Morgunblaðið - 08.10.2019, Qupperneq 6
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Yngvi Örn Kristinsson, hagfræð-
ingur Samtaka fjármálafyrirtækja,
segir háar álögur á bankana þrengja
að svigrúmi þeirra til vaxtalækkana.
Með lægri álög-
um væri jafnvel
hægt að lækka
vexti af íbúða-
lánum um 1%.
Fram kom í
Morgunblaðinu
sl. föstudag að
vextir íbúðalána
væru nú taldir
sögulega lágir á
Íslandi. Daginn
eftir ræddi
Morgunblaðið við Gunnar Baldvins-
son, framkvæmdastjóra Almenna
lífeyrissjóðsins, sem taldi áskorun
að ávaxta lífeyri í þessu lágvaxta-
umhverfi. Vextir væru nú sögulega
lágir hér og á flestum vestrænum
fjármálamörkuðum, jafnvel nei-
kvæðir.
Eftir að þessar fréttir birtust
lýstu þau Drífa Snædal, forseti ASÍ,
og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, því yfir í spjallþáttum á RÚV að
bankarnir hefðu ekki skilað vaxta-
lækkunum Seðlabankans til lántaka.
Taldi Ragnar Þór m.a. að lífeyris-
sjóðirnir ættu að sameinast um
stofnun samfélagsbanka. Með því
yrði stuðlað að lækkun vaxta.
Mest áhrif á breytilega vexti
Seðlabankinn lækkaði meginvexti
um 0,25% síðastliðinn miðvikudag.
Spurður um svigrúm bankanna til
að lækka útlánsvexti segir Yngvi
Örn að margt hafi þar áhrif.
„Vaxtalækkun Seðlabankans
hefur fyrst og fremst bein áhrif á lán
með breytilegum vöxtum. Þetta eru
enda skammtímavextir. Ef lánin eru
með föstum vöxtum til þriggja eða
fimm ára hefur þetta minni áhrif.
Svo eru það viðbrögðin á eftirmark-
aði með ríkisskuldabréf. Þegar
Seðlabankinn lækkaði síðast vexti
leiddi það til hækkunar á vöxtum á
skuldabréfamarkaðnum af því menn
voru búnir að verðleggja inn meiri
vaxtalækkun en Seðlabankinn kom
með. Ef menn ætla að rífast um keis-
arans skegg geta menn haft rétt fyr-
ir sér. En í meginatriðum hafa bank-
arnir fylgt vaxtabreytingum Seðla-
bankans,“ segir Yngvi Örn og bendir
á að bankarnir séu að keppa við
fyrirtæki í öðru reglu- og skatta-
umhverfi. Vísar hann þar til lífeyris-
sjóða sem hafa jafnt og þétt aukið
hlutdeild sína á íbúðalánamarkaði.
Yngvi Örn segir bankana greiða
þrjá sérstaka skatta sem teknir voru
upp á árunum eftir efnahagshrunið.
Í fyrsta lagi skatt á fjármögnun
banka, svonefndan bankaskatt, eða
sem svarar 0,376% af heildar-
skuldum. Hugsunin með því hafi
verið sögð sú að ná inn tekjum til
þess að stærðin á fjármálakerfinu
endurspeglaði áhættuna við kerfið
fyrir þjóðfélagið. Önnur ríki hafi sett
skatttekjurnar í sérstakan varasjóð
en hér hafi þær runnið í ríkissjóð.
Bætti fyrir tjón vegna hrunsins
Með skattinum hafi átt að bæta
tjón þjóðfélagsins vegna hrunsins.
Hann hafi svo verið hækkaður árið
2013 til að fjármagna niðurfærslu á
höfuðstól verðtryggðra íbúðalána.
Skatturinn hafi ekki verið lækk-
aður þegar búið var að fjármagna
leiðréttinguna. Í öðru lagi hafi árið
2013 verið lagður 5,5% fjársýslu-
skattur á öll laun hjá fjármálastofn-
unum. Sá skattur hafi verið settur á í
kjölfar umræðu á alþjóðavettvangi
um að hefta bæri launahækkanir í
fjármálakerfinu. Ísland hafi eitt
landa tekið upp þessa skattlagningu.
Í þriðja lagi hafi verið lagður við-
bótartekjuskattur á banka. Þeir
greiði 20% tekjuskatt af hagnaði og
svo 6% viðbótarskatt af hagnaði um-
fram tvo milljarða króna. Með hlið-
sjón af afkomu bankanna hafi þeir
alltaf greitt aukaskattinn.
Þá bætist það við skattheimtuna
að eiginfjárkröfur á bankana séu
mun hærri en í nágrannalöndum.
„Ég held að þessir tvær þættir,
skattlagningin og eiginfjárkröf-
urnar, geri það að verkum að kostn-
aðarstigið hjá okkur er 1% hærra
sem hlutfall heildareigna en í ná-
grannalöndunum, svo dæmi sé tekið.
Ég hugsa að vaxtastigið gæti lækkað
um allt að 1% ef sérstöku skattarnir
yrðu látnir ganga til baka og eigin-
fjárhlutföllin væru þau sömu eða
svipuð og annars staðar.“
Um 15 milljarðar króna
Yngvi Örn segir að samanlagt hafi
bankarnir greitt um 15 milljarða á
ári í þessa sértæku skatta á undan-
förnum árum. Til marks um hversu
stór hluti það sé af rekstrarkostnaði
bankanna samsvari upphæðin helm-
ingi af launagreiðslum.
Hvert starf í bönkum kosti að
meðaltali um 10 milljónir á ári.
Þumalfingursreglan sé því að sér-
tæku skattarnir séu um 5 milljónir
króna á hvert starf.
„Þessir þættir skekkja samkeppn-
isstöðu okkar gagnvart erlendum
bönkum. Þótt aldrei sé um það talað
eru þeir með umtalsverða sneið af ís-
lenska lánamarkaðnum. Erlendir
bankar eru þannig með um þriðjung
útlána til fyrirtækja og sækjast m.a.
eftir viðskiptum við sjávarútvegs- og
útflutningsfyrirtæki.“
Gæti leitt til 1% vaxtalækkunar
Hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja segir aukagjöld á bankastarfsemi íþyngja bönkum
Með því að draga úr álögum á banka væri hægt að skapa skilyrði til allt að 1% vaxtalækkunar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Byggt við Öskjuhlíð Fulltrúar verkalýðsfélaga þrýsta á um vaxtalækkanir.
Yngvi Örn
Kristinsson
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019
Sonja Backman lést
á líknardeild Land-
spítalans eftir stutt
og erfið veikindi 5.
október síðastliðinn,
81 árs að aldri. Hún
fæddist í Reykjavík
26. ágúst 1938. Sonja
ólst upp á barn-
mörgu heimili hjá
föðurömmu sinni og
afa, þeim Jónínu Sal-
vöru Helgadóttur og
Ernst Backman, við
Háaleitisveg 23 í
Reykjavík.
Sonja vann við
skrifstofustörf lengst af sínum
starfsferli, fyrst á Lögfræðistofu
Páls S. Pálssonar og síðan á skrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins. Hún var
skrifstofustjóri hjá Skóla Ísaks
Jónssonar í tæpan aldarfjórðung,
fram til ársins 2005. Sonja var um
árabil virk í starfi Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík og sat hún
m.a. í stjórn Hvatar,
félags sjálfstæðis-
kvenna.
Sonja giftist eftirlif-
andi eiginmanni sínum,
Birgi Ísleifi Gunnars-
syni, 6. október 1956.
Hún fylgdi Birgi af al-
hug í gegnum feril
hans sem borgarstjóri,
menntamálaráðherra
og seðlabankastjóri og
tók þátt í opinberum
viðburðum með honum.
Þau Birgir eignuðust
fjögur börn; Björgu
Jónu, Gunnar Jóhann
og tvíburana Lilju Dögg og Ingunni
Mjöll. Lilja Dögg er þroskahömluð
og Sonja barðist ötullega fyrir því
að hún fengi sambærilega þjónustu
og skólagöngu og heilbrigð börn.
Þessi barátta mótaði líf Sonju og
fjölskyldunnar allrar.
Barnabörn þeirra Birgis eru alls
níu og barnabarnabörnin sjö.
Andlát
Sonja Backman
Allt um sjávarútveg
Edda Hermannsdóttir, yfir-
maður samskipta og grein-
ingar hjá Íslandsbanka,
sagði vaxtamálin til skoð-
unar eftir síðustu vaxta-
lækkun Seðlabankans. Þá
benti hún á vaxtalækkanir
Íslandsbanka undanfarið.
Rúnar Pálmason, upp-
lýsingafulltrúi Landsbank-
ans, segir bankann enn
ekki hafa tekið ákvörðun
um breytingu á vöxtum sem
byggist á nýjustu vaxtaákvörðun
Seðlabankans en von sé á vaxta-
ákvörðun fljótlega. „Bankinn hefur
að jafnaði verið fljótur að bregðast
við vaxtalækkunum Seðlabankans
undanfarið og býður samkeppnis-
hæf kjör á bæði inn- og útlánum.
Ef miðað er við næstsíðustu
vaxtaákvörðun Seðlabankans þá
hafði Seðlabankinn lækkað vexti
um 1% en Landsbankinn hafði t.d.
lækkað yfirdráttarvexti um allt að
1% og breytilega óverðtryggða
íbúðalánavexti um 0,7%.
Ákvarðanir Landsbankans
um hækkun eða lækkun
vaxta taka mið af fleiri þátt-
um en stýrivöxtum Seðla-
bankans, t.a.m. af vöxtum á
markaði og öðrum fjármögn-
unarkjörum bankans. Stærsti
hluti fjármögnunar bankans
er í formi innlána frá við-
skiptavinum. Innlánsvextir
Landsbankans hafa almennt
lækkað minna en sem nemur
vaxtalækkunum Seðlabankans.“
Haraldur Guðni Eiðsson, upplýs-
ingafulltrúi Arion banka, sagði
málin til skoðunar. „Almennt hefur
það verið þannig að Arion banki
hefur lækkað vexti í kjölfar vaxta-
lækkunar Seðlabankans. Hvað
varðar síðustu vaxtalækkun Seðla-
bankans þá er verið að skoða við-
brögð við henni innan bankans. En
við ákvörðun vaxta þarf að horfa
til ýmissa þátta, ekki einvörðungu
vaxtaákvarðana Seðlabankans.
Bankarnir að skoða málið
VIÐBRÖGÐ VIÐ VAXTALÆKKUN SEÐLABANKANS