Morgunblaðið - 08.10.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 08.10.2019, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019 V E R T Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum. - því að sumt virkar betur saman Stundum þarf tvo til HANDBOLTI Olísdeild karla ÍR – Stjarnan ........................................ 32:27 Staðan: ÍR 5 5 0 0 160:133 10 ÍBV 4 4 0 0 107:94 8 Haukar 4 4 0 0 101:89 8 Afturelding 5 4 0 1 133:122 8 Selfoss 4 2 1 1 116:117 5 KA 5 2 0 3 137:136 4 FH 4 2 0 2 103:102 4 Valur 5 1 1 3 120:120 3 Fjölnir 4 1 1 2 102:114 3 Stjarnan 5 0 1 4 117:139 1 Fram 4 0 0 4 82:96 0 HK 5 0 0 5 123:139 0 Grill 66 deild karla FH U – Valur U.................................... 34:26 Staðan: Þróttur 3 3 0 0 104:85 6 Þór Ak. 3 3 0 0 92:78 6 KA U 3 2 0 1 99:76 4 Haukar U 3 2 0 1 81:68 4 FH U 3 2 0 1 85:75 4 Grótta 3 1 0 2 73:80 2 Valur U 3 1 0 2 84:90 2 Víkingur 3 1 0 2 67:71 2 Fjölnir U 3 0 0 3 68:93 0 Stjarnan U 3 0 0 3 60:97 0 Svíþjóð Önnered – Kristianstad ...................... 28:26  Teitur Örn Einarsson skoraði 8 mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guð- mundsson 3. Sävehof – Helsingborg ........................26:23  Ágúst Elí Björgvinsson varði 6 skot af 22 sem hann fékk á sig í marki Sävehof. IFK Ystad – Alingsås .......................... 29:32  Aron Dagur Pálsson átti eitt skot en skoraði ekki fyrir Alingsås.  Staðan: Alingsås 12, Kristianstad 10, Lugi 10, Skövde 9, Sävehof 9, Malmö 8, IFK Ystad 8, Ystad IF 8, Önnered 6, Red- bergslid 5, Guif 5, Hallby 2, Helsingborg 2, Varberg 0. Vináttulandsleikir kvenna Bandaríkin – Suður-Kórea..................... 1:1 Carli Lloyd 37. – Ji So-yun 34. Japan – Kanada ....................................... 4:0 Mana Iwabuchi 6., Yuka Momiki 65., Yui Hasegawa 72., Rikako Kobayashi 90. KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Dalhús: Fjölnir – Fram............................. 20 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Dalhús: Fjölnir – ÍBV U ........................... 18 KNATTSPYRNA Undankeppni EM U19 kvenna Hlíðarendi: Ísland – Spánn....................... 17 Fylkisvöllur: Grikkland – Kasakstan ...... 17 Í KVÖLD! Í AUSTURBERGI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Sigurganga ÍR í upphafi móts í Olísdeild karla í handbolta hélt áfram í gærkvöldi. ÍR hafði þá betur á heimavelli gegn Stjörn- unni, 32:27. Jafnræði var með lið- unum stærstan hluta leiks en ÍR nægði góður fimm mínútna kafli um miðjan seinni hálfleikinn til að gera út um leikinn. Á meðan lífið leikur við ÍR-inga virðist ansi margt vera að í röðum Stjörn- unnar. Stjarnan er með sterka leik- menn eins og Tandra Má Kon- ráðsson, Leó Snæ Pétursson og Ólaf Bjarka Ragnarsson, en liðs- heild Stjörnunnar virðist vera lítil sem engin. Tandri Már skoraði tíu mörk og Ólafur Bjarki átti ágæt augnablik. Það vantar hins vegar fleiri til að taka af skarið og meiri liðsframmistöðu. Langt er síðan Ari Magnús Þorgeirsson spilaði vel og ógnin af línu og horni er nánast engin. Uppleggið virðist oft vera að senda á Tandra og vona að hann töfri eitthvað fram, sem hann vissulega gerir stund- um, en það dugar skammt gegn sterkum liðum eins og ÍR. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, gagnrýndi Ara Magnús í viðtölum fyrir og eftir leik og sagði frammistöðu hans síðasta rúma árið vera vonbrigði. Það er ekki oft sem maður heyrir þjálfara nafngreina og gagnrýna eigin leikmann svo opinskátt og það virðist ekki allt vera með felldu í herbúðum Stjörnumanna. ÍR-ingar geta hins vegar dans- að gleðidansa. Björgvin Hólm- geirsson og Sveinn Andri Sveins- son höfðu frekar hægt um sig en ÍR er komið með fína breidd og hefur Hafþór Vignisson smell- passað í liðið. ÍR getur treyst á fleiri leikmenn en undanfarin ár. ÍR mætir Fram í næstu umferð og ef allt er eðlilegt heldur sig- urgangan áfram. Vandræðin aukast hjá Stjörnumönnum  ÍR-ingar áfram með fullt hús stiga Morgunblaðið/Árni Sæberg Rauðvín Sturla Ásgeirsson skoraði átta og eldist eins og gott rauðvín. Austurberg, Olísdeild karla, mánu- dag 7. október 2019. Gangur leiksins: 3:3, 7:7, 10:10, 11:13, 14:14, 17:16, 18:19, 21:21, 25:22, 29:23, 31:25, 32:27. Mörk ÍR: Kristján Orri Jóhannsson 9, Sturla Ásgeirsson 8/4, Hafþór Már Vignisson 6, Bergvin Þór Gíslason 3, Sveinn Andri Sveinsson 2, Þrándur Gíslason 2, Björgvin Þór Hólmgeirsson 2. Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafsson 7/1, Óðinn Sigurðsson 7. Utan vallar: 8 mínútur ÍR – STJARNAN 32:27 Mörk Stjörnunnar: Tandri Már Konráðsson 10, Leó Snær Pét- ursson 5/4, Ólafur Bjarki Ragn- arsson 4, Andri Már Rúnarsson 3, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 2, Ari Magnús Þorgeirsson 1, Ragnar Snær Njálsson 1, Andri Þór Helga- son 1. Varin skot: Brynjar Darri Bald- ursson 10, Stephen Nielsen 1. Utan vallar: 4 mínútur Áhorfendur: 439. Dómarar: Bjarni Viggósson og Jón Karl Björnsson DÓMARAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var besti dómarinn í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á árinu 2019 en í úr- valsdeild kvenna voru Gunnar Odd- ur Hafliðason og Gunnar Freyr Ró- bertsson bestir. Þetta er niðurstaðan úr ein- kunnagjöf Morgunblaðsins fyrir keppnistímabilið 2019 en fjallað var um alla leiki beggja deilda í blaðinu og þeim lýst á mbl.is og dómurum voru gefnar einkunnir fyrir frammistöðu sína, frá einum og upp í tíu. Ellefu dómarar, sem eru í efsta styrkleikaflokki hjá KSÍ, dæmdu 128 af 132 leikjum í úrvalsdeild karla en hinum fjórum var deilt á milli fjögurra dómara og þar af voru þrír erlendir dómarar. Með- aleinkunnir þessara ellefu dómara voru sem hér segir, leikjafjöldi þeirra í svigum: Vilhjálmur A. Þórarins. .... (8) 7,63 Sigurður H. Þrastarson .... (7) 7,43 Erlendur Eiríksson.......... (10) 7,30 Pétur Guðmundsson........ (15) 7,20 Guðmundur Á. Guðms..... (11) 6,91 Jóhann Ingi Jónsson........ (11) 6,73 Þorvaldur Árnason.......... (13) 6,69 Ívar Orri Kristjánsson .... (15) 6,47 Helgi Mikael Jónasson .... (16) 6,44 Egill Arnar Sigurþórs..... (13) 6,23 Einar Ingi Jóhannsson .... (12) 6,17 26 dæmdu hjá konunum Í úrvalsdeild kvenna komu mikið fleiri dómarar við sögu en þar dæmdu 26 dómarar leikina 90. Þar af voru aðeins tvær konur. Níu þeirra dæmdu fimm til átta leiki og af þeim fengu Gunnar Oddur Haf- liðason og Gunnar Freyr Róberts- son bestu einkunnirnar. Þeir voru hnífjafnir, dæmdu sjö leiki hvor og voru með meðaleinkunnina 7,29.Meðaleinkunnir þeirra níu dómara sem mest dæmdu í úrvals- deild kvenna voru sem hér segir: Gunnar Oddur Hafliðas .... (7) 7,29 Gunnar Freyr Róbertss..... (7) 7,29 Gunnþór Steinar Jónss...... (5) 7,20 Arnar Ingi Ingvarsson ...... (6) 7,17 Ásmundur Þór Sveinss...... (8) 7,13 Steinar Berg Sævarss ....... (8) 7,13 Arnar Þór Stefánsson ....... (5) 6,60 Atli Haukur Arnarsson ..... (5) 6,60 Helgi Ólafsson .................... (8) 6,50 Fimm þeirra dómara sem dæmdu í úrvalsdeild karla dæmdu einn til tvo leiki hver í úrvalsdeild kvenna. Egill Arnar Sigurþórsson dæmdi tvo þeirra og fékk 8,5 í meðal- einkunn. Þá dæmdi einn erlendur kvenkyns dómari einn leik í deild- inni. Vilhjálmur Alvar besti dómarinn Morgunblaðið/Hari Bestur Vilhjálmur Alvar Þórarins- son fékk hæstu einkunnirnar.  Fékk hæstu einkunnir í úrvalsdeild karla  Gunnar og Gunnar jafnir í úrvalsdeild kvenna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.