Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.9. 2019 B réfritari ákvað aldrei að gera stjórn- mál að ævistarfi, þótt hann nyti þess að sitja og dunda sér við dót og hlusta á konurnar sem skýldu honum, móð- ur og móðurömmu annars vegar og föðurömmu og föðursystur hins veg- ar. Þær voru orðvarar, svo ekki er það þeirra sök að litli hlustandinn, sem enginn gaf gaum, hafi ekki allt- af fylgt því fordæmi. En öll var umræðan ólík því sem nú gerist. Gjörólík umræðuefni Mest var rætt um fjölskyldu og vini og sagðar af þeim fréttir og mátti ætla að ekkert nema gott henti allt það fólk því það var það eina sem nefnt var. Kannski hefur nærvera smælkisins á samkomunni séð til þess. Því að það var margt sem litla fólkið heyrði aldrei minnst á. Aldrei voru veikindi nefnd á þeirri tíð svo þau heyrðu. Mamma og amma lokuðu stundum að sér stutta stund í eldhúsinu og okkur bræður grunaði ekki Gvend, enda var hann leikfélagi okkar í götunni. Verið getur að einmitt þá hafi veik- indi verið rædd, því að í minningunni komu þær mæðgur stundum þungbúnar út. En kannski voru þær að ræða hvernig söfnunin fyr- ir húsaleigunni stæði, en peningar voru aldrei ræddir í okkar áheyrn nema í formi almennra ábendinga um sparnað og nýtingu, sem beint var að okkur bræðrum og stundum ekki að tilefnislausu. Dánarfregnir hafa sjálfsagt einnig verið sagðar þarna. Og þótt ekki séu tiltæk nein sönnunargögn þá kynnu vandamál í hjú- skaparmálum og samdráttarfréttum í ytri hringum fjölskyldunnar einnig að hafa verið á dagskrá þeirra funda. Ég minnist þess að eitt sinn var önnur föðursystur til í heimsókn hjá þeim föðurömmu minni og yfir helgistund kaffidrykkjunnar impraði hún á einhverju sem þótti við ytri mörk. Amma Valgerður hvessti augun á dóttur sína, sem þagnaði, hnykkti höfðinu í áttina til drengsins og sagði: „Ég hélt að hann væri 10 ára!“ „9“ sagði amma og beindi umræðunni inn á aðr- ar brautir. Í nálægð ókunnra ættmenna En um ættir var rætt mjög óþvingað og þangað voru sóttar upplýsingar og skýringar á háttalagi og hvern- ig til tókst og stundum farið langt, jafnvel mjög langt aftur. Jafnvel allt aftur í Harald hárfagra ættföður okkar og bréfritari óttast að hann hafi einhvern tíma fengið það á tilfinningunna að hann sjálfur væri eina „núlifandi“ afkvæmi Haraldar þótt það væri aldrei sagt beint. En þegar nokkrum árum síðar var bent á að allir Íslendingar væru afkomendur Jóns Arasonar hvarf allur ótti, því að frá honum hlaut að vera óraveg- ur í þann hárprúða, svo menn gætu eins hæglega verið afkomendur Tarsans eins og hans. Stundum var jafnvel úrskurðað að heyrst hefði að það hefðu ekki allir verið alveg „heilir“ í þeirri ætt sem var til umræðu. Þótt þær virtust ekki skynja það, konurnar, þá gaf hlustandinn sér með árunum að þarna væri rætt um „geðveiki“ sem gat tekið sig upp fyrirvaralaust og var í raun sáralítið hægt að gera nokkuð við. Í sumum tilvikum kom í ljós að óhjá- kvæmilegt hefði verið að færa menn til lækninga um lengri eða skemmri tíma. En um þau örlög ræddu menn ekkert, enda flokkað næst dauðanum, því að flestir gerðu sér grein fyrir að talið um „lækningu“ var mikil ofrausn, því skelfilega lítið var vitað þá um þessi efni og of lítið enn og þótt kenningar væru til og einkenni þekkt voru ástæðurnar á huldu og harla fátt sem hjálpaði. Þá fyrst margfaldaðist eymdin og ömurleikinn þeg- ar sá veiki hafði verið numinn burt af heimilinu, jafn- vel fluttur í kistuígildi með loftholum ofan í lest skips um langan veg. Varla mundi heilbrigður maður kom- ast óbrjálaður út úr þeirri reisu. Auðvitað bráði stund- um af þessum ólánsömu einstaklingum og þeir komust aftur í sína sveit eða bæ, en þótt fátt eða ekkert væri sagt héngu ósagðir fordómarnir eins og biksvört ógn- arský yfir fjölskyldunum sem í þessu lentu. Eina hjálpin var að ættinni var gjarnan kennt um. Utan hættusvæðis En stjórnmál voru ekki feimnismál hjá þessum prúðu konum og fjarri því. Flokkarnir spiluðu mikla rullu og forkólfar þeirra iðulega heilmiklar hetjur hjá sínum, enda lítið að hafa í íþróttum, popphátíðum og hinsegin dögum á þessum tíma. Lengi taldist flokksaðild og brask í kringum það til annarra útiverka og karlmenn voru þar því lengi fram eftir í miklum meirihluta. En áhrif kvenna hafa þó vafalítið verið miklum mun meiri en skrifað var í fund- argerðabækur. Fram eftir öllu heyrði bréfritari einungis konur ræða stjórnmál og fannst ekkert vanta upp á. Móðurafinn, Lúðvík Norðdal læknir, var vel póli- tískur en hann dó tæplega sextugur frá okkur og hafði síðustu árin legið þungt haldinn. Hinn afinn, Ólafur Oddsson ljósmyndari, varð bráðkvaddur á borgar- skrifstofunum 56 ára gamall árið 1936, og var oft hugsað til hans þegar gengið var þar um ganga síðar. Og það var mesta furða hversu vel mátti kynnast hon- um í gegnum samtöl þeirra mæðgna og hann mun hafa haft sterka pólitíska sannfæringu. Báðir afarnir mættu á fyrsta Landsfund Sjálfstæð- isflokksins, en það voru fámennir fundir framan af, miðað við það sem síðar varð, svo barnabarnið leyfir sér að ímynda sér að þeir hafi skrafað saman þar karlarnir og vel hafi farið á með þeim. Árið 1926 hafði Jón Þorláksson frumkvæði að því að Íhaldsflokkurinn stofnaði Landsmálafélagið Vörð og óx félagatal hans hratt. Vörður er þremur árum eldri en Sjálfstæðisflokkurinn. Fyrir fáeinum dögum þegar verið var að róta í hirslum heima við þá kom upp flokksskírteini Ólafs Oddssonar í Verði og var það númer 29 á stofnárinu. Ekki liggur fyrir að ömmurnar tvær sem aldrei hittust eða föðursystirin Íja hafi verið flokksbundnar, en þær horfðu aldrei á annan flokk en fyrrnefndan. Yst á öðrum væng Ástu ömmu þótti hins vegar feikn vænt um Brynjólf Bjarnason, einn harðskeyttasta leiðtoga kommúnista, en mæður þeirra voru systur. Sýndi Brynjólfur bréf- ritara mikla vinsemd og frændsemi alla tíð og breytt- ist það ekkert við það þótt litli frændi væri kjörinn fulltrúi „íhaldsins“ í borgarstjórn. Til þess var tekið að þegar Brynjólfur hélt pólitíska fundi í nágrenni heimila ömmu á Eyrarbakka eða Sel- fossi þá gisti hann gjarnan þar og fékk stofuna lánaða fyrir trúnaðarfund með sínum mönnum. Þegar við Stefán Jónsson fréttamaður gerðum árið 1970 þætti um 40 ára afmæli Ríkisútvarpsins undir forystu og leiðsögn hans, bað hann Brynjólf um viðtal enda hafði hann verið æðsti yfirmaður þeirrar stofn- Kjarkurinn er aflmesti vöðvi fótanna Reykjavíkurbréf27.09.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.