Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 4
Eftir að fréttin birtist á baksíðu
Sunnudagsblaðs Morgunblaðs-
ins í apríl sl. og blaðið hafði
fengið ábendingu um að Guð-
mundur Jónsson, fyrrverandi
hæstaréttardómari, hefði verið
um borð í Goðafossi í þessari
síðustu siglingu frá Reykjavík
þá hringdi sá er þetta ritar í
Guðmund og spurði hvort
koma mætti á sambandi milli
hans og George Valdimars Tie-
demanns. Guðmundur sagði
það sjálfsagt mál; hann gæti vel
hugsað sér að ræða við og hitta
George Valdimar en tók þó
fram að hann hefði ekki mikið
um siglinguna sjálfa að segja.
Eftir það skiptust sonur Guð-
mundar, Jón, og George Valdi-
mar á tölvupóstum, þar sem
drög voru lögð að fundi nú í
september. Svo sem fram
kemur hér til hliðar lést Guð-
mundur þó áður en til fund-
arins kom. Jón Guðmundsson
segir fjölskyldu sína hafa haft
mikið yndi af því að hitta
George Valdimar. „Við fund-
um til dæmis passann hans
pabba og nokkrar myndir af
honum í Bandaríkjunum. Hef
ekki séð myndir frá ferðinni yfir
hafið. Pabbi vildi víst ekki mikið
ræða þessa ferð. Bræður mínir
segja að hann hafi átt erfitt
með að lesa bókina hans Ótt-
ars Sveinssonar um slysið,“
segir Jón.
Vildi lítið
ræða ferðina
George Valdimar Tiedemann við brott-
för til New York 17. september sl.
23 daga ferð
tók sex tíma
George Valdimar Tiedemannman að vonum ekkert eftirþví að hafa siglt níu mán-
aða gamall ásamt móður sinni,
Magnúsínu Brynjólfínu Valdimars-
dóttur úr Aðalvík, með gamla Goða-
fossi frá Reykjavík til New York í
september 1944. Seinna fékk hann
þó mikinn áhuga á þessari siglingu
enda var þetta í hinsta sinn sem
Goðafoss lét úr höfn í Reykjavík;
þýskur kafbátur sökkti skipinu sem
frægt er á heimleiðinni.
Til að minnast þeirra tímamóta að
75 ár eru nú liðin frá siglingunni
kom George Valdimar, sem búsettur
er í Bandaríkjunum, til Íslands fyrr í
mánuðinum og flaug með Icelandair
vestur um haf nákvæmlega 75 árum
eftir að hann lagði af stað í sína
fyrstu langferð, 17. september. „Það
er ótrúlegt til þess að hugsa að 23
daga ferðalag í stríðinu tók mig nú
aðeins fimm klukkustundir og fimm-
tíu mínútur,“ segir George Valdimar
í samtali við Sunnudagsblað Morg-
unblaðsins en flogið var til Newark-
flugvallar.
Svo skemmtilega vill til að George
Valdimar hefur alla tíð haldið upp á
vegabréfið sem hann fékk sem
kornabarn hérna á Íslandi en það
ber hið virðulega númer 8. „Gaman
væri að komast að því við tækifæri
hverjir áttu vegabréf númer 1-7,“
segir hann sposkur.
Hann hafði vegabréfið að sjálf-
sögðu með sér nú og flugstjórinn í
fluginu vestur, Bjarni Berg, var svo
almennilegur að handskrifa kveðju
til George Valdimars í vegabréfið; til
að kallast á við stimpilinn sem hinn
ungi eigandi fékk haustið 1944. „Það
er heiður að hafa þig um borð 75 ár-
um síðar,“ skrifaði Bjarni m.a.
Í apríl á þessu ári lýsti George
Valdimar, í samtali við Sunnudags-
blað Morgunblaðsins, eftir fólki sem
var í siglingunni vestur 1944 og létu
viðbrögð ekki á sér standa. Blaðið
fékk strax ábendingu um tvær
manneskjur sem voru um borð og
voru enn á lífi, Evelyn Anker Metts,
sem búsett er í Bandaríkjunum, og
Guðmund Jónsson, fyrrverandi
hæstaréttardómara í Reykjavík.
Komst George Valdimar í framhald-
inu í samband við þau bæði. Bak-
grunnur Evelyn er svipaður og hans
eigin en hún átti íslenska móður og
bandarískan föður, rétt eins og
George Valdimar. Evelyn man að
vísu heldur ekki eftir siglingunni en
haldið var upp á ársafmæli hennar á
leiðinni. George Valdimar hafði
áhuga á að fá Evelyn með sér til Ís-
lands í haust en hún átti ekki heim-
angengt. Þau eru í góðu sambandi
og hafa skipst á fjölmörgum sögum.
Lést rétt fyrir fundinn
Guðmundur Jónsson fæddist árið
1925 og var því nítján ára þegar
hann sigldi með Goðafossi vestur um
haf, þar sem hann lagði í framhald-
inu stund á nám. Mundi því vel eftir
siglingunni. Til stóð að þeir George
Valdimar myndu hittast nú í mán-
uðinum, meðan á heimsókn þess síð-
arnefnda stóð, en af því varð því mið-
ur ekki, þar sem Guðmundur féll frá
29. ágúst síðastliðinn eftir skamm-
vinn veikindi.
Ekkja Guðmundar, Fríða Hall-
dórsdóttir, og þrír synir þeirra, tóku
á hinn bóginn á móti George Valdi-
mar á dögunum. Fékk gesturinn
meðal annars að skoða vegabréf
Guðmundar sem innihélt nákvæm-
lega sama stimpilinn og hann býr að
sjálfur.
„Það var mjög ánægjulegt að hitta
fjölskylduna. Ég varði ríflega
klukkustund með henni og synir
Guðmundar tjáðu mér að faðir
þeirra hefði mjög sjaldan minnst á
Goðafoss. Þeir telja að hann hafi
aldrei jafnað sig á manntjóninu sem
varð á heimleiðinni, ekki síst dauða
áhafnarmeðlima sem hann kynntist
sumum hverjum vel þessa 23 daga
sem siglingin stóð yfir,“ segir
George Valdimar.
George Valdimar, annar frá hægri,
ásamt Fríðu Halldórsdóttur og son-
um þeirra Guðmundar Jónssonar,
Einari Rúnari, Halldóri og Jóni.
Íslensk/bandaríski ljósmyndarinn George Valdi-
mar Tiedemann minntist þess á dögunum að 75 ár
eru liðin frá því að hann lagði upp í sína fyrstu
langferð, með Goðafossi frá Reykjavík til New
York 17. september 1944. Skipið náði aldrei aftur
til heimahafnar, var sökkt á leiðinni til baka.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Guðmundur Jónsson um líkt leyti og
hann sigldi vestur um haf árið 1944.
Þegar George Valdimar
lenti á Íslandi árla morg-
uns 13. september sl. ók
hann gegnum Reykja-
nesbæ og meðfram
strandlengjunni. Kom þá
auga á þessar forvitnilegu
steinfígúrur við aftureld-
ingu sem hann mátti til
með að skoða betur.
„Þetta leit út fyrir að vera
karl og kona frosin í tíma
starandi út á hafið í bið
eftir ástvinum. Er þetta
áhrifaríkur minnisvarði
um það sem gerðist fyrir
75 árum? spurði ég mig.“Ljósmynd/George Valdimar Tiedemann
HEIMURINN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.9. 2019
BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR
SÉRBAKAÐfyrir þig
SALATBAR
ferskur allan
daginn
Sunnumörk 2, Hveragerði, og Larsenstræti 5, Selfossi • Sími 483 1919,
Almar bakari • Opið alla daga kl. 7-18