Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.9. 2019 M aría bauð blaðamanni heim til sín í fallegt timburhús við Vesturgötuna. Það fyrsta sem blasir við þegar komið er inn í stofu er stór svart- hvít ljósmynd eftir Ragnar Axelsson. Á mynd- inni má sjá mikilfengleg og dulúðleg fjöll svo langt sem augað eygir en í einu horni mynd- arinnar er maður á hestbaki, svo ógnarsmá manneskja í hinni stóru náttúru. María segir myndina táknræna fyrir þá tilfinningu sem hún hefur; að maðurinn sé lítill í stóra sam- henginu. Hann þurfi ekki að drottna yfir nátt- úrunni til að gera sig stóran heldur sýna auð- mýkt; tengja sig við náttúruna. „Og ef við getum náð því að verða hluti af náttúrunni verðum við ekki ekkert – heldur allt,“ segir María og hellir upp á kaffi. Á meðan kaffið sýður dettum við í heim- spekilegar vangaveltur um stöðu manns og náttúru. Spjallið leiðir okkur um víðan völl. Það er nefnilega af nógu að taka þegar rætt er við Maríu um lífið, listina, ástina og náttúruna. Náttúra og maður mætast Leiklistin varð snemma fyrir valinu hjá Maríu og hefur hún unnið í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum jöfnum höndum og verið sjálf- stætt starfandi nánast allan sinn feril. „Ég hef unnið mikið með sjálfstæðum leik- hópum og rekið minn eiginn og ég held að ég hafi staðið á öllum sviðum landsins,“ segir hún og brosir. María hefur ekki látið sér nægja að vera leik- ari heldur hefur hún fengist við leikstjórn og skrifað handrit. Þá er hún eftirsóttur kennari í framsögn og ræðumennsku og er með vinnu- stofu þar sem hún tekur fólk í einkaþjálfun en fer svo inn í fyrirtæki með námskeið fyrir hópa. „Mér finnst það vera forréttindi að fá að miðla til fólks einhverju sem gerir það sterkara á sínu sviði. Fólk er að fjárfesta tíma og peningum í að afla sér þekkingar og mikilvægt að það nái líka að koma henni vel frá sér,“ segir hún. Nýjasta leikverk Maríu hefur átt hug henn- ar allan. Hún er nýkomin heim frá Svalbarða þar sem hún skapaði nýtt leikverk í gamalli kolanámulestarstöð. „Verkið heitir Svalbard Movements og er af- rakstur af áralöngum rannsóknum okkar Juni Dahr, leikkonu frá Noregi, á sögum kvenna á norðurslóðum og frásögnum þeirra af því hvaða áhrif náttúran hefur á sál manneskj- unnar. Með okkur á þessu skemmtilega ferða- lagi hafa þeir verið finnski tilraunadansarinn Reijo Kela og leikmyndahöfundurinn Snorri Freyr Hilmarsson. Í þessari útgáfu sköpuðum við Reijo sýningu inn í þetta einstaka rými sem Taubanesentralen er og fléttuðum dans og texta saman við frumsamda tónlist eftir Tore Brundborg saxófónleikara sem flutti hana „live“ ásamt Per Oddvar trommara. Þá lét karlakór kolanámufélagsins Den Store Norske ekki sitt eftir liggja en leikstjóri var Inger Buresund og ljósameistari Kristin Bredal, miklar hæfileikakonur báðar,“ segir María. „Svalbard Movements fjallar um fjórar kon- ur á Svalbarða. Fyrsta konan sem við hittum var upptekin af því að setja flaggið sitt niður, koma sér á blöð sögunnar, sú næsta af því að sigrast á náttúrunni, drepa ísbjörninn, húrra fyrir mér. En svo kom grasafræðingurinn sem vildi vekja athygli fólks á viðkvæmni og virði náttúrunnar og hvetja til verndunar hennar. En sú síðasta, sem var skáld, fór einu skrefi lengra yfir í að upplifa sig sem hluta af náttúr- unni. Og þegar þangað er komið kemur það af sjálfu sér að þú verndar náttúruna því hún er þú,“ segir María sem lék allar konurnar þar sem Juni forfallaðist á síðustu stundu. „Textarnir sem voru notaðir í þessari útgáfu voru úr dagbókum Hanne Resvold Holmsen grasafræðings sem gekk þarna um grundir 1907 og Christianne Ritter sem dvaldi vetur- langt í veiðikofa með manni sínum 1934. Og þess má geta að vegna fjölda áskorana lék ég þetta á norsku, sem ég annars tala ekki, “ segir María og hlær. Af hverju á Svalbarða? „Það er von þú spyrjir hvað maður er að brölta þetta á endimörkum hins byggilega heims. En það virðist vera eitthvert „arctic“ þema í mínu lífi upp á síðkastið því auk þessa verks hef ég verið fengin til að kenna leiklist við þjóðleikhússkólann á Grænlandi og svo í vetur lék ég í Netflixseríunni 20/20 sem Saga Film framleiðir og gerist á Grænlandi.“ Unga fólkið er vonin Hvenær fór náttúruvernd að vera þér hug- leikin? „Þessar náttúruverndarrætur liggja djúpt í mér enda plantað snemma. Fyrst af pabba sem sýndi mér hvað mosinn er viðkvæmur og kenndi mér að tína jurtir. Og svo í skátunum þar sem ég var endalaust á fjöllum og úti í móa. Þannig að maður tekur það með sér sem maður lærir í æsku,“ segir hún og greinilegt er að hún skilar því áfram til næstu kyn- slóðar. „Stelpurnar mínar eru miklir aðgerðasinnar og ég var eitthvað að undra mig á því en svo sá ég nýlega sex ára gamla minningu á Facebook þar sem þær standa með græna fána að vernda Gálgahraunið með mér. Og hugsaði: Já, einmitt. Líklega hafa þær heyrt mig tala um að það sé ekki nóg að hafa skoðanir og láta þær í ljós í heita pottinum. Maður þarf að spyrja: „Hvað ætla ég að gera í þessu? Get ég lagt eitthvað af mörkum? Get ég tengt mig við eitthvert stærra samhengi? Get ég haft áhrif á stjórnmálafólk?““ segir María og útskýrir að Lára, sem er nýorðin tvítug, hafi sýnt mikinn áhuga á málefnum fátækra barna á Íslandi og Kristínu sem er fimmtán ára sé mjög umhugað um loftslagsmál. En nú hafa mótmæli oft engin áhrif, eins og í tilviki Kárahnjúka. Hvað er til ráða? „Það var auðvitað rosalegt fyrir okkur sem börðumst af lífi og sál gegn Kárahnjúkavirkj- un að sjá þetta fara svona. Við vorum alveg slegin út. En maður verður að trúa að ef mað- ur leggur eitthvað af mörkum á hverjum degi þá safnist það saman og skili einhverju. Ef ég hugsa til baka, vorum við eitt sinn nokkrar hræður niðri á Austurvelli að syngja þjóðsöng- inn til að reyna að stöðva stóriðju og það þótti skrýtið og sérvitringslegt. En núna er Greta Thunberg að sigla seglum þöndum yfir Atlantshafið og fær tækifæri til að taka þjóðarleiðtoga heimsins á beinið. Náttúru- vernd er á allt öðrum stað í dag en áður og það er meðal annars af því að við stóðum þarna í hríðinni,“ segir María. „En það er klárlega unga fólkið okkar sem er að fara að veita það aðhald sem þarf núna. Því þau geta vakið samvisku þeirra eldri sem fara með völdin. En það er ekki nóg að unga fólkið tali og valdhafar hlusti. Stjórnvöld þurfa að sýna fram á raunhæft aðgerðaplan, sem er mælanlegt og tímasett. Það að ætla að gera minni skaða er ekki ásættanlegt. Því ef bíll er að fara keyra fram af bjargbrún er ekki nóg að hægja á honum – hann mun samt enda á að fara fram af. Það þarf að stoppa, endurhugsa og breyta um stefnu,“ segir María. „Og það er líka mikilvægt að þessar áhyggj- ur af loftslagsmálum verði ekki lamandi heldur verði áskorun sem við mætum í stóru sem smáu,“ segir hún. „Þegar við stofnuðum Framtíðarlandið á sínum tíma þá settum við athyglina frekar á fræðslu og lausnir heldur en vandamál. Við settum líka Náttúrukortið í loftið til að fólk gæti fengið yfirsýn yfir þá hættu sem steðjaði að náttúru Íslands vegna virkjanahugmynda. Það sem gerðist nefnilega með Kárahnjúka- virkjun var að fólk vissi ekki að þetta var að fara að gerast fyrr en það var komið svo ótrú- lega langt að það var erfitt að stoppa það af,“ segir María og sýnir blaðamanni Náttúru- kortið sem er á heimasíðunni framtidar- landid.is. Andans mál Ýmis fleiri verk eru á dagskrá hjá Maríu en Trú, von og kærleikur er vinnuheiti sjónvarps- þáttaraðar sem María er með í þróun og teng- ist langafa hennar. „Ég hef ástundað jóga síðan ég var fimmtán ára og undanfarinn áratug verið að læra jóga- heimspeki. Ég er trúuð og í íslensku ættinni minni eru margir prestar. Þekktastur þeirra er sr. Haraldur Níelsson sem var langafi minn. Þannig ég á kannski ekki langt að sækja pæl- ingarnar um stóra samhengið,“ segir María. „Í þáttunum ætla ég að beina sjónum mín- um að sr. Haraldi Níelssyni sem er talinn helsti áhrifamaður síðustu aldar í andlegum málum Íslendinga. Hann var prófessor í guð- fræði við Háskóla Íslands frá stofnun hans ár- ið 1911 og háskólarektor í annað sinn þegar hann lést vorið 1928. Hann var boðberi frjáls- lyndu guðfræðinnar á Íslandi á síðustu öld og líklega var hann einn mesti predikari sem ís- lensk kirkja hefur átt fyrr og síðar. Langar raðir mynduðust við Fríkirkjuna í Reykjavík þar sem hann predikaði reglulega. Í spönsku veikinni 1918 var hann á þönum milli veiks fólks í Reykjavík að hugga og styrkja. Hann stofnaði Sálarrannsóknarfélag Íslands ásamt vini sínum og samstarfsmanni Einari H. Kvar- Fjölskyldan á brúðkaupsdeginum fallega. Frá vinstri má sjá Arndísi Lund, Bjargeyju Lund, Ara Carl Lund, Christopher, Maríu, Láru Þorsteinsdóttur, Tómas Þorsteinsson og Kristínu Þorsteinsdóttur. Ljósmynd/Pétur Þór Ragnarsson Christopher Lund og María Ellingsen giftu sig í sumar í Færeyjum. Brúðkaupið stóð yfir í þrjá daga og mættu gestir bæði frá Íslandi og Færeyjum. María segir þetta hafa verið draumadaga. Ljósmynd/Pétur Þór Ragnarsson „Þú heyrir ekki Færeying væla“ María Ellingsen er landskunn leikkona en hlutverk hennar í lífinu eru mörg. Hún er líka leikstjóri og höfundur, náttúruverndarsinni, kennari, eiginkona og síðast en ekki síst móðir. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.