Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.9. 2019 AÐEIN S 12 SÆ TI LAUS 07.00 Strumparnir 07.25 Tindur 07.35 Mæja býfluga 07.45 Blíða og Blær 08.05 Dagur Diðrik 08.30 Latibær 08.55 Skoppa og Skrítla 09.15 Stóri og Litli 09.25 Dóra og vinir 09.50 Lukku láki 10.10 Ævintýri Tinna 10.30 Ninja-skjaldbökurnar 10.55 Friends 11.20 Ellen 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.00 Nágrannar 13.20 Nágrannar 13.45 Planet Child 14.35 Masterchef USA 15.15 Seinfeld 15.40 Heimsleikarnir í Cross- fit: Leiðin á toppinn 16.10 Ísskápastríð 16.55 60 Minutes 17.40 Víglínan 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Sportpakkinn 19.10 Framkoma 19.40 Leitin að upprunanum 20.20 War on Plastic with Hugh and Anita 21.15 Deep Water 22.05 Beforeigners 22.55 A Black Lady Sketch Show 23.30 The Righteous Gemstones 24.00 Snatch ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Að austan (e) 20.30 Landsbyggðir – Jens Garðar Helgason 21.00 Laufaleitir – Heimildar- mynd endurt. allan sólarhr. 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta 20.30 Skrefinu lengra 21.00 Friðland að Fjallabaki endurt. allan sólarhr. 12.20 The King of Queens 12.40 How I Met Your Mother 14.30 Superstore 14.55 Gordon Ramsay’s 24 Hours to Hell and Back 16.00 Malcolm in the Middle 16.20 Everybody Loves Ray- mond 16.45 The King of Queens 17.05 How I Met Your Mother 17.30 Happy Together (2018) 17.55 George Clarke’s Old House, New Home 18.40 Læknirinn í Ölpunum 19.10 Ást 19.45 Speechless 20.10 Madam Secretary 21.00 Billions 22.00 The Handmaid’s Tale 22.55 Black Monday 23.25 SMILF 23.55 Heathers 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Hjalla- kirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Víðsjá. 15.00 Skyndibitinn. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Úr tónlistarlífinu: Sönghátíð í Hafn- arborg 2019. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Listin að brenna bækur. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Gestaboð. 21.30 Fólk og fræði. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.29 Lalli 07.36 Tulipop 07.39 Sara og Önd 07.46 Minnsti maður í heimi 07.47 Hæ Sámur 07.54 Söguhúsið 08.01 Letibjörn og læmingj- arnir 08.08 Stuðboltarnir 08.19 Alvin og íkornarnir 08.30 Ronja ræningjadóttir 08.55 Disneystundin 08.56 Tímon & Púmba 09.18 Sígildar teiknimyndir 09.45 Krakkavikan 10.00 Team Spark 10.45 Augnablik – úr 50 ára sögu sjónvarpsins 11.00 Silfrið 12.10 Lestarklefinn 13.05 Menningin – samantekt 13.35 Heilsa og lífsstíll 14.05 Sjóndeildarhringur 15.30 Ísland – Frakkland 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Orlofshús arkitekta 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Landinn 20.15 Svona fólk 21.05 Poldark 22.05 Lygavefur 14 til 16 Tónlistinn Topp40 Eini opinberi vinsældalisti Íslands er sendur út á K100 alla sunnudaga. Siggi Gunnars telur niður 40 vinsælustu lög landsins. 16 til 19 Pétur Guðjóns Góð tónlist og spjall á sunnudags síðdegi. Pétur fylgir hlustendum heim úr fríinu á sunnudögum, nú eða skemmtir þeim sem eru svo heppnir að geta verið lengur í fríi. Pétur Jóhann Sigfússon kíkti í spjall í Ísland vaknar en fram- undan er ný uppi- standssýning í Hörpu. Tilefnið er að nú eru 20 ár síðan hann vann keppnina „Fyndn- asti maður Ís- lands“. Sigurinn breytti lífi hans umtalsvert en fram að því hafði hann starfað sem sölumaður í Byko. Í viðtalinu rifjaði Jón Axel upp þeg- ar Pétur stýrði útvarpsþættinum Ding Dong um síð- ustu aldamót og þar voru menn að fikra sig áfram með símahrekki. Símahrekkur, þar sem hann hrekkti Jón Axel og krafðist umtalsverðrar launahækkunar, endaði með að Pétri var sagt upp. Hlustaðu og horfðu á sprenghlægilegt viðtal á k100.is. Rekinn eftir símahrekk Ég er alveg sannfærð um að jóga sé allra meina bót, bæði fyrir sál og lík-ama. Íslendingar flykkjast í jóga þessa dagana og margir taka þaðskrefinu lengra og henda sér í jógakennarann. Sem er gott og blessað. Mig hefur stundum langað að vera svona jógapía. Vera liðug og full af innri kyrrð. Kyrja fallega eins og munkur í Nepal. Því hef ég í gegnum tíðina laumað mér inn í einn og einn jógatíma. Það hefur ekki gengið vel. Eins mikið og ég get hamast í gymminu þá er líkami minn bara ekki hannaður fyrir jóga. Í fyrsta lagi get ég ekki setið í jógastöðu. Þetta hlýtur að vera óþægilegasta staða heims. Að sitja beinn í baki á grjóthörðu gólfi með krosslagða fætur. Líkaminn bara hlýðir ekki! Svo er farið í stríðsmann, standandi hund, öfugan kjúkling og ég veit ekki hvað. Líklega skáldaði ég þetta síðastnefnda, en þannig líður mér í jógatíma. Eins og kjúklingi á hvolfi. Sem er ekki falleg sjón. En alla vega, um daginn skrapp ég til Hveragerðis að heimsækja mömmu sem þar er á Hælinu í meinlætalifnaði og heilsueflingu. Ég böstaði hana auðvitað út og dreif hana inn á næsta kaffihús og gaf henni súkkulaðiköku með rjóma. Þá rifjaðist upp sagan af því þeg- ar ég og vinkona mín fórum á jóga- helgi út á land, í Sólheimum minnir mig. Ekki veit ég hvernig í ósköp- uðum okkar datt það í hug; tvær stirðar og alls óvanar jóga. Á boð- stólum alla helgina var hráfæði og ekkert kaffi í boði, hvað þá sykur. Þetta átti eftir að reyna verulega á! Fyrir utan það var setið á jógadýnum nánast allan daginn. Þarna voru konur sem kunnu jógafræðin og voru ansi smart í alls kyns hippalegum og kúl jógafötum. Við vinkonurnar vorum í sjúskuðum leikfimi- buxum og gömlum flíspeysum. Til að lifa af dagana tvo hlóð ég púðum og dýnum undir minn auma rass og allt í kring en allt kom fyrir ekki. Við vorum eins og álfar út úr hól. Hráfæðið var ekki að gera sig og kaffileysið hrjáði okkur og sykurleysið líka. Þegar allar fóru í hellaskoðun stungum við af og keyrðum á Laugarvatn þar sem ég skellti í mig fjórföldum espresso. Hvílík sæla. Síðan var bíllinn fylltur af súkkulaði, gosi, lakkrís og snakki og haldið aftur á Sólheima þar sem við földum góssið í herberginu okkar. Um kvöldið var meira jóga. Hversu mikið jóga er hægt að stunda á einum degi? Það var búið um tíuleytið og þá fengum við fyrirmæli: bannað að tala til morguns. Þetta var of mikið af því góða, nú átti líka að banna okkur að tala! Við gengum hljóðlega í gegnum myrkrið í átt að svefnskálanum og vorum að springa úr hlátri. Af hverju við vorum svona óþekkar veit ég ekki. Þegar við lokuðum á eftir okkur var vaðið í nammið og gosið og kveikt á bíómynd. Og ekki séns að við gætum þagað. Niðurstaða helgarinnar var sú að annaðhvort á ég svona erfitt með að hlýða fyrirmælum eða jóga er bara ekki fyrir mig. Eða hvort tveggja. En mikið óskaplega var þetta samt eftirminnileg helgi! Myndin er ekki af pistlahöfundi, svo mikið er víst. Colorbox Óþekkur kjúklingur á hvolfi Allt og ekkert Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Til að lifa af daganatvo hlóð ég púðum ogdýnum undir minn aumarass og allt í kring en allt kom fyrir ekki. Við vorum eins og álfar út úr hól. Ekki er hægt að neita sér um kaffi í þessu lífi. Fjórfaldur espresso var málið eftir sólarhrings kaffileysi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.