Morgunblaðið - 08.10.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.10.2019, Qupperneq 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Örugg skref í leikskólanum 5.995 kr. Stærðir 18-24 4 Litir Börnin komast auðveldar áfram og af meira öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá. Inniskórnir frá Biomecanics eru hælinn sem bætir jafnvægi og e ning uglei með stuð kur stöð við ka. Kastljós RÚV átti sterkan leik að halda á dögunum borgara- fund um málefni eldri borgara, þessa stóra og breiða aldurshóps sem kominn er á þriðja æviskeiðið. Metnaðarfull fram- kvæmd og þakkar- verð. Mér var boðið til þessa áhugaverða borgarafundar. Umræðunni á fundinum var skipt upp í þrjú meginþemu og skipt um fólk í panel eftir þemum. Ég fékk að vera í tveim fyrstu hlutunum sem fjölluðu annars veg- ar um Hver er staðan nú? og hins vegar Hvað svo? Þar leitaðist ég við að vekja athygli á þeim kjörum sem fólki á þessu breiða aldursskeiði eru búin þegar kemur að eft- irlaunum. Þó það virtist ekki vera vinsælt að koma inn á þau málefni í þessum tveim hlutum, því það efni var aðalumræðuefnið í þriðja og síðasta hluta þessa borgarafundar. Með mér í öðrum hluta þessara tveggja panela var stjórnarþing- maður sem virtist lítið þekkja til sögu lífeyrissjóða annars vegar og almannatrygginga hins vegar. Hann hélt fram þeim síðari tíma málatilbúnaði að lífeyrissjóðirnir hefðu verið hugsaðir sem fyrsta stoð í eftirlaunakerfinu, en al- mannatryggingar önnur stoð. Þarna er málum rækilega snúið á hvolf. Það þekkja allir sem hafa kynnt sér söguna af upphafi lífeyr- issjóðanna að þessu var þveröfugt farið. Ég mótmælti að sjálfsögðu harðlega þessari kostulegu sögu- skýringu hans. Kannski er þingmanninum vor- kunn því hann er í flokki undir for- ystu manns sem fer um þessar mundir með ráðuneyti fjármála í ríkisstjórn. Sá formaður og um leið fjármálaráðherra hefur verið óþreytandi að halda því fram bæði í riti og ræðu – þar á meðal úr ræðu- púlti Alþingis – að eftirlaun eldri borgara frá almannatryggingum væru 300 þúsund krónur á mánuði. Um 50.000 landsmenn vita það á eigin skinni og buddu að það er ekki rétt. Eftirlaun frá almannatryggingum eru 248.105 kr. fyrir skatt og skerðingar. Reyndar hefur ráð- herrann oftast kallað þessi eftirlaun til al- mennra þegna landsins hinu háðulega nafni: „bætur.“ Eftirlaun almennings koma úr sama ríkis- sjóði og eftirlaun þing- manna og ráðherra, þó hefur hvorki hann né aðrir kallað eftirlaun þingmanna og ráðherra: „bætur,“ – af einhverjum ástæðum. Þess er vert að geta að um 20% eftirlaunafólks sem býr eitt og er ógift gefst færi á sérstakri heimilis- uppbót – jú rétt, það eru bætur – að hámarki 62.695 kr. fyrir skatt og skerðingar. En bara að því tilskildu að þessi hópur eftirlaunafólks hafi ekki flúið land til að skrimta skár á eftirlaunum sínum þar sem verðlag er skaplegra en hér í alsældarrík- inu. Ef það gerir það þá er það um- svifalaust svipt þessari uppbót. Hvernig sem veður skipast í launahækkunum á almennum vinnumarkaði og hvaða lífskjara- samningar sem eru undirritaðir til lífskjarabóta almúgans í beinum út- sendingum helstu miðla landsins, þá situr einn hópur samfélagsins eftir í skammarkróknum: Eldri borgarar þessarar þjóðar. Þeim er gert að bíða til áramóta hverju sinni eftir sinni launahækkun. Sú næsta er boðuð um áramót, hvorki meira né minna en 3,5% hækkun frá síðustu hækkun fyrir ári. Því miður var ég ekki í þeim hluta borgarafundarins í Kastljósi sem fjallaði sérstaklega um launa- kjör og afkomu eldri borgara. Ég segi því miður, því þá hefði ekki staðið á mér að mótmæla orðum stjórnarþingmannsins fyrrnefnda sem þarna var með í umræðunni og fannst sæma að taka sem dæmi um kjör eldri borgara að fólk hefði milljón [sic!] í greiðslur úr lífeyris- sjóði á mánuði og því væri rétt að skerða eftirlaun eldri borgara frá almannatryggingum! Kannski sýnir þetta sápukúluna og firringuna sem fólk getur verið haldið sem vílar og dílar með kjör okkar á Alþingi. Því ekki þekki ég neinn sem hefur rétt á slíkum greiðslum – nema þá kannski helst alþingismenn sjálfa? Hitt þekki ég aftur á móti vel – af miklum fjölda fólks – sem hefur í kringum 250.000 kr. í greiðslu frá lífeyrissjóði og þegar ríkið hefur beitt skatta- og skerðingahníf sín- um á greiðslurnar frá almanna- tryggingum, 248.105 kr., að þá situr fólk eftir með alls um 300.000 kr. til að lifa á. Það er undir framfærslu- viðmiði hins opinbera. Í þeirri gruggugu súpu situr langstærsti hluti eldri borgara þessa lands. Já, og svo er fjöldi fólks sem ber minna úr býtum … Eftir Viðar Eggertsson » Þegar ríkið hefur beitt skatta- og skerðingahníf sínum á greiðslurnar frá al- mannatryggingum, 248.105 kr., þá situr fólk eftir með alls um 300.000 kr. til að lifa á. Viðar Eggertsson Höfundur er leikstjóri og verðandi eftirlaunamaður. vidaregg@islandia.is Milljónafólkið Undanfarið hefur staðið yfir sýning á verkum Sölva Helga- sonar á Kjarvals- stöðum og hefur Harpa Björnsdóttir verið sýningarstjóri. Sýningin er falleg og vissulega er það lofs- vert framtak að efna til sýningar á verkum Sölva. Hitt verður að segjast eins og er að í viðtölum um sýninguna og í sýningarskrá virðist Harpa hafa undarlega tilhneigingu til þess að gera lítið úr ævisögu Sölva Helgasonar: bókinni „Sölvi Helgason – listamaður á hrakn- ingi“, sem faðir minn, Jón Óskar, skrifaði og út kom 1984. Stundum er jafnvel engu líkara en að Harpa afneiti tilvist bókarinnar. Á sýning- unni er að vísu „Frakklandssaga“ Sölva Helgasonar sem faðir minn skráði eftir handritum Sölva og út kom 1998, en ævisaga Sölva sést þar hvergi og í sýningarskrá segir svo um lífsferil Sölva: „Sú saga hefur ekki enn verið sögð að fullu þótt margir hafi fjallað um líf hans í tímans rás. Ekki aðeins spunnust sagnir um Sölva í lifanda lífi, heldur hafa að honum látnum verið ritaðir um hann æviþættir og samin um hann skáldverk, leikrit, ljóð og söngvar.“ Þarna er ekki orð um það að ævi- saga Sölva hafi verið rituð, aðeins er talað um „æviþætti“. Í viðtali við Hörpu sem Kolbrún Bergþórs- dóttir tók fyrir Fréttablaðið 24. júní er ekki einu sinni minnst á æviþætti heldur stendur þar: „Það hafa verið skrifuð um hann skáldverk, leikrit, ljóð og Magnús Eiríksson samdi lagið fræga um hann.“ Aðeins er minnst á föður minn í viðtali sem Guðni Tómasson tók við Hörpu fyrir útvarpsþáttinn Víðsjá 28. maí, en þar segir Harpa að Jón Óskar hafi skrifað „æviágrip“ um Sölva. „Það á bara eftir að skrifa annað og meira,“ er síðan sagt, og er erfitt að skilja þau orð öðruvísi en að ævisaga Sölva hafi aldrei ver- ið rituð. Þar sem þetta gefur allskakka mynd af raunveruleikanum er rétt að taka eftirfarandi fram: Jón Ósk- ar skrifaði ekki æviágrip eða ævi- þátt um Sölva. Hann skrifaði ævi- sögu hans, rúmlega 260 síðna bók. Í bókinni birtust um 20 myndir eft- ir Sölva, flestar í lit, og í tengslum við útkomu bókarinnar var haldin sýning á verkum Sölva í Þjóð- minjasafninu sem opnuð var í desember 1984. Það mun hafa verið fyrsta myndlistarsýningin sem eingöngu var helguð verkum Sölva. Faðir minn var þrjú ár að vinna að bókinni og byggði hana meðal annars á dómabókum, handritum eftir Sölva Helgason og aðra á Landsbókasafni og Þjóðminjasafni, og á tugum prentaðra bóka og blaða, eins og sjá má í heimildaskrá bókarinnar „Sölvi Helgason – listamaður á hrakningi“. Hann fór á ýmsa staði á landinu til þess að sjá verk eftir Sölva og staði þar sem hann hafði verið. Þá stóð hann í bréfaskriftum við söfn erlendis og komst í sam- band við afkomendur Sölva, bæði vestanhafs og hér heima. Við heim- ildavinnuna fékk hann aðstoð hjá móður minni, Kristínu Jónsdóttur, enda veitti ekki af við svo umfangs- mikla könnun heimilda. Hún sá einnig um uppsetningu sýningar- innar á verkum Sölva ásamt föður mínum. Faðir minn gerði sér fullkomlega grein fyrir því að hægt væri að gera enn betur. „Það er ekkert eins manns verk að gera Sölva skil,“ sagði hann í viðtali í blaðinu NT 7. desember 1984, „það þarf helst sérfræðinga á mörgum sviðum til að gera það.“ Hann hefði fagnað því að til stæði að rannsaka betur feril Sölva. Komi út önnur ævisaga um hann verður það vafalaust áhugavert framlag í íslenska myndlistarsögu. En bókin „Sölvi Helgason – listamaður á hrakn- ingi“ var meira verk en svo að hægt sé að taka því þegjandi að hún sé í umfjöllun um Sölva minnk- uð niður í „æviþátt“, „æviágrip“ eða látið sem hún hafi aldrei komið út. Þessi bók var fyrsta raunveru- lega ævisaga Sölva Helgasonar sem út kom á prenti, brautryðj- andaverk, og mikilvægur áfangi á ritferli Jóns Óskars. Hún var líka varnarrit fyrir Sölva, fyrsta bókin um hann þar sem ævi hans var lýst sem ferli listamanns fremur en lífi flakkara og vandræðamanns. Um ævisögu Sölva Helgasonar Eftir Unu Margréti Jónsdóttur Una Margrét Jónsdóttir » Jón Óskar skrifaði ekki æviágrip eða æviþátt um Sölva. Hann skrifaði ævisögu hans, rúmlega 260 síðna bók. Höfundur er dagskrárgerðarmaður. umeh@simnet.is Þarftu að láta gera við? FINNA.is Ég tek undir orð Jóns Bjartmarz hjá embætti Ríkislögreglustjóra um að sameina beri öll lögregluembætti í landinu í eitt lögregluumdæmi sem gæti heitið landslögregla. Með því yrði útkallstími lögreglu vegna hinna ýmsu mála sem geta komið upp í löggæslu mun styttri en nú er. Lögreglumenn hafa fjallað um Har- ald Johannessen ríkislögreglustjóra. Ég tel að ómaklega hafi verið vegið að honum í því moldviðri sem þyrlað hefur verið upp um hann. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Landslögregla Lögreglan Bréfritari vill sameina lögregluembætti landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.