Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.9. 2019 Elsku nautið mitt, það á ekkert eftir að slá þig út af laginu og þó þú hafir færst of mikið í fang og þér finnist þú haldir á of mörgum boltum eins og gyðjan Durga úr hindúatrú sem er með að minnsta kosti átta hendur og hefur öll þau vopn sem þarf til að verjast og berjast fyrir hinu góða. Þannig verður tími fyrir þig til að klára allt þó að það sé kannski ekki alveg núna á eftir. Þú hefur ekki alveg fullkomna stjórn og frestar einu og öðru, en fáðu engan móral yfir því, vegna þess að þau verkefni falla í réttar skorður fyrr en þig grunar. Það er friðarára yfir þér elsku nautið mitt og krafturinn sem hið fulla tungl í hrút gefur þér hinn 13. október mun gefa þér orku eins og þú hefur ekki upplifað á síðustu mánuðum. Þú lengir í ólinni þinni, veitir þér meira frelsi og nýtur svo fallega þess sem lífið er að gefa þér og það er svo mikilvægt þú gefir þér líka tíma til þess að sofa og hvílast, því svefninn eyðir gömlum sorgum. Þó að þú finnir fyrir vonbrigðum skaltu bara alls ekki gefa þeim tíma eða velta þér upp úr þeim því þá missirðu þennan dásamlega mátt sem er að koma til þín. Þú þarft að taka tillit til svo margra, en nennir því ekki alveg og hefur áhyggjur af að það sé verið að valta yfir þig, en það er sko eitthvað sem verður ekki mögulegt því þú munt hafa eðli bambussins, þú getur bognað en brotnar ekki og þeir sem þú óttast eiga að einhverju leyti eftir að reyna að verða vinir þínir því þú hefur eitthvað sem þá vantar, svo sýndu víðsýni og sjáðu það góða í þeim sem þú hræðist eða hefur áhyggjur af. Undir friðaráru NAUTIÐ | 21. APRÍL 20. MAÍ Elsku Krabbinn minn, þú ert að taka svo mikla ábyrgð á öllu og ert að sýna svo mikla fyrirmynd með því að halda bara áfram og bera höfuðið hátt. Þú gengur frá og leysir úr þeim hnútum sem hafa bundið þig niður og lætur svo miklu færra flækjast fyrir þér en þú hefur vanalega gert, og þótt þú þreytist í þessu maraþoni sem þú hefur skráð þig í þá gerir það ekkert til, því það kallast bara lífið. Eftir smá ókyrrð eins og gerist oft þegar þegar við fljúgum í gegnum storm þá á örskotsstundu ertu kominn á annan stað og manst ekkert eftir þeim víbringi því nýir dagar og tækifæri eru að mæta þér og verkefnin sem blasa við þér eru léttari en þig grunar, fólk hrósar og heillast af þér og þó þér finnist ekki alltaf þú eigir það skilið, þá skaltu leyfa þér að njóta þess og lifa í mínútunni sem er núna. Þetta hefur verið viðburðaríkt sumar og veturinn á eftir að verða stilltari og sýna þér betur hvers þú ert megnugur og það er svo mikilvægt fyrir þig að drepa stressið með því að veita því ekki at- hygli, því það sem þú veitir athygli vex og dafnar eins og Guðni rope yoga kennari orðar það. Það er eins og þú sjáir undarlegar tilviljanir næstu mánuði og það er ástæða fyrir öllu og ekkert er í raun og veru tilviljun en þú verður eitthvað svo mikið vitrari, finnst þú öðlist innri visku og ert að læra svo margt sem þróar þig í þann sterka persónuleika sem þú hefur svo sannarlega að bera. Það er eins og það sé svo sterkt net í kringum þig sem gefur þér þann kraft, óttaleysi og seiglu sem þig vantar og sem leyfir þér að elska næstu vikur, því þessi tími er tengdur ástinni, fjölskyld- unni og ef ástin er ekki nú þegar til staðar er hún styttra frá þér en þú heldur og mörg ykkar munu finna hina einu sönnu ást áður en langt um líður. Ástæða fyrir öllu KRABBINN | 21. JÚNÍ 20. JÚLÍ Elsku hrúturinn minn, það er svo sérkennilegt valdatafl í kringum þig, hvort sem það tengist fjölskyldu, vinahóp eða hvað svo sem þú ert að fara í gegnum og það er svo mikilvægt í öllu þessu að þú skoðir ofurvel hvernig þú ætlar að takast á við þetta. Þú þarft að nota visku til að sjá hvernig þú ætlar að heyja þennan bardaga og þarft svo sannarlega að fá fólk með þér í lið hvar sem það stendur, því í því felst sigurinn. Núna þarftu að nota orðheppni þína, jafnvel smjaður og pínu daður er það sem kemur þér lengst og peningalega verðurðu betur settur, svo hættu að óttast þá hlið. Yfir lífi þínu hefur ein setning alltaf verið svo sterk; þetta reddast, því það hefur alltaf gert það, hláturinn og grínið að lífinu og sjálfum þér styrkir þig svo sannarlega og það er þitt tungl sem skreytir hinn 13 október, sem er sunnudagur, svo þetta er svo innilega þinn mánuður. Kraftinn og orkuna til þess að stíga upp úr öllu því sem þú kærir þig um færðu úr náttúrunni, sjónum, fjöllunum og tunglinu sem gefur þér nokkurs konar endurfæðingu. Skoðaðu mjög skýrt hvað þú ætlar að velja inn í líf þitt, því orkan sem alheimurinn er að senda til þín magnar tvöfalt upp allt sem þú hugsar og biður um, svo vandaðu þínar hugsanir því þær verða líf þitt. Gefðu þeim verkefnum sem eru framundan meiri lit og ákveddu að þú ætlir að hafa gaman af þeim, hversu leiðinleg sem þau virðast vera, svo hugsaðu þegar þú ferð til vinnu eða í skóla, mikið ætla ég að skemmta mér vel, því orð eru álög og þú hefur aflið. Gefðu verkefnunum lit HRÚTURINN | 21. MARS 20. APRÍL Elsku tvíburinn minn, þér finnst svolítið þú þurfir að ganga frá öllum mögulegum og ómögulegum hlutum, það pirrar andann þinn og orkuna svo skoðaðu bara aðeins betur þá sérðu það er nákvæmlega best fyrir þig að gera ekki neitt. Leyfðu öllu sem er að gerast að halda áfram sínum vanagang án þess að þú hafir stór- felldar áhyggjur, því að fyrir framan þig er stoppmerkið sem þýðir ekki endilega þú þurfir að stoppa lengi en þú verðir að líta til hægri og vinstri áður en þú ferð yfir götuna eða áður en þú heldur áfram. Það er mikil vernd yfir öllu í kringum þig, það er passað upp á þig og þegar líður á mánuðinn sérðu að það verða ótrúlegustu hlutir sem koma til þín eins og á silfurfati, þetta tengist öryggi og ástinni í öllum þeim litum sem hún getur verið. Það mun koma til þín töluvert af peningum þó að það sé ekki endilega það sem þú leitar eftir, en líka betri heimilisaðstæður. Rifrildi og ósætti pirra orkuna þína, en það er eitthvað sem stoppar bara stutt við og engin ástæða til að taka það allt of alvarlega því eins og þessar kringumstæður virðast erfiðar verður útkoman góð og þú skilur ekkert í því af hverju þú varst að láta þetta hafa áhrif á þig. Þetta verður góður vetur fyrir þig, elskan mín, hann mun koma þér á óvart, þú munt sjá sólina alls staðar og það verður mikið að gera og þér líður svo vel í hjart- anu og sálinni því þú veist þú ert að gera rétt og stendur með þér í því sem þarf að gera. Best að gera ekki neitt TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ Elsku ljónið mitt, þú þarft að halda áfram á fullum krafti, en hugsaðu aðeins til baka og skoðaðu hvenær þér leið sem best, hvað þú varst að gera og framkvæma þegar þér leið svona vel. Leyfðu þeirri orku núna að flæða til þín, þótt þú þurfir að taka ákvörðun um breytingar og fara út fyrir þægindarammann, sýndu hversu hnarreist þú getur verið og stolt af því að taka þessar ákvarðanir til að breyta lífi þínu. Það er svo mikilvægt þú takir ákvörðun því ef þú ætlar að bíða með breytingar og láta allt vera fast í sama farinu þá verðurðu svo pirrað ljón og flestir óttast það, en það er ekki þannig sem þú vilt opinbera þig. Ástin er allt í kringum þig eins og stjörnur himinsins og þú fyrirgefur bæði sjálfum þér og öðrum og líður betur og betur með hverjum degi og þá mun þetta afl sem þú hefur heilla hvaða manneskju sem þú vilt heilla. Og þá skiptir svo miklu máli að taka fyrsta skrefið, því ekki nokkur skapaður hlutur gerist hjá þér núna nema þú veljir að gera það sjálft. Þú munt hressa þína fjölskyldumeðlimi við og breiða út jákvæðni líkt og góður fyrirlesari þegar líða tekur á mánuðinn og í hvert skipti sem þú hressir aðrar sálir við líður þér sjálfu betur. Þú ert að jafna þig á svo mörgu og þegar veturinn knúsar þig finnurðu leið út úr þeim vandamálum sem hafa stressað þig síðustu vikur og mánuði. Þú skalt framkvæma strax þær hugmyndir sem kalla á þig, því þú hatar að festast í hjólför- um, það er líka svo ömurlega leiðinlegt og þreytandi og fyllir þig leti sem þú þolir alls ekki. Leyfðu þér bara vera svolítið montið og ánægt með þig því þá lýsirðu allt upp eins og regn- boginn! Ástin allt um kring LJÓNIÐ | 21. JÚLÍ 21. ÁGÚST Án endaloka er ekkert upphaf. Elsku meyjan mín, þér finnst svo gaman að stússast, að hafa mikið að gera og tengja þig helst við allt mögulegt sem er að gerast. Þú hefur gífurlegan áhuga á fólki og færð orku af því að tengja þig við sem flestar mannverur og þú sérð ljósið, friðinn og ástina fyrir framan þig og þú hefur bara þetta líf svo leyfðu þér að elska. Þetta er mjög merkilegur tími sem gefur þér mikla athygli svo vertu í flæðinu, taktu meiri þátt í lífinu, ekki hanga of mikið heima því af engu verður ekkert og þú ert sko eng- in meðalmanneskja og leiðist að fara milliveginn, ef þér finnst hugur þinn þungur og afl þitt lítið er það vegna þess að þú kastar þér ekki út í mannfjöldann. Sterkar tengingar verða við útlönd, erlenda persónu eða eitthvað skemmtilegt og fram- andi sem þú þarft að skoða nánar. Þetta verður hressandi, góður tími og kraftmikil orka sem fær þig til að standa upp eins og frelsisstyttan í New York og þú ákveður að bæta við þig meiri menntun eða þekkingu á einhverju sviði og verður svo dásamlega ánægð yfir því hvernig hlutirnir blessast. Miklar freistingar verða í kringum þig og þú veist ekki alveg hvaða stöðu þú átt að taka í því, leyfðu þér bara að njóta, en ef freistingin felur í sér áhættu láttu hana bara fara. Þú ert á merkilegum krossgötum í lífinu þar sem allt gerist hratt og þú þarft að grípa tækifærin þegar þau gefast án þess að hugsa of mikið annars hverfa þau eins og vind- urinn. Þú ert miklu sterkari en þú getur ímyndað þér, kíktu í spegilinn og hrósaðu þessari manneskju sem þú sérð, hún á það svo meira en skilið! Gríptu tækifærin MEYJAN | 22. ÁGÚST 22. SEPTEMBER

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.