Morgunblaðið - 01.10.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 01.10.2019, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Bergur Ebbi gaf nýverið út bók sem hann lýsir sem hvorki fræðibók né skáldverki heldur innblásinni rök- semd. Bókin ber titilinn Skjáskot og fjallar að stórum hluta um framtíð- ina, tækniþróun síðustu ára og sam- hengið í samtímanum, sem Bergur Ebbi telur að sé gjarnan af skornum skammti. „Svona bækur eru stundum kall- aðar ritgerðir. Innblásturinn er í raun munurinn á þessu og einhverju akademísku verki. Það er ástríðan og einhver sannleiksleit sem heldur manni við efnið frekar en þrælöguð rannsóknarspurning. Stundum þarf maður bara að vera innblásinn til þess að finna dæmi þegar efnið er abstrakt og úti um allt. Þá þarf mað- ur að vera skapandi í leit sinni að dæmum og lausnum,“ segir Bergur Ebbi. Er hann þá að leita að sannleik- anum? „Ég er í það minnsta alveg örugg- lega ekki að reyna að byrgja sýn á sannleikann. Ég er í mjög góðri trú að reyna að skilja hlutina þannig fyr- ir mig. Heimurinn er náttúrulega alltaf eitt stórt hagsmunapot. Sann- leikur sem nægir mér til að skilja heiminn er miðaður við einhverjar forsendur sem ég geng út frá sem aðrir gera ekki. Ég er ekki kominn út í neina trúarlega sannfæringu í leit að sannleika. Ég er hlutlægur rannsakandi og átta mig á því að sannleikurinn er afstæður að ein- hverju leyti. Maður þarf að vera svo- lítið hófsamur.“ Þó að Bergur Ebbi segist ekki geta talað fyrir hönd allra vonar hann að aðrir geti tengt við reynslu hans. „Ég trúi því að margt fólk hafi svipaðan reynsluheim og svipaðan hugmyndaheim og maður sjálfur og að manns eigin leit að sannleika geti mögulega hjálpað einhverjum öðr- um að einhverju leyti. Það er heil kynslóð uppi sem er enn að átta sig á ákveðnum atriðum í heiminum sem varða tækniþróun síðustu 5-10 ára. Hún er enn að reyna að átta sig á samhenginu.“ Eitt helsta viðfangsefni bókarinn- ar er einmitt þessi tækniþróun. „Þó að þetta sé um síðustu ár þarf maður jafnvel að fara lengra aftur til skilja samhengið. Í bókinni er ég mikið að skoða það sem gerðist á miðri tutt- ugustu öld. Þá hefst það sem er kall- að þriðja iðnbyltingin eða tölvubylt- ingin og núna erum við komin að því sem er kallað fjórða iðnbyltingin, sem er innleiðing gervigreindar og hluta sem við erum ekki alveg al- mennilega komin með nöfn yfir því tæknin er orðin svo samþætt og inn- byggð í tilveru okkar. Hún er ekki lengur annar hlutur. Nú er þetta allt saman að tvinnast saman,“ segir Bergur Ebbi, sem horfir sérstaklega til gervigreindar í skrifum sínum. Titill bókarinnar tengist sam- tvinnun manns og tölvu. „Hún heitir Skjáskot vegna þess að landamærin á milli okkar og tækniheimsins eru skjárinn eins og staðan er í dag en það er verið að banka mjög fast á skjáinn frá báðum hliðum. Við erum að komast meira inn í tæknina, við viljum komast inn fyrir skjáinn. Á sama tíma er það sem er á bak við skjáinn að banka fastar í okkur og farið að hafa meiri og meiri áhrif á okkar líf.“ Bergur Ebbi telur að gervigreind sé skilgreind of þröngt í nútíma sam- félagi. „Við hugsum um gervigreind eins og rosalega góða tölvu sem vinnur alla í skák en fyrir mér snýst þetta líka um að mannshugurinn er að verða skilyrtari. Maðurinn fer að hugsa meira eins og tölva og öfugt og þarna á milli eru leiftur.“ Þó að efni bókarinnar kunni að virðast flókið tekur Bergur sérstak- lega fram að bókin sé ekki háfræði- leg og ætti hugmyndaheimurinn sem þar birtist að vera flestum að- gengilegur enda lesendum boðið með í hugmyndaferðalag. „Ég nota hversdagslegri dæmi til þess að útskýra þetta. Um leið og maður verður of tæknilegur, ef mað- ur fer annars vegar að fjalla um gervigreind út frá forsendum forrit- unar eða tölvunarfræði eða hreinnar heimspeki hins vegar, þá náum við ekki að skilja þetta. Ég held að við séum almennt ekki enn að átta okk- ur á þessu. Við, venjulegir borgarar, skiljum þetta ekki. Hvers vegna fólk er að missa vinnuna vegna tækninn- ar og hvers vegna við erum farin að stimpla vörurnar okkar sjálf inn í Krónunni og fólk er hætt að vinna á kassanum. Auðvitað skiljum við að tölvur verða fullkomnari og svo framvegis en okkur vantar mik- ilvægt púsl í heildarmyndina. Púslið er að við erum sífellt að aðlagast skilyrðingu tölvuheimsins meira og í félagslegum samskiptum okkar er- um við líka alltaf tilbúin að slétta út eigin hnökra í þágu tölvunnar og þess vegna er þetta að gerast svona hratt.“ Bergur Ebbi segist ekki vera svartsýnismaður. „Ég held að þetta sé allt saman hið besta mál og eðlileg þróun. Ég er alls ekki skeptískur eða með einhverjar efasemdir. Mað- ur þarf að byrja á að skilja hlutina áður en maður veit hvað manni finnst. Mér finnst eins og fólk sé ekki einu sinni komið á þann stað að vita hvort því finnist þetta gott eða slæmt.“ Í bókinni spáir Bergur Ebbi í framtíðina en hann telur að of lítið sé spáð í hana í samtímanum. „Fram- tíðin var forsenda þess að fólk gerði eitthvað í gamla daga, það vildi sjá eitthvert ljós við enda ganganna og klára eitthvað ákveðið. Besta dæmið er landafundirnir í Ameríku. Fyrst komu þeir á austurströndina og svo var alltaf vitað að það væri annað haf hinum megin og það var mörg þús- und kílómetra í burtu og það var 3- 400 ára verkefni að klára það. Fram- tíðarsýnin var þá sú og ný öld og nýr heimur í þessu samhengi byggist alltaf á einhverju takmarki. Við þurfum að klára þetta. Það er búið að taka þetta svolítið af okkur.“ Framtíðarsýn nútímamanneskj- unnar er af öðrum toga, að sögn Bergs Ebba. „Við sjáum fyrir okkur hamfarahlýnun og erum enn að láta stjórnast af því svo við sjáum enn framtíð eða einhverja dystópíu en ég held að við séum með öðruvísi hug- myndir en áður um framtíðina og það hvernig við getum öðlast hana.“ Uppgjör sem kremur hjörtu Bergur Ebbi ræðir í bókinni að hann telji ekki að heimsendir sé í nánd. Þrátt fyrir það er mikil alvara í bókinni og því ekki úr vegi að spyrja hvort bókin sé bjartsýnis- eða svartsýnisbók. „Ég vil að hún sé frekar hlutlaus. Það er því miður þannig að það er svolítið myrkur í henni. Ein stór samlíking sem ég geri í bókinni er þegar ég tala um fyrstu iðnbylting- arnar, þegar vélarafl leysir vöðvaafl manna og dýra af hólmi í fyrstu iðn- byltingunum fyrir 2-300 árum. Þá verður til uppgjör í samfélagi mann- fólks sem er í formi styrjalda og átaka og þá gerist það sama og er að gerast með gervigreindinni. Vélin kemur inn í líf mannsins og maður- inn verður vélrænni í hugsun og ákvarðanatöku. Ein af ástæðum þess að styrjaldir 20. aldar voru svo rosalega öfgafullar er að þær eru háðar á forsendum vélarinnar. Fólk er byrjað að haga sér og taka ákvarðanir og fórna milljónum á kaldan og vélrænan hátt. Auðvitað getur maður búið til svona samlík- ingu, núna þegar gervigreind tekur við af hugsun manna að einhverju leyti, að það verði til einhvers konar uppgjör í samfélagi manna.“ Bergur Ebbi telur ekki að slíkt uppgjör birtist í hefðbundnum stríðsátökum. „Ég held að mörg hjörtu gætu kramist og ég er ekki að reyna að vera sniðugur þegar ég orða það þannig. Gervigreindin mun traðka yfir tilfinningar okkar í rosa- lega ríkum mæli og gera okkur köld og hörð eins og tölvur vegna þess að við erum alltaf að fara að mætast þarna á miðri leið og það getur leitt til einhvers tilfinningadoða sem ég held að við séum nú þegar farin að sjá. Við erum farin að sjá aðeins meiri einsleitni, hjarðhegðun sem kemur til vegna samfélagsmiðla- notkunar, það vantar smá bit í hug- sjónir og skoðanir. Það er ekki ólík- legt að þetta verði ákveðið áfall fyrir samfélagið okkar.“ Innleiðing gervigreindar er þó að stórum hluta jákvæð, að sögn Bergs. „Það eru stórkostlegar framfarir í læknavísindum. Það er hægt að fara langa leið með að útrýma hlutum eins og hungri, sem mannkynið hef- ur glímt við heillengi, með notkun gagnasöfnunar og gervigreindar, á grundvelli hennar.“ Bergur sendi frá sér bókina Stofu- hita fyrir tveimur árum. Hann segir þemu bókanna svipuð en sjónar- hornið annað. „Ég held að þessi bók sé aðeins meira um þjóðfélagið í heild, hitt var meira svona persónu- legt uppgjör, sjálfsmyndin og ein- staklingurinn.“ Til hliðar við bókina var gefið út tónlistarmyndband. Einnig mun Bergur Ebbi frumflytja fyrirlestur 19. nóvember í Borgarleikhúsinu þar sem efni bókarinnar verður í for- grunni. Bæði fyrirlesturinn og tón- listarmyndbandið eru til þess gerð að dýpka efni bókarinnar. Þau standa þó styrkum fótum sem sjálf- stæð listaverk, að sögn Bergs Ebba. Morgunblaðið/Eggert Skilningur Maður þarf að byrja á að skilja hlutina áður en maður veit hvað manni finnst, segir Bergur Ebbi. Innblásin röksemd um tækniþróun  Bergur Ebbi Benediktsson gaf nýverið út bókina Skjáskot, sem er full af kenningum og vanga- veltum um tæknina og framtíðina  Bergur segir manninn og vélina sífellt færast nær hvort öðru Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.