Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Eggert Arctic Circle Um 2.000 þátttakendur eru á ráðstefnunni í ár og koma þeir frá á sjötta tug þjóðlanda. Ræðumönnum á Arctic Circle, Hringborði norðurslóða, er þátt- taka ungs fólks í umræðunni um málefni norðurslóða og loftslags- mál hugleikin. Framtíð norðurslóða verður ekki ákveðin án opins og heiðarlegs samtals, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Arctic Circle, í opnunarræðu sinni. Ráðstefnan er haldin í sjöunda sinn hér á landi. Hún hófst í Hörpu í gær og stendur fram á sunnudag. Í ár sækja um tvö þúsund þátttak- endur ráðstefnuna, frá 50-60 lönd- um. Rædd eru ýmis málefni norð- urslóða og líklegt að tengsl lofts- lagsvár við norðurslóðir komi mikið við sögu. Ólafur Ragnar kvaðst þakklátur fyrir þann aukna áhuga sem ráðstefnunni hefur verið sýndur á alþjóðavettvangi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra gerði umhverfismál á norðurslóðum að umræðuefni í ræðu sinni og mikilvægi þess að hlusta á unga fólkið. „Við ættum að hlusta með athygli á unga fólkið sem skrópar í skólanum til að mót- mæla fyrir loftslagið og safnast saman fyrir utan þinghúsin viku eftir viku. Þau krefja stjórnmála- menn um aðgerðir og stjórnmála- menn verða að vera meðvitaðir um að lausnir á loftslagsvánni eru til staðar,“ sagði Katrín. „Ungir aðgerðasinnar eiga að njóta sömu réttinda og forsætisráðherrar og aðrir leiðtogar heimsins til að koma skoðunum sínum á framfæri,“ sagði Ólafur Ragnar. Pallborð Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, og Katrín Jakobsdóttir tóku þátt í umræðum við opnun ráðstefnunnar ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, formanni Arctic Circle. Þátttaka Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, tekur þátt í ráðstefnunni. Við hlið hennar er Dorrit Moussaieff. Hringborð norðurslóða hófst í Hörpu í gær og stendur fram á sunnudag. Hlustað verði á unga fólkið  Ráðstefnan Arctic Circle hófst í gær 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Afmæli er gjarnan tilefni til uppákomu en ekki er víst að margir 100 ára fari í óvissuferð með gistingu eins og Guðrún Helgadóttir gerði í gær, á 100 ára afmælisdeg- inum. „Ég má ekki vera að því að tala lengi við þig því börnin fara að koma að ná í mig,“ sagði hún í gærmorg- un. „Ég er kvölddrollari og sef því út á morgnana.“ Afmælisbarn gærdagsins er fljótt að ná áttum og hún er skýr í hugsun. „Ég hef það eins gott og gömul kona getur haft það, er við góða heilsu og á yndislega fjöl- skyldu.“ Er með hugann við ferðina en segist annars ekki vera mikið á ferðinni. „Ég fer eitthvað þegar börnin sækja mig en annars geng ég bara úti á stétt með grindina mína. Sumarið í sumar var yndislegt og ég get enn setið úti. Ég man síðast eftir svona góðri tíð 1939, þá var sumarið svona og haustið var sérstaklega gott.“ Undanfarinn áratug hefur Guðrún verið lögblind. Hún sér samt örlítið frá sér eins og skugga og getur spilað á stór spil. Hún býr ein í eigin íbúð en fer í hádegismat á Hrafnistu í næsta nágrenni og fær aðstoð við þrif á tveggja vikna fresti. „Ég hlusta mikið á hljóðbækur frá Blindrafélaginu, það eyðir tímanum,“ segir hún og legg- ur áherslu á að hún geri ekki miklar kröfur. „Ég hlusta á allt sem ég fæ sent, skáldsögur, ævisögur og fleira. Núna er ég að hlusta á Bjart í Sumarhúsum.“ „Ómerkileg“ húsmóðir Guðrún fæddist á Láganúpi í Kollsvík í Vestur- Barðastrandarsýslu 10. október 1919. „Kollsvík er fal- legasti staður á landinu, náttúrlega,“ segir hún um æskustöðvarnar, en ung flutti hún til Reykjavíkur og var tvígift. Með fyrri manninum eignaðist hún eina dóttur eftir að hann fórst og síðan fimm börn með seinni mann- inum. „Ég var „ómerkileg“ húsmóðir alla tíð, hugsaði um börnin mín og fjölskyldu,“ segir hún og greina má hæðni í rómnum enda fylgir nánari skýring: „Það hefur nefni- lega ekki verið talin merkileg vinna að hugsa um heimili. Einu sinni heyrði ég sagt í útvarpinu að þjóðlífið hefði farið að blómgast þegar konurnar fóru út að vinna. Það var ekki vinna að hirða sex börn og þjóna þeim að öllu leyti. Mér þótti þetta svolítið hart.“ Guðrún í óvissuferð á hundrað ára afmælinu Tímamót Guðrún Helgadóttir og Ólafur Árnason, bróðursonur hennar, eiga afmæli 10. október.  Segir heimilisstörf og uppeldi barna ekki metin að verðleikum í samfélaginu Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.