Morgunblaðið - 08.10.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.10.2019, Qupperneq 25
bregðast skuli við þeim. Við slíkar að- stæður er ýmislegt sem þarf að horfa í. Er þetta eðlileg varnaraðgerð eða er verið að slá frá sér? Er varnar- maðurinn með opna hönd eða kreppt- an hnefa? Er framhandleggur eða oln- bogi notaður? Það nýjasta í þessu er að skorað var á HSÍ á síðasta ársþingi þess að eyða fólskubrotum í íþróttinni. Á síðasta tímabili var farið gagngert í það og hefur þeim fækkað mikið. Fyr- ir vikið fjölgaði rauðum spjöldum, sem var misvinsælt, en við teljum að fólskubrotin séu nú færri og leikmenn hugsi varnarleik sinn á annan hátt,“ segir Magnús og bendir á þær áherslur að tekið sé mið af afleiðingu brots jafnvel þótt snerting kunni að vera lítil. „Ef leikmaður er á miklum hraða, eða er í loftinu, getur hann lent illa þótt snertingin sé lítil. Leikmaðurinn getur ekki varið sig við þær aðstæður. Fólk getur þess vegna lent á hnakk- anum. Slík brot geta því verið mjög hættuleg þótt þau séu ekki framin af miklu afli. Dómurum ber að taka á því úr því að afleiðingarnar eru miklar. Ljótustu brotin verða gjarnan þegar leikmaður getur ekki varið sig vegna þess að hann er í loftinu eða á miklum hraða. Ábyrgðin er því varnarmanns- ins í slíkum tilvikum. Við þetta má bæta að gefa skal leikmanni rautt spjald ef hann er talinn hafa kastað viljandi í höfuð markvarðar í vítakasti eða höfuð varnarmanns í aukakasti. En þær áherslur eru ekki nýjar af nál- inni. Að mínum dómi hafa verið stigin skref í rétta átt til að vernda leikmenn og leikurinn er orðinn hættuminni. Átök eru hins vegar hluti af handbolt- anum og því erfitt að útrýma höfuð- höggum,“ sagði Magnús. Ljósmynd/Þórir Tryggvason ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is GLÁMUR Dvergarnir R Dvergurinn Glámur er 35 cm á hæð, vegur 65 kg og er með innsteypta festingu fyrir 2“ rör Öflugur skiltasteinn fyrir umferðarskilti Ég sá einu sinni myndband á Youtube af tveimur ungum strákum. Þeir voru átta ára gamlir minnir mig og höfðu verið bestu vinir lengi. Annar þeirra var dökkur á hörund og hinn var ljós. Í myndbandinu voru þeir spurðir að því hver væri helsti munurinn á þeim. Þeir horfðu hvor á annan í smástund og sögðu svo nánast samtímis: „nefið.“ Nefið á þeim var sem sagt það sem aðskildi þessa tvo drengi sem gætu allt eins verið tvíburar að eigin sögn. Kinu Rochford, leikmaður Hamars í 1. deild karla í körfu- knattleik, varð fyrir kynþáttaníði í fyrstu umferð deildarinnar gegn Sindra á Hornafirði á föstudaginn síðasta. Þar var hann kallaður ljótum nöfnum er snúa að litarhætti hans en hann er Bandaríkjamaður sem er dökkur á hörund. Rochford var eðlilega mjög brugðið eftir atvik- ið. Hornfirðingar voru fljótir að bregðast við og senda frá sér yf- irlýsingu vegna atviksins, sem er vel. Í yfirlýsingunni kemur jafn- framt fram að bæði formaður og varaformaður KKÍ hafi verið í stúkunni á umræddum leik. Af hverju ekkert var aðhafst í hús- inu skil ég ekki. Ef ekki áhorf- endur þá hafa dómarar vísað stuðningsmönnum út úr húsi fyrir það eitt að svívirða dómara. Maður hefði haldið að síendur- tekið kynþáttaníð væri nóg til þess að vísa mönnum út úr húsi. Fordómar eru ekki með- fæddir hæfileikar. Þeir eru kenndir og þeir lærast. Í stúk- unni á Höfn voru ung börn sem hlógu þegar Rochford varð fyrir kynþáttaníði. Kennum börn- unum okkar eitthvað meira og stærra. Virði hvers og eins er ekki mælt í litarhætti eða kyn- þætti heldur í manneskjunni sem við höfum að geyma. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi kynþáttaníð í minn garð á sjö ára atvinnumannaferli,“ sagði Kinu Rochford, bandarískur leikmaður 1. deildar liðs Hamars í körfu- knattleik, í viðtali sem birtist á íþróttavef mbl.is í gær. Hamar heimsótti Sindra á Höfn í Hornafirði í fyrstu um- ferð deildarinnar á föstudaginn síðasta en stuðnings- maður Sindra hrópaði ítrekað ókvæðisorð að Rochford í leiknum, sem sneru að litarhætti leikmannsins. Rochford sagði frá því hvernig saklaust grín frá þess- um stuðningsmanni hefði þróast í annað og verra eftir því sem leið á leikinn. „Þegar fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum fór hann svo að kalla mig niggara og negra. Þetta gerðist ekki einu sinni eða tvisvar, hann hrópaði þetta í átt að mér stöðugt. „Hey negri, þú ert ömurlegur,“ sagði hann stöðugt þegar ég var að taka vítaskot, yfir allan salinn,“ sagði Rochford og sagði m.a. að það versta hefði verið að í kringum manninn hefðu verið börn sem hlógu að því sem hann sagði. Viðtalið í heild er á mbl.is/sport/korfubolti bjarnih@mbl.is. Kynþáttafordómar á Höfn Kinu Rochford Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari FH- inga, hafnaði tilboði danska knatt- spyrnufélagsins Esbjerg um að taka við þjálfun úrvalsdeildarliðs félagsins, samkvæmt frétt Ekstra Bladet í gær. Esbjerg rak þjálfara sinn, John Lammars, á dögunum en liðið hefur byrjað tímabilið mjög illa og er næstneðst í dönsku úr- valsdeildinni þegar tólf umferðir eru búnar. Ólafur, sem hefur þjálf- að bæði Randers og Nordsjælland, var að ljúka sínu öðru tímabili með FH og er samningsbundinn félag- inu til loka næsta tímabils. Ólafur vildi ekki Esbjerg Morgunblaðið/Eggert FH Ólafur H. Kristjánsson er ekki á förum úr Hafnarfirði. Rebekka Sverrisdóttir, sem á að baki leiki í efstu deild í knattspyrnu með bæði KR og Val, er að ljúka mastersnámi í heilbrigðisverkfræði við KTH-háskólann í Stokkhólmi. Í mastersverkefni sínu rannsakaði hún notagildi Halo II-höfuðbands sem leikmenn geta leikið með í boltagreinum. Rannsóknin hefur ekki verið birt en verkefnið er tilbúið. „Ég skoðaði höfuðáverka sem verða vegna þess að leikmenn skella saman: höfuð í höfuð. Ég komst að því að slík högg valda flestum höfuð- áverkum og heilahristingi í fótbolta. Ég einbeitti mér að því. Í rannsókn minni var notuð hlíf sem er mikið notuð. Nið- urstaðan varð sú að notkun hennar getur dregið verulega úr skaðanum sem verður á heilanum. Ég skoðaði frekar háan hraða þar sem leik- menn skella saman á allt frá fjórum metrum á sekúndu upp í tíu metra á sekúndu. Niðurstöðurnar voru skýrar hvað það varðar að hlífin hjálpar til við að draga úr skaða á heila en kemur ekki í veg fyrir heilahristing,“ sagði Rebekka þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gær. Sjálf fékk hún heilahristing þegar hún lék í NCAA í Bandaríkjunum. Þar segir hún að mikil þekking hafi verið til staðar um hvernig bregðast skuli við og engin eftirmál urðu af því fyrir Rebekku. Hún segist hafa fengið mikinn innblástur varðandi verkefnið vegna þeirrar umfjöll- unar sem átt hefur sér stað um höf- uðmeiðsli í knattspyrnunni. „Ég var svo heppin að hjá KTH, Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi, eru fræðimenn sem vinna við að rannsaka höfuðmeiðsli í íþróttum eins og íshokkí og amer- ískum fótbolta þar sem notaðir eru hjálmar. Í samstarfi við leiðbein- andann minn, Madelen Fahlstedt, mótaði ég þessa hugmynd, um höfuðhögg og hlífar hannaðar fyrir fótbolta, í verkefni. Þau höfðu aldrei unnið með atvik í fótbolta áður og höfðu ekki kynnst höfuðhlífum hönnuðum fyrir fótboltafólk, sem gerði þetta enn meira spennandi. Ég er sjálfsagt með þeim sem fyrstu sem nota þessa aðferð til að skoða höfuðhögg í fótbolta. Ég nota hermunaraðferð til að herma eftir alvöru höfuðhöggi sem olli heila- hristingi. Notaði ég tvö tölvuhöf- uðmódel (e. finite element models). Einnig er hægt að skoða fleiri breytur, eins og á hversu miklum hraða höggið kemur og hvar höggið lendir á höfðinu. Módelið af höfðinu og heilanum var mjög nákvæmt og hannað af KTH. Þar af leiðandi hafði ég góða stjórn á því sem ég var að skoða.“ Spurð hvort niðurstöðurnar hafi komið henni á óvart segir hún það mega til sanns vegar færa. „Já, það kom mér vissulega svo- lítið á óvart hversu afgerandi niður- stöðurnar voru. Ég hafði heyrt mis- jafnlega látið af þessum hlífum frá fólki sem hafði notað þær. Ég ræddi við fólk vegna rannsóknarinnar sem hafði reynslu af höfuðhlífum fyrir fótboltafólk. Voru þau í raun ekki viss um hvort þetta hefði áhrif eða ekki og gáfu í einhverjum tilfellum í skyn efasemdir. Niðurstöðurnar voru áhugaverðar að mínu mati en ég lít á þetta sem fyrsta skref. Gam- an væri ef hægt væri að byggja ofan á þessa rannsókn. Hægt væri að skoða þetta nánar,“ sagði Rebekka Sverrisdóttir. Höfuðböndin í lagi Í spjalli við Kristin og Magnús kemur fram að höfuðböndin eru leyfileg í leikjum hérlendis. „Grímur þurfa að vera þannig gerðar að þær skaði hvorki þann sem notar þær né aðra á vellinum. Svona varnir eru yfirleitt búnar til af sérfræðingum og dómararnir setja þá ekki út á slíkt. En ekki er hins vegar mælt með því að leyfa hlífar eða spelkur svona á heildina litið, til dæmis varðandi hné, en undanþágur eru gefnar út frá heil- brigðri skynsemi,“ segir Kristinn. „Hlífar á höfðinu eins og hjálmar eru ekki leyfðar í handbolta en við höfum farið sömu leið og Danir og leyft höfuðböndin. Grímur til að verja andlitið eru heldur ekki leyfðar. Í útskýringum frá EHF er það rökstutt með þeim hætti að þurfi leikmaður hlífar sem þessar sé viðkomandi ekki tilbúinn að taka þátt í leiknum. Ef við förum aftur í tímann voru alls kyns hlífar úr hörðum efnum leyfðar, til dæmis á olnbogum eða úlnlið. Þetta er allt bannað í dag. Þar hafa því orðið töluverðar breytingar,“ sagði Magnús. Höfuðböndin gætu dregið úr skaða á heila  Niðurstöður mastersverkefnis Rebekku benda til þess Rebekka Sverrisdóttir Mynd/Gunnlöð Jóna Höfuðbúnaður Jóhann Helgi Hannesson, knattspyrnumaður í Þór, er einn þeirra sem hafa notað sérstakan hlífðarbúnað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.