Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 ✝ Bjarni Jónssonfæddist í Austurkoti í Sand- víkurhreppi hinum forna hinn 23. júní 1946. Bjarni lést eft- ir stutta legu á Landspítalanum 3. október 2019. Hann var sonur hjónanna Jóns Páls- sonar og Árnýjar Ólínu Sigurjóns- dóttur, sem bæði eru látin. Systkini hans eru Val- gerður, f. 1930, og Páll Einar, f. 1936. Þau lifa bróður sinn. Upp- eldissystkini Bjarna voru Bald- ur, f. 1936, og Unnur, f. 1943. Þau eru bæði látin. Bjarni bjó í Austurkoti til níu ára aldurs er fjölskyldan flutti á Selfoss, í nýtt hús í Smáratúni 20. Bjarni gekk í barna- og ungl- ingaskóla á Selfossi. Að því loknu nam hann vélvirkjun við Iðnskólann á Selfossi. Hann Þar bjuggu þau til 2017 er þau fluttu í Kópavog. Bjarni var vélstjóri á fiski- skipum um tæplega 20 ára skeið. Að því loknu hóf hann störf hjá Ísfélagi Þorlákshafnar, en síðar hjá Jarðefnaiðnaði. Auk þessara starfa tók hann virkan þátt í félagsmálum, sat í sveitar- stjórn Ölfuss um 12 ára skeið, auk annarra félagsstarfa svo sem Kiwanis, Björgunarsveitar- innar Mannbjargar og Oddfell- owstúkunnar Hásteins. Bjarni starfaði innan Odd- fellow-reglunnar, bæði í stúku sinni á Selfossi og víðar. Hann lagði gjörva hönd á verkefni á vegum stúkunnar svo sem smíði á kapellu við Sjúkrahúsið á Sel- fossi, innréttingu á líknardeild LSH í Kópavogi og stækkun stúkuheimilisins á Stjörnustein- um. Bjarni greindist með krabba- mein árið 2011 eftir langvarandi veikindi. Hann lifði með meininu í nærfellt áratug. Útför Bjarna fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 11. október 2019, klukkan 11. vann ekki lengi við það fag, en fór fljótlega að sækja sjó sem vélstjóri, fyrst frá Stokks- eyri en lengst af frá Þorlákshöfn. Seinna aflaði hann sér vélstjórnar- menntunar með- fram vinnu. Bjarni kynntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Ásu Björgvinsdóttur, árið 1963. Þau gengu í hjónaband árið 1967. Börn þeirra eru: 1) Björgvin, f. 1966, kvæntur Guðlaugu Sig- urðardóttur og eiga þau Krist- ínu Örnu, Bjarna Berg og Rögnu Söru. 2) Árný, f. 1967, gift Alfreð Árnasyni og eiga þau Elvu Hrönn og Laufeyju Ásu. Fyrir átti Alfreð Lindu Maríu. Bjarni og Ása bjuggu fyrstu árin á Selfossi en fluttu árið 1972 í nýtt hús í Þorlákshöfn. Innihald æðruleysisbænar- innar einkenndi pabba og bar- áttu hans við krabbann. Hann beitti sér af kröftum þar sem hægt var en velti síður fyrir sér því sem hann réð ekki við. Æðruleysið var algert, að minnsta kosti út á við. Orð eins og fróðleiksfús, kappsamur, ákveðinn og skipu- lagður áttu vel við pabba. Hann var viðræðuhæfur um ólík mál- efni. Jafn auðvelt og það var að ræða við pabba var líka gott að þegja með honum. Pabbi var vélstjóri á fiski- skipum öll mín barns- og ung- lingsár. Ég fór oft með honum þegar líta þurfti eftir. Ég fór líka oft með þegar það var ver- ið að vinna um borð. Gaman var að skoða sig um uppi í brú og úti um allt skip. Miklu skipti að ekki mátti skíta sig út, þá var mömmu að mæta. Við lok sjómennskunnar tóku önnur mál við. Hann sat í sveit- arstjórn Ölfuss í 12 ár. Þá var sinnti hann öðrum hugðarefn- um, hvort sem það var Kiwanis, sjálfstæðisfélagið eða Oddfel- low, sem var í miklum metum hjá pabba. Þar eignaðist hann fjölda góðra vina og tók virkan þátt í starfi stúkunnar. Fróðleiksfýsn var pabba í blóð borin. Hann tók tvo bekki í vélskóla með fullu starfi. Þeg- ar í land var komið fór hann í enskuskóla og lærði síðar þýsku. Þýskunámið hófst eftir að hann fór að vinna hjá Jarð- efnaiðnaði, sem flutti m.a. út vikur til Þýskalands. Þessi sókn í fróðleik varði til hinstu stundar. Pabbi hafði meiri tíma síðustu árin og nýtti hann í að fylgjast vel með fréttamiðlum, bæði innlendum og erlendum. Það er söknuður að fá ekki fréttayfirlit símleiðis. Pabbi og mamma voru eitt, en þau voru saman í 56 ár. Mamma sá um heimilið og upp- eldið en pabbi aflaði viðurvær- is. Þau höfðu bæði mjög gaman af útiveru og voru dugleg að hreyfa sig saman. Pabbi hafði meiri áhuga á tækjum og tækni en hann vildi viðurkenna. Einn bræludag fór- um við og keyptum Bang & Olufsen-hljómtæki, sem var það fínasta sem völ var á. Síðar jukust þessi innkaup og inn á heimilið bættust Apple-tölvur, IPadar, Bose-hátalarar, sjón- vörp o.fl. Það var betra að eiga en vanta. Pabbi hafði mikinn áhuga á viðfangsefnum barnabarnanna. Í jólaboði pabba og mömmu var eftirtektarvert að barnabörnin sátu að jafnaði næst afa sínum við borðið, en við hin sátum við hinn enda borðsins. Árið 2011 greindist pabbi með krabbamein. Lífslíkur voru taldar 6-12 mánuðir. Við tóku lyfjagjafir og meðferðir, með hléum þó. Svona veikindi hafa víðtæk áhrif. Það að tíminn væri takmörkuð auðlind breytti viðhorfum og viðmóti nokkuð. Faðmlögin urðu lengri og meiri áhersla á að njóta stundar- innar. Pabbi og mamma nýttu tímann vel, ferðuðust og nutu lífsins. Við vorum svo heppin að fá að taka þátt í einhverju af þeim ferðum, til dæmis að fá að halda upp á sjötugsafmæli pabba í Barcelona. Síðustu mánuði herti meinið tökin, þótt fátt væri sagt. Pabbi lést 3. október sl. eftir skamma legu. Það hefur verið skrítið að geta ekki átt stutt spjall um daginn og veginn eins og við áttum flesta daga. Hins vegar er dómur fallinn og ekki annað að gera en þakka fyrir sig. Við sjáumst síðar. Farðu í friði, elsku pabbi. Björgvin Jón. Góður vinur og félagi til ára- tuga er fallinn frá eftir erfiðan sjúkdóm sem var búinn að hrjá hann síðustu árin. Mér finnst gömlu félögunum fækka heldur fljótt á síðustu árum en það er víst lífsins gangur. Bjarni var minnisstæður maður, þéttur á velli, bráðvel gefinn, skynsamur maður og tillögugóður. Gleypti ekki við neinni vitleysu. Hann var hörkuduglegur til allra verka og eldklár. Á árum áður var hann eft- irsóttur vélstjóri til sjós og lands en eftir að hann fór í land tók hann að sér ýmis verkefni, t.d. hjá Ísverksmiðjunni og síð- ustu árin hjá JEX sem hann átti hlut í en seldi þegar heilsan bilaði. Við vorum saman í sveitar- stjórn Ölfuss í 12 ár og lét hann mál hinnar ungu byggðar sig miklu varða og tók Bjarni, í sveitarstjórn og utan hennar, þátt í uppbyggingu Þorláks- hafnar af mikilli framsýni og miklum dugnaði. Bjarni var félagsmálamaður. Var í Oddfellow-reglunni og Kiwanis þar á undan. Hann fylgdist vel með þjóðmálum og hafði skoðanir, var sjálf- stæðismaður eins og þeir ger- ast bestir. Gat verið dómharður en kunni líka að bakka ef svo bar undir. Hæfileiki sem margir mættu tileinka sér. Stundum tókum við Bjarni spjall á helgarkvöldi með smá í glasi og þá var tíminn fljótur að líða og spjallið gat dregist það á langinn að konum okkar þótti nóg um en slíkur munaður var löngu liðinn og núorðið var bara spjallað yfir kaffibolla. Góður og eftirminnilegur maður er genginn. Við vorum vinir og félagar í áratugi og þakka ég fyrir vináttuna og samflotið. Fyrir hönd Þorlákshafnar vil ég einnig þakka. Bjarni átti sinn þátt í því að gera Þorláks- höfn að þeim huggulega stað sem hún er í dag bæði með þátttöku sinni í sveitarstjórn, atvinnulífinu og með því að vera marktækur maður sem setti svip sinn á bæjarlífið ára- tugum saman. Margir sakna vinar í stað. Við hjónin sendum Ásu konu hans og börnunum Björgvini og Árnýju og öðrum afkomendum bestu kveðjur. Megi sá sem öllu ræður vera með þeim. Einar Sigurðsson. Bjarni Jónsson ✝ Emil Ottó Páls-son var fæddur þann 26. júlí 1930. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 22. september 2019. Hann var einkabarn móður sinnar Valbjargar Kristmundsdóttur, verkakonu á Akra- nesi. Faðir Emils var Páll Þorleifsson úr Grundarfirði. Emil ólst upp hjá móður sinni á Akranesi frá tveggja ára aldri. Hann fluttist síðan til Reykjavíkur og lauk stúdentsprófi úr Verslunarskól- anum árið 1953. Kona Emils var Elín Jóns- dóttir en hún lést 7. september 2015. Börn þeirra eru Valur, f. 16. júlí 1954, kona hans er Guðný Harðardóttir. Börn síðar í bæinn. Lengst af bjuggu þau í Fögrubrekku í Kópavogi. Síðustu þrjú árin dvaldi Emil á hjúkrunarheimilinu Eir. Emil vann margvísleg störf á sínum yngri árum en bróð- urpart starfsævi sinnar starfaði hann hjá slökkviliði Varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli eða í rúm 46 ár. Síðustu ár hans í starfi var hann skrifstofustjóri slökkviliðs Varnarliðsins. Hann lauk störfum 71 árs að aldri. Emil var mikill íþróttamaður en knattspyrna og borðtennis voru hans greinar. Hann spilaði með ÍA á sínum yngri árum og hélt áfram að spila með Kefla- vík eftir að hann fluttist þangað sem ungur maður. Síðar hóf hann að æfa og keppa í borð- tennis og vann fjölmarga sigra í þeirri íþrótt. Emil spilaði borð- tennis til 85 ára aldurs. Útför Emils fer fram í Foss- vogskapellu í dag, 11. október 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. þeirra eru Elín og Katrín en áður eignaðist hann son- inn Björgvin. Tví- burabróðir Vals, Björgvin, lést 5. maí 1981. Næst er Halldóra, f. 29. júní 1956, dóttir hennar er Valbjörg Jónsdóttir. Yngst- ur er Brynjar, f. 9. september 1969, kona hans er Eyrún Thor- stensen. Börn þeirra eru Kári, Kolbeinn og Bjartur en áður eignaðist hann soninn Emil Dag. Emil og Elín hófu búskap hjá foreldrum Elínar í Hafnarfirð- inum þar sem tvíburadrengir þeirra voru fæddir. Þau fluttu síðan til Keflavíkur þar sem þau bjuggu í nokkur ár en fluttu Pabbi ólst upp hjá móður sinni á Akranesi (Valla í bæn- um) sem var góð kona og móðir og vann myrkranna á milli enda lífsbaráttan hörð á þeim árum. Pabbi kynntist síðan mömmu, Elínu Jónsdóttur, sem var ein- staklega ástrík og góð kona. Hennar sakna ég líka mikið. Saman áttu þau dásamlegt líf, voru ástfangin alla tíð og miklir vinir í öllu. Eignuðust þau tví- bura, Val og Björgvin, síðan Dóru og svo löngu seinna Binna litla. Björgvin bróðir lést síðar af slysförum sem var líklegast það erfiðasta sem foreldrar mínir þurftu að ganga í gegnum á sínum lífsferli. En foreldrar mínir voru alltaf yndisleg og átti ég góða og áhyggjulausa æsku, er ég þakklátur þeim fyr- ir það. Í æsku ferðaðist ég mikið með foreldrum mínum. Mest fannst mér gaman að fara veiði- ferðir á Þingvallavatn en þar gistum við í tjaldi, veiddum og svo steikti mamma murtuna upp úr smjöri. Mamma og pabbi spiluðu mikið hvort við annað og við mig og svo barnabörnin. Þau voru líka miklir dansarar enda hafði mamma sýnt dans í gamla daga. Pabbi vann í slökkviliðinu hjá Varnarliðinu í um 46 ár og fannst mér mjög gaman að fá að koma þangað reglulega, sitja í slökkvibíl og hlusta á karlana hlæja og segja sögur. Á milli var pabbi í bílabraski og fannst mér alltaf gaman að rúnta með honum á bílasölurnar, sitja og hlusta á karlana segja sögur og reykja vindla. Í minni æsku voru alltaf mismunandi bílar í innkeyrslunni þegar ég kom heim sem nýttist mér mjög vel eftir að ég fékk bílpróf. Pabbi spilaði fótbolta í mörg ár, fyrst með ÍA og svo Keflavík og svo bumbubolta í seinni tíð. Um fertugt byrjaði hann í borð- tennis og varð það síðan hans aðalíþrótt. Hann vann fjölda titla og spilaði borðtennis til gamals aldurs. Íþróttir voru hans aðaláhugamál og hann horfði á ómælt magn af hand- bolta sem hann vildi mikið spjalla um. Hann hunsaði það alla tíð að ég vissi ekkert um handbolta og hafði engan áhuga, það var bara ekki hans vanda- mál. Pabbi er mín fyrirmynd í svo mörgu. Hann var jákvæður, orkumikill og duglegur, traust- ur og alltaf hvetjandi. Mamma og pabbi voru bara þannig að þau tóku fólki með knúsi og kossum og allir voru velkomnir í Fögrubrekkuna. Þegar þau hittu Eyrúnu konuna mína í fyrsta skipti, sem þá var orðin ólétt, var hún knúsuð og kysst í bak og fyrir. Svo voru dreng- irnir mínir stöðugt knúsaðir og kysstir, þau áttu bara endalausa ást til að gefa. Pabbi gerði líka allt fyrir okkur, skutlaðist hægri vinstri og passaði stöðugt upp á að allt væri í lagi hjá okk- ur. Hann var alla tíð minn klett- ur og aldrei efaðist ég um styrk hans og getu til að passa upp á velferð fjölskyldunnar minnar. Í seinni tíð, og eftir að mamma dó, fékk ég að launa honum ör- lítinn part af öllu því sem hann hafði gert fyrir mig í gegnum tíðina. Það sem breyttist aldrei var að við pabbi vorum alltaf bestu vinir og treystum hvor á annan. Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur veitt mér í lífinu og ég vona að þú njótir þess að spila og dansa við mömmu á himnum. Brynjar Emilsson. Emil tengdafaðir minn var ekki hár í loftinu en hann var stór persónuleiki með risastórt hjarta. Ég var 23 ára þegar ég kom fyrst í heimsókn til verð- andi tengdaforeldra minna og fann þá strax hversu hlý og góð Emil og Elín voru. Þau létu það ekki slá sig út af laginu að við Binni ættum von á okkar fyrsta barni þrátt fyrir stutt kynni. Ég var velkomin strax frá fyrstu stundu. Þegar ég kynntist þeim hjónum voru þau komin yfir miðjan aldur. Þau voru engir byrjendur í lífinu en verkefnin sem þeim voru skömmtuð voru ekki alltaf létt. Björgvin sonur þeirra drukknaði aðeins 26 ára að aldri. Missir þeirra var mikill en þau misstu þó aldrei sjónar á því sem var þeim mikilvægast í lífinu. Þau áttu endalaust rými í hjartanu fyrir fjölskyldu sína. Fagrabrekkan var miðstöð barnabarnanna en þar var dekr- að við þau og alveg bannað að ala upp eða að skamma þrátt fyrir ýmis uppátæki og frjáls- lega túlkun barnanna á prúð- mennsku og góðri hegðun. Emil og Elín voru samheldin hjón og áttu mörg sameiginleg áhugamál. Þau ferðuðust, spiluðu á spil og dönsuðu sam- an. Húsbíllinn Bjartur var keyrður landshornanna á milli og þegar bíllinn stóð í inn- keyrslunni fengu börnin að leika sér í bílnum. Þá ferðuðust þau í þykjustunni til útlanda, sulluðu með vatn og fylltu bílinn af leik- föngum. Það mátti. Emil var ótrúlega kraftmikill. Hann var afreksmaður í íþrótt- um en hann stundaði borðtennis til 85 ára aldurs. Emil var alltaf eitthvað að stússa. Oftast var hann að vesenast í kringum barnabörnin. Skutla þeim á æf- ingar, fara með þau í sund, veiðitúra eða bara að græja og redda. Kraftur hans gerði hann ungan í anda. Hann var alltaf til í að prófa nýja hluti. Hann lærði spænsku, keypti nýjustu tækni og var fyrstur manna til að eignast farsíma. Hann var nýj- ungagjarn í mataræði þrátt fyr- ir að hafa alist upp í torfbæ á Akranesi þar sem fæðið var oft fábreytt. Hann borðaði pulsur og pítsur ef það var það sem barnabörnin pöntuðu. Hann gerði sér einnig að góðu til- raunakennda og slysalega elda- mennsku okkar Binna fyrstu ár- in eftir að við fórum að búa. Emil var lífsglaður, gafst aldrei upp og hafði óbilandi trú á sín- um nánustu. Elín kona hans var hans besti vinur. Það var ynd- islegt að sjá hvað þau voru náin og ástfangin alla tíð. Stundum birtist ástin þó í smá tuði og þolinmæðisæfingum en þau voru óaðskiljanleg. Þegar Elín dó eftir stutt veikindi fyrir fjór- um árum fór heilsu Emils að hraka. Líf þeirra var samofið en síðustu skrefin þurfti hann að fara án hennar. Hann hélt þó áfram, fylgdist með íþróttum, naut þess að vera í faðmi fjöl- skyldunnar og gladdist yfir af- rekum barnabarnanna. Það er dýrmætt að hafa átt þau að. Þau skilja eftir sig risa- stórt skarð sem aldrei verður fyllt en það sem skiptir þó mestu máli er það að hafa feng- ið að verða hluti af þeirra lífi. Þau kenndu mér að lífið og fólk- ið sem lifir því er ekki fullkomið og að það er í allt í lagi. Kær- leikur, umburðarlyndi, hjálp- semi og þrautseigja er gott veganesti í lífinu. Ég er ríkari að hafa þekkt þau. Þín og ykkar, Eyrún. Ég reið um sumaraftan einn à eyðilegri heiði. Þá styttist leiðin löng og ströng, því ljúfan heyrði’ ég svanasöng, já svanasöng á heiði. Á fjöllum roði fagur skein. Og fjær og nær úr geimi að eyrum bar sem englahljóm í einverunnar helgidóm þann svanasöng á heiði. Svo undurblítt ég aldrei hef af ómi töfrast neinum. Í vökudraum ég veg minn reið og vissi ei hvernig tíminn leið við svanasöng á heiði. (Steingrímur Thorsteinsson) Nú er komið að leiðarlokum hjá Emil mínum og kominn tími til að kveðja góðan vin og sam- ferðamann til 66 ára. Margt hef ég að þakka og margs er að minnast, fyrstu kynnin voru heima á Linnetstíg í Hafnarfirði, þegar hann kom að heimsækja Elínu Jónsdóttur móðursystur mína sem varð svo lífsförunautur hans í rúm 60 ár. Ella lést 7. sept. 2015. Þegar þetta var bjó ég oft um lengri eða skemmri tíma hjá besta fólkinu í heiminum, þeim ömmu, afa og Ellu frænku. Þau fengu lítinn frið, kær- ustuparið, fyrir stelpuskottinu mér því að mér fannst Emil svo skemmtilegur og hélt víst að ég væri aðalnúmerið á heimilinu, hann var oft ótrúlega þolinmóð- ur við mig eins og þegar hann söng fyrir mig vinsælustu rokk- lögin þegar ég suðaði um það. Emil hafði mjög fallega söng- rödd og ég er viss um að hann hefði getað náð langt hefði hann lagt sönginn fyrir sig. Ömmu minni þótti mjög vænt um Emil enda var alltaf stutt í hennar dillandi hlátur þegar þau náðu saman. Árin liðu í dagsins önn eins og gengur, Emil var farsæll í vinnu og var starfsmaður hjá slökkviliði Keflavíkurflugvallar í marga áratugi ásamt mörgum öðrum störfum inn á milli. Emil og Ella vissu fátt skemmtilegra en að ferðast bæði innanlands og utan, dans var líka í miklu uppáhaldi, þau voru samtaka í að hlúa að sinu heimili og börn- um og eins voru barnabörnin þeim miklir gleðigjafar. Oft hefur verið langt á milli vina, þar sem ég flutti austur á land með mínum lífsförunaut en það breytti engu í okkar sam- bandi, fyrir mig var það eins og að koma heim að koma til Emils og Ellu. Síðustu 10-15 árin voru ég og vinur minn svo heppin að fá að ferðast mikið með þeim sem var meiriháttar, það sem ég sakna þeirra. Að leiðarlokum vil ég þakka Emil mínum, sem var einstak- lega ljúfur maður og kurteis, hafði einstakan húmor og síðast en ekki sist var mér alltaf svo góður. Ég votta börnum Emils og fjölskyldum innilega samúð. Minningin lifir um Emil Páls- son. Sóley Sigursveinsdóttir. Emil Ottó Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.