Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 Undankeppni EM 2020 C-RIÐILL: Hvíta Rússland – Eistland ...................... 0:0 Holland – N-Írland................................... 3:1 Staðan: Holland 5 4 0 1 17:6 12 Þýskaland 5 4 0 1 17:6 12 Norður-Írland 6 4 0 2 8:7 12 Hvíta-Rússland 6 1 1 4 3:10 4 Eistland 6 0 1 5 2:18 1 E-RIÐILL: Króatía – Ungverjaland........................... 3:0 Slóvakía – Wales....................................... 1:1 Staðan: Króatía 6 4 1 1 13:5 13 Slóvakía 6 3 1 2 10:8 10 Ungverjaland 6 3 0 3 7:9 9 Wales 5 2 1 2 5:5 7 Aserbaídsjan 5 0 1 4 5:13 1 G-RIÐILL: Austurríki – Ísrael ................................... 3:1 Lettland – Pólland.................................... 0:3 N-Makedónía – Slóvenía.......................... 2:1 Staðan: Pólland 7 5 1 1 11:2 16 Austurríki 7 4 1 2 16:7 13 Slóvenía 7 3 2 2 13:7 11 N-Makedónía 7 3 2 2 10:9 11 Ísrael 7 2 2 3 12:14 8 Lettland 7 0 0 7 1:24 0 I-RIÐILL: Kasakstan – Kýpur .................................. 1:2 Belgía – San Marínó................................. 9:0 Rússland – Skotland ................................ 4:0 Staðan: Belgía 7 7 0 0 28:1 21 Rússland 7 6 0 1 22:4 18 Kýpur 7 3 1 3 13:7 10 Kasakstan 7 2 1 4 9:11 7 Skotland 7 2 0 5 5:17 6 San Marínó 7 0 0 7 0:37 0 Undankeppni HM 2022 ASÍA, C-RIÐILL: Írak – Hong Kong .................................... 2:0  Þorlákur Árnason er aðstoðarþjálfari Hong Kong. KNATTSPYRNA EM 2020 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Erik Hamrén hefur á sínum tíma sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta að langmestu leyti reynt að stóla áfram á þann leikmannahóp sem kom Íslandi á EM 2016 og HM 2018. Þrátt fyrir að þeir eldist eins og aðr- ir er ekki hægt að segja að á þessu ári hafi síður verið hægt að velja þá í landsliðið vegna meiðsla en áður. Forföll vegna meiðsla eða leik- banna hafa sem sagt ekki verið neitt óvenjumikil í undankeppni EM 2020, miðað við síðustu undankeppnir. Hins vegar er ekki sama hvaða leik- menn vantar og ef við leyfum okkur að setja fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson í „A- flokk“ sem mikilvægustu menn liðs- ins, eins konar krosstré, þá er leik- urinn við heimsmeistara Frakka í kvöld sá fjórði af sjö leikjum í undankeppninni þar sem einhvern þeirra vantar. Jóhann hefur misst af þremur leikjum, töpunum gegn Frakklandi og Albaníu og sigrinum gegn Mold- óvu, og Aron verður ekki með í kvöld og líklega ekki meira í undankeppn- inni. Því er útlit fyrir að sigrarnir á Andorra, Albaníu og Tyrklandi verði einu leikir þríeykisins saman í þess- ari undankeppni. Í undankeppni HM 2018 forfallaðist einhver þeirra þriggja í aðeins tveimur leikjum af tíu, en í undankeppni EM 2016 vant- aði einn af þeim í fimm leikjum af tíu. Birkir, Rúnar og Gylfi á miðj- unni gegn Frökkum fyrir ári Ef við lítum framhjá Þjóðadeild- inni, sem flestir virðast vilja gleyma, þá er ansi langt um liðið síðan lands- liðið var án Arons í mótsleik. Það var í heimaleik gegn Tyrklandi fyrir þremur árum. Birkir Bjarnason þótti þá standa sig vel í að fylla skarð Arons, og Theódór Elmar Bjarnason lék á vinstri kanti í stað Birkis. Ísland vann leikinn 2:0 á Laugardalsvelli. Vel má vera að Birkir verði aftur á miðjunni í kvöld og vonandi bitnar þá ekki mikið á honum að hafa varla spilað með fé- lagsliði síðan í byrjun þessa árs. Hamrén þurfti að spjara sig án Arons í þremur af fjórum leikjum Þjóðadeildarinnar í fyrra en þá var mikið um forföll í hverjum leik, og Ísland tapaði öllum. Guðlaugur Vict- or Pálsson lék með Gylfa á miðjunni í 6:0-tapi gegn Sviss, en Hamrén notaði svo þriggja manna miðju í öðrum leikjum með Gylfa fremstan en Birki og Rúnar Má Sigurjónsson aftar, eða Birki og Emil Hallfreðs- son. Birkir, Rúnar og Gylfi voru á miðjunni í 2:2-jafnteflinu við Frakka í vináttulandsleik fyrir ári, þar sem Frakkar skoruðu sín mörk undir lok leiks. Nokkur spurningarmerki Í þjálfaratíð Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar var jafnan sáralítið um forföll í landsliðinu. Staðan var um tíma þannig að hvert mannsbarn á Íslandi gat sagt til um hvernig byrjunarliðið yrði og meiri fréttapunktur fólst í því að vita hvaða kvikmynd Hannes Þór Hall- dórsson myndi sýna liðsfélögum sín- um í aðdraganda leiks. Spurningarmerkin eru hins vegar nokkur fyrir leik kvöldsins. Markið: Hannes heldur eflaust sæti sínu þó að Hamrén hafi laumað inn smágagnrýni á hann í ræðu sinni um tapið í Albaníu á blaðamanna- fundi síðasta föstudag. Vörnin: Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason halda sætum sínum. Hörður Björg- vin Magnússon er ekki til taks til að veita Ara samkeppni, en Ari virðist hvort sem er framar í goggunarröð- inni. Líklega heldur Hjörtur Her- mannsson sæti sínu sem hægri bak- vörður þrátt fyrir slakan leik í Albaníu, eftir þrjá flotta leiki á Laugardalsvelli. Birkir Már Sævarsson er þó til taks núna. Miðjan: Afar líklegt virðist að Rúnar Már komi inn á miðjuna, fyr- ir aftan Gylfa, og sennilega með mann sér við hlið. Mér finnst líklegt að það yrði Birkir Bjarnason en einnig gæti Guðlaugur Victor komið inn í liðið. Jóhann Berg snýr aftur á hægri kantinn en vinstra megin gæti Arnór Ingvi Traustason komið inn, nema þá að hinn ungi Arnór Sigurðsson fái sitt annað tækifæri í byrjunarliðinu, þar sem hann hóf undankeppnina í Andorra. Ólíklegt virðist að Emil Hallfreðsson byrji leikinn. Sóknin: Í ljósi þess að andstæð- ingurinn er Frakkland er harla ólík- legt að Ísland noti tvo framherja, en það gæti þó gerst ef Hamrén treyst- ir Birki og Gylfa, eða Rúnari og Gylfa, til að spila tveir saman á miðj- unni. Alfreð Finnbogason er kominn aftur í hópinn, eftir að hafa aðeins verið til taks í þremur af tíu móts- leikjum undir stjórn Hamréns, en líklegra er að Kolbeinn Sigþórsson byrji fremstur enda kominn á gott ról og spilaði 90 mínútur í síðustu tveimur leikjum AIK. Jón Daði Böðvarsson gæti svo sannarlega einnig byrjað. Krosstrén bregðast oftar  Ísland án eins af lykilmönnunum þremur í fjórða sinn í undankeppninni  Þrjú ár síðan Aron fyrirliði missti síðast af leik í undankeppni stórmóts AFP Áreiðanlegur Ragnar Sigurðsson er einn þeirra sem missa ekki af leik í undan- eða lokakeppnum stórmóta. Meistaradeild Evrópu Kristianstad – Kadetten ..................... 24:24  Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 9 mörk fyrir Kristianstad en Teitur Örn Einarsson ekkert. Þýskaland Kiel – Nordhorn................................... 31:23  Gísli Þorgeir Kristjánsson var ekki á meðal markaskorara Kiel.  Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn. Erlangen – Göppingen........................ 23:26  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen. Stuttgart – Lemgo............................... 26:26  Elvar Ásgeirsson skoraði 2 mörk fyrir Stuttgart.  Bjarki Már Elísson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo. Leipzig – Balingen .............................. 27:26  Viggó Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir Leipzig.  Oddur Gretarsson skoraði 5 mörk fyrir Balingen. Staðan: Hannover 14, Kiel 12, RN Löwen 12, Leipzig 12, Flensburg 11, Melsungen 11, Magdeburg 10, Füchse Berlín 10, Wetzlar 9, Erlangen 9, Minden 7, Berg- ischer 7, Göppingen 6, Balingen 4, Stutgart 4, Lemgo 4, Ludwigshafen 2, Nordhorn 2. Frakkland París SG – Chambéry.......................... 32:29  Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á með- al markaskorara PSG. Danmörk SönderjyskE – Skanderborg ............. 27:32  Sveinn Jóhannsson skoraði 1 mark fyrir SönderjyskE en Arnar Birkir Hálfdánsson ekkert. Svíþjóð Skuru – Söder ...................................... 35:20  Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Skuru. HANDBOLTI Dominos-deild karla Grindavík – Keflavík ............................ 89:97 Stjarnan – ÍR ...................................... 103:74 Valur – Þór Þ. ....................................... 87:73 KR – Haukar....................................... 102:84 Njarðvík – Tindastóll ........................... 75:83 Staðan: Stjarnan 2 2 0 195:154 4 KR 2 2 0 191:161 4 Valur 2 2 0 181:160 4 Keflavík 2 2 0 183:166 4 Tindastóll 2 1 1 160:161 2 Haukar 2 1 1 189:186 2 Njarðvík 2 1 1 160:155 2 Fjölnir 1 0 1 87:94 0 Grindavik 2 0 2 166:186 0 Þór Ak. 1 0 1 84:105 0 Þór Þ. 2 0 2 153:179 0 ÍR 2 0 2 146:188 0 KÖRFUBOLTI  Fimm leikmenn hafa getað gefið kost á sér í alla tíu móts- leiki Íslands undir stjórn Eriks Hamréns, í Þjóðadeildinni og undankeppni EM. Það eru þeir Hannes, Kári, Ari Freyr, Birkir Már og Hörður Björgvin. Birkir var hins vegar ekki valinn í 23 manna hóp í síðustu fjórum leikj- um og Hörður er ekki með nú vegna meiðsla.  Ef aðeins er horft til undan- keppni EM 2020 hafa þeir Hann- es, Kári, Ragnar, Ari Freyr, Ar- on, Gylfi, Birkir Bjarna, Hörður Björgvin og Birkir Már verið til taks í öllum sex leikjunum fram til þessa.  Í undan- og lokakeppni HM 2018 voru Birkir Már, Kári, Ragnar, Ari Freyr, Hörður Björgvin og Gylfi til taks í öllum 13 leikjunum. Hannes, Aron, Birkir Bjarnason og Jón Daði voru til taks í 12 leikjum hver.  Í undan- og lokakeppni EM 2016 voru Birkir Már, Kári, Ragnar, Ari Freyr, Gylfi, Birkir Bjarna, Jón Daði og Kolbeinn til taks í öllum 13 leikjunum. Hann- es, Aron og Alfreð misstu af ein- um leik hver. Hinir áreiðanlegu Þau sem hafa gaman af því að bera saman íþróttafólk í mismunandi greinum, eða velta fyrir sér hver sé best frá upphafi í einhverri íþrótta- grein, geta gert sér mat úr afrekum Simone Biles þessa dagana. Sú bandaríska hefur verið ósigrandi í áhaldafimleikum í sex ár. Ekki er al- gengt að fólk nái mikilli yfirburða- stöðu í útbreiddum íþróttum eins og fimleikum og haldi henni í mörg ár eins og Biles hefur gert. Má því velta fyrir sér hvort hún sé besta íþrótta- kona heimsins um þessar mundir. Væri það mælanlegt myndi hún væntanlega skora hátt. Heimsmeistaramótið stendur nú yfir í Stuttgart og þar hefur Biles gert lítið annað en að undirstrika yfirburði sína. Í gær hafði hún raun- ar sögulega yfirburði í fjölþrautinni, en hún fékk 58.999 stig fyrir æfingar sínar. Tang Xijing frá Kína hafnaði í 2. sæti með 56.998 stig en svo mikill munur hefur aldrei fyrr verið á efstu tveimur keppendunum á HM. „Þessi áfangi skiptir mig öllu máli. Að vinna fimmta gullið í fjölþraut er fáheyrt og var því mjög spennandi,“ sagði Biles hógvær við fjölmiðla að keppni lokinni en lét frekar verkin tala eins og fyrri daginn. Biles varð heimsmeistari í fjöl- þraut í fimmta skipti í Stuttgart og er ósigruð síðustu sex árin eins og áður kom fram. Hún hefur unnið til tuttugu og tvennra verðlauna á HM á ferlinum og vantar aðeins ein til viðbótar til að jafna metið. Er Biles þó ekki nema 22 ára gömul. Hún verður illviðráðanleg á Ólympíu- leikunum á næsta ári. kris@mbl.is Simone Biles komin á sérstakan stall AFP Langbest Ekkert vefst fyrir Simone Biles í fimleikunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.