Morgunblaðið - 01.10.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 01.10.2019, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019 Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. 1. október 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.81 124.41 124.11 Sterlingspund 152.16 152.9 152.53 Kanadadalur 93.34 93.88 93.61 Dönsk króna 18.108 18.214 18.161 Norsk króna 13.626 13.706 13.666 Sænsk króna 12.635 12.709 12.672 Svissn. franki 124.64 125.34 124.99 Japanskt jen 1.1444 1.151 1.1477 SDR 168.72 169.72 169.22 Evra 135.22 135.98 135.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.4691 Hrávöruverð Gull 1496.15 ($/únsa) Ál 1712.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.48 ($/fatið) Brent ● Útflutningsverðmæti eldisafurða jókst um 123% í ágústmánuði frá því sem var í sama mánuði í fyrra sam- kvæmt tölum Hag- stofunnar. Útflutningsverð- mæti eldisafurða nam 1,7 millj- örðum króna í ágúst síðastliðnum og hefur aldrei ver- ið meira í ágúst- mánuði. Á vef Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi segir að gengi krónunnar hafi verið 10% veikara í ágúst í ár en í fyrra miðað við gengis- vísitölu krónunnar og því er um tvöföld- un verðmæta að ræða í erlendri mynt. Í tonnum talið jókst útflutningur á eld- isafurðum um 95% en alls voru 1.764 tonn af eldisafurðum flutt út í ágúst í samanburði við 906 tonn í sama mán- uði í fyrra. Útflutningsverðmæti eldis- afurða nemur um 15,5 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins og er það um 79% aukning í krónum talið á milli ára en á sama tímabili í fyrra nam verð- mæti eldisafurða 8,6 milljörðum króna. Að teknu tilliti til gengisáhrifa nemur aukningin 60%. Stóraukið eldi á laxi skýrir þessa miklu aukningu á milli ára. Útflutningsverðmæti eldisafurða 123% meira Laxeldi Verðmæti eldisafurða eykst. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Sigurður Viðarsson, forstjóri trygg- ingafélagsins TM, segir í samtali við Morgunblaðið að það sé graf- alvarlegt mál að fasteignafélagið Upphaf, sem er í eigu fasteigna- sjóðsins GAMMA: Novus, sem nú hefur misst á skömmum tíma nær allt sitt eigið fé, sem sagt er að hafi um síðustu áramót verið um 5,2 milljarðar króna, hafi farið í skuldabréfaútboð í maí síðastliðnum þar sem stöðunni var lýst sem allt annarri. „Þetta kemur okkur veru- lega á óvart því þessi sami sjóður (sem Kvika, eigandi GAMMA, til- kynnti um í gær að væri í umtals- vert verri stöðu en gert hefði verið ráð fyrir) var að selja skuldabréf í maí á þessu ári þar sem stöðunni var lýst sem allt annarri,“ segir Sigurður. Spurður að því hvort þetta sé eitthvað sem þurfi að skoða nánar, segir Sigurður að það verði sjálf- sagt skoðað og allt í kringum þessi viðskipti, eins og hann orðar það. „Þetta er náttúrlega grafalvarlegt mál að menn sem eru að selja sig út sem sérfræðingar á þessu sviði halda ekki betur á spöðunum en þetta. Ég myndi halda að skulda- bréfaeigendur myndu allavega vilja skoða málið vel.“ Upphaflega frá 2013 TM sendi í gær frá sér afkomu- viðvörun vegna málsins, en fyrir- tækið átti ekki aðeins hlutdeildar- skírteini í sjóðnum, heldur tók félagið einnig þátt í skuldabréfaút- boðinu í maí. Í afkomuviðvöruninni kemur fram að ávöxtun af verð- bréfaeign félagsins verði 440-490 milljónum króna lakari en upphaf- lega var gert ráð fyrir, en upp- haflega spáin hljóðaði upp á 215 milljóna króna tekjur af verðbréfa- eign. „Fjárfestingin okkar í sjóðnum er upphaflega frá árinu 2013, og svo tókum við þátt í útboðinu í vor. Af þessum tölum sem við birtum í morgun [í gærmorgun] þá er meiri- hlutinn vegna þess að við erum að afskrifa hlutdeildarskírteinin okkar upp á ríflega 300 milljónir króna. Þetta var það stórt högg að við gát- um ekki annað gert en að segja frá því strax.“ Sigurður segir að upphafleg fjár- festing TM í sjóðnum hafi verið 200 milljónir króna árið 2013. Gengi sjóðsins hafi svo hækkað talsvert mikið árin á eftir, auk þess sem greitt hafi verið út úr sjóðnum árið 2017. „Þannig að það má segja að við séum að tapa 130 milljónum króna í peningum á þessari fjárfest- ingu, þó að auðvitað hafi virði sjóðs- ins hækkað og eignin hafi staðið í 300 milljónum króna um mitt árið. Annað tryggingafélag, Sjóvá, birti einnig tilkynningu í gær vegna GAMMA: Novus, en áhrif niður- færslunnar á afkomu af fjárfest- ingastarfsemi Sjóvár-Almennra trygginga hf. er neikvæð um 155 m.kr. Grafalvarlegt að fara í skuldabréfaútboð Morgunblaðið/RAX Fjármál Kvika stefnir að því að sameina starfsemi GAMMA við dótturfélag sitt, Júpiter rekstrarfélag hf. Íbúðir »Markmið Upphafs er að byggja næstu árin allt að 200- 250 hagkvæmar íbúðir á ári, sem eru ætlaðar litlum og með- alstórum fjölskyldum. » TM birtir uppgjör 3. ársfjórð- ungs 23. október nk. » Uppfærðar horfur um sam- sett hlutfall Sjóvár og afkomu ársins 2019 og næstu 12 mán- aða verða kynntar á afkomu- kynningu félagsins fyrir þriðja ársfjórðung hinn 31. október nk.  Umtalsvert verri staða fasteignafélagsins GAMMA: Novus  Eigið fé horfið Hagnaður Bílabúðar Benna, sem er með umboðið á Íslandi fyrir Porsche, Opel, Chevrolet og Ssan- gYong, nam 114,6 milljónum króna á árinu 2018 og jókst um 13% á milli ára en hagnaðurinn nam 101 milljón króna árið 2017. Þetta má lesa í árs- reikningi félagsins. Rekstrartekjur Bílabúðar Benna námu 3,6 milljörðum króna og dróg- ust saman á milli ára, eða um 26%, en rekstrartekjurnar árið 2017 námu 4,9 milljörðum króna. Rekstr- argjöld námu 3,5 milljörðum króna í fyrra en voru 4,8 milljarðar króna árið 2017. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 154 milljónum króna í fyrra miðað við 133 milljónir króna árið 2017. Enginn arður greiddur Eignir bílaumboðsins námu 3,1 milljarði króna í árslok 2018 miðað við 3,8 milljarða króna í árslok 2017. Skuldir fyrirtækisins námu 1,1 millj- arði króna í fyrra miðað við 1,8 millj- arða króna árið 2017. Eigið fé nam 2 milljörðum króna í árslok 2018 mið- að við 1,9 milljarða króna í lok árs 2017. Stjórn félagsins lagði fram til- lögu um að ekki yrði arður greiddur út til hluthafa. Í lok árs 2018 voru hluthafar Bíla- búðar Benna ehf. BE fjárfestingar ehf., sem heldur á 90,91% hlut, Benedikt Eyjólfsson sem heldur á 4,55% hlut og Margrét Beta Gunn- arsdóttir sem heldur á 4,55% hlut. Morgunblaðið/Eggert Bílaumboð Benedikt Eyjólfsson er stofnandi Bílabúðar Benna. Aukinn hagnaður Bílabúðar Benna  Rekstrartekjur drógust saman um 26% á milli ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.