Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2019 Sími: 558 1100 Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 10 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 Allir sófar á taxfree tilboði* SÓFAR TAXFREE www.h V E F A LLTAF OP IN * Taxfree tilboðið gildir á sófum, sófaborðum og púðum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. KIRUNA Hornsófi. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 236 x 200 x 78 cm 145.153 kr. 179.990 kr. CLEVELAND 3ja sæta sófi, ljóst eða dökkgrátt slitsterkt áklæði eða svart leður. Áklæði: : 208 x 86 x 81 cm 68.540 kr. 84.990 kr. Leður: : 208 x 86 x 81 cm 108.863 kr. 134.990 kr. PINTO 3ja OG 4ra sæta sófar úr sterku bonded leðri (leður- blöndu). Fáanlegir steingrárir eða koníaksbrúnir. Innra byrði púðanna er úr endingargóðum kaldpressuðum svampi, trefjafyllingu og loks mjúku yfirlagi. Fætur úr sterku, svörtu járni. Stærð: 150 x 90 x 96 cm 3ja sæta: 150 x 90 x 96 cm 129.024 kr. 159.990 kr. 4ra sæta: 253 x 97 x 85 cm 161.282 kr. 199.990 kr. usgagnahollin.is V E R S L HEFST UM HELGINA Þrátt fyrir að vera í harðri samkeppni um hlustendur ríkir góður andi og vinátta milli stjórnenda morgunþátta K100, Rásar 1, Rásar 2, Bylgjunnar og FM957. Flautað var til haustfagnaðarins kl. 17 enda er hópurinn eðli málsins samkvæmt kominn snemma í koju. „Það þýddi ekkert að vera með þetta seinna,“ segir Jón Axel Ólafs- son, einn stjórnenda þáttarins Ísland vaknar á K100, sposkur á svip. „Enda var mest rætt um það hvernig fólki gengur að vakna klukkan fimm á morgnana.“ Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn hittist með þessum hætti. „Þetta var bráðskemmtilegt enda þekkjumst við mörg hver vel og höfum unnið saman. Það var meira um fantaskap í gamla daga og fólk fór í fýlu út í þá sem unnu á öðrum stöðvum vegna þess að það hélt að það ætti að vera þannig. Í dag er það löngu búið og einfaldlega hall- ærislegt,“ segir Jón Axel og bætir við að þættirnir séu eins ólíkir og þeir séu margir. „Hver þáttur vaknar með þjóðinni með sínu nefi og hefur það að markmiði að gera fólki lífið auðveldara svona snemma morguns.“ Jón Axel segir hópinn án efa eiga eftir að hittast aftur og veltir fyrir sér hvort ekki væri sniðugt að útvarps- menn gerðu það einnig á breiðari grunni; mögulega með stofnun félags að leiðarljósi. „Til að halda utan um fólkið í bransanum og hvetja nýtt fólk til að slást í hópinn.“ Morgunhanar kampa- kátir enda þótt komið hafi verið síðdegi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vaknað með þjóðinni Stjórnendur morgunþátta útvarpsstöðvanna efndu til sameiginlegs haust- fagnaðar á veitingastaðnum Sæta svíninu á fimmtudaginn. Leikur KR gegn enska liðinu Hemel Hempstead í Evrópukeppni félagsliða í körfubolta er mörgum enn í fersku minni þótt í gær, laugardag, hafi 30 ár verið liðin frá því að hann fór fram. Ástæðan er þó ekki frábær tilþrif, heldur tók fjórar klukkustundir að knýja fram úrslit. Leikurinn fór fram á heimavelli KR í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Leikurinn tafðist ekki vegna fram- lenginga, heldur gerðist það þegar sex mínútur voru eftir að einn leikmanna Hemel, „í þyngri kantinum“ eins og sagði í frétt Morgunblaðsins, „tróð hressi- lega“ með þeim afleiðingum að karfan brotnaði. Hófst nú mikill darraðardans, en að endingu var eft- ir mikið basl sótt karfa í Laugardalshöllina og hélt leikurinn áfram eftir tveggja klukkustunda bið. KR fór með sigur í leiknum, 53:45, og þótti það lít- ið stigaskor. Loga B. Eiðssyni, tíðindamanni Morgun- blaðsins, fannst í umsögn um leikinn ótrúlegt að í Evrópuleik skyldi boðið upp á slíkar „bílskúrskörfur“ og vonaði að slíkt myndi ekki gerast aftur. LEIKURINN TÓK FJÓRA TÍMA Boðið upp á „bílskúrskörfur“ Anatólíj Kovtún setur boltann í körfuna með sveifluskoti í hinum sögurfræga leik KR og Hemel Hempstead frá Englandi. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Katrín Jónsdóttir læknir og knattspyrnukona Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir myndlistarkona

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.