Morgunblaðið - 08.10.2019, Page 29

Morgunblaðið - 08.10.2019, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lauk um helgina og voru verðlaun veitt í lokahófi hennar. Aðalverðlaunin, Gullna lundann, hlaut dansk-afganska kvikmyndin Munaðarleysingja- heimilið eða Parwareshghah eins og hún heitir á frummáliu, eftir leikstjórann Shahrbanoo Sadat. Myndina framleiddi Katja Adomeit og tók hún við verðlaununum. Sérstaklega var minnst á mynd- ina Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg sem er fyrsta myndin í 16 ára sögu RIFF sem keppir um aðal- verðlaunin í flokknum Vitranir. Í flokknum Önnur framtíð var það Ferðalangur að nóttu eftir Hassan Fazili. Í flokki íslenskra stuttmynda var það Blaðberinn eftir Ninnu Pálma- dóttur sem hlaut verðlaun dóm- nefndar og í flokknum Gullna eggið sigraði stuttmyndin Muero Por Vol- ver eftir Javier Marco. Sú besta Úr Munaðarleysingja- heimilinu sem þótti besta kvik- myndin í Vitrunum á RIFF 2019. Munaðarleysingja- hælið þótti best Það fer vel á því á 200 árafæðingarafmæli þjóð-sagnasafnarans JónsÁrnasonar að setja upp frumsaminn fjölskyldusöngleik sem byggist á íslenskum þjóðsagnaarfi. Galdragáttin er samstarfsverkefni Leikfélags Akureyrar og leikhópsins Umskiptinga en þema Leikfélagsins á þessu leikári er æskan og unga fólkið. Umskiptingar voru stofnaðir 2017 en fyrsta verk þeirra Fram hjá rauða húsinu og niður stigann var tilnefnt til Grímunnar. Umskipting- ar eru Birna Pétursdóttir, Jenný Lára Arnórsdóttir, Margrét Sverris- dóttir, Sesselía Ólafsdóttir og Vil- hjálmur B. Bragason. Í Hringvallaskóla, sem er grunn- skóli þó nafnið vísi vissulega til Hóla- vallaskóla, fær 7. bekkur það verk- efni í íslenskutíma að semja nýja þjóðsögu. Nokkur ærsl verða í bekknum þegar Þjóðólfur kennari fer fram að ná sér í kaffibolla og í hamaganginum opnast galdragátt yfir í Hliðheima. Í gegnum gáttina teygir sig ógurleg krumla og hrifsar einn nemandann til sín. Mögulega er það tilviljun að nemandinn heitir ein- mitt Jón Árnason eins og þjóðsagna- safnarinn frægi en kannski ekki. Tveir samnemendur Jóns, þau Bjartur og Sóley, fara í gegnum gáttina til að reyna að bjarga skóla- bróður sínum. Í Hliðheimum tekur leiðsöguálfurinn Blær á móti þeim og saman rekast þau á ýmsar furðu- skepnur meðan á ævintýrinu stend- ur. Þarna eru skuggabaldrar, skoff- ín, nykrar og marbendlar á hverju strái. Ógnin vofir svo yfir öllu í formi húmskollunnar Dimmbjargar. Frásagnaraðferðin hér er talsvert ólík því sem gerist í gömlu þjóðsög- unum. Húmorinn er allsráðandi þó voðinn sé vís söguhetjunum okkar. Móri og skotta koma til sögunnar í „comic relief“ hlutverkum og aðrar aukapersónur leika tvíþætt hlutverk hinnar ógnandi óvættar og skoplega aðstoðarmannsins. Húmskollunni sjálfri, leikinni af Sesselíu Ólafsdótt- ur, er meira að segja leyft að verða hjákátleg í hápunkti verksins þegar hún barmar sér yfir óréttlætinu sem hún varð fyrir með því að vera sleppt í þjóðsagnasafninu. Það er oft svo að þegar leikarar fá að takast á við mörg smærri hlut- verk í einni og sömu sýningunni að þeir leyfa sér að ljá þeim hverri og einni ýkta eiginleika og gera þær eins fjölbreyttar og mögulegt er. Það er svo sannarlega gert í þessu verki og á vel við bæði umfjöllunar- efnið, frásagnarstílinn og markhóp- inn. Auðvelt væri að einblína á þessa leikara og hrósa þeim í hástert fyrir frammistöðuna og gleyma hinum sem takast á við aðalhlutverkin og leika persónur sem áhorfendur eiga að ná að samsama sig við og upplifa söguna í gegnum. Þeim Jóhanni Axel Ingólfssyni og Margréti Sverrisdóttur tekst það nokkuð vel og sérstaklega er skemmtilegt þegar Jóhann í hlutverki Bjarts stígur full- komlega samhæfðan dans með með- leikurum sínum en lætur jafnframt berlega í ljós að hann hefur enga stjórn á eigin hreyfingum. Frásagnaraðferðin einkennist af því að dramatísk framvinda er brot- in upp með gríni, sprelli og söngvum. Sú leikhúshefð er ævaforn og á ræt- ur að rekja til grísku gleðileikjanna en hér læðist að manni grunur um að talsverðra áhrifa gæti frá Disney- myndum síðari ára þar sem verkið er líka uppfullt af bröndurum sem höfða sérstaklega til fullorðinna þó svo að þess sé vandlega gætt að fara aldrei neðan beltis. Tónlistin sem samin er af þeim Vandræðaskáldum Sesselíu Ólafs- dóttur og Vilhjálmi B. Bragasyni er einstaklega grípandi og skýrt flutt af leikhópnum. Hvert orð er greinilegt sem er mikilvægt því sagan er drifin áfram bæði af leik og söng. Sviðs- hreyfingar og dans við söngva er einnig ákaflega skemmtilegur og vel útfærður. Ekki var annað að sjá og heyra á frumsýningunni þennan vindasama haustdag en að bæði börn og full- orðnir hefðu skemmt sér hið besta. Sýningin hentar kannski ekki allra yngstu áhorfendunum því söguþráð- urinn, sem oft er útskýrður í einræð- um persónanna, er oft flókinn og mörg atriði jafnvel of ógnvænleg litlum sálum. Allir krakkar á grunn- skólaaldri og fullorðnir líka ættu þó að hafa gaman af. Í tengslum við sýninguna hafa Umskiptingar efnt til þjóðsagna- samkeppni fyrir nemendur í 2. til 7. bekk grunnskóla. Þar geta börnin samið nýjar þjóðsögur og leggja Umskiptingar áherslu á að dóm- nefnd muni sérstaklega horfa til frumsköpunar og hugmyndaauðgi sagnanna. Þetta er án efa skemmti- legt viðfangsefni í móðurmáls- kennslu en verðlaunaafhending verður í Menningarhúsinu Hofi á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Umskiptingar, húmskolla og aðrar vættir Ljósmynd/Daníel Starrason Sprell „Frásagnaraðferðin einkennist af því að dramatísk framvinda er brotin upp með gríni, sprelli og söngvum,“ segir í leikdómi. Samkomuhúsið á Akureyri Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist bbbbn Höfundar: Leikhópurinn Umskiptingar. Leikstjórn: Agnes Wild. Leikmynd og búningar: Auður Ösp Guðmundsdóttir. Dans og sviðshreyfingar: Katrín Mist Haraldsdóttir. Ljósahönnun: Lárus Heiðar Sveinsson. Tónlist og textar: Vandræðaskáld. Útsetning, upptaka og hljóðfæraleikur: Kristján Edelstein. Hljóðhönnun: Gunnar Sigurbjörnsson. Leikarar: Hjalti Rúnar Jónsson, Jenný Lára Arnórsdóttir, Jóhann Axel Ingólfs- son, Margrét Sverrisdóttir, Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason. Leikhópurinn Umskiptingar frumsýndi í Samkomuhúsinu á Akureyri laugardag- inn 5. október 2019. DANÍEL FREYR JÓNSSON LEIKLIST Óðinsauga er að venju afkastamikið í bókaútgáfu, en þetta árið koma út 44 bækur hjá forlaginu, frumsamd- ar og þýddar. Obbinn er barnabæk- ur en inn á milli bækur fyrir full- orðna. Af útgáfunni má nefna Söguna um Ekkert eftir Aðalstein Stefánsson, sem er fyrsta bókin í nýjum léttlestrarbókaflokki Óð- insauga fyrir börn á aldrinum 6-11 ára og kallast Lestrarklúbburinn. Heiðdís Buzgó myndskreytir bók- ina. Huginn Þór Grétarsson skrifar tvær bækur, Lán í óláni, sem er í léttlestrarbókaflokki, og Prinsessan og froskurinn. Sigríður Etna Marinósdóttir sendi frá sér bók um börnin Etnu og Enok sem lentu í ævintýrum í sveitinni. Í nýrri bók hitta þau jóla- sveinana. Myndir í bókina gerði Freydís Kristjánsdóttir. Kristín Heimisdóttir segir svo frá því af hverju íslensku jólasveinarnir hættu að stela og angra fólk og fóru að færa því gjafir í skó. Krist- ján Hreinsson skrifar skemmtilegar sögur og ljóð um ýmsar vættir sem tengjast ósiðum barna og kallar Furðusögur. Haraldur S. Magnússon sendir frá sér fjórtándu bókina um Ragga og heitir sú Raggi og óskirnar fjórar. Gauti Eiríksson hefur svo sett saman spurningabók um fótbolta sem nefnist Enski boltinn 2018- 2019. arnim@mbl.is Barnabækur fyrst og fremst Huginn Þór Grétarsson Kristján Hreinsson Kristín Heimisdóttir Sigríður Etna Marinósdóttir  Óðinsauga gefur út á fimmta tug bóka á árinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.