Morgunblaðið - 08.10.2019, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019
Hljómsveitin Los
Bomboneros
kemur fram á
Kex hosteli í
kvöld kl. 20.30.
Sveitina skipa
Alexandra Kjeld,
Daníel Helgason,
Kristofer Rod-
riguez Svönuson
og Sigrún Krist-
björg Jónsdóttir.
„Kvartettinn hefur starfað í rúm
þrjú ár og leikur reglulega bæði á
tónleikum og fyrir dansi. Hljóð-
heimur þeirra grefur aðallega í tón-
listararf Kúbu, Kólumbíu og Mexíkó.
Auk þess slæðast með frumsamdar
lagasmíðar Daníels í kúbönskum stíl
tres-gítarsins. Sérstakur gestur tón-
leikanna verður slagverksleikarinn
Matthías Hemstock,“ segir í tilkynn-
ingu.
Aðgangur er ókeypis.
Los Bomboneros á
Kex hosteli í kvöld
Alexandra
Kjeld
Sellóleikarinn
Ragnar Jónsson
og harmonikku-
leikarinn Jónas
Ásgeir Ásgeirs-
son flytja Jón-
asarlög Atla
Heimis Sveins-
sonar, Suite Itali-
enne eftir Stra-
vinskíj, sellósvítu
í d-moll eftir
Bach, In Groce eftir Sofiu Gubai-
dulinu og Radioflakes eftir Atla
Ingólfsson á Tíbrár-tónleikum í
Salnum í kvöld kl. 19.30.
„Hljóðfærasamsetningin selló og
harmonikka heyrist sjaldan á tón-
leikum en þeir Ragnar og Jónas
hafa ráðgert sameiginlega tónleika
frá því þeir komu fram sem ungir
einleikarar með Sinfóníuhljómsveit
Íslands 2016,“ segir í tilkynningu
vegna tónleikanna.
Selló og harm-
onikka í Tíbrá
Sofia
Gubaidulina
„Alt það, sem
við ekkert hefir
að keppa, dofnar
og deyr“ nefnist
erindi sem Rakel
Edda Guð-
mundsdóttir flyt-
ur í Þjóðminja-
safni Íslands í
dag kl. 12.05. Í
erindinu, sem er
hluti af fyr-
irlestraröð Sagnfræðingafélags Ís-
lands, beinir Rakel Edda sjónum
að orðræðu, stíl og helstu rök-
semdum sem beitt var í skoðana-
skiptum um aðskilnað ríkis og
kirkju, skipan kirkjumála almennt
og guðfræði í íslenskum blöðum á
árunum í kringum aldamótin 1900.
Rakel Edda er með BA-próf í
sagnfræði og mun senn ljúka MA-
prófi í sömu grein. Erindið bygg-
ist á efni meistararitgerðar.
Erindi um aðskiln-
að ríkis og kirkju
Rakel Edda
Guðmundsdóttir
Enski trommuleikarinn Ginger
Baker er látinn, áttræður að aldri.
Baker var einn af stofnendum
rokksveitarinnar Cream á sínum
tíma og var talinn einn áhrifamesti
og hugmyndaríkasti trommari
rokksögunnar. Hann stofnaði
Cream árið 1966 með Eric Clapton
og Jack Bruce og sendi sú fræga
sveit frá sér þrjár breiðskífur og
lagði svo upp laupana tveimur ár-
um eftir stofnun. Þá stofnaði hann
hljómsveitina Blind Faith með
Clapton, Steve Winwood og Ric
Grech.
Baker var lagður inn á sjúkrahús
í síðasta mánuði og greindi fjöl-
skylda hans frá því að veikindi hans
væru mjög alvarleg. Sunnudaginn
síðastliðinn, þ.e. í fyrradag, var svo
greint frá því að hann væri látinn.
Hann hafði þá glímt við veikindi til
margra ára.
Baker er í þriðja sæti á lista tíma-
ritsins Rolling Stone yfir hundrað
bestu trommara sögunnar og um
hann var gerð heimildarmyndin
Beware of Mr. Baker.
Baker var ekki aðeins þekktur að
hæfileikum sínum í trommuleik
heldur einnig fyrir að vera afar
skapstór, eins og nefnt er í frétt
dagblaðsins Independent.
Trommuleikarinn Ginger Baker látinn
AFP
Allur Ginger Baker við trommusett 2015.
Fæst í öllum helstu Apótekum.
Færð þú í magann af mjólkurvörum?
Ekki láta laktósaóþolið hafa áfhrif á þitt daglega líf.
Laktase töflunar frá tetesept aðstoða viðmeltingu
ámjólkursykri.
Forðatöflurmeð virkni sem varir í 4 klukkustundir.
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is
Prófaðu töflunar í dag og fáðu meltinguna í rétt horf
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Bókin fjallar mestmegnis um sam-
skipti mannsins við orðin í kringum
sig og umhverfið,“ segir Sigurður
Ingólfsson rithöfundur. Hann gaf
nýverið út áttundu ljóðabók sína, Í
orðamó.
Bókin hefst á forvitnilegum ljóð-
um fullum af lífsgleði og einhvers
konar léttleika. Undir lok bókar eru
ljóðin orðin þyngri og er gjarnan
minnst á dauðann. Spurður hvort
bókin lýsi æviskeiði segir Sigurður:
„Bókin lýsir á vissan hátt
ákveðnu þroskaferli. Mig langaði
ekki að skrifa einhverja alkabók því
ég er hættur að drekka og svona.
Þegar maður kemur út úr því svart-
nætti gerist eitthvað og ýmislegt
opnast. Það er eitt ljóð þarna sem
heitir „Ferð“ og fjallar um það
ferðalag sem maður fer í gegnum
þegar það er stundum svart í álinn
og stundum bjart. Þetta er bara
eins og hver önnur sjóferð, það er
upp og niður, öldugangur og von-
andi nær maður landi,“ segir Sig-
urður, sem hefur haft bókina í smíð-
um í langan tíma.
Orðin „eru stundum verðmæti“
Sigurður er doktor í frönskum
bókmenntum en leggur nú stund á
guðfræði og eru þess merki í bók-
inni en þar er að finna ógrynni af til-
vísunum í Biblíuna. Hann segir þó
engan beinan boðskap fyrirfinnast í
ljóðunum.
„Þó kannski einna helst að fólk
hugsi sig um. „Það er til fleira á
himni og jörðu, Hóras, en heim-
spekina þína dreymir um,“ eins og
Hamlet segir við Hóras. Ég vil að
fólk geri sér grein fyrir litlu hlut-
unum, því að orðin merkja eitthvað,
þau eru stundum verðmæti sem
maður tekur ekki eftir. Stundum
þarf maður að passa sig aðeins hvað
maður segir og nota orðin með ein-
hverri skynsemi.“
Titill bókarinnar tengist því bein-
línis. „Þetta er bara eins og að fara í
berjamó. Maður les orðin af lyngi,
lyngi mannshugans eða hvernig sem
maður vill hafa það,“ segir Sigurður.
Innblástur í glufóttri gangstétt
Myndskreytti hækubálkurinn
„Tjarnarbraut“ klýfur bókina um
miðbik hennar. Bálkurinn er mynd-
skreyttur af Sigurði sjálfum og virð-
ist vera af einhvers konar fjalllendi.
Sigurður segir forsögu myndaþátt-
arins furðulega.
„Tjarnarbrautin er gata sem ligg-
ur í gegnum Egilsstaði. Þar bjó ég í
sautján eða átján ár. Ég held að fólk
sem bjó í nágrenninu hafi haldið að
ég hafi verið orðinn enn klikkaðri en
ella þegar ég var farinn að ganga
um og mynda sprungurnar í gang-
stéttunum vegna þess að þær voru
svona svolítið eins og fjallgarður,“
segir Sigurður og heldur áfram:
„Þegar maður labbar Tjarnar-
brautina gengur maður nokkurn
veginn í gegnum bæinn, framhjá
menntaskólanum, grunnskólanum,
sundlauginni og að Póstinum, eða
frá Póstinum að Vonarlandi. Mynd-
skreytingarnar eru í raun og veru
við ljóðin sem eru þá líka þetta
ferðalag, hvort sem maður er á lítilli
götu á Egilsstöðum eða bara í lífinu.
Þess vegna tók ég það til og hafði
þetta hækur í stuttu máli um veg-
ferðina eftir Tjarnarbrautinni sem
maður getur þá útlagt hvernig sem
er.“
Bók Sigurðar er tileinkuð sonum
hans og ýmis ljóðanna eru tileinkuð
fólki úr lífi Sigurðar, til dæmis er
ljóðið „Orð“ tileinkað Hákoni Aðal-
steinssyni, skáldi og skógarbónda,
sem lést árið 2009.
„Ég náði að kynnast honum mjög
vel á stuttum tíma, gerði með hon-
um útvarpsþátt og við náðum vel
saman. Við vorum báðir hrifnir af
Davíð Stefánssyni, Jóhanni Jóns-
syni og Jóhanni Sigurjónssyni,
gömlu nýrómantíkerunum, en Há-
kon var náttúrlega á allt öðrum stað
en ég. Hann var gríðarlega mikið
náttúruskáld. Mér finnst einmitt
eins og hann hafi gert mikið af því
að tína orð af lyngi. Hann var lengi
skógarbóndi. Ég spurði hann ein-
hvern tímann að því hvort hann
væri trúaður. Hann jánkaði því en
sagðist þó ekki fara mikið í kirkju.
Helgustu staðirnir fyrir honum voru
úti í náttúrunni.“
Annað ljóð, „Fónía“, yrkir Sig-
urður til Jóns Óskars, eins af atóm-
skáldunum svonefndu. „Ég yrki ljóð
til hans því það er eiginlega honum
að þakka að ég byrjaði að skrifa.
Ég og vinur minn sátum saman á
morgnana og lásum á Signubökk-
um, ljóðaþýðingar Jóns Óskars, til
dæmis á Rimbaud og Baudelaire og
maður hrundi alveg fyrir þessu.“
Skrautlegt líf að baki
Sigurður sækir innblástur úr
ýmsum áttum. „Mestan part í það líf
sem ég hef lifað sem hefur á tíðum
verið mjög skrautlegt. Svo eru
strákarnir mínir mér innblástur og
náttúrlega þessar bókmenntir sem
maður er búinn að hjakka í öll þessi
ár.“
Týnd kvenskáld eru Sigurði einn-
ig hugleikin.
„Þegar maður fór að þroskast að-
eins þá fór maður að taka eftir því
að það væru ekki bara miðaldra
karlmenn sem væru að yrkja ljóð.
Ég eignaðist til dæmis ljóðakver
eftir langalangömmu mína sem er
alveg ofboðslega fallegt. Ljóðin eru
reyndar mjög hefðbundin og fjalla
um heiminn, náttúruna og manninn.
Þetta er öðruvísi en margir karl-
arnir yrkja. Mér þótti alveg ein-
staklega vænt um að fá að kynnast
því. Þessum gömlu týndu kven-
skáldum.“
Morgunblaðið/Eggert
Les orðin af lyngi mannshugans
Rithöfundur yrkir um samskipti mannsins við orðin í kringum sig í ljóðabókinni Í orðamó Vill að
lesendur hugsi sig um „Það er til fleira á himni og jörðu, Hóras, en heimspekina þína dreymir um“
Sú áttunda Í orðamó er
áttunda ljóðabók Sigurðar.