Morgunblaðið - 01.10.2019, Page 6

Morgunblaðið - 01.10.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég byrjaði á Morgunblaðinu 1. apríl 1984 og þegar ritstjórinn kynnti mig til sögunnar á rit- stjórninni sagðist einn blaðamaðurinn vona að þetta væri aprílgabb,“ sagði Agnes Bragadóttir blaðamaður og hló. Þetta reyndist ekkert gabb og í gær var síðasti vinnudagur Agnesar eftir 35 ára og hálfs árs starf á Morgunblaðinu upp á dag. „Ég varð 67 ára hinn 19. september og hafði lengi verið að gæla við hugsunina um starfslok. Þetta eru fín tímamót til að láta af störfum.“ Agnes hefur löngum verið einn öfl- ugasti blaðamaður Morgunblaðsins og var einn- ig um tíma fréttastjóri, stýrði umfjöllun um við- skipti, menningarmál og almennri fréttaumfjöllun. Heillaðist af blaðamennskunni Hún lauk kennaraprófi og íþróttakenn- araprófi og starfaði um tíma sem gagnfræða- skólakennari, íþróttakennari og menntaskóla- kennari á Ísafirði auk þess sem hún þjálfaði meistaraflokk karlaliðs ÍBÍ í handbolta. Agnes hóf síðan nám við Háskóla Íslands, en tók sér tímabundin hlé frá námi til að vinna fyrir vest- an. Einnig var hún lausamaður í blaðamennsku á sumrin. „Ég varð svo heilluð af blaðamennskunni að það kom eiginlega aldrei neitt annað starf til greina eftir það,“ sagði Agnes. „Ég byrjaði sem blaðamaður á Tímanum haustið 1980 um leið og ég útskrifaðist með próf í ensku og þýsku úr Háskóla Íslands. Ég sótti fyrst um á Moggan- um en þá vildi hann mig ekki svo ég fór á Tím- ann og var þar í þrjú og hálft ár.“ Blaða- mennskuferill Agnesar er því orðinn heil 39 ár. En hvað er svona heillandi við blaðamennsk- una? „Það er fjölbreytileikinn. Allaf að gera eitt- hvað nýtt. Kynnast nýju fólki og hugmyndum fyrir utan að mér finnst yfirgengilega gaman enn þann dag í dag að „skúbba“! Að vera fyrst með fréttina. Það hefur aldrei hætt að vera skemmtilegt að ná fréttinni og að vera fyrsti fjölmiðillinn með hana,“ sagði Agnes. Hún hefur ósjaldan „skúbbað“ eins og lesendur Morgun- blaðsins þekkja vel. Agnes rifjaði upp að þegar betur áraði á árum áður gátu ritstjórar Morgunblaðsins gefið blaðamönnum góðan tíma, jafnvel vikur og mánuði, til að rannsaka stór og flókin mál og birta síðan vandaða greinaflokka sem vöktu gríðarmikila athygli. Agnes sagði að sér hefði þótt það vera mjög gefandi vinna. Því miður hafi slík blaðamennska verið aflögð vegna versnandi stöðu fjölmiðlanna. En næddi ekki stundum um hana? Stundum var næðingur „Jú, það gerði það eins og þegar ég skrifaði um endalok Sambandsins,“ sagði Agnes. „Það var kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins og endaði í dómsal þar sem þess var krafist að ég veitti upplýsingar um heimildarmenn mína. Ég var með mikið af trúnaðargögnum innan úr Landsbankanum sem ég gat byggt greinaflokk minn á. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt- arlögmaður var verjandi minn. Málið tapaðist í héraðsdómi en við unnum fyrir Hæstarétti. Við höfðum sigur að lokum!“ Við starfslok þakkar Morgunblaðið Agnesi fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar. Morgunblaðið/Hari Kveðjuhóf Davíð Oddsson ritstjóri ávarpaði Agnesi í kveðjuhófi sem var haldið henni til heið- urs í Hádegismóum í gær. Þar voru núverandi og fyrrverandi samstarfsmenn á blaðinu. Yfirgengilega gam- an að „skúbba“  Agnes Bragadóttir blaðamaður lét af störfum í gær Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er áhugavert tækifæri. Þarna er stór og spennandi markaður að opnast. Við munum skoða mögu- leikana,“ segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis á Eskifirði. Hann er spurður að því hvort fyrirtækið hyggist reyna fyrir sér með útflutning á laxi til Kína nú þegar þar hefur opnast tollfrjáls markaður fyrir lax frá Íslandi. Laxar fiskeldi eru nú að slátra laxi úr sjókvíum í Reyðarfirði. Segir Jens Garðar að fyrirtækið hafi lax í hæsta gæðaflokki og alla burði til að fara inn á þennan markað. Kínamarkaður sé stór og gefi gott verð. „Hann verður vonandi þriðja stoðin undir starfsem- inni,“ segir Jens Garðar, til viðbótar mörkuðum fyrirtækisins í Evrópu og Ameríku. Norðmenn öflugir í Kína Arctic Fish á Vestfjörðum hóf út- flutning til Kína í byrjun síðustu viku, strax og síðustu hindrunum fyrir gild- istöku fríverslunarsamnings þjóðanna varðandi laxaafurðir hafði verið rutt úr vegi. Útflutningur fyrirtækisins þang- að hefur gengið vel og fer vaxandi. Laxaafurðir hafa ekki áður verið fluttar héðan til Kína. Norðmenn hafa selt þangað lax en tollur hefur verið greiddur af þeim viðskiptum enda Norðmenn ekki með fríversl- unarsamning við Kínverja. Hefur gengið á ýmsu í þeim viðskipum. Vegna óánægju stjórnvalda í Kína með val á Liu Xiaobo, kínverskum baráttumanni fyrir mannréttindum, sem friðarverðlaunahafa Nóbels árið 2010 dró mjög úr útflutningi á laxi en eftir að samband þjóðanna komst í lag á árinu 2017 hefur útflutningur Norðmanna á laxi til Kína aukist á ný. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hafa 20 þúsund tonn af norskum laxi farið til Kína. Neysla á laxi hefur aukist mjög í Kína á síðustu árum og búist er við áframhaldandi aukningu. Ætla Norð- menn sér stóran hluta af henni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Slátrun Starfsmenn Laxa fiskeldis draga saman nót með laxi. Stór og spennandi markaður opnast Fríverslun » Stjórnvöld á Íslandi og í Kína gerðu með sér fríverslunarsamning árið 2013 sem tók gildi árið 2014. » Unnið hefur verið að skrán- ingum svo hægt sé að flytja út hinar ýmsu afurðir. » Útflutningur á laxi án tolla til Kína hófst í síðustu viku eftir að frágangi formsatriða lauk. Hæstiréttur felldi í gær úr gildi dóm Landsréttar yfir verktakafyrirtæki sem Landsréttur hafði talið að brotið hefði á kjörum erlends starfsmanns. Taldi Hæstiréttur ósannað að starfs- manninum hefði ekki verið unnt að skipuleggja vinnu sína og aðstoðar- manns þannig að ekki færi í bága við ákvæði um hvíldartíma. Áður hafði Héraðsdómur dæmt verktakafyrirtækinu í vil en Lands- réttur sneri þeim dómi við. Starfsmaðurinn er lærður mat- reiðslumaður frá Tékklandi. Hann starfaði á árunum 2013 til 2016 sem matráður og stjórnandi í mötuneyti starfsmanna verktakafyrirtækisins sem vann þá að Norðfjarðargöngum. Á starfsmanninum hvíldi skylda til að reiða fram „morgunmat klukkan sex, morgunkaffi klukkan tíu, hádeg- ismat klukkan tólf, síðdegiskaffi milli klukkan þrjú og fjögur og kvöldmat klukkan sex. Honum var í sjálfsvald sett hvernig hann skipulagði viðveru sína á vinnustað“, segir í dómnum. Starfsmaðurinn hafði krafist þess að verktakafyrirtækið greiddi honum 3.358.902 krónur auk dráttarvaxta vegna þess að hann taldi að verktaka- fyrirtækið hefði ekki virt ákvæði kjarasamnings um lágmarkshvíld og frítökurétt. Máli sínu til stuðnings vísaði starfs- maðurinn í lög um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum. Þar er mælt fyrir um að vinnu skuli hagað þannig að á hverjum 24 klukkustund- um fái starfsmenn að minnsta kosti 11 klukkustunda samfellda hvíld. Verk- takafyrirtækið beitti því fyrir sig að þessi lög ættu ekki við um æðstu stjórnendur eða aðra þá sem ráða vinnutíma sínum sjálfir. Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði í dómnum. Hann var mót- fallinn því að dómi Landsréttar yrði breytt, m.a. vegna þess að starfsmað- urinn hefði í raun ekki getað ráðið vinnutíma sínum sjálfur vegna þeirr- ar skyldu sem á honum hvíldi. ragnhildur@mbl.is Hæstiréttur snýr dómi Landsréttar  Telur brot á starfsmanni ósannað Morgunblaðið/Golli Hæstiréttur Dómstigin eru nokkuð ósammála um úrlasun málsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.