Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 2
Segðu mér aðeins frá áskoruninni Lifðu í gleði?
Þetta er vikulöng áskorun í gegnum tölvupóst sem felur í sér lítil dagleg
verkefni til að rækta sína innri manneskju. Þetta er góð leið til að hlúa
að sér og jafnvel stíga aðeins út fyrir þægindarammann en þar lærum
við yfirleitt eitthvað nýtt.
Hvernig kviknaði hugmyndin?
Ég fékk hugmyndina í sumar eftir hugleiðslu og ákvað að nota haustið til að
gera áskorunina. Haustið er tíminn þar sem allir fara í rútínu aftur eftir sumarfrí
og hversdagurinn tekur við á ný. Margir fara í ræktina og taka til í mataræðinu
en stundum gleymum við að hlúa að andlegu hliðinni. Ef við hreyfum okkur
reglulega er þá ekki líka nauðsynlegt að huga að andlegu hliðinni nokkrum
sinnum í viku eða daglega?
Fyrir hverja er verkefnið hugsað?
Fyrir alla, konur og karla, unga sem aldna. Þetta er jafnvel eitthvað
sem fjölskyldur, vinir eða pör geta gert saman.
Nú ert þú með kakóhugleiðslu á sunnudaginn, út á
hvað gengur hún aðallega?
Ég er með kakó nidra á sunnudaginn í Om setrinu í Reykjanesbæ en
ég held reglulega viðburði þar sem og í Reykjavík og á Suðurlandi. Á
sunnudaginn býð ég upp á jóga nidra með bolla af hreinu kakói frá Gvate-
mala. Jóga nidra er aldagömul liggjandi djúpslökunaraðferð jóganna og miðar að því að
leiða þátttakandann á stað handan hugans þar sem hægt er að njóta djúprar hvíldar. Kakó-
ið og hvers konar djúpslökun eiga það sameiginlegt að draga úr myndun streituhormónsins
kortisóls í líkamanum þannig að það er tilvalið að blanda saman nidra og kakói.
Hvað er svo á döfinni hjá þér í haust?
Ég er nýkomin frá USA þar sem ég lauk námi í tónheilun og tónþerapíu og mun bjóða upp
á þannig viðburði í haust. Að auki er ég að skipuleggja endurnærandi jóga- og hug-
leiðsluhópferð til Gvatemala í ársbyrjun 2020 en þangað hef ég farið með hópa frá Íslandi
síðastliðin ár. Ég elska að brjóta upp íslenska veturinn á þennan hátt. Svo bíð ég bara
spennt eftir næstu hugmynd sem ég fæ eftir hugleiðslu!
KAMILLA INGIBERGSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Hugar að and-
legu hliðinni
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.9. 2019
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.
Sá eða sú sem stýrir draumförum mínum hefur oft og tíðum háleitarihugmyndir um líf mitt og störf en ég sjálfur. Þannig dreymdi migeina nóttina fyrir skemmstu að ég væri að ýta úr vör ákaflega metn-
aðarfullu verkefni, heimildarmyndinni Umhverfis jörðina – á inniskónum.
Býsna merkilegt í ljósi þess að eina framlag mitt til kvikmyndasögunnar til
þessa er lítil fræðslumynd um öryggi á sundstöðum sem gerð var fyrir ald-
arfjórðungi meðan ég var við nám í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Ís-
lands. Raunar kom fleira fólk að gerð þeirrar myndar, sem var ágæt til síns
brúks en langt í frá kvikmynda-
sögulegur viðburður. Veit ekki
einu sinni hvort ég myndi muna
hvernig taka á lokið af linsunni í
dag. Hvað þá meira.
Í vöku gæti mér ugglaust dott-
ið í hug að ferðast umhverfis jörð-
ina á inniskónum í bókstaflegri
merkingu og Jónasi sem vann á
skrifstofunni hjá Þór á Akureyri í
gamla daga pottþétt líka en í
draumnum kom skýlaust fram að
það var ekki hugmyndin á bak við
verkefnið. Þar höfðu inniskórnir
mun dýpri merkingu. Ég ætlaði
sumsé að ferðast kringum jörðina
og setja mig í spor heimamanna á hverjum stað fyrir sig. Fara í inniskóna
þeirra. Býsna snjallt verð ég að segja og nokkuð sem myndi aldrei flögra að
mér í vöku. Til allrar hamingju tæmir draumstýrir/draumstýra mín reglu-
lega úr alls kyns skúffum sem vistaðar eru í undirmeðvitundinni.
Verkefnið vakti að vonum mikla athygli og vildu helstu blöð og sjón-
varpsstöðvar ólm ná tali af mér; þurfti ég að berja helvítin af mér eins og
flugur. Alltaf sama frekjan í þessu fjölmiðlafólki; það getur hreinlega ekki
látið okkur listamennina í friði!
Eitt viðtal ákvað ég þó að veita. Hef alltaf borið djúpa virðingu fyrir Boga
Ágústssyni og þegar hann sló á þráðinn rann mér blóðið til skyldunnar.
Viðtalið fór, að frumkvæði Boga, fram um borð í strætisvagni. Eins og
gengur. Til að gera langa sögu stutta varð ég svo hrikalega „starstruck“ í
návist Boga að ég gat ekki stunið upp hálfu orði. Hvað þá heilu. Fyrir vikið
veit ég í reynd ekkert meira um þetta tímamótaverkefni en þú, lesandi góð-
ur, en bíð þess nú spenntur á hverju einasta kvöldi að leggjast til hvílu. Ef
til vill fæ ég frekari upplýsingar í nótt. Ef til vill ekki.
Umhverfis jörðina
– á inniskónum
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Verkefnið vakti aðvonum mikla athygliog vildu helstu blöð ogsjónvarpsstöðvar ólm ná
tali af mér; þurfti ég að
berja helvítin af mér eins
og flugur.
Kristvin Finnsson
Við flokkum og erum með moltu.
SPURNING
DAGSINS
Hvað gerir
þú til að
vera
umhverfis-
væn/n?
Margrét Teresa Fjeldsted
Við erum með flokkunarfötur heima
og mamma er mjög ströng með það
svo ég hef vanið mig á að flokka allt.
Thomas Máni Snizek
Ég flokka plast.
Anna Sólveig
Ég flokka allt í tætlur.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Christopher Lund
Morgunblaðið/Eggert
Áskorunin Lifðu í gleði hefst mánudaginn 30. september. Kamilla Ingibergsdóttir stýrir áskoruninni en skráning fer fram á kako.is
og er þátttaka ókeypis. Kamilla stýrir einnig kakó nidra í Reykjanesbæ sunnudaginn 29. september. Skráning fer fram á tix.is.