Morgunblaðið - 08.10.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.
Sundkonan Snæfríður Sól Jórunn-
ardóttir sigraði í báðum sínum grein-
um á fyrsta móti keppnistímabilsins í
Danmörku, Vestur-Danmerkurmeist-
aramótinu í Hjörring, en þar keppir
hún fyrir AGF frá Árósum. Hún sigraði
í 100 metra skriðsundi á 56,06 sek-
úndum og í 200 metra skriðsundi á
1:59,79 mínútu. Í seinni greininni var
Snæfríður innan við eina sekúndu frá
Íslandsmeti sínu.
Guðlaugur Victor Pálsson var í gær
valinn í úrvalslið 9. umferðar í þýsku
B-deildinni í knattspyrnu af Kicker.
Hann þótti leika mjög vel með Darm-
stadt á föstudagskvöldið þegar liðið
gerði jafntefli, 1:1, við Karlsruher.
Joel Matip, kamerúnski miðvörð-
urinn hjá Liverpool, var í gær útnefnd-
ur besti leikmaður septembermánaðar
í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Hann fékk 41 prósent atkvæða í kosn-
ingunni sem er á vegum deildarinnar
en aðrir sem komu til greina voru
Riyad Mahrez og Kevin De Bruyne hjá
Manchester City, Pierre-Emerick
Aubameyang hjá Arsenal,
Ricardo Pereira hjá
Leicester og Callum
Wilson hjá Bournemo-
uth. Matip, sem er
28 ára gamall,
hefur leikið með
Liverpool und-
anfarin þrjú ár og
hef-
ur fest sig
vel í sessi í
hjarta varnar liðs-
ins, við hliðina á
Virgil van Dijk.
Eitt
ogannað
„Áherslurnar í dómgæslunni hafa
breyst mjög mikið varðandi höfuð-
meiðsli. Ef grunur leikur á að um
höfuðmeiðsli sé að ræða ber að stöðva
leik umsvifalaust. Sú vinnuregla var
ekki áður. Læknanefndir hjá UEFA
og FIFA hafa beðið dómara um að
kalla til sérfræðinga þegar metið er
hvort leikmaður eigi að halda leik
áfram. Þá er ábyrgðin hjá læknateymi
viðkomandi liðs. Fyrir vikið eru leyfis-
kerfi UEFA og KSÍ með þeim hætti
að læknismenntaður einstaklingur
þarf að vera til staðar í leik til að upp-
fylla kröfur leyfiskerfanna. Í stór-
keppnum landsliða og í öllum atvinnu-
mannadeildum þurfa
læknismenntaðir að vera skráðir á
leikskýrslu. Þurfa þeir að vera í sam-
starfi við eftirlitsmann leiksins ef á
þarf að halda. Ef eitthvað kemur upp
á þarf að tengjast strax lækninum,
tengjast sjúkrabíl og nærliggjandi
sjúkrahúsi. Allur sá ferill er kominn til
út af því að horft er til velferðar leik-
manna,“ sagði Kristinn Jakobsson,
fyrrverandi alþjóðadómari í knatt-
spyrnu, þegar Morgunblaðið hafði
samband við hann í gær.
„Miklar áherslubreytingar hafa
einnig orðið í dómgæslunni varðandi
notkun handa, til dæmis í skallaein-
vígjum. Ein útgáfan er sú þegar leik-
maður hoppar upp og notar einungis
hendurnar til að fara löglega að knett-
inum. Önnur útgáfan er ef hendurnar
eru notaðar til að búa til pláss og við-
komandi gerir sig ógnandi gagnvart
andstæðingi, sem er oft og tíðum ólög-
legt. Þriðja útgáfan er svo þegar leik-
maður notar hendurnar sem hálfgert
vopn og brýtur á andstæðingi sínum.
Þá er til dæmis verið að nota olnboga
og viðkomandi hefur stjórn á því
hvernig hann fer í andstæðinginn.
Þetta eru þrjú mismunandi stig og það
síðasta er mjög hættulegt. Hið fyrsta
er sjaldan aukaspyrna, annað er auka-
spyrna í flestum tilvikum og hið þriðja
kallar á meiri refsingu. Öll högg fyrir
ofan brjóstkassa eru hættuleg og sá
sem verður fyrir því er oftast varnar-
laus. Áherslurnar fyrir dómara og
aðra þátttakendur leiksins eru skýrar
hvað þetta varðar. Mér finnst vera
minna um það en áður að menn brjóti
af sér með þessum hætti. Þess vegna
finnst mér þessi mál vera í góðum far-
vegi þótt alltaf megi gott bæta,“ sagði
Kristinn.
Afleiðingarnar skipta máli
Magnús Kári Jónsson hefur víð-
tæka þekkingu í handknattleik. Hefur
hann dæmt í mörg ár og komið að
þjálfun yngri landsliða svo eitthvað sé
nefnt. „Upp úr aldamótum var farið að
taka betur á grófum brotum í alþjóð-
legum handbolta. Ef fólk horfir á stór-
leiki frá aldamótum þá sjást fleiri
glórulaus brot heldur en núorðið. Í
dag er harðari refsing fyrir slík brot.
Dómarar hér heima fylgja áherslum
að utan en við höfum nýtt sambönd
okkar í Danmörku og notað efni það-
an. Við erum með skema þar sem
fjallað er sérstaklega um brot er varða
háls, hnakka og höfuð og hvernig
Leitast er við
að vernda
leikmenn
Reglum hefur verið breytt vegna
höfuðáverka í boltagreinum
Hin bandaríska Simone Biles, ein sigursælasta fim-
leikakona sögunnar, fór á kostum um helgina í undan-
keppni HM í Stuttgart í Þýskalandi. Biles fékk flest stig
allra keppenda í undankeppninni og fékk hæstu einkunn
á þremur áhöldum af fjórum. Þá gerði hún sér lítið fyrir
og fékk tvö stökk nefnd eftir sér, í gólfæfingum og á
jafnvægisslá. Til þess að fá stökk nefnt eftir sér í fim-
leikakeppni þarf viðkomandi að framkvæma æfingu sem
aldrei hefur verið framkvæmd áður í keppni. Biles fram-
kvæmdi tvöfalt heljarstökk með tvöfaldri skrúfu í af-
stökki sínu af jafnvægisslá og verður æfingin nefnd „Bi-
les“. Í gólfæfingum tók hún tvöfalt heljarstökk með
þrefaldri skrúfu og verður það stökk nefnt „Biles II“.
Aðalkeppnin í fjölþraut kvenna fer fram í Stuttgart á fimmtudaginn en
úrslit í einstaklingskeppni fara fram um helgina. Biles hefur fjórtán sinn-
um fengið gullverðlaun á HM. Hún tilkynnti í vetur að Ólympíuleikarnir í
Tókýó yrðu hennar síðasta mót en hún er 22 ára gömul. bjarnih@mbl.is
Tvö stökk nefnd eftir Biles
Simone
Biles
Eins og Erik Hamrén landsliðs-
þjálfari benti á að gæti orðið raunin
verður Rúnar Alex Rúnarsson ekki
til taks með íslenska landsliðinu í
fótbolta í leikjunum gegn Frakk-
landi og Andorra. Á fréttamanna-
fundi á föstudag sagði Hamrén að
Rúnar Alex og kærasta hans ættu
von á barni og því væri Ingvar
Jónsson tilbúinn að koma inn í hóp-
inn.
Ingvar hefur nú verið kallaður
inn í hópinn og verður einn þriggja
markvarða Íslands. Ingvar á að
baki átta A-landsleiki.
Ingvar inn í
stað Rúnars
AFP
Átta Ingvar Jónsson, markvörður
Viborg, á að baki átta A-landsleiki.
Kristinn
Jakobsson
Magnús Kári
Jónsson
HÖFUÐÁVERKAR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Árið 1993 þurfti að huga að Colin
McGlashan, leikmanni knattspyrnu-
liðsins Partick Thistle, í miðjum leik
vegna höfuðhöggs. Þegar knatt-
spyrnustjóra liðsins, John Lambie, var
tjáð af sjúkraþjálfaranum að leikmað-
urinn vissi ekki hvað hann héti þá lét
Lambie þessi fleygu orð falla: „Það er
flott. Segðu honum að hann sé Pelé og
sendu hann aftur inn á.“
Um leið og hægt er að skemmta sér
yfir orðheppni sem þessari er stað-
reyndin sú að nú hefur verið búið
þannig um hnútana í hæsta gæðaflokki
að knattspyrnustjórinn tekur ekki
ákvörðun um hvort leikmaður haldi
leik áfram ef grunur leikur á að um
höfuðáverka sé að ræða. Sú ákvörðun
er ekki heldur tekin af leikmanninum
sjálfum heldur lækni viðkomandi liðs.
Eins og fjallað hefur verið um í
Morgunblaðinu síðustu árin hafa
margir íslenskir íþróttamenn af báð-
um kynjum glímt við alvarlega höfuð-
áverka. Eru um það mörg dæmi bæði í
knattspyrnunni og handknattleik-
leiknum. Nú síðast greindi blaðið frá
því að Ómar Ingi Magnússon, lands-
liðsmaður í handknattleik, hefði verið
frá æfingum og keppni í marga mán-
uði.
Stöðva skal leikinn
Blaðið hafði samband við tvo máls-
metandi menn sem þekkja vel regl-
urnar í þessum tveimur íþróttagrein-
um og spurði þá hvort breytingar
hefðu verið gerðar á reglunum í þeirri
von að draga úr höfuðáverkum.