Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 ✝ Dóra Jakobs-dóttir Guðjohn- sen fæddist í Reykjavík 29. maí 1938. Hún lést á Líknardeild Land- spítalans 28. sept- ember 2019. Foreldrar henn- ar voru Jakob Guð- johnsen, rafmagns- stjóri í Reykjavík, f. 23. janúar 1899 á Húsavík, d. 11. október 1968, og Ellý Hedwig Guðjohnsen (fædd Novottnick), f. 3. mars 1903 í Halle í Þýskalandi, d. 12. nóv- ember 1962. Systkini Dóru eru Kristín, f. 10. maí 1928, Stefán, f. 27. maí 1932, d. 7. mars 2008, og Þórður, f. 23. október 1936, d. 18. nóvember 1998. Dóra giftist Bergþóri Jó- hannssyni grasafræðingi, f. 11. desember 1933, d. 10. desember 2006, þann 25. janúar 1957. Dætur þeirra eru 1) Kolbrún blaðamaður, f. 25. júlí 1957. 2) Brynhildur rekstrarhagfræð- ingur, f. 4. desember 1958. Maður hennar var Jens Ingólfs- son, f. 18. desember 1953, d. 19. öldungadeildar Menntaskólans við Hamrahlíð og útskrifaðist þaðan 1975. Hún lauk námi í líf- fræði frá Háskóla Íslands árið 1980. Að loknu námi vann hún á Rannsóknastofu í lífeðlisfræði og Líffræðistofnun háskólans, auk þess sem hún var aðstoðar- kennari við líffræðideild Há- skóla Íslands. Dóra starfaði lengst af sem líffræðingur í Grasagarði Reykjavíkur, eða í 22 ár, frá 1986-2008. Þar vann hún að því að greina, skrásetja og merkja plöntusafnið. Hún sá einnig um íslenska safnhluta garðsins, safnaði íslenskum plöntum og villtu fræi. Dóra vann merkt starf í þágu íslenskrar tungu með því að taka saman íðorðasöfn á sínu fræðasviði, samdi einnig mörg ný nöfn yfir mosa, í samvinnu við eiginmann sinn, plöntur og plöntuættir. Hún var stofnaðili að Orðabanka íslenskrar mál- stöðvar árið 1997 með Ættaskrá háplantna, vann við orðasafnið Nytjaviðir og með öðrum við orðasafnið Plöntuheiti. Dóra sat í Íslenskri málnefnd frá 2011- 2015. Í haust gaf Dóra út ritið Nöfn háplöntuætta, orðasafn með skýringum, sem hún hafði unnið að síðustu 20 ár. Útför Dóru fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 11. október 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. september 2015. Stjúpdóttir Bryn- hildar er Þóra Jensdóttir, f. 13. október 1978. Dótt- ir Brynhildar er Auður Ákadóttir, f. 12. apríl 1989. Eiginmaður Auðar er Sigursteinn Jó- hannes Gunnars- son, f. 3. júní 1989. Dætur þeirra eru Brynja, f. 30. október 2015 og Vaka Björg, f. 3. júlí 2018. 3) Ás- dís, sálfræðingur og kerfisfræð- ingur, f. 17.2. 1967. Sonur henn- ar er Ólafur, f. 8. febrúar 1999. 4) Anna, tölvu- og kerfisfræð- ingur, f. 17.2. 1977. Unnusti hennar er Christopher Nandea, f. 29. september 1985. Dóra ólst upp í Reykjavík og gekk í Laugarnesskóla, Gagn- fræðaskólann við Hringbraut og Menntaskólann í Reykjavík. Hún starfaði um árabil við rit- arastörf, m.a. á Atvinnudeild háskólans, Handritastofnun Ís- lands, Stofnun Árna Magn- ússonar og Rauða krossinum. Dóra var í hópi fyrstu nemenda Dóra Jakobsdóttir var grasa- fræðingur og það var hún af lífi og sál. Hún starfaði um árabil í Grasagarði Reykjavíkur og vann þar mikið og gott starf sem enn sér merki. Plöntum var sinnt af alúð og þær flokk- aðar og merktar svo engu skeikaði. Dóra hafði mjög góða tilfinn- ingu fyrir íslensku máli og var orðhög. Það kom því ekki bein- línis á óvart að hún tók sér fyrir hendur að rita bók um nöfn há- plöntuætta þar sem haldið er til haga nöfnum sem birst hafa á prenti og ný nöfn búin til þar sem þeirra var þörf. Bókin kom út nýlega og er mikill fengur í henni. Þetta er mikið eljuverk og ber vitni um málvísi Dóru og þau vönduðu vinnubrögð sem henni voru eiginleg. Ég kynnt- ist líka málsmekk hennar og vandvirkni vel þegar hún las yf- ir handrit að bókum mínum og gaf góð ráð. Minnisstæðar eru dagsferðir um Vesturland og Suðurland sem ég fór með Dóru og Þórdísi Þorgeirsdóttur. Í þessum ferð- um nutu góðir frásagnarhæfi- leikar Dóru sín vel og hennar einstaka skopskyn. Hún brá upp litríkum myndum af fólki og atburðum og hversdagsleik- inn var á bak og burt. Síðan fékk grasafræðin sinn tíma. Ég er þakklátur Dóru fyrir vináttuna og góðar samveru- stundir. Aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Eggertsson. Dóra kom óvænt inn í líf mitt, þegar ég var bara sextán og nýsloppin inn í MR – Lærða skólann í Reykjavík – feimin og hlédræg. Hún var hávaxin, grannholda, laus við allt tildur og full sjálfstrausts. Hún var satt að segja allt öðruvísi en flestar hinar stelpurnar í bekknum, bæði frumleg í hugs- un, skemmtilega sérviskuleg og býsna fyndin þegar vel lá á henni. Og ekki skorti hana sjálfstraustið. Hún leyfði sér jafnvel að sproksetja kennar- ann, sem gerði því skóna að við værum bara komnar í MR sem biðsal hjónabandsins, í leit að hinum rétta – eða þá til að ná máli sem flugfreyjur í háloft- unum! Ég laðaðist ósjálfrátt að Dóru. Hún var gömul sál í ungum líkama, vitrari en við hinar, æðrulaus þegar eitthvað bjátaði á. En eftir þennan fyrsta vetur í MR hvarf hún sjónum mínum og lífið varð einhvern veginn hversdagslegra fyrir vikið. Það liðu mörg ár þar til við hitt- umst á ný, reynslunni ríkari. Báðar höfðum við gengið menntaveginn þrátt fyrir börn og buru. Hún varð líffræðingur frá HÍ árið 1980 og kenndi við þá stofnun í framhaldinu. Svo átti hún sæti í íslensku málnefnd- inni í fimm ár. Þar með lagði hún sitt af mörkum til þess að okkar ástkæra og ylhýra, sem við tókum í arf, fái lifað af á ókominni tíð. Sagði ég ekki að hún hefði snemma verið skemmtilega sérviskuleg? Dóra skrifaði mér fallegt og einlægt bréf í sumar. Hún lýsir þjáningum sínum, en kveður sátt, södd lífdaga: „Enginn getur sagt til um, hve lengi ég lifi, sjálf reikna ég með að fara í haust. En mér líður vel, og það er vel hugsað um mig.“ Æðrulaus sem fyrr – og ótta- laus. Þetta seinasta bréf lýsir vel mannkostum Dóru. Á sama tíma og hún horfðist sjálf í augu við dauðann átti hún enn í hjarta sínu nóg örlæti til að beina hughreystandi orðum að æskuvinkonu sinni, sem þá var höfuðsetin af hatri og mann- vonsku. Ég gat ekki hætt að gráta, var gripin sárum sökn- uði eftir því sem einu sinni var – og aldrei kemur til baka. Og nú á ég bara þessa ljós- mynd af mér við hlið Dóru, þar sem við erum uppáklæddar á leið á grímuball í MR þetta eina vor sem við áttum saman þar. Hún brosir svo fallega, full tilhlökkunar og eftirvænt- ingar. Við báðar svo ungar og óreyndar – og lífið fram undan. Að leiðarlokum kveð ég vin- konu mína þakklátum huga fyrir gjöful kynni og ógleym- anlegar samverustundir. Bryndís Schram. Minningar um sumarhita og grósku. Skjannabirtu og hlátrasköll. Kaffi og sígó. Vinnan í Grasagarðinum í Laugardal fyrir löngu, löngu er eins og draumsýn. Getur verið að það hafi verið svona ynd- islegt? Sé svo áttir þú þinn hlut í því, Dóra. Við unga fólkið þáð- um endalausan fróðleik frá þér, enda alvitur á plöntur. Svo varstu líka skemmtileg og góð. Takk fyrir allt og allt. Arna Emilía. Dóra var einstök kona. Hún var leiftrandi gáfuð, sannur náttúruunnandi, næm á íslenskt mál, skilningsríkur ræktandi, orðheppin og húmoristi. Ég sá Dóru fyrst haustið 1976 þegar við hófum nám í líf- fræði við Háskóla Íslands. Það vakti strax athygli hve ófeimin hún var að spyrja hina há- menntuðu kennara að hverju sem var og að gefa álit sitt á kennsluefninu enda kom í ljós að hún þekkti þá flesta. Berg- þór Jóhannsson mosa- fræðingur var kollegi þeirra og eiginmaður hennar en hann kenndi okkur námskeiðið lág- plöntur á fyrsta misseri. Þegar hún þurfti á aðstoð að halda í tímum ávarpaði hún hann allt- af með orðunum „Herra kenn- ari!“ Báðar unnum við rann- sóknarverkefni, svokölluð BS- verkefni, um mosagróður í Hólavallagarði undir leiðsögn Bergþórs. Dóra greindi mosa og fléttur sem uxu upp á vest- urvegg kirkjugarðsins. Hún sótti eldhúskollinn sinn, stóð uppi á kollinum til að fá betri yfirsýn yfir einstakar tegundir og síðan mat hún gróðurþekju þeirra. Ég var aftur á móti inni í kirkjugarðinum og athugaði vöxt mosa á mismunandi göml- um legsteinum. Leiðir okkar Dóru lágu síð- an saman í Grasagarði Reykja- víkur þar sem hún var safn- vörður. Í því starfi bar hún ábyrgð á plöntugreiningum garðsins, tók þátt í að hanna stafrænt skráningarkerfi og hafði síðan umsjón með því ásamt því að vera ritstjóri frælista garðsins sem tekinn er saman á hverju ári og sendur til annarra grasagarða víða um heim. Það eru fjölmargar plöntutegundir í Grasagarðin- um sem þakka Dóru fyrir rétta nafngift. Nafngiftir plantna voru sér- svið Dóru og hún kunni hvergi betur við sig en í hópi erlendra fræðimanna á því sviði. Það var ógleymanlegt að vera með henni á einni alþjóðlegri ráð- stefnu um nafngiftir ræktaðra plantna sem haldin var í Ed- inborg. Hún tók óspart til máls og kom með svo snjallar og hnyttnar athugasemdir að oft- ar en ekki „átti hún salinn“ á slíkum stundum. Eitt af síð- ustu afrekum Dóru var að gefa sjálf út ritið Nöfn háplöntu- ætta, orðasafn með skýringum. Þar skýrir hún hvaða plöntu- ættkvíslir tilheyri hverri ætt samkvæmt nýjustu vitneskju. Vinskapur okkar Dóru hefur haldist eftir að við hættum í Grasagarðinum og áttum við margar góðar stundir í garð- inum hennar á Reynimelnum þar sem hún ræktaði af kost- gæfni margar plöntutegundir sem hún hafði dálæti á. Eitt af síðustu verkefnunum var að koma þar fyrir hjartalind sem núna er talin til stokkrósa- ættar en var áður í linditrjáa- ætt. Dóra sá þetta linditré á plöntusölu, þá hrakið og komið á útsölu. Eftir margra ára upp- eldi í garðinum sínum var komið að gróðursetningu. Dóra vissi nákvæmlega hvar tréð ætti að vera og hvernig það ætti að snúa. Moldin var létt og angandi, nærandi og tilbúin að taka við rótum þess. Nú er búið að gróð- ursetja það, þekja moldina með haustlaufi og skýla því með striga fyrir veturinn þannig að það taki „þróttmikið vorinu mót“. Ég er ákaflega heppin að hafa kynnst Dóru, notið leið- sagnar hennar, fróðleiks og glettni. Ég þakka henni allt það og sendi Önnu, Ásdísi, Brynhildi og Kolbrúnu samúðarkveðjur. Eva Guðný Þorvaldsdóttir. Í dag kveðjum við nágranna- konu mína til margra ára, Dóru Jakobsdóttur Guðjohnsen. Við hjónin vorum nýflutt í parhúsið þegar Dóra, þá nýorð- in ekkja, flutti í parhúsið við hlið okkar ásamt dóttur sinni Önnu. Enga vitneskju hafði ég um nágranna minn né þekkingu hennar á gróðri, grasi og lífríki landsins. Ég hafði löngun til að varð- veita garðinn eftir foreldra mína sem samanstóð af hraunhellum og plöntum. Við Dóra tengdust vináttu- böndum sem nágrannar með sameiginlegum áhuga á að njóta „frímerkjagarðs“ við parhús í vesturbænum. Dóra var afar áhugasöm og iðin við vinnu sína í garðinum. Ég sá hvernig allt blómstraði í kringum hana og fylgdist með hvernig garðurinn tók á sig nýja og blómstrandi sýn. Garðurinn hennar bar vott um óvenju mikla þekkingu og fagmennsku í garðrækt. Hún fór að vekja athygli mína á að að hlúa þyrfti betur að einu og öðru í mínum garði. Eins og til dæmis að setja járn- hring til stuðnings við bónda- rósirnar og birtist svo einn dag- inn með einn slíkan, máli sínu til stuðnings og okkur til ánægju og þakklætis. Dóra miðlaði af fróðleik sín- um varðandi plönturnar, vökvun og vöxt þeirra. Öðru hvoru var sest niður og spjallað yfir kaffisopa á pall- inum. Við náðum vel saman og átt- um ýmislegt sameiginlegt. Báð- ar eigum við fjórar dætur og mörg þjóðfélagsmál voru rædd sem voru okkur hugleikin. Hún var full af fróðleik um menn og málefni. Ég sem hafði verið svo lengi fjarri ættjörðinni var fá- kunnandi um margt sem hafði gerst varðandi stjórnarfar og menningu landsins. Við vissum að hún barðist við erfiðan sjúkdóm, en um það var lítið talað. Hennar er sárt saknað, hún var frábær nágranni og góður vinur. Brot úr ljóði kemur upp í hugann þegar ég minnist henn- ar: „eins og á vori laufi skrýðist lundur lifnar og glæðist hugarkætin þá.“ (Jónas Hallgrímsson) Ég votta dætrum hennar og fjölskyldum þeirra mína innileg- ustu samúð. Þórey Eyþórsdóttir. Dóra Jakobsdóttir Guðjohnsen ✝ Árný MargrétAgnars Jóns- dóttir fæddist 8. febrúar 1942 í Reykjavík. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum 1. október 2019. Foreldrar Árnýj- ar voru Jón Agn- arsson og Torfhild- ur Bjarnadóttir. Systkini Árnýjar eru: Guðrún Agnars Jónsdóttir, f. 1937, Torfi Agnars Jónsson, f. 1944, og Helga Agnars Jónsdóttir, f. 1950. Árný giftist Helga Gestssyni 11. febrúar 1961. Árný og Helgi eignuðust sex börn: 1) Torfhildur Helgadóttir, f. 1959, sambýliskona hennar er Vikt- oría. Börn Hildar eru Grétar Már, f. 1980, og Valgerður Erla, f. 1986. 2) Agnar Helga- son, f. 1960. Hann er kvæntur Kathleen Clifford og með henni á hann Andra Má, f. 1992, og Árnýju Margréti, f. 1994. Fyrir á hann Arnar Jón, f. 1981, og Andreu Malín, f. 1990. 3) Brynja Helgadóttir, f. 1961. Barn hennar er Karen Anna, f. 1982. 4) Berglind Helgadóttir, f. 1963, gift Jó- hanni Hjaltalín. Börn þeirra eru Helgi Þór, f. 1992, og Jón Agnar, f. 1996. 5) Helgi Helga- son, f. 1964, giftur Dagrúnu Deirdre Georgsdóttur. Börn þeirra eru Hafdís Betty, f. 1987, og Særún Ósk, f. 1989. 6) Ingólfur Helgason, f. 1970, d. 1988. Útför hennar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 11. október 2019, klukk- an 13. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku hjartans systir mín og besta vinkona. Það verður erf- itt að segja eitthvað í nokkrum orðum, við höfum jú þekkst í 77 ár. Í bernsku vorum við mjög samrýndar og alltaf vel klædd- ar, í eins fötum. Samband okk- ar breyttist ekkert þótt við eignuðumst menn og börn, þú áttir sex og ég fjögur og var því margt um manninn er við hittumst. Þegar börnin voru uppkomin fórum við margar ferðirnar til Spánar, ég og þú og Siggi og Helgi. Og ekki má gleyma öllum sumarbústaða- ferðunum. Þetta voru mjög góðir tímar. Við rifjuðum oft upp gamla tíma, bernsku okkar, bæði gleði- og sorgarstundir. Nú ertu, Anný mín, búin að hitta strákinn þinn, hann Ing- ólf, sem þið Helgi misstuð alltof ungan, aðeins átján ára. Það hlýtur að vera yndislegt. Mikið á ég eftir að sakna þín. Ég veit að það er mikil sorg núna en við skulum líka reyna að hugsa um allar góðu stund- irnar sem við áttum með henni. Ég bið Guð að blessa ykkur, alla fjölskylduna, og reynið að sjá ljósið í myrkrinu og hugsa til þess að núna líður henni vel. Guðrún Agnars Jónsdóttir (Lilla). Einhver sagði einhvern tíma: „Er þú fæddist þá fagnaði heimurinn og þú grést. Lifðu lífinu þannig að er þú deyrð gráti heimurinn en þú fagnir.“ Þetta kom í huga minn er ég frétti af andláti systur minnar Annýjar. Á stundum sem þess- um streyma minningar liðins tíma um hugann og stundir lífs- ins líða hjá. Minningar um Anný eru allar á sama veg, veg góðmennsku og hjálpsemi, um- burðarlyndis og fórnfýsi. Í dag sitja margir með sorg og trega í huga, hugsandi um eiginkonu, móður, ömmu og vinkonu. Þessi fáu orð eru í raun nægilega mörg til að lýsa þeirri veru sem við kveðjum nú. Elsku Helgi, systurbörn mín, barnabörn, ættingjar og vinir. Ég sendi ykkur mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og veit að hennar verður minnst með þakklæti, þakklæti fyrir að vera hún, þakklæti fyrir að vera ávallt til staðar og þakk- læti fyrir að vera hluti af lífi okkar. Torfi Agnars Jónsson. Árný Margrét Agnars Jónsdóttir Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.