ódýrri raforku
sem sjálfsagða þjónustu þar sem ekki
eigi að hleypa bröskurum að sem
milliliðum, fylgdumst forviða með
þingmönnum, sem gefa sig út fyrir að
vera félagslega þenkjandi fyrir kosn-
ingar, hlaupa undan merkjum.
Annars hvet ég til að við tökum á
orðinu iðnaðaráðherrann fyrr-
nefndan sem vill dýpri umræðu um
virkjanir sem eru í einkaeign;
„… þeim gæti hæglega fjölgað“, segir
Þórdís Kolbrún í enn öðrum helgar-
pistli sem hún einnig skrifaði eftir
samþykkt „pakkans“. Varla verði
þessi réttindi „tekin af fólki“ spyr hún
en svarar ekki, svo fráleit sé spurn-
ingin.
Ja, það er nú það. Landeigandi á
Norðausturlandi, sem segist eiga
Dettifoss skrifar grein í Morgun-
blaðið nýlega og segir augljóst að eft-
ir friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum
verði höfðað skaðabótamál á hendur
ríkinu fyrir að svipta landeigendur
réttinum til að virkja og þar með
tekjumöguleikum.
Þegar orka Norðmanna var komin
í hendur auðmanna upp úr aldamót-
unum 1900 settu þeir lög sem kölluð
hafa verið Hjemfallsloven. Þau gengu
út á að orka og orkuver í eigu einka-
aðila skyldu ganga til almannavalds-
ins að tilskildum tíma liðnum. Einni
öld síðar kærði Norsk Hydro ríkið
fyrir mismunun. Og viti menn, Efta-
dómstóllinn reyndist sammála Norsk
Hydro og sagði að ef rétturinn ætti að
ganga til baka fyrir einkaaðila þá yrði
hið sama að gilda um félög í opinberri
eigu; síðan gætu aðilar bitist um bit-
ann á jafnræðisgrundvelli. Síðustu ár
hefur mál þetta verið að velkjast í
kerfinu.
En varðandi litlu „bændavirkj-
anirnar“ sem iðnaðarráðherrann sér
fyrir sér að muni fjölga, þá held ég að
sá draumur sé að verða að veruleika,
nema kannski ekki rétt að kalla alla
fjárfestana þar að baki bændur, það-
an af síður að þarna sé á ferðinni
margfrægt „fé án hirðis“ því þarna
verður hið gagnstæða uppi á ten-
ingnum, nefnilega að þessir fjár-
hirðar koma til með að passa upp á að
féð gefi vel af sér.
Ef fer sem horfir verður haldið með
raforkuna og raforkuverin lengra inn
á markaðstorgið, auðmenn fá óáreittir
að kaupa upp Ísland, áhugi á vatns-
bólum og orkulindum mun oftar en
ekki ráða fjárfestingum þeirra og þá
mun það gerast sem þegar hefur
gerst með kvótann að allur þessi auð-
ur kemur til með að streyma ofan í
vasa gráðugasta hluta mannkynsins.
Væntanlega mun þá koma að því
að almenningur rís upp og dustar
rykið af gamalli þjóðnýtingarstefnu.
Nema nú verður hún ný: hvorki
meira né minna en krafa 21. ald-
arinnar!
Þessu væri að sjálfsögðu hægt að
afstýra með fyrirbyggjandi aðgerðum.
En þeirra er varla að vænta frá
þeim sem sofa á verðinum.
Verður þjóðnýting
krafa 21. aldarinnar?
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
’Við hin sem lítum áraforku og raforku-kerfi sem hluta af inn-viðum samfélagsins og
aðgang að ódýrri raforku
sem sjálfsagða þjónustu
þar sem ekki eigi að
hleypa bröskurum að sem
milliliðum, fylgdumst
forviða með þingmönn-
um, sem gefa sig út fyrir
að vera félagslega þenkj-
andi fyrir kosningar,
hlaupa undan merkjum.
Stundum finnst mér daglegt líf á Íslandivera eins og að fara í flugvél. Þar líðurmér alltaf eins og þar sé verið að segja
manni að það sé ekkert svo fjarlægur mögu-
leiki að við munum öll deyja í þessari ferð en ef
við fylgjumst nú ofsavel með leiðbeiningum
flugfreyja þá sé smá möguleiki á að við kom-
umst lifandi frá þessu.
Reglulega fáum við nýja dómsdagsspá um
að við séum að deyja úr kyrrsetu, rangri lyfja-
gjöf, eldislaxi, áfengisneyslu, reykingum eða
veipingum. Nú eða bara að djúpríkið komi
okkur fyrir kattarnef.
Samkvæmt einhverju mjög vísindalegu
munu 30 Íslendingar deyja á ári ef við leyfum
innflutning á fersku kjöti.
Ég las það líka að 80 manns deyi árlega af
völdum svifryks. Það er líka vísindalega
sannað. Það skemmtilega við þetta er samt
að þeir sem trúa fyrri rannsókninni taka
margir ekkert mark á þeirri seinni. Og öf-
ugt.
En þetta er bara smotterí samanborið við
hamfarahlýnun, sem flestir líta á sem raun-
verulega ógn. Yngri kynslóðir hafa tekið þetta
sérstaklega alvarlega enda sitja þær í súpunni.
Krakkar mótmæla á Austurvelli og krefjast
aðgerða. Strax. Og maður finnur stundum að
þau yngri horfa ásakandi á þau sem eldri eru
og skilja ekkert í að þau séu ekki með hjartað í
buxunum yfir þessu.
Skýringin er sennilega að sú að kynslóð for-
eldra þeirra ólst upp í stanslausum ótta við að
heimurinn myndi farast. Það var ekki fjar-
lægur möguleiki, heldur miklu frekar tíma-
spursmál hvenær einhver, öðruhvorumegin við
Atlantshafið myndi reka sig í takka og
sprengjunum myndi rigna yfir okkur. Sem er í
raun ekki svo galið, því þegar við sáum myndir
af þessu fólki þá var það ekki ýkja traustvekj-
andi.
Sumir töldu einfaldlega að miðað við eðli
mannsins væri algjörlega útilokað að hann
kæmist hjá því að tortíma sér. Af hverju væru
menn annars að safna öllum þessum sprengj-
um ef það ætti ekki að nota þær? Og við meg-
um ekki gleyma því að það var til svo mikið af
þeim að það hefði verið hægt að eyða öll lífi í
heiminum nokkrum sinnum.
Þegar ég byrjaði í stjórnmálafræði (undir
lok síðustu aldar) var stór hluti af námsefninu í
alþjóðastjórnmálum að fara yfir lista af kjarn-
orkuflaugum sem stórveldin höfðu komið fyrir
víða um heim. Á þessum tíma hefði ég ekki
þekkt avókadó á mynd en örugglega Atlas og
Polaris, sem voru langdrægar eldflaugar.
Ég hef heldur ekki tölu á bíómyndunum sem
voru gerðar um kjarnorkusprengjur, stríð,
kjarnorkuvetur og allt mögulegt.
Bubbi Morthens, sem syngur núna mest um
hvað hann elski konuna sína, söng árið 1980:
Hættan eykst með hverri mínútu.
Dauðinn fer á stjá
klofvega situr á atómbombu
hún fer ekki á framhjá.
Þið munið öll, þið munið öll, þið munið öll deyja.
Með þessu er ég ekki að segja að hér sé allt
í góðu og við þurfum ekki að stressa okkur á
þessu. Við þurfum að hafa raunverulegar
áhyggjur og við þurfum að grípa til aðgerða.
En það má líka hafa það í huga að það getur
tekið smá tíma að ræsa viðbrögðin hjá kyn-
slóð sem hefur alist upp við það að hún muni
pottþétt deyja á mjög voveiflegan hátt, að hún
muni alveg extra pottþétt deyja í þetta skipti.
’Krakkar mótmæla á Austur-velli og krefjast aðgerða.Strax. Og maður finnur stundumað þau yngri horfa ásakandi á
þau sem eldri eru og skilja ekkert
í að þau séu ekki með hjartað í
buxunum yfir þessu.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Við munum öll deyja
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER NÆSTA
VERKSTÆÐI?