Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 29
arlega vinnu búa að baki. „Þetta er náttúrlega bara stuttmynd svo ég get ekki ímyndað mér vinnuna sem fer í mynd í fullri lengd. Ég var samt mjög heppin með fólkið í kringum mig sem gat aðstoðað mig við gerð myndarinnar og þá sér- staklega kærastann minn og bestu vinkonu mína sem voru mér mikil stoð í ferlinu.“ Bjóst ekki við að komast á RIFF Katla segist óneitanlega full til- hlökkunar fyrir frumsýningunni. „Ég bjóst alls ekki við því að kom- ast inn á RIFF og var alveg rosa- lega hissa og þakklát þegar ég fékk tilkynninguna; að þau ætluðu að sýna myndina. Ég var í vinnunni þegar ég opnaði tilkynningarpóst- inn og var bara brosandi eins og fá- viti það sem eftir var dagsins,“ seg- ir Katla og hlær. Eins og er starfar Katla sem klippari og handritshöfundur á aug- lýsingastofu og segir það gefandi að fá tækifæri til að vinna við svipaða hluti og hún var að læra. „Í augna- blikinu er ég svo að skipuleggja nokkur verkefni og er mjög heppin með það að allt fólkið sem var að vinna með mér í stuttmyndinni er spennt að fara með mér í fleiri verkefni. Þannig að næsta skref er að finna góðar hugmyndir og reyna að skrifa handrit og búa til fleiri myndir. Það er í raun bara stefnan. Bara að halda áfram.“ Langar að gera mynd í fullri lengd Aðspurð hverjir séu svo framtíðar- draumar leikstýrunnar ungu nefnir hún kvikmynd í fullri lengd. „Framtíðardraumurinn er klár- lega að gera mynd í fullri lengd. Það væri algjör draumur og er visst markmið hjá mér,“ útskýrir Katla. „Ég á eftir að finna almenni- lega hugmynd að mynd í fullri lengd annars væri ég byrjuð að skrifa. En ég vona, og þar sem ég þekki sjálfa mig, verður þetta eitt- hvað hjartnæmt með kvenaðalhetju. Mjög hæg og fagurfræðilega sterk.“ Fallegar, hægar myndir með afgerandi klippi segir Katla sínar helstu áherslur í kvikmynda- gerð. Breytt andrúmsloft Katla segir andrúmsloft kvik- myndageirans hafa breyst á undan- förnum árum. „Mér finnst mjög hvetjandi hvað það eru margar konur í íslenskri kvikmyndagerð um þessar mundir. Ég er mjög stolt af því að vera í hópi með flott- um og sterkum kvenleikstjórum á RIFF í ár. Ég vona að þetta hvetji ungar stelpur til dáða. Þetta hefur verið heldur karllægur heimur en hann er síbreytilegur.“ Þá segir hún jafnfram konur vera að sækja í sig veðrið í kvikmyndagerð. „Ég er sjálf orðin meira með- vituð um og fylgist meira með. Ég tek til að mynda eftir því núna hvað hátíðir eru oft með fáa kvenleik- stjóra ef einhverja. Ég pæli mikið í þessu, til dæmis hvort það sé verið að tilnefna konu og mér sýnist á öllu eins og þetta sé að skána tölu- vert sem er jákvætt. Það eru mjög öflugar konur í kvikmyndagerð.“ Katla hlaut nýverið verðlaunin besti kvenleikstjórinn á kvikmynda- hátíð í St. Pétursborg, Saint Petersburg International Film Festival eða SPIFF. Að vori er sýnd sunnudaginn 29. september kl. 15 og aftur föstudag- inn 4. október kl. 19. Að vori er þroskasaga unglingsstúlkna. Ljósmynd/Róbert Magnússon 29.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: BÓKSALA 18.-24. SEPTEMBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Vélar eins og ég Ian McEwan 2 Stökkbrigði Hanna Óladóttir 3 Þú og ég alltaf Jill Mansell 4 Skjáskot Bergur Ebbi Benediktsson 5 Húsið okkar brennur G. Thunberg / M. Ernman / B. Ernman / S. Thunberg 6 Iceland in a Bag Ýmsir höfundar 7 Sapiens Yuval Noah Harari 8 Svört perla Liza Marklund 9 Independent People Halldór Laxness 10 Iceland Visual Explorer Guide Chris McNab 1 Stórhættulega stafrófið Ævar Þór / Bergrún Íris 2 Verstu börn í heimi 3 David Walliams 3 Kepler 5 Veiran Timo Parvela 4 Risasyrpa – útsmognir andstæðingar Walt Disney 5 Tóta og Tíminn Bergljót Arnalds 6 Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir Margrét Tryggvadóttir 7 Múmínsnáðinn og gullna laufið Tove Jansson 8 Ræningjarnir þrír Tomi Ungerer 9 Máni Tomi Ungerer 10 Tröllið hennar Sigríðar Tomi Ungerer Allar bækur Barnabækur Út er komin bókin Tæpitungulaust eftir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi alþingis- mann, utanríkisráðherra, sendiherra og for- mann Alþýðuflokksins, og ber hún undirtitilinn lífsskoðun jafnaðarmanns. Bókin kemur í bókaverslanir í dag, 29. sept- ember, og segir í tilkynningu að í dag fagni Bryndís og Jón Baldvin 60 ára brúðkaups- afmæli, jafnframt því sem höfundur fagni 80 ára afmæli á þessu ári og nú séu 25 ár liðin frá því að Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Bókin skiptist í sjö meginkafla, þar sem höfundur gerir upp við hin pólitísku hugmyndakerfi og fjallar um allt frá endatafli kalda stríðsins og Eystrasaltslöndin til hlutverks norræna módelsins í upphafi 21. aldar. Ólafur Þ. Harðarson prófessor skrifar inngang að bókinni. LÍFSSKOÐUN JAFNAÐARMANNS Ég er að hlusta á Híbýli vind- anna og Lífsins tré eftir Böðvar Guðmundsson en Arnar Jónsson leikari les upp. Ég las þær á sín- um tíma en er að rifja þær upp. Í bókunum rekur Böðvar fjölskyldusögu vesturfarans Ólafs fíólíns og veitir lesendum einstaka innsýn í líf Íslendinga sem fluttust til Vesturheims á seinni hluta 19. aldar. Það er mjög gaman að rifja upp þessar bækur. Svo er ég að lesa Vest- urfarana eftir hinn sænska Vil- helm Moberg, eða réttara sagt er Hjalti Rögnvaldsson að lesa hana fyrir mig en ég er að hlusta á hana á Storytel. Hún er um fjölskyldu sem flutti frá Smálöndum í Svíþjóð vestur um haf og hóf nýtt líf í Ameríku um miðja 19. öld. Aðalsöguhetjan Karl Óskar heyrir einn góðan veðurdag um sæluríkið Ameríku. Hann ákveður að komast burt úr baslinu og fyrr en varir er hann orðinn leiðtogi hóps sem ákveður að flytja vestur um haf og freista gæfunnar. Það gerist ýmislegt á leiðinni en flest af þessu fólki fór af stað með tvær hendur tómar. Það má þannig segja að það sé svipað þema í þessum þrem- ur bókum. Ég er ekki búin að klára að hlusta á Vesturfarana en hún lofar mjög góðu. RAGNHILDUR BENEDIKTSDÓTTIR ER AÐ LESA Vesturfaraþema í gangi Ragnhildur Benedikts- dóttir er lög- fræðingur og fyrrverandi skrifstofustjóri Biskupsstofu. AFP Lenny Kravitz leitar að sólgleraugunum sínum. Biður almenning um aðstoð TÓNLIST Tónlistarmaðurinn Lenny Kravits hefur beðið almenning um aðstoð eftir að hafa týnt dýrmætum sólgleraugum. Kravitz lét aðdáendur sína á Twitter vita að eftir tónleika hans 21. september í the Shrine í Los Angeles hefði hann týnt sólgleraug- unum sínum. „Sólgleraugun eru mér afar kær, þau tilheyrðu fjölskyldu- meðlim. Vonast eftir að fá þau aftur, engin spurning.“ Þá biður hann fólk sem viti eitthvað að hafa samband við hann á tölvupóstfangið kravitz- glasses@gmail.com.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.