Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta BAKSVIÐ Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Félagið IMS ehf. sérhæfir sig í að varðveita og selja sögulegar myndir og hefur til þessa skannað inn um tvær milljónir mynda sem eru allt að hundrað ára gamlar. Arnaldur Gauti Johnson, stofnandi og framkvæmda- stjóri félagsins, segist sannfærður um að mikið sóknarfæri sé fyrir hendi þar sem ekkert sambærilegt fyrirtæki er að sinna þessu í Evrópu. Arnaldur Gauti útskýrir að fyrir- tækið eignist myndasöfn dagblaða gegn því að stafræn myndasöfn verði gerð fyrir dagblöðin, sem halda höf- undarrétti sínum. Þá gefst almenn- ingi kostur á að kaupa upprunalegu pappírseintökin. Hann segir fjöl- miðla oft sitja á stórum myndasöfn- um og ekki hafa fjármagn til að koma myndefni í nútímalegt form. „Með þessu verkefni erum við í raun að bjarga miklum menningarverðmæt- um því mörg svona söfn, að hluta eða í heild, hafa skemmst í bruna, vatns- tjóni eða annað í gegnum tíðina. Margar af þessum myndum eru bara til í þessu eina eintaki og margar hafa aldrei sést áður opinberlega.“ Eitt þriggja í heiminum Myndirnar sem afhentar eru fyrirtækinu eru eftir skönnun settar í sölu á vefnum. „Í geymslum dag- blaða er svo mikil saga og svo mikið af flottum ljósmyndum sem almenn- ingur fær loksins að berja augum og jafnvel eignast.“ Spurður um mark- aðinn fyrir myndirnar svarar fram- kvæmdastjórinn: „Þetta er mjög sér- hæft. Það eru bara tvö fyrirtæki í heiminum sem eru að gera það sama og við. Ásamt hinum fyrirtækjunum erum við að koma þessum myndum á markað og þannig er að myndast eftirmarkaður með þetta.“ Hann segir myndirnar eiga sér- staklega erindi inn á markað fyrir safnara. „Það er fullt af fólki byrjað að kaupa þetta og selja aftur.“ Arnaldur Gauti útskýrir að um er að ræða sölu á upprunalegum ein- tökum ljósmynda og að fólki gefist þannig tækifæri til að eignast hlut úr sögunni. „Þetta eru myndir sem not- aðar voru þegar blöðin voru prentuð og hafa legið í söfnum fjölmiðla í tugi ára.“ En myndirnar eru af ýmsum toga. „Þetta geta verið myndir af frægu fólki, Marilyn Monroe eða Elvis Presley, af all konar sögutengdum viðburðum eins og úr seinni heims- styrjöldinni eða íþróttum. Fólkið sem kaupir er ekki bara að kaupa gamla mynd heldur mynd sem teng- ist áhugamáli þess. Allt sem hefur gerst í hundrað ár er í þessum geymslum hjá dagblöðunum. Svo er fólk að finna ættingja, húsið sem það bjó í og byggði. Þannig að markaður- inn er stór.“ Hugbúnaður og tækni Mikil vinna liggur á bak við svo hægt sé að taka við miklu magni af myndum og koma þeim í stafrænt form, ásamt því að flokka þær, að sögn framkvæmdastjórans. „Þar er- um við að þróa mjög fullkomið kerfi sem byggir á gervigreind og mikilli sjálfvirkni, við erum að þjálfa vél- búnað í að lesa texta, þekkja andlit, stimpla aftan á myndir, snúa þeim og margt fleira. Þetta gerir okkur kleift að vinna allt að átta þúsund myndir á dag, skanna báðar hliðar og flokka og skrá allar upplýsingar á þeim,“ útskýrir hann. „Við erum að vinna með sumum af færustu sérfræðing- um heims, bæði í gervigreind og í sögu og flokkun ljósmynda, að þessu verkefni og við vitum ekki um neitt sambærilegt kerfi,“ bætir Arnaldur Gauti við. Hann segir lykilinn vera að geta unnið að skönnun margra mynda á dag. „Þegar við byrjuðum í þessu fannst okkur mjög merkilegt að geta unnið úr hundrað til fjögur hundruð myndum á dag, en við erum núna komin í vinnslu á í kringum sex til sjö þúsund myndum á dag. Menn hafa reynt þetta áður, en þá í mun minna magni. Magn skiptir öllu í þessum rekstri, annars gengur það ekki. Með því að ná að gera þetta í rosalega miklu magni náum við að búa til rekstur í kringum þetta,“ út- skýrir framkvæmdastjórinn. Hann segir tekjur félagsins af sölu vera um það bil 160 til 170 milljónir króna á ári, en stefnt sé að frekari vexti. „Við erum að stefna að því að auka þetta umtalsvert. Við teljum okkur vera í stöðu til þess. Það er enginn að gera þetta í Evrópu og við erum að ræða við mjög mörg myndasöfn. Við telj- um okkur hafa færi til þess að ná miklu forskoti á þessum markaði.“ Þá hefur félagið fengið fjárfesta í lið með sér, meðal annars Brunn Ventures. Skrifstofa í Lettlandi „Við erum komnir með um tvær milljónir innskannaðra ljósmynda hérna í Reykjavík og um 1,5 milljónir mynda eru komnar í sölu,“ segir Arnaldur Gauti sem bætir við að fyrirtækið hafi þegar afgreitt um eina milljón mynda frá Daily Tele- graph í Bretlandi. „Við erum núna með samninga við Independent, Svenska Dagbladet í Svíþjóð og fleiri viðræður eru í gangi. Síðan erum við búnir að opna skrifstofu í Ríga í Lettlandi og ráða þar um átta til níu manns. Þar erum við að vinna í því að koma upp miklu öflugri skönnun,“ segir Arnaldur Gauti. Sjö þúsund myndir á dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Safngripir Um tvær milljónir ljósmynda eru í hirslum IMS ehf. og eru 1,5 milljónir þegar komnar í sölu á netinu. Arnaldur Gauti Johnson segir gríðarleg tækifæri vera í Evrópu enda er fyrirtækið það eina sinnar tegundar í álfunni.  Nýta gervigreind við stafræna afritun ljósmynda  Varðveita menningarverð- mæti  Selja almenningi frumeintökin  Stefnt að opnun skrifstofu í Lettlandi 11. október 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.73 125.33 125.03 Sterlingspund 152.36 153.1 152.73 Kanadadalur 93.71 94.25 93.98 Dönsk króna 18.329 18.437 18.383 Norsk króna 13.61 13.69 13.65 Sænsk króna 12.533 12.607 12.57 Svissn. franki 125.45 126.15 125.8 Japanskt jen 1.161 1.1678 1.1644 SDR 170.26 171.28 170.77 Evra 136.92 137.68 137.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.8887 Hrávöruverð Gull 1503.4 ($/únsa) Ál 1731.5 ($/tonn) LME Hráolía 58.02 ($/fatið) Brent Eins og tilkynnt var 21. júlí sl. hef- ur Trygginga- miðstöðin hf. (TM) átt í einka- viðræðum við Klakka ehf. um kaup á fjármögn- unarfyrirtækinu Lykli. Í tilkynn- ingu frá TM segir að þeim við- ræðum hafi lokið í gær með undir- ritun samnings um kaup á 100% hlutafjár í Lykli. Kaupverðið er 9.250 m.kr. og þar að auki greiðir TM hagnað Lykils á árinu 2019 til seljanda. Eigið fé Lykils var 11.688 m.kr. um mitt ár 2019. Í tilkynningunni segir að kaup- verðið verði greitt með handbæru fé og fjármagnað með útgáfu á nýju hlutafé að fjárhæð allt að 3.000 m.kr. og sölu á eignum. Þá kemur fram að TM hafi tryggt sér lánsfjármögnun að fjárhæð allt að 3.000 m.kr. vegna viðskiptanna. TM telur í tilkynningunni kaupin vera hagfelld fyrir hluthafa, enda gera áætlanir ráð fyrir að hagnaður á hvern hlut muni aukast um 20-30% á komandi árum. Hinn 30. júní námu heildareignir Lykils rúmum 40 milljörðum og eig- infjárhlutfall var 29,2%. Efnahags- reikningur TM mun tæplega tvö- faldast við viðskiptin. Viðskiptin eru háð samþykki hlut- hafafundar TM, Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Kaupa Lykil á níu milljarða Sigurður Viðarsson  Efnahagsreikn- ingur TM tvöfaldast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.