Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 21
hægt var að leggja á mannlegan líkama. Skipulagða tengdarmóðir mín kláraði öll sín mál og lagði verkefnin í hendur fjölskyldunnar og fékk hvíldina langþráðu. Hún kvaddi okkur sátt við sitt og við sátt við hana. Elsku hjartans Alma, nú kveðj- umst við að sinni. Það var erfitt að sleppa takinu því við áttum eftir að gera svo margt saman fjöl- skyldan. Takk fyrir að hafa verið mér einstök tengdamóðir og kennt mér svo margt sem ég hef tekið með mér út í lífið. Við mun- um passa vel upp á Jón þinn þar til þið hittist á ný. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín tengdadóttir, Helga Sigrún Þórsdóttir. Elsku amma, nú ertu farin frá okkur. Ég á eftir að sakna þín, að föndra og baka með þér. Við áttum oft góða tíma saman og vorum góðar vinkonur. Það voru ófá skiptin sem ég fór með þér og afa upp í sumarbústað og stundum komu mamma, pabbi og Nadia Liv. Ég rifja upp núna með mömmu eitt skiptið þegar við höfðum eytt nokkrum dögum saman í sum- arbústaðnum, það var búið að vera rosa gott veður og við borð- uðum kvöldmatinn úti. Seinna um kvöldið fórum við tvær og tókum til bakkelsi og tjölduðum undir kastalanum og buðum í kvöldkaffi, það var mjög skemmtilegt. Við áttum oft saman gæða- stundir þar sem við fórum í bakarí og skemmtum okkur í búðum og oftar en ekki kom eitthvert fönd- urdót með heim. Ég man að í sumar þegar við öll áttum heima hjá ykkur afa á með- an við vorum að byggja húsið okk- ar þá vorum við Nadia heima hjá þér á meðan mamma og pabbi voru að vinna í húsinu okkar og þá skipulagðir þú göngutúr með okk- ur um Kópavoginn. Við fórum með brauð að gefa öndunum og gengum svo um dalinn, spjölluð- um og enduðum á að fara í bak- aríið. Það var gott að eiga heima hjá ykkur afa síðustu mánuði og þú tókst alltaf á móti mér þegar ég kom heim úr skólanum. Takk fyrir allt, elsku amma, vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna og fylgir okkur áfram um ókomin ár. Elska þig. Þín Eva Natalie. Elsku amma Alma, mér fannst gaman að vera með þér. Mér þyk- ir vænt um allar stundirnar sem við áttum saman, t.d. þegar við spiluðum. Alltaf þegar við gistum í Arnarsmáranum þá læddist ég inn til ykkar afa á morgnana til að athuga hvort þið væruð vöknuð. Þá settist ég á rúmið ykkar og hélt í höndina þína og spjallaði við þig á meðan afi Nonni hraut. Þið áttuð flottan sumarbústað. Það var mjög skemmtilegt að vera með ykkur þar. Ég var mjög glöð þeg- ar við héldum jólin saman. Þegar ég kom á spítalann að heimsækja þig þá hlógum við saman og knús- uðumst mikið. Ég elska þig mjög mikið. Viltu láta ljós þitt skína á rúmið mitt. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) María Sigrún Jónasdóttir. Nú hefur elsku amma Alma kvatt þennan heim. Ég sakna hennar gríðarlega mikið og finnst svo sárt að kveðja. Amma Alma var mér afskaplega góð og vildi alltaf allt fyrir mig gera. Amma Alma átti stóran part í hjarta mínu og mun eiga þann stað allt mitt líf. Amma Alma barðist við mikil og alvarleg veikindi en lét okkur aldrei sjá eða finna fyrir erfiðleik- unum sem hún gekk í gegnum. Hún var alltaf glöð og til staðar þegar maður þurfti á henni að halda. Ég elskaði að borða hjá ömmu Ölmu því hún vissi alltaf nákvæmlega hvað ég vildi og eld- aði það best. Mér þykir vænt um öll jólin sem við eyddum saman, bæði í Kópavogi og heima í Eyj- um. Jólamaturinn hennar ömmu fannst mér bestur. Takk fyrir allt, elsku amma Alma. Við munum passa upp á afa Nonna. Hvíldu í friði. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, sem fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þinn Jón Grétar Jónasson.  Fleiri minningargreinar um Ölmu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 ✝ Anna GuðrúnBjarnardóttir fæddist í Fagur- gerði á Selfossi 14. apríl 1933. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands 29. september 2019. Foreldrar hennar voru Anna Eiríks- dóttir frá Sand- haugum í Bárðar- dal, f. 28.3. 1904, d. 22.9. 1980, og Björn Sigurbjarn- arson frá Hringveri á Tjörnesi, f. 8.5. 1891, d. 3.3. 1969. Systkini Önnu Guðrúnar eru Björn, Aldís, Sturla,Valtýr og Baldur, eru þau öll látin. Anna Guðrún giftist 27.11. 1954 Herði Sigurgrímssyni frá Holti í Stokkseyrarhreppi, f. 29.6. 1924, d. 9.6. 2011, foreldrar hans voru Unnur Jónsdóttir, f. á Íshóli í Bárðardal 6.1. 1895, d. 4.4. 1973, og Sigurgrímur Jóns- son, f. í Holti 5.6. 1896, d. 17.1. 1981. Börn Önnu Guðrúnar og Harðar eru 1) Jóhanna Sigríður, f. 1.11. 1955, m. Már Ólafsson, f. 11.1. 1953, börn þeirra a) Magn- ús, f. 1977, m.Vigdís Unnur Páls- dóttir, f. 1975, dætur þeirra Ás- dís María og Iðunn Freyja, b) Ólafur Árni, f. 1979, barnsmóðir hans Erna Björk Baldursdóttir, f. 1979, sonur þeirra er Árni Már, 1997, e) Baldur Þór, f. 1998. 4) Anna Harðardóttir, f. 3.2. 1964, m. Sigurður Kristinsson, f. 17.12. 1964, þeirra börn a) Elín, f. 1984, sambýlismaður Omar Khaled Hamed, f. 1984, b) Lára, f. 1988, sambýlismaður Roberto Luigi Pagani, f. 1990, c) Atli, f. 1992, sambýliskona Hulda María Gunnarsdóttir, f. 1988. 5) Sig- urður, f. 26.9. 1967, m. Manon Laméris, f. 11.1. 1973, þeirra son- ur er Nik, barnsmóðir Sigurðar er Viðja Hrund Hreggviðsdóttir, f. 1976, þeirra dóttir er Hjördís Björg, f. 1996, unnusti Hrafnkell Úlfur Úlfarsson, f. 1994. Anna Guðrún var alin upp hjá móðursystur sinni, Jóhönnu Sig- ríði Eiríksdóttur ljósmóður, og manni hennar Sigurði I. Sigurðs- syni í Dvergasteinum á Stokks- eyri. Hún hlaut sína barnaskóla- menntun á Stokkseyri, stundaði nám við Héraðsskólann á Laug- arvatni og útskrifaðist úr Hús- mæðraskóla Reykjavíkur 1953. Á yngri árum sínum vann Anna Guðrún í Kaupfélagi Árnesinga á Stokkseyri. Árið 1955 stofnuðu Anna Guðrún og Hörður fé- lagsbú í Holti ásamt foreldrum Harðar og bræðrum hans Jóni og Vernharði og þeirra mökum. Anna Guðrún var í Kirkjukór Stokkseyrarkirkju, Búnaðarfé- lagi Stokkseyrarhrepps, Kven- félagi Stokkseyrar og tók virkan þátt í starfi eldri borgara fram á síðasta ár. Anna Guðrún bjó í Holti til æviloka. Anna Guðrún verður jarð- sungin frá Stokkseyrarkirkju í dag, 11. október 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. sambýliskona Ólafs er Jónína Ósk Ing- ólfsdóttir, f. 1979, hennar dóttir Hjör- dís Inga Atladóttir, f. 1997, c) Þóranna, f. 1983, d) Hörður, f. 1989, m. Eydís Helga Garðarsdótt- ir, f. 1989, þeirra börn Máni Snær og Sunna Dís. 2) Unn- ur, f. 26.7. 1957, d. 16.7. 1986, sambýlismaður Sig- urður Jónsson, f. 28.2. 1954, þeirra dætur a) Anna Guðrún, f. 1983, sambýlismaður Sigurður Svanur Pálsson, f. 1982, þeirra dætur Unnur Birna og Harpa Kristín, b) Sigríður, f. 1985, sam- býlismaður Robert Randall, f. 1969, þeirra dóttir Freyja Björk. 3) Björn, f. 1.10. 1959, m. Elín María Karlsdóttir, f. 17.9. 1958, þau slitu samvistum 2016. Þeirra börn a) Hörður Gunnar, f. 1981, m. Eyrún Guðmundsdóttir, f. 1987, þeirra börn Hekla Björg og Kári Björn, b) Hanna Siv, f. 1984, sambýlismaður Ólafur Már Ólafsson, f. 1980, þeirra börn Thelma Eir, Almar Elí og Elín Eik. c) Karl Magnús, f. 1987, sam- býliskona Elísabet Heiður Jóhannesdóttir, f. 1986, þeirra börn Valey María og Hörður Flóki, d) Unnar Freyr, f. 1998, unnusta Anna Schlechter, f. Nú þegar amma er farin er það sem situr eftir þessi ótrúlega hlýja og kærleikur sem hún sýndi kunnugum sem ókunnugum. Það skipti ekki máli hvort viðkomandi talaði hennar tungumál, þeir sem höfðu einungis hitt hana í nokkrar mínútur fundu þetta einstaklega hlýja viðmót. Í ömmu fundum við systurnar móðurímynd, hún leyfði okkur að vera eins og við vorum, sýndi okk- ur þolinmæði en lagði okkur lífs- reglurnar ljúflega. Hún var svo góð, reiddist aldrei eða æsti sig, sýndi okkur ómælda hlýju og ást. Hún stússaði í kringum okkur systurnar, eldaði kakósúpu sér- staklega fyrir okkur þegar við komum í heimsókn yfir nótt, bað- aði okkur og las fyrir okkur. Eitt kvöldið þegar við vorum komnar upp í rúm settist amma á rúmstokkinn og við fórum með faðirvorið. Sigríður spurði um guð og af hverju guð hefði tekið mömmu, þá sagði amma að guð tæki þá góðu fyrst, hann vildi hafa þá hjá sér. Frá Holti eigum við margar bestu minningar uppeldisáranna, hvort sem það var í fjósagallanum úti á túni eða náttkjólunum uppi í rúmi. Holt 1 bauð upp á ótalmörg ævintýri, með stóra frystiskápn- um niðri og kalda háaloftinu þar sem mátti gramsa og leika sér. Minnisstætt er þegar við syst- urnar höfðum verið að baka með ömmu, góðgætið fór upp í búr til að kæla það en við systurnar vor- um fljótar að læðast að kíkja á það. Amma sagði þá við afa að það væru komnar mýs í búrið. Á full- orðinsárunum lítum við upp til hennar, við skiljum betur ósýni- leg afrek húsmóðurinnar ömmu og dáumst að sambandi þeirra afa. Við vissum að þessi dagur myndi koma, að þú yrðir lögð til hinstu hvílu, en lengi vel virtistu ekkert eldast og það verður skrýtið að geta ekki komið aftur í heimsókn í Holt 3, fá kaffi og spjall og skrifa í gestabókina. Eftir að afi dó fórstu til miðils sem sagði að mamma okkar væri með börn í kringum sig. Núna hugsum við til þín uppi á himnum með dóttur þinni, mömmu okkar, að passa börnin. Að fá að eiga þig sem ömmu var það næsta sem við komumst því að alast upp með mömmu. Við erum þakklátar fyrir að hafa átt svona langan og góðan tíma með þér. Anna Guðrún og Sigríður Sigurðardætur. Það var árið 1960 sem við Didda urðum svilkonur og ég flutti niður að Holti inn í stóra húsið. Þar bjuggu þá fyrir Didda og Haddi með þrjú elstu börnin og tengdaforeldrar okkar, þau Sigurgrímur og Unnur. Í nýbyggðu húsi við hliðina bjuggu svo Gyða og Venni. Það var vel tekið á móti mér og mér leið vel í félagsskap kvennanna í Holti. Viðmót Diddu var hlýlegt og glaðlegt, en hún var einstak- lega vel gerð manneskja. Geðgóð svo ekki man ég eftir að heyra hana hvessa sig við börn eða dýr og aldrei lét hún orð falla í reiði. Hún gat þó verið föst fyrir ef því var að skipta og lét ekki vaða yfir sig. Fyrstu sex árin bjuggum við hvor á sinni hæðinni í stóra hús- inu. Ég hafði stofu og eldhús uppi til yfirráða en Didda bjó á neðri hæðinni. Það var ósjaldan sem þær kölluðu í mig, að koma niður í kaffi, Didda og Unnur tengda- móðir okkar, og þannig hófst mín kaffidrykkja, með molasykri og mikilli mjólk í eldhúsinu hjá Diddu. Í 35 ár bjuggum við í félagsbúi þessar þrjár fjölskyldur og féll sjaldan skuggi á samstarfið. Sam- an ólum við upp 16 börn sem fæddust á næstum 20 ára tímabili. Við stóðum í hús- og fjósbygging- um saman og sumar eftir sumar voru smiðir eða vinnumenn í fæði hjá okkur til skiptis. Þó við tækj- um ekki þátt í útiverkum að ráði fyrr en börnin voru öll farin að heiman, var nóg að gera á stórum heimilum. Eftir að við Nonni fluttum upp á Selfoss komu þau Didda og Haddi oft við og eftir að bræð- urnir voru fallnir frá héldum við Didda og Gyða miklu sambandi og höfum stutt hvor aðra til þessa dags. Fráfall Diddu er því stórt skarð og missir fyrir okkur hinar og er hennar sárt saknað. Jóna Ásmundsdóttir. Anna Guðrún Bjarnardóttir mér að hann væri svo þakklátur fyrir lífshlaup sitt, frábæru kon- una sína og öll elskulegu börnin sín, að það væri vanþakklæti að fara fram á meira. Hann var maður ævintýra hann bróðir minn og hann gaf litlu syst- ur sinni hlutdeild í þeim, í leik ásamt fjörugum vinum og bróður okkar. Hann brá sér með tilþrifum í hlutverk hetjanna úr kvikmynd- um eftirstríðsáranna og helstu strákabókmenntum þess tíma og lék töfrabrögð. Hann hafði hríf- andi frásagnargáfu og ævintýrin sem hann lauk upp fyrir systur sinni náðu langt út fyrir sjónsvið daglegs lífs og litla samfélagið sem við vorum sprottin upp úr. Það hlaut því að koma að þeirri stund að hann leitaði ævintýranna á öðrum miðum. Hann skrifaði litlu systur utan úr heimi og lýsti framandi lifnaðarháttum manna og dýra og hún svaraði í sjálf- hverfu barnsins: „Öddi minn, viltu útvega mér lítinn apakött í búri,“ viss um að hann færi nú létt með að töfra fram eins og einn lítinn apakött í útlandinu. Á ferðalögum innanlands naut hann náttúrunnar, fróður um land og sögu, stundaði skíðaferðir allt frá bernsku og brá sér gjarnan í hlutverk leiðsögumanns ef svo hentaði. Hann var hrókur alls fagnaðar, hafði næmt auga fyrir spaugileg- um hliðum mannlífsins og það var eins og hann ætti innbyggt brand- arasafn, til taks í samræmi við að- stæður og andrúmsloft. Á æskuheimili okkar gekk um- ræðan hins vegar út á nærum- hverfið og samfélagið í stóra sam- henginu. Amma og afi á efri hæðinni, heiðursfélagar í verka- lýðshreyfingunni, og við fjölskyld- an niðri, mamma, pabbi og börnin, sem áttum okkar fyrstu bernsku- minningar frá pólitískum fundum í kjöltu foreldranna. Áköf umræða sem bergmálaði misómþýð um húsið og kenndi okkur að lífið væri ekki öllum auðvelt og okkar ábyrgð væri að horfa ekki framhjá þeim sem færu halloka. Hann Örn bróðir minn var meðvitaður um þá lexíu og alvarleg samfélagsum- ræða var honum ekki síður hug- leikin en léttleiki tilverunnar. Erna konan hans og börnin fjögur voru, eins og hann sagði sjálfur, hans stóra lán í lífinu svo ekki sé nú minnst á afabörnin sem hann tjáði systur sinni að væru dá- semdin ein hvert og eitt þeirra og tengdabörnin eins og til að undir- strika hans eigin gæfu. Ég kveð hann hjartans góða bróður minn. Hans verður sárt saknað af fjölskyldunni minni, af börnunum mínum sem muna hann uppáhaldsfrænda, þáðu frá hon- um uppörvun og fundu sig sérstök í návist hans. Við sendum fjölskyldunni hans djúpa samúðarkveðju. Helga Birna Gunnarsdóttir. Elskulegur mágur minn er lát- inn. Hann tók veikindum sínum af miklu jafnaðargeði og greip til gamanyrða þrátt fyrir að röddin væri farin að gefa sig. Það var alltaf stutt í glaðlegt samtal og hláturmildi í góðra vina hópi á meðan heilsan leyfði. Fyrir meira en hálfri öld sagð- ist hún Erna systir hafa kynnst pilti sem meðal annars bauð henni út að borða og hafði mikla þekk- ingu á góðum mat, enda var hann lærður þjónn. Hann var líka lærð- ur bólstrari og þar kom fram mikil smekkvísi og gott handbragð við bólstrun húsgagna. Pilturinn var hann Örn, ættaður að vestan, glaðlyndur og skrafhreifinn. Sam- band Ernu og Arnar þéttist og leiddi til hjónabands. Við Jón Freyr kynntumst Erni vel eftir að þau hófu búskap, samgangur fjöl- skyldnanna varð talsverður þar sem nábýli var fyrstu árin og dæt- ur okkar voru á svipuðum aldri og urðu vinkonur. Þau hjónin áttu barnaláni að fagna og Örn fór gjarnan á skíði með börnunum og tók mikinn þátt í áhugamálum þeirra þegar þau stunduðu íþróttir og tónlist. Þegar barnabörnin komu varð Örn dáð- ur afi sem gaf sér tíma til að spjalla og keyra þau á vissum tím- um þegar foreldrarnir höfðu ekki möguleika á slíku fráviki frá vinnu. Örn var mikill sögumaður og hafði frá mörgu að segja þar sem hann hafði um tíma stundað sigl- ingar og hafði glöggt auga fyrir skondnum atvikum. Það var allt- af notalegt að heimsækja Ernu og Örn, þau voru samhent í gest- risni og stundum hafði Örn lagað einhverjar ljúffengar veitingar ásamt Ernu, því að hann var kunnáttumaður við matreiðslu. Um tíma tók hann að sér að fylgja mönnum í endurhæfingu á heilsustofnun til Bandaríkjanna og stóð sig með prýði við það og á seinni árum fór hann að smíða smáhluti sem voru til mikillar gleði fyrir börn og barnabörn. Hann hafði líka fyrr á árum tekið myndir á 8 mm kvikmyndavél af ýmsum atburðum í lífi fjölskyld- unnar svo að hægt var að rifja upp sameiginlegar gleðistundir. Það er margs að minnast og að leiðarlokum þökkum við Jón Freyr fyrir samfylgdina og vott- um Ernu, börnum, tengdabörn- um og barnabörnum innilega samúð. Matthildur Guðný Guðmundsdóttir. Elsku Öddi frændi er fallinn frá. Skemmtilegasti frændi sem hægt er að hugsa sér. Alltaf hress, alltaf brosandi og alltaf með munninn fyrir neðan nefið. Að spjalla við Ödda var eins og að fara inn í ævintýraheim. Hann kunni margar skemmtilegar sög- ur og gaman var að heyra um lífið í gamla daga hvort sem það var á Ísafirði með ömmu og afa eða hið ótrúlega líf hans á sjónum þegar hann var ungur maður. Öddi tal- aði líka alltaf opinskátt um alla hluti og það átti líka við um veik- indin og að brátt kæmi að kveðju- stund. Hann kenndi okkur að maður á að geta litið yfir farinn veg með sátt. Við munum sakna Ödda frænda og alltaf hugsa til hans með hlýju í hjarta. Fjölskyldu hans sendum við ljós og styrk. Ragnheiður Þórdís og Sigríður Elísabet.  Fleiri minningargreinar um Gunnar Örn Gunnars- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR ÁGÚSTSDÓTTIR, Hlíðarhúsum 7, Reykjavík, áður Eik, Mosfellssveit, lést 8. október. Útför hennar fer fram frá Lágafellskirkju miðvikudaginn 16. október klukkan 15. Tómas Lárusson Ágúst Tómasson Elísabet V. Ingvarsdóttir Páll Kristjánsson Fannar Pálsson Bylgja Pálsdóttir Ingvi Ágústsson Tómas Hrafn Ágústsson Magnús Ingvar Ágústsson barnabarnabörn og aðrir aðstandendur Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ val- inn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.