Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 13
29.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 an rithöfundi til að gefa fólki ljós og von í þeirri sorg sem þá ríkti í Reykjavík. Einnig er hans minnst fyrir það afrek sem hann vann með þýðingu Gamla testamentisins úr frumálinu sem fyrst kom úr árið 1912,“ segir María og er spennt fyrir verkinu. „Mig langar til að flétta saman söguna af honum sem þeim risa sem hann var í starfi sínu en líka viðkvæmri manneskju þegar lífið og ástin og sálin var annars vegar.“ Var orðin rafmagnslaus María á sem fyrr segir tvær dætur, þær Láru og Kristínu. „Móðurhlutverkið er án efa magnaðasta hlutverk sem ég fengið í lífinu. Að fá að fylgja mannverum í gegnum uppvöxtinn og næra og efla er mikil gjöf. En þar sem Lára er á ein- hverfurófinu og með gullkortið í ofvirkni- og athyglisbrestsklúbbnum þá hefur þetta verið einstaklega viðamikið hlutverk hvað hana varðar. Það að eignast hana var dálítið eins og að fá skiptinema frá tunglinu; ég varð að setja mig inn í nýjan tjáningarmáta, skynjun, hugs- unarhátt og menningarheim. Þetta hefur því verið gríðarlega þroskandi og gefandi ferða- lag. En það reynir líka á og maður gleymir því oft sjálfur hversu mikið,“ segir María. „Ég fékk sem betur fer í vöggugjöf góða heilsu, mikla orku, lífskraft og lífsgleði. En í fyrra vaknaði ég einn daginn og fannst ég skyndilega vera alveg rafmagnslaus. Ég fór til læknis og bað hann um að setja mig í rann- sóknir. Læknirinn spurði eðlilega: „Rann- sóknir á hverju? Finnurðu einvers staðar til?“ Ég svaraði honum neitandi, en sagði: „En ég hef á tilfinningunni að ég sé að fara að deyja.“ Læknirinn spurði mig út í líf og starf og horfði svo hugsi á mig um stund áður en hann benti mér varfærnislega á að ég hefði verið með mjög stórt verkefni í höndunum í tuttugu ár og það væri ekkert að fara að klárast. Þess vegna væri kannski ekki skrýtið að ég fengi svona bugunartilfinningu,“ segir María. „Þarna fann ég í fyrsta sinn að það eru tak- mörk fyrir því sem ein manneskja getur gert á hverjum sólarhring. Þetta var tækifæri til að horfa á líf mitt og skipuleggja það upp á nýtt þannig að það væri tryggt að ég fengi fullan svefn á hverri nóttu, borðaði vel og reglulega og væri ekki að vinna meira en fullan vinnu- dag. Ég hafði alveg gleymt að taka inn í reikn- inginn að utanumhald um lífið hennar Láru er líka vinna. En þessi nýja meðvitund var fljót að skila sér og ég hleð nú batteríin samvisku- samlega. Enda er það ekki í boði að vera út- brunninn þegar maður er með ábyrgð á lífi fatlaðs barns,“ segir María. „Lára blómstrar í sínu lífi. Hún elskar dýr, bækur og börn og ef hún fengi að ráða myndi hún stofna fyrirtæki sem snerist um alhliða þjónustu við hunda. Svo er hún að læra söng í hinni einstöku Tónstofu Valgerðar og er að fíla sig í botn í því og tók þátt í Stelpur Rokka nú í sumar,“ segir María. Lára er nú útskrifuð úr sérdeild Mennta- skólans í Kópavogi og er þá hafinn nýr kafli í hennar lífi. „Hún er nú farin í LungA Lýðháskóla á Seyðisfirði, verður þar í tólf vikur og það er í fyrsta skipti sem hún er svona lengi að heim- an,“ segir María og tekur fram að Lára muni njóta stuðnings margra á Seyðisfirði til þess að geta látið þennan draum rætast. Hún segir Láru hafa fengið góða liðveislu alla ævi og auk þess hafa þau foreldrarnir verið duglegir að koma henni í alls kyns þjálfun og námskeið af ýmsum toga. En eftir LungA sé næsta skref að sækja um fyrir hana NPA, notandastýrða persónulega aðstoð til að hún geti byggt upp sjálfstætt líf. „Hún á kærasta og góða vini. Þegar hún hélt upp á tuttugu ára afmælið sitt mættu hundrað manns; allt fólk sem hefur tengst Láru á ólík- um tímum. Þetta stóra þorp sem hefur átt þátt í því með okkur að ala Láru upp og gera hana sterka.“ Ástin er stór gjöf María giftist Christopher Lund ljósmyndara í byrjun sumars eftir fimm ára samband. Þau héldu þriggja daga brúðkaup í litlu þorpi í Færeyjum og þangað kom fjölskyldan og hundrað vinir víðsvegar að. „Þetta voru draumadagar í dásamlegu veðri með fólkinu okkar. Við erum óendanlega þakk- lát fyrir að hafa hist og náð saman. Og það að giftast hvort öðru var eins og að koma heim,“ segir María. „Ástin er stór gjöf og mér finnst þroskandi og nærandi að vera í sambandi. Við Chris eig- um ótrúlega margt sameiginlegt; bæði lífsgildi og áhugamál. Hann er með stórt og hlýtt hjarta og tók stelpunum mínum opnum örmum og þær honum. Hann á sjálfur þrjú yndisleg börn á svipuðum aldri og samverustundir með öllum börnunum okkar eru uppáhalds. Ég er líka svo rík að eiga Tómas stjúpson minn úr fyrra hjónabandi. Hann var fimm ára þegar hann kom inn í líf mitt og það er dýrmætt að eiga hann að vini og fá að fylgja honum eftir í lífinu.“ Að bretta upp ermar Þar sem María er hálffæreysk er ekki úr vegi að spyrja hvort hún hafi einhver færeysk sér- kenni. Og ef svo er, hver eru færeysk sér- kenni? „Það er kannski bara ótrúlega sterk jarð- tenging; það einkennir Færeyinga. Svo eru þeir mjög praktískir. Þeir bretta upp ermar og ganga í málin. Það eru engin vandamál, bara verkefni. Þeir vorkenna ekki sjálfum sér. Þú heyrir ekki Færeying væla,“ segir hún en María er einmitt full af krafti og birtu og það er greinilegt að þegar á móti blæs tekur hún Færeyinginn á þetta. Hún situr ekki auðum höndum, hvort sem það er heima fyrir, í vinnu eða á opinberum vettvangi. „Mig klæjar stundum í puttana að gera meira; leggja meira af mörkum til að breyta hlutum til betri vegar. Bæði í náttúruvernd en líka varð- andi það sem snýr að velferð fatlaðra barna. Það vantar til dæmis stuðningsnet fyrir foreldra sem eignast fatlað barn. Eitthvað sem væri svo auð- velt að búa til og ég væri alveg til í að miðla minni reynslu til að smíða, en það eru víst ekki fleiri tímar í sólarhringnum,“ segir María. Spurð um hvað þau Chris geri til að slaka á saman og njóta lífsins segir hún: „Það er tjaldútilega. Tjaldið er sett í skottið á Land Rovernum og keyrt upp á hálendi. Það er lang- best í heiminum. En ég tek sængina mína með, það er lúxusinn,“ segir María og brosir sínu hlýja brosi. „Það að eignast hana var dálítið eins og að fá skipti- nema frá tunglinu; ég varð að setja mig inn í nýjan tjáningarmáta, skynjun, hugsunarhátt og menning- arheim,“ segir María en eldri dóttir hennar, Lára, er á einhverfurófi, ofvirk og með athyglisbrest. Ljósmynd/Christopher Lund ’Mig klæjar stundum í puttanaað gera meira; leggja meira afmörkum til að breyta hlutum tilbetri vegar. Bæði í náttúruvernd en líka varðandi það sem snýr að velferð fatlaðra barna. Finnski dansarinn Reijo Kela sést hér með Maríu fyrir utan kolanámulestarstöðina á Svalbarða þar sem leikverkið Svalbard Movements var sett upp nýlega. Það fjallar um samband manns og náttúru. Ljósmynd/Ida Willassan

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.