Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 V ð f á 2024 SLT L iðLé t t ingur Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is er r 3.190.000 án vsk. LANDSAT-8-gervitungl banda- rísku landfræðistofnunarinnar USGS og geimvísindastofnunar- innar NASA átti leið yfir Snæfells- nes hinn 30. september og tók mynd í bjartviðrinu. Greinilegt er að Snæfellsjökull hefur talsvert hopað frá fyrri stærð. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við jarðvísindadeild Há- skóla Íslands, teiknaði ofan á mynd- ina jaðar jökulsins eins og hann var samkvæmt frumteikningu herfor- ingjaráðskorts frá árinu 1910, fyrir 109 árum. Ingibjörg sagði að þótt herforingjaráðskortin væru afar vönduð og vel gerð væri ekki hægt að taka þau sem hárnákvæma mæl- ingu á jöklinum þótt vissulega gæfu þau góða hugmynd um þróunina. Neðri mörk þess svæðis þar sem snjór situr eftir að hausti eru nú á bilinu 1.100 til 1.400 m.y.s. á vest- anverðu landinu. Snæfellsjökull er 1.446 metra hár og ef hlýnar um aðrar tvær gráður á þessari öld mun hann missa stóran hluta af ákomusvæði sínu. gudni@mbl.is Gervitunglamyndir sýna vel landbreytingar Snæfells- jökull hefur rýrnað Mynd/USGS og NASA/Ingibjörg Jónsdóttir Snæfellsnes Snæfellsjökull er áttundi hæsti jökull landsins. Teiknaða línan sýnir jökuljaðarinn eins og hann var samkvæmt herforingjaráðskorti frá 1910. Helgi Bjarnason Þórunn Kristjánsdóttir Yfir hundrað starfsmenn Reykja- lundar standa að yfirlýsingu þar sem lýst er vantrausti á stjórn stofnunar- innar vegna uppsagna tveggja helstu stjórnenda hennar. Telja þeir stofnunina óstarfhæfa. Farið var með yfirlýsinguna í heilbrigðisráðuneytið. Allir sjúklingar í endurhæfingu á Reykjalundi voru sendir heim í gær- morgun vegna réttaróvissu sem skapaðist við það að framkvæmda- stjóra lækninga var sagt upp störfum. „Við lýsum vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna hranalegrar og ómanneskjulegrar framkomu sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan sem gerir stofnunina í raun óstarf- hæfa. Fyrirséð er að þetta muni bitna harkalega á skjólstæðingum sem þurfa endurhæfingu á þessari stærstu endurhæfingarstofnun á Ís- landi,“ segir í bréfi starfsmanna til heilbrigðisráðherra. Er þess farið á leit við ráðherra að gripið verði inn í stöðu mála á Reykjalundi með hverjum þeim hætti sem ráðherra telur sér heimilt. Á starfsmannafundi sem haldinn var á Reykjalundi í hádeginu í gær las Sveinn Guðmundsson, starfandi for- stjóri Reykjalundar, upp svör við spurningum stjórnar til landlæknis þar sem fram kom að stofnunin væri stjórntæk tímabundið þótt fram- kvæmdastjóra lækninga nyti ekki við. Óvíst með þjónustu í dag Ekki er vitað hvort sjúklingar fá þjónustu á Reykjalundi í dag. „Enginn hefur gefið okkur upplýsing- ar um hvað við eigum að gera,“ sagði Magdalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar og fulltrúi starfsmanna, eftir fundinn í gær. „Við starfsfólkið höfum ekki fengið neinar leiðbeiningar eða upplýsingar frá stjórn um hvernig við eigum að haga starfi okkar. Við treystum okkur ekki til þess að veita meðferð því við vitum ekki hver réttarstaða okkar er ef við myndum vinna einhverjum tjón eða hver réttarstaða skjólstæðinga okkar er.“ Jón Gunnar Þorsteinsson sjúkra- þjálfari segir að megn óánægja sé meðal starfsfólks vegna „yfirgangs stjórnarformanns SÍBS“. Þar vegi þungt ákvarðanir stjórnar SÍBS að segja upp Magnúsi Ólasyni, fram- kvæmdastjóra lækninga, eftir ára- tuga starf, nokkrum vikum fyrir áætl- uð starfslok, og að gera starfsloka- samning við Birgi Gunnarsson forstjóra. Starfsfólkið hefur skyldur „Gerð var grein fyrir því og það yddað fyrir fólki að það ber skyldur gagnvart sjúklingum sem hingað sækja. Það er frumskylda okkar. Ég held að allir sem hér sátu geri sér grein fyrir því,“ sagði Sveinn Guð- mundsson, formaður SÍBS og starf- andi forstjóri Reykjalundar, að lokn- um fundi með starfsmönnum. Sveinn sagði ástæður uppsagn- anna trúnaðarmál og vildi ekki upp- lýsa um þær. Á fundinum í gær sagði Sveinn að nýr framkvæmdastjóri lækninga tæki væntanlega til starfa í næstu viku. Þá yrði staða forstjóra Reykja- lundar auglýst á næstunni. „Auðvitað er öllum órótt um að þurfa að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauð- synlegt og það raðaðist svona upp,“ sagði Sveinn þegar hann var spurður út í viðbrögð starfsfólks. Lýsa vantrausti á stjórn Reykjalundar Morgunblaðið/Þórunn Kristjánsdóttir Ólga Starfsmenn á Reykjalundi fóru til fundar við forstjóra í gær.  Sjúklingar í endurhæfingu fengu ekki þjónustu í gær vegna vanlíðunar starfsmanna vegna uppsagna helstu stjórnenda  Telja stofnunina óstarfhæfa  Skora á ráðherra að grípa inn í stöðu mála Sóknarnefndir mótmæla áframhald- andi skerðingu sóknargjalda í um- sögnum um bandorm vegna fjárlaga 2020. Þær segja að stjórnvöld ætli enn og aftur að hunsa réttmætar kröfur um leiðréttingu. Ekki eigi heldur að bæta upp þá skerðingu sem orðið hefur frá árinu 2009. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík samþykkti „að mótmæla þessari smánarlegu fyrirhugaðri hækkun á sóknargjöldum. Nær væri að fara að óskum þjóðkirkjunnar um réttmæta leiðréttingu á sóknargjöld- unum“. Sóknarnefnd Áskirkju bendir á að föst krónutala sóknargjalda hækki úr 925 kr. 2019 í 930 kr. 2020. „Í Ás- sókn nemur skerðingin um 1,5 mkr. á mánuði. Með réttu ættu sóknargjöld til Ássóknar að nema um 3,4 mkr. á mánuði en eru einungis um 1,9 mkr. á mánuði á yfirstandandi ári.“ Sóknarnefnd Laufás- og Greni- víkursóknar vekur athygli á bágri fjárhagsstöðu sókna og kirkjugarða. „Í tilfelli okkar sóknar duga sóknar- gjöldin einvörðungu til að standa undir kostnaði við organista, upphit- un tveggja kirkna og afborgun láns af litlu safnaðarheimili við Greni- víkurkirkju. Hreppurinn hefur síð- ustu árin tekið að sér kostnað við að slá kirkjugarð á Grenivík. Sóknin þarf að viðhalda tveimur timbur- kirkjum (Grenivík og Laufás) sem er kostnaðarsamt. Minjastofnun hefur veitt styrki sem hefur bjargað því að þær séu ekki í algjörri niðurníðslu. Sóknarnefndin er því þeirrar skoð- unar að sú hækkun sem lögð er til í frumvarpinu sé allt of lítil.“ Sóknarnefnd Víðistaðakirkju í Hafnarfirði segir „að heildarskerð- ing sóknargjalds þjóðkirkjusafnaða á landinu öllu frá árinu 2009 til 2019 nemur, að teknu tilliti til eingreiðslu árin 2013 og 2014, tæplega 10,4 millj- örðum króna“. Víðistaðakirkja hefur m.a. þurft að segja upp starfsfólki. „Þá hefur reynst verulega erfitt að sinna viðhaldi kirkjubyggingar og annarra kirkjumuna. Á síðustu árum hefur kirkjan þurft að slá lán fyrir nauðsynlegu viðhaldi og þyngir það rekstur hennar enn meira.“ gudni@mbl.is Sóknarnefndir mótmæla skerðingu sóknargjalda  Segja stjórnvöld hunsa réttmætar kröfur um leiðréttingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.