Morgunblaðið - 08.10.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 08.10.2019, Síða 32
Kvöldstund með listamanni er yfir- skrift nýrrar fyrirlestraraðar Borgarleikhússins sem hefur göngu sína í kvöld. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason ríður á vaðið á Stóra sviðinu með hugvekju sína Um tímann og vatnið, en nýútkomin er samnefnd bók hans. Til að hjálpa okkur að skilja þær breytingar sem jörðin stendur frammi fyrir blandar Andri Snær saman persónulegum sögum, vísindum, minningum og hugmyndum um framtíðina. Um tímann og vatnið ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 281. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Niðurstöður mastersverkefnis sem Rebekka Sverrisdóttir gerði við KTH-háskólann í Stokkhólmi benda til þess að notkun höfuðbanda geti dregið úr skaða á heila fái íþrótta- fólk höfuðhögg. Rætt er við Reb- ekku í blaðinu. Einnig er rætt við Kristin Jakobsson og Magnús Kára Jónsson um hertari reglur vegna hættu á höfuðáverkum. » 24-25 Höfuðbönd virðast draga úr skaða ÍÞRÓTTIR MENNING ÍR er enn með fullt hús stiga á toppi Olísdeildar karla í handbolta eftir að liðið lagði Stjörnuna að velli í Garðabæ í gærkvöld, 32:27. Staðan í hálfleik var 17:16. ÍR hefur þar með unnið fimm fyrstu leiki sína en Stjarnan engan og er að- eins með eitt stig. Kristján Orri Jó- hannsson var markahæstur ÍR- inga í gær með 9 mörk en þeir hafa nú þegar safnað 10 stigum í sarpinn saman- borið við 19 stig á allri síð- ustu leiktíð, þegar lið- ið hafnaði í 7. sæti deildarinnar. »26 ÍR-ingar gefa ekkert eftir á toppnum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Margrét Jóna Ísleifsdóttir er í hópi frumbyggja á Hvolsvelli og hún man tímana tvenna. „Ég man ekki eftir svona blíðu síðan ég var kaupakona í Fljótshlíðinni sumarið 1941,“ segir konan, sem flutti á Hvolsvöll vorið 1942 og hefur búið þar síðan, þar af í sama húsinu í yf- ir 73 ár, en hún á 95 ára afmæli í dag. Margrét flutti á Hvolsvöll frá Miðkoti í Fljótshlíð og fékk vinnu í gamla kaupfélaginu 1942, en for- eldrar hennar fylgdu í kjölfarið um haustið. „Kaupfélagið var eini vinnustaðurinn á svæðinu og þar fyrir utan voru aðeins þrjú íbúðar- hús,“ rifjar hún upp. Þorpið heillaði ekki í fyrstu og Margrét hugleiddi að flytja annað. „Mér fannst þetta alveg hræðilegt,“ segir hún. „Móinn var grár og eng- ir fuglar nema hrafninn, en ég náði mér í góðan mann í kaupfélaginu og hann sá ekkert nema gott hér enda er Hvolsvöllur nú blómleg byggð.“ Eiginmaður hennar var Pálmi Eyj- ólfsson, sem fæddist í Reykjavík en ólst upp undir Eyjafjöllum og and- aðist 2005. Þau eiga þrjú börn, Guðríði Björk, Ingibjörgu og Ísólf Gylfa. Barnabörnin eru tíu, barna- barnabörnin 28 og eitt barnabarna- barnabarn er komið í heiminn. Eftir því sem störfum fjölgaði voru æ fleiri íbúðarhús byggð og eitt leiddi af öðru. „Nýtt ungt fólk bættist í hópinn og íbúarnir voru eins og ein góð fjölskylda lengi fram eftir. Ef eitthvað skemmtilegt átti sér stað voru allir glaðir og ef eitthvað dapurlegt gerðist tóku allir þátt í því.“ Félagsheimilið breytti miklu Félagsheimilið Hvoll var tekið í notkun 1960 og segir Margrét að þá hafi orðið sérstaklega mikil breyting í þorpinu. Allir hafi lagt sitt af mörkum og konur fengið vinnu í húsinu. „Það var nýbreytni, því fram að því hafði vantað störf fyrir konur.“ Og þær hlupu í öll verk. „Ýmislegt angraði stráka- greyin í hljómsveitunum og við hjálpuðum þeim ef illa fór. Eitt sinn festi ég tölu á jakka Stebba í Lúdó. Hann var góður strákur og um að gera að hjálpa honum, en annars þótti mér vænst um Steina í Dúmbó.“ Margrét starfði sem trygginga- fulltrúi hjá sýslumanninum frá 1965 til 1995 og var með barnastúku í 11 ár. Frítíminn hefur að mestu farið í lestur auk þess sem hún er annáluð hannyrðakona og prjónar og heklar mikið. „Ég horfi á heiminn, horfi mikið á sjónvarp en byrja á því að líta á Moggann á morgnana, hef verið áskrifandi í 75 ár.“ Minnið er gott og hún kann mörg ljóð utan- bókar, þar á meðal flesta sálma. „Það sem maður lærir ungur tollir svolítið í kollinum.“ Margrét segist ekkert skipta sér af pólitíkinni. „Ég læt aðra um það, pexa ekkert um pólitík, nenni því hreinlega ekki. En jú. Ég var pólitísk, en þessa dagana hugsa ég mest um sólina og blíðuna fyrir utan fjölskylduna.“ Tímamót Margrét Jóna Ísleifsdóttir með fjölskyldunni fremst fyrir miðju á 90 ára afmælinu fyrir fimm árum. Hefðin á Hvolsvelli  Margrét Jóna Ísleifsdóttir í hópi frumbyggja á Hvolsvelli  Hefur búið á svæðinu í 77 ár og í sama húsinu í yfir 73 ár ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. Góð heyrn glæðir samskipti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.