Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 ✝ SigurfinnaPálmarsdóttir fæddist í Unhól í Þykkvabæ hinn 16. ágúst 1925. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Lundi á Hellu 1. október 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin og ábúendur á Unu- hóli, Pálmar Jóns- son, f. 9.6. 1899, d. 7.3. 1971, bóndi og bátasmiður, og Sigríður Sigurðardóttir, f. 17.3. 1901, d. 18.12. 1989, hús- móðir og bóndi. Systkini Sigurfinnu eru Krist- jón, f. 13.5. 1927, d. 24.4. 2010. Lára, f. 13.11. 1928, og Svein- Már. Barnabörnin eru níu og eitt langömmubarn. 2) Pálmar Hörð- ur, f. 1953. M. Jóna Elísabet Sverrisdóttir, f. 1955. Börn þeirra eru Sigmar Freyr, Sverr- ir, Sigurfinna og Aldís Harpa. Barnabörnin eru sjö. 3) Heiðrún Björk, f. 1955. M. Kristján Ólafur Hilmarsson, f. 1955. Börn þeirra eru Hilmar, Sigurfinna og Jón- ína Margrét. Barnabörnin eru 10 og eitt langömmubarn. 4) Sigríð- ur, f. 1958. M. Valtýr Georgsson, f. 1956, d. 10.3. 2018. Börn þeirra eru Sindri og Reynir. 5) Sveinn, f. 1962, d. 16.4. 2018. Sigurfinna stundaði ýmis störf; hún var í vist í Reykjavík og einnig í Þykkvabæ. Hún vann við saumaskap og sláturhússtörf á vertíðum, ásamt búskapnum og kartöfluræktinni. Hún var lengi í kvenfélaginu Sigurvon í Þykkvabæ. Útför hennar fer fram frá Þykkvabæjarkirkju í dag, 11. október 2019, klukkan 13. björg Una, f. 6.6. 1930. Hinn 16. júní 1952 giftist Sigur- finna Guðbrandi Sveinssyni frá Borgarholti í Mikla- holtshreppi, f 28.5. 1920, d. 15.6. 2010. Hann var sonur hjónanna Pálínu Svanhvítar Guð- brandsdóttur frá Ólafsvík og Sveins Þórðarsonar frá Álftártungu í Mýrasýslu. Börn Sigurfinnu og Guð- brands eru: 1) Pálína Svanhvít, f. 1951. M. Birgir Óskarsson. f. 1950. Börn þeirra eru Guðrún Ósk, Guðfinna og Sveinbjörn En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. … (Höf. ók.) Í dag er til moldar borin móð- ir okkar og tengdamóðir hún Finna í Unhól eins og hún var alltaf kölluð. Hún var búin að dvelja á Sjúkrahúsi Suðurlands síðan í maí uns hún fór á Dval- arheimilið Lund þann 22. ágúst síðastliðinn, þar sem hún lést 1. október eftir erfið veikindi sem hún hafði átt í síðan í vor. Það var ekki auðvelt að horfa upp á þig svona mikið veika síð- ustu vikurnar. Eftir 94 ára afmælið þitt hrakaði þér mjög hratt. Þú komst heim í Unhól á afmæl- isdaginn þinn 16. ágúst síðast- liðinn og áttir góðan dag í faðmi fjölskyldunnar. Hún mamma var alger nagli. Hún vildi aldrei þiggja neina hjálp, taldi sig nú alveg færa um að gera hlutina sjálf. Hún heklaði og prjónaði mik- ið, en svo fór sjónin að daprast og á endanum var hún mjög sjónskert og talaði um að það væri verst að geta ekkert gert í höndunum né heldur lesið því að það hefði stytt henni stund- irnar mikið. Nú er hún komin í Sumar- landið og eflaust búin að hitta pabba, Svenna og Valtý og farin að „elda og baka“ handa þeim. Hún vildi alltaf að allir fengju nóg að borða og drekka þó að enginn væri svangur né þyrst- ur. Hún var mikill dýravinur og passaði upp á að þau fengu líka nóg að éta. Elsku mamma, vonandi nýtur þú nú sólarinnar í blómabrekku Sumarlandsins, sólarinnar sem þú varst búin að þrá svo heitt í sumar en það fór nú á annan veg. Elsku mamma okkar: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. … (Valdimar Briem) Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Pálína Svanhvít, Pálmar Hörður, Heiðrún Björk, Sigríður og makar. Á fallegum haustdegi 1. októ- ber síðastliðinn kvaddir þú, elsku amma. Minningarnar streyma fram, allar ferðirnar í sveitina til þín og afa, hversu dýrmætt það var að eiga ykkur að og fá að taka þátt í ýmsum sveitastörfum á meðan þið hélduð bú, hvort það var heyskapur, rollustúss, fjós- ferð eða annað. Þú varst glæsileg kona, ákaf- lega myndarleg húsmóðir, þess bar heimili þitt ávallt merki og alltaf var tjaldað til „ferming- arveislu“ þegar kíkt var í heim- sókn en samt var aldrei neitt til með kaffinu að þínu mati. Þú bakaðir bestu kleinur, flatkökur og pönnukökur í heimi (með miklum sykri). Þú hafðir gaman af hannyrðum hvort sem það var að prjóna, hekla eða sauma og eru ófá sokka- og vettlinga- pörin, milliverkin, teppin og fleira sem eftir þig liggja. Þú varst hrein og bein og sagðir ávallt það sem þér fannst og sagðir það oft svo skemmtilega að erfitt var að halda andlitinu. Þú varst ósérhlífin og dugleg, hugsaðir ávallt um aðra hvort sem það var mannfólk eða dýr en þú varst mikill dýravinur. Þú varst ákaflega stolt af afkom- endum þínum og vildir að þeir vissu það. Þú kvartaðir aldrei og aldrei mátti hafa neitt fyrir þér og var það því sárt að þegar þú þurftir á aðstoð að halda sök- um heilsubrests undir það síð- asta var hún ekki auðsótt. Það eru mikil forréttindi að hafa átt þig að. Takk fyrir allt, elsku amma. Hvíldu í friði. Guðrún Ósk. Elsku amma. Í dag kveð ég þig með ást og söknuði. Síðustu daga hafa fallið mörg tár en ég veit að þú kveð- ur sátt og það hlýjar mér um hjartarætur. „Það er bara verst að ég á ekkert til með kaffinu.“ Þetta sagði amma alltaf þegar gesti bar að garði í Unhól, en það var sko öðru nær, allir sem þekktu ömmu vissu betur. Í Unhól svignaði borðið alltaf undan kræsingum hvort sem það var matur eða kaffi, frá ömmu fór enginn svangur hvorki menn né dýr. Hún amma var ótrúleg kona og það sýndi hún best í veik- indum sínum síðustu mánuði. Hún var með hjarta úr gulli og taugar úr stáli. Amma var afar hreinskilin og sagði hlutina eins og þeir voru án þess að móðga neinn, oft höfum við hlegið að þessu því að hún sagði hlutina líka svo skemmtilega. Að hafa fengið að alast upp við að eiga ömmu og afa í sveit eru forréttindi. Fyrir litla stelpu að fá að taka þátt í bú- störfum og kartöfluræktinni er ómetanlegt. Hvort sem það var heyskapur eða kartöfluupptaka sá amma til þess að það væri nóg að borða og oft hjálpaði ég henni að smyrja nestið til að fara með út í kartöflugarð, heimabakaðar flatkökur, þær bestu í heimi, kleinur, pönnu- kökur með sykri og svo þurfti að vera nóg af öllu svo enginn yrði svangur. Amma og afi bjuggu í Unhól allan sinn búskap, svo þegar afi lést 2010 þá bjó amma ásamt Svenna yngsta syni þeirra þar til 2018 þegar Svenni lést skyndilega, amma bjó þá ein al- veg þangað til á vormánuðum þegar hún veiktist. Í sumar dvaldi hún á Selfossi á hjúkr- unarheimili en síðasta mánuð á Lundi á Hellu. 16. ágúst sl. varð amma 94 ára og gat hún komið heim í Un- hól og þar var haldin veisla og það var sko nóg með kaffinu að hennar hætti. Elsku amma, það er mér svo dýrmætt að hafa átt þig að í lífi mínu og síðustu daga hafa kom- ið upp í huga mér svo margar minningar sem ég geymi sem gull í hjarta mínu. Elsku amma, nú ertu komin til afa, Svenna og Valtýs sem taka á móti þér með opinn faðminn. Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga skammt af sæld og þraut, sér til þess að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífs míns braut. Hann, sem er mér allar stundir nærri, á við hverjum vanda svar og ráð, máttur hans er allri hugsun hærri, heilög elska, viska, föðurnáð. Morgundagsins þörf ég þekki eigi, það er nóg, að Drottinn segir mér; Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú í dag ég styð og hjálpa þér. Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum frið og styrk, sem ekkert buga má. Auk mér trú og haltu huga mínum helgum lífsins vegi þínum á, svo að ég af hjartaþeli hreinu, hvað sem mætir, geti átt með þér daginn hvern, eitt andartak í einu, uns til þín í ljóssins heim ég fer. (Sigurbjörn Einarsson) Elsku amma. Ástarþakkir fyrir samfylgd- ina. Þín Guðfinna. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Sofðu rótt elsku amma. Kristjana Dögg, Heiðrún Rut, Jón Haukur, Sigurður Helgi og Kolfinna Lind. Elsku amma. Ég veit ekki hvar ég á að byrja, mér finnst svo skrítið að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Þegar ég hugsa til þín er mér efst í huga þakklæti fyrir allt sem þú hefur kennt mér og allt sem þú hefur gert fyrir mig og börnin mín. Mínar bestu æskuminningar eru úr sveitinni hjá þér og afa, það sem ég hlakkaði alltaf til að koma til ykkar í sumarfrí, ég gat ekki beðið eftir því. Að fá að fara með þér í fjósið að mjólka, að skrifa fyrir þig á miðana sem fóru á kartöflupokana, að fá að velja jógúrt úr mjólkurbílnum, heyskapurinn, kartöfluupptak- an og allt það sem ég fékk að gera með ykkur í sveitinni. Þú kenndir mér að vera ávallt góð við alla, bæði dýr og menn, því þannig varst þú. Þú varst svo mikill dýravinur, enda sýndi það sig best þegar þú fórst á Lund og eignaðist þar tvær kis- ur sem þú talaðir um sem kis- urnar þínar og sendir svo alltaf kveðju til Eyja til kisunnar hennar Kolfinnu. Eftir að ég átti börnin mín fylgdist þú alltaf vel með og vildir fá fréttir af öllum, hrós- aðir okkur öllum og hvattir áfram, svo varð ég amma og þú langalangamma og mér fannst svo dásamlegt að sjá hvað þið Kolfinna náðuð vel saman og talar hún oft um þig. Ég dáist að því hversu dugleg þú varst elsku amma mín, alla þína ævi og fram að hinsta degi, þú vannst úti, bakaðir, eldaðir, saumaðir og prjónaðir á alla, sást um heimilið og kvartaðir aldrei, þú varst sannkölluð ofur- kona. Þeir sem komu til þín í Unhól fengu alltaf nóg að borða, því þú hugsaðir alltaf fyrir því að eng- inn færi svangur frá þér og allt- af var hlaðborð hjá þér bæði í mat og kaffi. Afmælið þitt 16. ágúst sl. var dýrmæt stund þar sem við komum öll saman og áttum yndislegan dag með þér. Það er skrítið að hugsa til þess að ég muni ekki koma aftur til þín í Unhól í kaffi og spjall. Elsku amma mín, þakka þér fyrir alla ástina sem þú gafst mér og börnunum mínum, ég mun sakna þín sárt og minning þín mun lifa í hjörtum okkar allra að eilífu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Þín nafna, Sigurfinna Kristjánsdóttir. Sigurfinna Pálmarsdóttir Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig. ✝ SigurlaugIngvarsdóttir fæddist á Blönduósi 20. október 1952. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni á Hvammstanga 27. september 2019. Foreldrar hennar voru Ingvar Ágústsson, bóndi á Ásum í Svínavatns- hreppi, f. 12.1. 1906, d. 13.10. 1996 og Sigurlaug Jósefína Sigurvaldadóttir, hús- freyja og bóndi sama stað, f. 13.11. 1914, d. 21.1. 1986. Systk- ini Sigurlaugar eru 10: Sigur- valdi Óli, f. 8.3. 1935, d.15.10. 2012, Sigmar, f. 12.9. 1936, Guð- laug, f. 26.9. 1938, Erla, f. 26.9. 1936, Hreinn, f. 15.6. 1940 d. 15.8. 2014, Hannes, f. 16.1. 1945, Erlingur, f. 13.4. 1946, d. 3.12. 2015, Hörður Viðar, f. 28.4. 1949, Guðmundur, f. 24.2. 1951 og Bára, f. 1.4. 1954. Sigurlaug giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Ragnari Gunnlaugssyni, f. 17.3. 1941, þann 12. júní 1971. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Auðunn Jóhannesson, bóndi á Bakka, f. 16.11. 1894, d. 1.1. 1970, og Anna Teitsdóttir, húsfreyja og bóndi á Bakka, f. 1.12. 1894, d. 10.6. 1978. Sigurlaug og Ragnar eign- uðust fjögur börn en þau eru: Gunnlaugur Auðunn, f. 19.2. 1971, hagfræðingur og skrif- stofustjóri byggingafélagsins MótX, búsettur í Kópavogi. Ingvar Friðrik f. 5.4. 1972, bú- fræðingur og bóndi Syðra- Kolugili í Víðidal, sambýliskona hans er Malin Persson. Þau eiga tvo syni, Ragnar Friðrik framhaldsskóla- nema, f. 26.5. 1998, og Claes Hákon framhaldsskóla- nema, f. 25.3. 2002. Dagný Sigur- laug, bóndi og hús- freyja á Bakka, gift Erni Óla Andr- éssyni. Þau eiga tvö börn, Ágúst Andra framhaldsskóla- nema, f. 4.7. 1998 og Sigurlaugu Ernu, f. 19.10. 1999, stúdent og hjúkrunar- nema. Anna Heiða, f. 17.12. 1982, býr á Hvammstanga. Stúdent frá Tækniskólanum í Reykjavík. Sigurlaug var í farskóla í Svínavatshreppi og lauk þar barnaskólaprófi. Hún var svo einn vetur í framhaldsnámi í Húnaveri og einn vetur í gagn- fræðadeild á Blönduósi. Hún vann og um tíma á Hótel Blöndu- ósi. Árið 1970 kynntist hún eftir- lifandi manni sínum og flutti til hans að Bakka í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu. Tók hún þar við húsmóðurhlutverkinu, auk þess að sinna almennum landbúnað- arstörfum og vera í sláturvinnu í sláturhúsi KVH nokkur haust. Þann 1. júlí 1999 brugðu þau hjón búi og fluttu á Hvamms- tanga. Um haustið fór hún að vinna í KVH á Hvammstanga og vann þar á meðan heilsan leyfði. Síðasta mánuðinn dvaldi hún á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga. Útför Sigurlaugar verður gerð frá Hvammstangakirkju í dag, 11. október 2019, klukkan 15. Margar góðar minningar um mæta konu koma upp í hugann við ótímabært fráfall Sissu á Bakka í Víðidal. Ung kynntist hún Ragn- ari frænda mínum og stóð þétt við hlið hans alla tíð. Fáum árum áður hafði ég verið nokkur sumur í sveit hjá afa mínum og ömmu á Bakka sem bjuggu með Ragnari syni sínum. Ragnar var kraftmik- ill dugnaðarbóndi og með okkur myndaðist sterk vinátta og kær- leikur. Aldursmunur var nokkur á milli okkar Ragnars og því fannst mér sérkennilegt þegar hann tók sér konu sem var fáeinum mán- uðum eldri en ég. Það hlýtur að hafa reynst Sissu erfitt jafn ungri og hún var að flytjast í sveit þar sem hún var al- gerlega ókunn, ala upp börn og stunda búskap með helsta bónda sveitarinnar. Það kom hins vegar fljótt í ljós að mikill dugur var í ungu bóndakonunni og eftir því sem árin liðu komu hennar styrk- leikar æ betur í ljós. Sissa hafði sínar skoðanir sem gátu verið frá- brugðnar þeim sem almennt ríktu í Víðidalnum en oftar en ekki voru þær nær þeim breyttu sjónarmið- um sem þá voru að ryðja sér til rúms. Sissa tók mér vel frá upphafi kynna okkar og heimfærði vináttu okkar Ragnars á sig. Alla tíð hefur verið eftirsóknarvert að heim- sækja Sissu og Ragnar, hvort heldur sem er á Bakka eða Hvammstanga, enda gestrisnin mikil, húsmóðirin listakokkur og óþrjótandi efni í skemmtilegar samræður. Fyrir þetta er þakkað og verður geymt í dýrmætum sjóði minninga. Sissa og Ragnar eignuðust fjögur mannvænleg börn sem ól- ust upp við sveitalífið á Bakka. Það lýsir framsýni þeirra að fyrir tveimur áratugum, þegar í ljós kom að Dagný dóttir þeirra og tengdasonur gætu hugsað sér að stunda búskap, þá lögðu Sissa og Ragnar til vistaskipti. Dóttirin og tengdasonurinn tóku við búsfor- ráðum á Bakka en foreldrarnir fluttu á Hvammstanga. Þannig var tryggð áframhaldandi búseta á Bakka. Um svipað leyti tók Ingvar sonur þeirra við búinu á Syðra-Kolugili handan Víðidalsár- innar. Systkinin og fjölskyldur þeirra reka þar myndarbú sem hafa vaxið og dafnað í skjóli dugn- aðar og vinnusemi. Það er því bjart yfir búskapnum í Víðidaln- um, þökk sé Sissu og Ragnari. Sissa var frá barnmörgu sveita- heimili og átti ekki kost á frekari menntun eftir skyldunámið. Hún var vel greind og hæfileikarík. Þegar hægðist um hjá þeim Ragn- ari gaf hún sér tíma til að sinna margs konar hannyrðum og hand- verki og listrænir hæfileikar komu í ljós. Heimili þeirra ber þess glöggan vott. Ströngu stríði Sissu við veikindi er lokið. Eftir situr sár söknuður og sorg hjá Ragnari, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Megi algóður Guð vera með þeim og sefa sorg þeirra og að góðar minningar veiti þeim birtu og hlýju. Fjölskylda mín færir Sissu kærar þakkir fyrir allt sem hún veitti okkur og gaf. Blessuð sé minning Sigurlaugar Ingvars- dóttur. Halldór Árnason. Sigurlaug Ingvarsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.