Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.9. 2019 LESBÓK BÆKUR Leikkonan Demi Moore hefur mikið verið í fréttum undanfarið eftir að hún gaf út ævisögu sína, „Inside Out“. Í bókinni er leikkonan mjög opin með fortíð sína og segir hún meðal annars frá meintu framhjáhaldi fyrrverandi eigin- manns síns, Ashton Kutcher, fósturláti á 6. mánuði og neyslusögu sinni. Einnig segir hún frá nauðgun sem hún varð fyrir 15 ára gömul. Demi sagði þó nýverið frá því að hún hefði látið fyrrver- andi eiginmann sinn vita að hún ætlaði sér að gefa út bók sem innihéldi viðkvæmar upplýsingar úr hjónabandinu enda hefðu upplýsingar sem koma fram í bókinni vissulega haft áhrif á fólk náið leikkonunni. „Ég er alveg stressuð fyrir hönd þeirra sem eru í bókinni,“ sagði leikkonan meðal annars í spjallþætti Ellen DeGeneres. Varaði fyrrverandi við Moore er mjög opin í ævisögu sinni. „Inside Out.“ KVIKMYNDIR Samantha Barbash, sem persóna Jennifer Lopez í kvikmyndinni Hustlers er byggð á, hyggst kæra kvikmyndaverið STX Films. Barbash játaði sig seka árið 2017 fyrir þátt sinn í plotti fatafellna sem byrluðu kúnnum sínum lyf og rændu af þeim kreditkortum, en Hustlers fjallar um það mál. Hlaut Barbash fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir hlut sinn í málinu. Barbash gefur STX Films 10 daga til þess að semja við sig áður en hún leggur fram kæruna fyr- ir að hafa látið hana líta illa út í kvikmyndinni, sérstaklega varðandi eiturlyfjaneyslu. Tals- maður kvikmyndaversins segir í yfirlýsingu handritið byggja á opinberum skjölum um málið og hlakkar til að fara með málið fyrir dómara. Jennifer Lopez leikur Samönthu Barbash í myndinni Hustlers. AFP Upprunalega myndin um Júragarðinn er frá árinu 1993. Koma saman aftur KVIKMYND Nýverið var tilkynnt að leikararnir Jeff Goldblum, Laura Dern og Sam Neill muni koma saman á nýjan leik í nýrri kvikmynd um Jurassic World sem ber vinnuheitið Jurassic World 3 en þau léku í kvikmyndunum um Júragarðinn frá árunum 1993 til 2001. Colin Trevorrow, leikstjóri Jur- assic World-kvikmyndarinnar frá árinu 2015 mun leikstýra þriðju myndinni. Enn er óvitað hversu stór hlutverk þríeykisins verða. Að vori fjallar um tilfinningartveggja kórstúlkna enKatla Sólnes sækir inn- blástur í eigin æsku. „Hugmyndin byggist á mörgum sterkum tilfinningum úr minni barnæsku. Sagan gerist að hluta til í kirkju en ég var sjálf í Landakots- skóla þegar skólinn var kaþólskur og var ég einnig sjálf mikið í kór þegar ég var yngri. Ég heillast síð- an almennt af svokölluðum „Com- ing of age“-myndum eða þroskasög- um og langaði mig að prófa að skrifa þannig mynd.“ Katla segist jafnframt heillast mikið af sögum um konur, handa konum. „Það eru ekki margar bíómyndir sem taka unglingsstúlkur alvarlega. Ég myndi segja að það sé oft farið illa með unglingsstelpur í myndum og bókum og oft lítið gert úr þeirra áhugamálum almennt. En ég vildi beina jákvæðu en alvarlegu ljósi að því að vera unglingsstelpa og að til- finningum þeirra.“ Katla skrifar handritið, leik- stýrir, klippir og litaleiðréttir stutt- myndina. „Þetta var mikil vinna,“ segir Katla og hlær. „En mjög gef- andi. Ég get verið svolítið stjórn- söm og finnst þægilegt að fá að taka völdin á mörgum stöðum.“ Hefur alltaf heillast af myndrænni frásögn Aðspurð segir Katla áhugann á kvikmyndagerð hafa kviknaði í bernsku. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bíómyndum og horfði mik- ið á japanskar Ghibli-myndir þegar ég var yngri. Þetta myndi ég segja að hefði verið rosalega mótandi í minni barnæsku, þessar töfrandi sögur, ótrúlega falleg og myndræn frásögn sem fjallaði mikið um um- hverfisvernd,“ útskýrir hún og bæt- ir við að hún hafi einnig heillast mikið af persónusköpuninni. Í jap- önsku teiknimyndunum var per- sónusköpunin nefnilega ekki svart/ hvít. „Persónurnar eru mjög flókn- ar og enginn er algóður eða alvondur. Svo þegar ég varð ung- lingur, sem er mögulega smáklisja, þá elskaði ég Sofiu Coppola og horfði mikið á Lost in Translation og Virgin Suicides,“ segir Katla en Coppola er vissulega þekkt fyrir myndræna frásögn og áherslu á persónusköpun. Katla segir jafnframt að kvik- myndagerð sé blanda af mörgum listgreinum og það hafi heillað hana mikið við fagið. „Þetta er í raun ljósmyndun í bland við sviðsmynd, búninga, liti, klippingu og tónlist. Þannig að það eru alveg rosalega margar listgreinar í hverjum ein- asta ramma sem mér finnst mjög áhugavert.“ Spurð út í ferlið segir Katla gríð- Innblástur í æskuminningar Katla Sólnes er ungur og upprennandi leikstjóri sem frumsýnir sína fyrstu stuttmynd, Að vori, á kvikmyndahátíðinni RIFF í ár. Katla er nýút- skrifuð úr Kvikmyndaskóla Íslands og segist vera stolt af því að fá að vera í hópi flottra kvenna sem sýna kvikmyndir sínar á RIFF í ár. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Katla Sólnes skrifar handritið, leikstýrir, klippir og litaleiðréttir stuttmyndina. Ljósmynd/Viktor Richardsson Hyggst kæra kvikmyndaverið DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.