Morgunblaðið - 08.10.2019, Page 1
Landslið karla í knattspyrnu kom saman á æf-
ingu á Laugardalsvelli síðdegis í gær fyrir lands-
leikina gegn Frakklandi og Andorra í undan-
keppni Evrópumótsins. Ársmiðahafar fengu að
mæta á æfinguna og hitta leikmenn landsliðsins
að henni lokinni.
Ársmiðahafar heilsuðu upp á leikmenn eftir æfingu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heppnir stuðningsmenn og aðdáendur hittu landsliðshetjurnar eftir æfingu og fengu eiginhandaráritanir
Þ R I Ð J U D A G U R 8. O K T Ó B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 236. tölublað 107. árgangur
LANDSLIÐIÐ
MÆTIR LETT-
UM Í KVÖLD SKIPUALGSMÁL OG ÞYRLUR
GALDRAGÁTTIN
OG ÞJÓÐSAGAN
SEM GLEYMDIST
ALBÍNA THORDARSON 80 ÁRA 22 DÓMUR bbbbn 29GLÓDÍS PERLA 27
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fulltrúar Íslandsbanka, Arion
banka og Landsbankans meta nú
hvort svigrúm sé til vaxtalækkana
eftir vaxtalækkun Seðlabankans.
Seðlabankinn lækkaði meginvexti
um 0,25% í síðustu viku. Lífskjara-
samningarnir voru undirritaðir í
byrjun apríl og hafa meginvextir
síðan lækkað úr 4,5% í 3,25%. Eitt
meginmarkmið kjarasamningsins
var að stuðla að vaxtalækkun.
Forystumenn ASÍ og VR telja
hins vegar að bankarnir hafi ekki
skilað lækkunum til lántaka. Rætt er
um að stofna samfélagsbanka.
Yngvi Örn Kristinsson, hagfræð-
ingur Samtaka fjármálafyrirtækja,
segir háar álögur á bankana þrengja
að svigrúmi þeirra til vaxtalækkana.
Með lægri álögum væri jafnvel hægt
að lækka vexti af íbúðalánum um 1%.
Um 5 milljónir á starfsmann
Yngvi Örn rifjar upp að eftir
efnahagshrunið 2008 hafi verið lagð-
ir á þrír nýir skattar á banka. Vísar
hann þar til bankaskatts, fjársýslu-
skatts og viðbótarskatts á hagnað
banka. Alls hafi þeir kostað bankana
um 15 milljarða á ári. Hvert starf í
bönkum kosti að meðaltali um 10
milljónir á ári. Þumalfingursreglan
sé því að sértæku skattarnir kosti
um fimm milljónir króna á hvert
starf.
Vaxtalækkun til skoðunar
Bankarnir meta stöðuna eftir vaxtalækkun SÍ Háir skattar þrengja svigrúm
MGæti leitt til 1% … »6
Morgunblaðið/Hari
Kjós og Hvalfjörður Íbúum í Kjósar-
hreppi hefur fjölgað og eru 251.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Mikil hagræðing er talin felast í því
að lögfesta að í hverju sveitarfélagi
búi minnst 1.000 íbúar. Hugmyndin
er að setja lágmarkið fyrst við 250
íbúa og hækka það svo í áföngum.
Þetta mun leiða til verulegrar fækk-
unar sveitarfélaga. Færri en 1.000
íbúar eru nú í meira en helmingi
sveitarfélaga en þau eru nú 72 að
tölu. Talið er að hagræðingin af sam-
einingu geti mögulega numið allt að
3,6 til 5 milljörðum króna á ári.
Mæla á fyrir tillögu til þingsályktun-
ar um „stefnumótandi áætlun ríkis-
ins í málefnum sveitarfélaga“ á Al-
þingi síðar í þessum mánuði.
Karl Magnús Kristjánsson, odd-
viti og sveitarstjóri Kjósarhrepps,
sem er fámennasta og víðfeðmasta
sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu,
sagði að taka yrði tillit til fjárhags-
stöðu ekki síður en íbúafjölda.
„Kjósarhreppur er dæmi um
sveitarfélag sem hefur staðið mjög
vel á síðustu árum. Fyrirtæki sem
hreppurinn stofnaði tókst að reisa
mjög umfangsmikla hitaveitu sem er
tengd um 600 notendum í frístunda-
húsum og íbúðarhúsum. Það var
fjárfesting upp á 1,1 milljarð. Nú er-
um við að ljúka við að tengja sveitina
við ljósleiðara sem er fjárfesting hjá
okkur fyrir yfir 200 milljónir,“ sagði
Karl. Hann sagði að þeim hentaði vel
að vera sjálfstætt sveitarfélag. Þau
eru í samstarfi við Reykjavíkurborg
og Mosfellsbæ um þjónustu sem er
greidd fullu verði. Karl sagði að
meirihluti sveitarstjórnar teldi að
sameining við annað sveitarfélag
væri ekki tímabær hvað þau varðaði.
»14
Hagræðing við sameiningu
Kjósarhreppur er fámennur og stendur í framkvæmdum
Íslendingar
eru sagðir hafa
sýnt grófa fram-
komu og rudda-
lega í tengslum
við makrílveiðar,
að því er fram
kemur í viðtali
Fiskeribladet/
Fiskaren í Nor-
egi við Audun Maråk, formann
norskra útgerðarmanna. Hann
gagnrýnir Íslendinga harðlega,
sem hafi valið að standa utan samn-
inga strandríkja um stjórnun veiða
á makríl, norsk-íslenskri síld og
kolmunna. »10
Segir Íslendinga
sýna grófa hegðun
Breytt landslag í kjölfar gjald-
þrots WOW air hefur leitt til þess
að Isavia vinnur nú að endurskoðun
á hvatakerfi sínu og reynir að opna
á tengingar við Asíu- og Ameríku-
markað. „Við erum að uppfæra
kerfið þannig að það hafi meiri
áhrif ef flugfélag hefur nýja flug-
leið frá stöðum utan Evrópu,“ segir
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri
Isavia, í ítarlega viðtali við Við-
skiptaMoggann.
Hann telur að það sé einungis
tímaspursmál hvenær beint flug
milli Íslands og Asíu verði að veru-
leika. Forsvarsmenn Isavia hafa á
síðustu vikum átt fundi með flug-
félögum og kynnt þá möguleika
sem þeim standa til boða varðandi
opnun nýrra flugleiða til og frá
Keflavíkurflugvelli. Sveinbjörn
segir félögin vera áhugasöm en það
sé þó risastór og kostnaðarsöm
ákvörðun að hefja flug á nýjan
áfangastað. »12
Morgunblaðið/Eggert
Farþegaflug Það er ekki hvort heldur hve-
nær beint flug milli Íslands og Asíu hefst.
Tenging við Asíu
tímaspursmál
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Samtök iðnaðarins og Samband
íslenskra kvikmyndaframleiðenda
óttast að niðurskurður endur-
greiðslna vegna kvikmyndagerðar
á Íslandi muni ekki einungis valda
aðilum í kvikmyndagerð umtals-
verðu tjóni heldur muni orðspor Ís-
lands sem kjörlendi til kvikmynda-
framleiðslu bíða hnekki. A.m.k.
milljarði munar á framlagi frum-
varpsins til endurgreiðslna og þeim
vilyrðum um endurgreiðslur vegna
kvikmyndagerðar sem veitt voru í
síðasta mánuði. »2
Niðurskurður valdi
tjóni og orðspors-
áhættu Íslands