Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 Í NJARÐVÍK Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Njarðvíkingar fengu Tindastól í heimsókn í Njarðtaks-Gryfjuna í 2. umferð Dominosdeildar karla í gær- kvöldi. Njarðvíkingar mættu brattir til leiks eftir sigur í fyrstu umferð en það voru Tindastólsmenn sem voru ívið sterkari mestallt kvöldið og lönd- uðu nokkuð verðskulduðum sigri 83:75 eftir að Njarðvíkingar höfðu leitt með tveimur stigum í hálfleik. Njarðvíkingar komu grimmir til leiks og skoruðu fyrstu 7 stig leiks- ins. Eftir það hófst ákefð og pressa frá gestunum og skoruðu þeir næstu 10 stig leiksins. Eftir að hafa tapað illa í fyrstu umferð gegn Keflavík sýndu Tindastólsmenn gríðarlegan karakter í þessum leik. Öskraðir áfram frá fyrstu mínútu af þjálfara þeirra, Baldri Ragnarssyni, pressuðu þeir leikmenn Njarðvíkinga hátt á vellinum allt frá fyrstu mínútu. Þrátt fyrir að Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, vildi meina að þessu hefðu þeir grænklæddu búist við virtist þessi pressa koma Njarð- víkingum í opna skjöldu og leikmenn voru ragir og köstuðu boltanum í sí- fellu út af eða í hendurnar á gest- unum. Vendipunkturinn í leiknum var svo þriðji leikhluti, sem fyrr segir, þegar Tindastólsmenn tóku öll völd og spiluðu við hvurn sinn fingur. Gerald Simmons, sem minnir óneitanlega á Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets, tók til að keyra að körfu Njarð- víkinga án þess að liðið kæmi nokkr- um vörnum við. Varnarleikur Njarð- víkinga, sem áður hefur verið til vandræða, lét sig vanta og sóknar- leikurinn var í besta falli tilvilj- anakenndur hinum megin á vellinum. Ef liðið ætlar að stóla á sóknarleikinn til að vinna leiki kallar undirritaður þá eftir því að liðið komi boltanum hraðar fram völlinn og hlaupi. Eitt af aðalsmerkjum liðsins til margra ára, sem skilaði fánum í rjáfrin. En vænt- ingar til beggja liða eru miklar og öllu er tjaldað til í Skagafirðinum. Liðið er gríðarlega vel mannað sem fyrr og Baldur þjálfari kemur með mikla ákefð og baráttu til liðsins. „Þetta var sterkt að koma svona til baka eftir slæmt tap í fyrstu umferð og gerir mikið fyrir liðið okkar,“ sagði Baldur.  Íslandsmeistarar KR unnu öruggan sigur á Haukum, 102:84. Munurinn var þrettán stig fyrir loka- leikhlutann og sigurinn aldrei í hættu eftir það. Bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarsynir voru stigahæstir með 23 og 22 stig fyrir KR, og Michael Craion skoraði 20 stig og tók 9 fráköst. Hjá Haukum hafði Kári Jónsson nokkuð hægt um sig og skoraði 8 stig en gaf 10 stoð- sendingar, en Haukur Óskarsson hitti afar vel og var með 24 stig.  Grindavík var áfram án síns bandaríska leikmanns, Jamal Olase- were, vegna meiðsla þegar liðið mætti Keflavík í grannaslag. Úr varð þó spennandi leikur nánast allt til enda, en Keflvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og komust auðveld- lega að körfunni. Dominykas Milka skoraði 25 stig fyrir þá og Deane Williams 23 auk þess að taka 10 frá- köst, og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 15 og gaf 12 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Dagur Kár Jóns- son stigahæstur með 20 stig.  Valsmenn voru 14 stigum undir gegn Þór Þ. um miðjan þriðja leik- hluta, 46:60, en unnu að lokum 14 stiga sigur í staðinn, 87:73. Frank Aron Booker skoraði 25 stig, þar af 12 stig úr fjórum þristum í lokaleik- hlutanum, og Pavel Ermolinskij skoraði 15 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Þór var Vincent Bailey í banastuði og skoraði 32 stig.  Stjarnan vann ÍR af öryggi, 103:74. Kyle Johnson skoraði 21 stig og Jamar Akoh 20 auk þess að taka 11 fráköst, og Hlynur Bæringsson skoraði 15 stig og tók 12 fráköst. Hjá ÍR var Georgi Boyanov stigahæstur með 20 stig og Collin Pryor skoraði 18 á sínum gamla heimavelli. Tindastóll svaraði fyrir sig  Eftir slæmt tap fyrir Keflavík sýndu Stólarnir mikla ákefð og baráttu í sigri á Njarðvík  KR vann Hauka af öryggi  Valur sneri slæmri stöðu við gegn Þór Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Njarðvík Evaldas Zabas sækir gegn Hannesi Inga Mássyni í Njarðvík í gær þar sem Hannes gat fagnað í lokin. Hversu heitt verður þegar Ól- ympíuleikarnir og Paralympics fara fram í Japan á næsta ári? Eins og fram kemur hjá Andra Stefánssyni hér á síðunni er hitastigið helsta áhyggjuefnið vegna Ólympíuleikanna. Greinir hann frá því að farið sé að huga að tímasetningum í úthalds- greinum vegna þessa. Keppt verði í þeim á morgnana eða að kvöldi. Setningarhátíð Ólympíu- leikanna í Tókýó verður 24. júlí og lokahátíðin 9. ágúst. Flottar dagsetningar út af fyrir sig en spurning hvernig hitinn og rak- inn verður í Japan. Ólympíu- leikarnir hafa áður verið haldnir í Tókýó og var það árið 1964. En vel að merkja voru þeir þá haldnir í október. Paralympics verða 25. ágúst til 6. septem- ber. Í bandaríska blaðinu New York Times er að finna grein þar sem því er spáð að leikarnir verði þeir „heitustu“ í sögunni og er þar vísað til hitastigs og raka. Því fylgir rökstuðningur um að sumrin í Japan einkennist gjarn- an af miklum hita og raka. Ekki þurfi hitabylgju til. Blaðið fullyrðir að sé þessi tími skoðaður síðustu tvö árin, lok júlí og byrjun ágúst, hafi tugir þúsunda lent á sjúkrahúsi í Japan vegna veðurs. Rúmlega eitt þúsund létu lífið og þar af voru fleiri en 150 í Tókýó. Hvernig skyldi standa á því að alþjóða ólympíunefndin leyfði þessar tímasetningar? New York Times hefur eftir Dick Pound, fyrrverandi nefndarmanni, að handhafi sjónvarpsréttar í Bandaríkjunum þrýsti mest á að leikarnir fari fram á þessum tíma. Þaðan komi um helmingur af þeim sjónvarpstekjum sem skila sér vegna Ólympíuleika. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is TÓKÝÓ 2020 Kristján Jónsson kris@mbl.is Japönum gengur vel að búa sig undir gestgjafahlutverk sitt á næsta ári þegar Ólympíuleikarnir og Paralympics verða haldnir í Tókýó í júlí og ágúst. Morgun- blaðið ræddi við Andra Stefánsson, sviðsstjóra Afreks- og ólympíu- sviðs ÍSÍ, um gang mála. Var hann einn þeirra sem fóru fyrir hönd Íþrótta- og Ólympíusambandsins að kanna aðstæður í Tókýó í síð- asta mánuði. Að sögn Andra hefur fólk litlar áhyggjur af því að Jap- anir lendi í tímahraki en áhyggj- uraddir heyrast vegna hitans þeg- ar leikarnir fara fram. „Ólympíuþorpið er komið lang- leiðina. Við skoðuðum íbúðir og aðra aðstöðu sem er þar. Þeir eru að tengja saman tvö svæði; ólymp- íusvæðið þar sem það var þegar Japan hélt leikana síðast (1964) og hins vegar svæðið þar sem mikil uppbygging hefur verið. Þar eru margar nýjar og flottar byggingar og margir keppnisstaðir. Akkúrat þarna á milli verður ólympíuþorpið á nýrri uppfyllingu. Er það minna að flatarmáli en í London 2012. Staðsetningin er þægileg og að- staðan flott en um leið reyna gest- gjafarnir að vera hagkvæmir í byggingu. Verður þessu breytt í íbúðarhúsnæði að loknum eins og eftir alla Ólympíuleika. Margt sem er notað er til bráðabirgða. Nú er horft til þess hvernig nýta megi hlutina en einnig til umhverfis- mála,“ sagði Andri. Mannvirkin á áætlun Fyrir leikana árið 2016 voru talsverðar vangaveltur um hvort Brasilíumönnum tækist að upp- fylla þær kröfur sem til þeirra voru gerðar varðandi leikana í Ríó og ljúka framkvæmdum í tæka tíð. Í ólympíuhreyfingunni virðist fólk ekki hafa neinar slíkar áhyggjur varðandi leikana í Tókýó. „Keppnismannvirkin eru bara á mjög góðri siglingu. Við fengum ekki að sjá mörg þeirra innandyra en sáum mörg að utan. Þar virðist allt vera á áætlun en enginn hefur áhyggjur af því að Japanir muni ekki klára á réttum tíma, ólíkt því sem var í Ríó fyrir fjórum árum eða í Aþenu árið 2004,“ sagði Andri. Hitinn og rakinn í lok júlí gæti hins vegar orðið vandamál. Þolgreinar ekki yfir hádaginn „Því sem þeir geta stjórnað gera Japanir vel. Áhyggjuradd- irnar undanfarið snúast um hitann í Tókýó á þeim árstíma sem leik- arnir fara fram. Þeir hafa þurft að bregðast við því og hafa til að mynda fært keppnistímann í maraþonhlaupi til. Einnig er það til skoðunar í fleiri þolgreinum eins og þríþraut að byrja fyrr. Ekki verður keppt yfir hádaginn í vissum greinum á leikunum. Út- haldsgreinar í frjálsum verða til dæmis á kvöldin. Einnig munu þeir setja sérstakt undirlag þar sem hlaupið verður, til að minnka endurvarp frá sól og annað. Er því verið að finna alls kyns lausnir til að bregðast við hitanum og verður áhugavert að sjá hvernig það kemur út,“ sagði Andri Stef- ánsson enn fremur við Morgun- blaðið. Undirbúningur Japana gengur vel  Hitastigið nánast eina áhyggjuefnið fyrir leikana 2020  Reynt að færa tímasetningar á greinum til vegna hita Ljósmynd/ÍSÍ Afrekssviðið Örvar Ólafsson og Andri Stefánsson, starfsmenn afrekssviðs ÍSÍ, með kyndilinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.