Morgunblaðið - 08.10.2019, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019
Elsku vinkona,
sem er fallin frá allt of snemma
og baráttu hennar við illvígan
sjúkdóm lokið.
Við Karin kynntumst í stjórn
Íslendingafélagsins árið 1970 í
Stokkhólmi. Þar bjó ég í tæpan
áratug en hún til æviloka. Vin-
skapur okkar þróaðist í sífellt
meiri kærleika og vorum við alls
ófeimnar að lýsa væntumþykju
hvor til annarrar.
Hún hafði sterkar skoðanir á
flestu og með mikinn sannfær-
ingarmátt. Við vorum ekki alltaf
sammála um alla hluti en til að
halda friðinn var skipt um um-
ræðuefni.
Karin var mjög góður penni,
talaði lýtalausa íslensku og vildi
alltaf heyra nýjustu slanguryrð-
in okkar og eins þótti henni t.d.
orðið snjallsími sniðug lausn
meðan Svíar tala í mobiltelefon.
Alltaf reyndi hún að finna ein-
hver tilefni til að hitta vini og
kunningja og hafa gaman enda
sjálf hláturmild og hrókur alls
fagnaðar. Hún elskaði blómin sín
í bústaðnum og sítrónutréð í
húsinu þeirra á Spáni. Ætlunin
var að fara í siglingu með Kalle
núna í haust og eyða síðan
nokkrum vikum á Spáni og var
tilhlökkun mikil.
Karin átti hamingjurík ár með
seinni manni sínum, honum
Kalle, og eignuðust þau soninn
Karin Hákonar-
dóttir Byström
✝ Karin Há-konardóttir
Byström fæddist
17. desember 1950.
Hún lést 5. septem-
ber 2019 á St. Gör-
ans sjúkrahúsinu í
Stokkhólmi.
Útför hennar
hefur farið fram.
Daniel en fyrir átti
Karin soninn Ro-
bert. Karin var
vanaföst og hafði
fyrir sið að fá sér
einn cosmopolitan
seinni part dags og
spila kotru við
Daniel í hvert skipti
sem hann var
heima og var hún
með mikið keppnis-
skap.
Nokkrar freistingar átti hún
erfitt með að standast og voru
það aðallega flottir skartgripir,
armbandsúr, skór og veski.
Krabbameinsmeðferðirnar
lofuðu góðu þrátt fyrir slæmar
aukaverkanir en alltaf hafði hún
fulla trú á bata. Þá kom í ljós
fyrir skemmstu að mein í hálsi
hafði fengið að grassera óáreitt í
tvö ár með þeim afleiðingum að
hún missti málið og þá í fyrsta
sinn skynjaði maður smá upp-
gjöf.
Ég heimsótti þig í lok ágúst
og sú heimsókn var erfið því þú
hafðir alltaf haft gaman af að
tala en samt gátum við bæði
hlegið smá og grátið. Þú varst
dugleg að skrifa mér löng bréf á
fésinu þrátt fyrir að ég svaraði
oftast til baka í skeytastíl. Síð-
ustu bréfaskriftir okkar voru 4.
september og örfáum dögum
síðar varstu farin. Þú varst
löngu búin að plana jarðarförina,
kirkjuna og sönginn og tókst af
mér loforð um að mæta í jarð-
arförina, en því miður, elsku
Karin mín, leyfðu mínar kring-
umstæður það ekki núna.
Ég votta allri fjölskyldunni
innilega samúð. Blessuð sé
minning þín, sem svo sannarlega
lifðir lífinu lifandi.
Þín vinkona,
Ellen Einarsdóttir.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
HARALDUR SVEINSSON,
Efstaleiti 12, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík á morgun, miðvikudaginn
9. október, klukkan 11.
Agnes Jóhannsdóttir
Soffía Haraldsdóttir
Ásdís Haraldsdóttir
Jóhann Haraldsson Gréta Pape
Sveinn Haraldsson
Haraldur Agnes Civelek Edda Civelek
Marta Eiríksdóttir Benoit Branger
Agnes Jónasdóttir
Daníel Jóhannsson Amber Allen
Alexander Jóhannsson
og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
DR. HALLDÓR I. ELÍASSON
stærðfræðingur,
prófessor emerítus
við Háskóla Íslands,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn
1. október. Hann verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju
fimmtudaginn 10. október klukkan 11.
Björg Cortes Stefánsdóttir
Stefán V. Halldórsson
Anna Margrét Halldórsdóttir Haraldur Darri Þorvaldsson
Steinar Ingimar Halldórsson Xue Li
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
sunnudaginn 29. september.
Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn
9. október klukkan 13.
Börn, tengdabörn
barnabörn og barnabarnabörnÁstkær eiginkona mín, dóttir, móðir,
tengdamóðir, amma og systir,
ALMA JÓNSDÓTTIR
ritari,
Arnarsmára 24, Kópavogi,
lést laugardaginn 5. október á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
11. október klukkan 13.
Jón Friðhólm Friðriksson
Rósa Jónsdóttir
Jónas Guðbjörn Jónsson Helga Sigrún Þórsdóttir
Eiríkur Jónsson Kristjana Árnadóttir
Jón Grétar Jónasson María Sigrún Jónasdóttir
Eva Natalie Eiríksdóttir Nadia Liv Eiríksdóttir
systkini og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín,
SVALA EGGERTSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík,
lést á Borgarspítalanum föstudaginn
4. október. Jarðarför auglýst síðar.
Baldur Einarsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGURFINNA PÁLMARSDÓTTIR
frá Unhól,
Þykkvabæ,
lést á Dvalarheimilinu Lundi þriðjudaginn
1. október. Útför hennar fer fram
föstudaginn 11. október klukkan 13 í Þykkvabæjarkirkju.
Pálína S. Guðbrandsdóttir Birgir Óskarsson
Pálmar H. Guðbrandsson Jóna Sverrisdóttir
Heiðrún B. Guðbrandsdóttir Kristján Hilmarsson
Sigríður Guðbrandsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA GUÐRÚN BJARNARDÓTTIR,
Didda í Holti,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
29. september.
Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju föstudaginn
11. október klukkan 14.
Jóhanna Sigríður Harðard. Már Ólafsson
Sigurður Jónsson
Björn Harðarson
Anna Harðardóttir Sigurður Kristinsson
Sigurður Harðarson Manon Laméris
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
ÁRNI HALLDÓR JÓNSSON,
lést miðvikudaginn 2. október. Innilegar
þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar
Vestfjarða Patreksfirði fyrir góða umönnun.
Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn
12. október klukkan 17.
Hrönn Árnadóttir Guðmundur Ó. Guðmundsson
Þór Árnason Sigríður Einarsdóttir
Dröfn Árnadóttir Gísli Már Gíslason
Jón Bessi Árnason Guðrún Gísladóttir
Sævar Árnason Elena Alda Árnason
Stefanía Heiðrún Árnadóttir
Brynja Árnadóttir Guðmundur Aðalsteinsson
afabörn, langafabörn og langalangafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
MATTHILDUR SOFFÍA MARÍASDÓTTIR
frá Hjörsey,
lést föstudaginn hinn 4. október á
hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi.
Útförin verður auglýst síðar.
María Einarsdóttir Páll Gestsson
Margrét Einarsdóttir Skúli Waldorff
Ragnheiður Einarsdóttir Einar Örn Karelsson
Ingibjörg Einarsdóttir
Haukur Einarsson
Anna Jóna Einarsdóttir Jón Heiðar Pálsson
Sigríður Einarsdóttir Gunnar Örn Vilhjálmsson
barnabörn, langömmu- og langalangömmubörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AUÐUR HELGA JÓNSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 1a,
Kópavogi,
verður jarðsungin í Kópavogskirkju
mánudaginn 14. október klukkan 15.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Auðar er
bent á Barnaspítalasjóð Hringsins.
Geir Hauksson Jórunn Jörundsdóttir
Auður Hauksdóttir
Haukur Hauksson Magnea Kristinsdóttir
Leifur Hauksson Guðrún Bachmann
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRDÍS SKAPTADÓTTIR,
fv. launafulltrúi RB,
lést í faðmi fjölskyldunnar 29. september.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
miðvikudaginn 9. október klukkan 14.
Skapti Valsson Jórunn Gunnarsdóttir
Dóra Sjöfn Valsdóttir Birgir Sveinsson
María Ýr Valsdóttir Rúnar Sigurðsson
Guðmundur Valsson Marta Kristín Lárusdóttir
barnabörn og langömmubörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BJARNI JÓNSSON,
Lundi 5,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
3. október. Útförin fer fram frá
Selfosskirkju föstudaginn 11. október klukkan 11.
Ása Björgvinsdóttir
Björgvin Jón Bjarnason Guðlaug Sigurðardóttir
Árný Erla Bjarnadóttir Alfreð Árnason
og barnabörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum.
Minningargreinar