Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 60 ára Guðbjörn er Akureyringur, ólst upp á Brekkunni og býr þar. Hann er skrifstofumaður hjá KPMG. Guðbjörn stundar götuhjól- reiðar af miklum móð og spilaði handbolta með meistaraflokki KA á sínum yngri árum. Maki: Halla Steingrímsdóttir, f. 1963, leikskólakennari á Naustatjörn. Börn: Snorri Páll, f. 1986, Hafdís Ýr, f. 1989, og Sóley Inga, f. 1991. Barnabörn eru Sigurborg Embla og Emil Páll Snorrabörn. Foreldrar: Gísli Sigurbentsson, f. 1931, d. 2005, húsasmiður, og Krist- björg Ásbjarnardóttir, f. 1930, sjúkraliði. Hún er búsett á Akureyri. Guðbjörn Gíslason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur mátt þola þung högg og verður að safna kröftum. Verið hlý og skiln- ingsrík í samskiptum við aðra. Einhver daðrar við þig eins og enginn sé morgun- dagurinn. 20. apríl - 20. maí  Naut Vendu þig af því að ana út í hlutina að óathuguðu máli. Ekki hugsa um hvort þú getur eitthvað, skelltu þér bara í hlutina. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Flutningar, endurbætur, viðhald eða aðrar breytingar krefjast athygli þinnar. Vinir þínir koma til hjálpar þegar og ef þú biður þá um aðstoð. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Skarpskyggni þín hjálpar þér við að greiða úr flækjunum í einkalífinu. Ef þú heldur áfram á sömu braut færðu orð á þig fyrir snilligáfu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert að velta því fyrir þér hvað þú viljir gera í framtíðinni. Nú er vinnutörn á enda og komið að því að þú njótir næðis. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það reynir á stjórnunarhæfileika þína og það skiptir miklu að þú bregðist rétt við aðstæðum. Vertu jákvæð/ur – lífið verður svo miklu auðveldara. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þrír er happatalan þín í dag. Vertu þolinmóður því allt gengur upp um síðir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Aldrei skyldi hlutur dæmdur eftir umbúðunum. Fólk kann vel að meta húmor þinn og sækist í að vera með þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sumir eiga fullt af fallegum hlutum til að hafa í kringum sig, en finna samt til lítillar hamingju. Ef þú veist hvað skiptir máli þá veistu hvað þú átt að vernda og varðveita. 22. des. - 19. janúar Steingeit Aðstæður sem virðast aðkall- andi eru ekki svo mikið vandamál þegar upp er staðið. Nýjar hugmyndir vekja áhuga þinn og þú nýtur þess að læra eitt- hvað nýtt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert staddur/stödd mitt í ein- hverri ringulreið og engu líkara en að það sé enga leið að finna út úr ógöngunum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Forðastu að vera með stóryrtar yfir- lýsingar um líf annarra. Sestu niður og gefðu þér tíma til þess að fara í gegnum gömul skjöl, það er aldrei að vita nema þú finnir eitthvað merkilegt. ára aldurs. „Ég hafði eftirlit með trilluútgerðinni og það breyttist mikið með strandveiðibátunum. Það var gefandi og skemmtileg vinna og maður kynntist mörgum skemmti- legum körlum í trilluhópnum og hitti gamla kollega af togurunum.“ Júlíus var fjögur ár í sjóslysa- nefnd og tók virkan þátt í Félagi skipstjórnarmanna. „Maður hafði ekki mikinn tíma fyrir áhugamál úr kerfinu, en kerfið í dag er gott fyrir þá. Strax þegar kvótakerfið fór í gang var farið að huga betur að afl- anum og hverju kvikindi klappað, sem var til mikilla bóta.“ Júlíus fór í land 2002 og fór að vinna hjá Atlantsskipum í Kópa- vogshöfn næstu fimm árin og árið 2007 tók hann við stöðu hafnar- varðar í Kópavogshöfn og gegndi henni út starfstímann þ.e.a.s. til 70 J úlíus Skúlason fæddist 11. október 1949 í Reykjavík. Hann átti heima í Kópa- vogi fyrstu níu árin en fjöl- skyldan flutti síðan í Vesturbæinn í Reykjavík, nánar til- tekið vestast á Vesturgötuna. „Leik- svæðið var því Grandinn, Slippurinn og hafnarsvæðið allt. Þar kviknaði líklega áhuginn á sjómennskunni, sem varð ævistarf mitt að mestu.“ Júlíus var í sveit öll sumur, aðal- lega hjá móðurbróður sínum á Gils- bakka í Miðdölum, en einnig eitt sumar á Melum í Melasveit og eitt sumar á Neðri-Mýrum í Refasveit, A-Hún. „Áður en skólinn var búinn á vorin var ég að sniglast í kringum bátana þegar var verið að undirbúa síldveiðarnar og svo las maður í blöðunum á kvöldin í sveitinni hvað bátarnir lönduðu miklu.“ Júlíus var ekki orðinn 15 ára þeg- ar hann varð messagutti á flutninga- skipinu Hamrafelli og sigldi til Rúm- eníu og Venesúela. „Svo stalst ég á togara í fyrsta sinn þegar mamma fór í heimsókn í sveitina. Það var á Jóni Þorlákssyni, en það var bara einn túr. Svo var ég á Geira, Sigurði en lengst á Narfa næstu fimm árin þar til ég fór í Stýrimannaskólann.“ Júlíus fór í Stýrmannaskólann 1969 og lauk þar námi 1971. Eftir nám var hann fyrst stýrimaður á Haukanesi, svo stýrimaður á Maí og síðan skipstjóri þar frá 1974 til 1977 þar til hann var seldur úr landi. Þá fór Júlíus norður á Sauðárkrók, fyrst sem stýrimaður og síðan skip- stjóri í 25 ár hjá Útgerðarfélagi Skagfirðinga og síðar Fisk Seafood. Hann var lengst á Hegranesinu eða 15 ár, var einnig á Skagfirðingi, sem var gamli Vigri, í fimm ár og endaði á Klakk. „Ég var heppinn með starfstíma minn á sjó að lenda ekki í skakkaföllum með skip eða áhöfn og vil ég þakka það að stórum hluta að- komu Slysavarnaskóla sjómanna, sem frændi minn, Hilmar Snorra- son, stýrir af mikilli fagmennsku.“ Miklir umbrotatímar voru í sjávar- útveginum þegar Júlíus var skip- stjóri en þá var kvótakerfinu komið á. „Bátunum fækkaði mikið og margir smábátasjómenn fóru illa út fyrir utan fjölskylduna, en ég hef verið duglegur að ferðast, bæði með fjölskyldunni og síðan við hjónin. Við erum líka komin með sumarbústað í Giljareitum í Laugardal þar sem er gott að vera og hlusta á þögnina.“ Júlíus og Sigríður kona hans eru stödd á Tenerife og ætluðu hafa það rólegt yfir afmælið. „En svo kom fjölskyldan hingað, hópurinn birtist hérna óvænt í fyrradag og við ætlum að skemmta okkur saman um helgina.“ Fjölskylda Eiginkona Júlíusar er Sigríður Ósk Jónsdóttir, f. 17.3. 1954, hús- freyja á Sauðárkróki og í Kópavogi. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Óskar Gunnarsson, f. 3.3. 1922 í Tobbakoti í Þykkvabæ, d. 29.10. 2010, sjómaður í Vatnsholti í Flóa, síðar verkstæðismaður í Kópavogi, og Sigríður Stefánsdóttir, f. 4.6. 1927 í Reykjavík, d. 25.3. 2016, húsfreyja í Vatnsholti og Kópavogi. Börn Júlíusar og Sigríðar eru: 1) Erla Hrönn, f. 28.6. 1970, kennari, búsett í Reykjavík; 2) Jón Óskar, f. 11.3. 1974, ökuleiðsögumaður, bú- Júlíus Skúlason, fyrrverandi skipstjóri og hafnarvörður – 70 ára Hjónin Sigríður Ósk Jónsdóttir og Júlíus Skúlason í sólinni í gær á Costa Adeje á Tenerife. Fóru að klappa hverju kvikindi Börnin Erla Hrönn, Jón Óskar og Hrafnhildur Heba. 40 ára Klara er frá Kaldbak á Rangár- völlum en býr á Hellu. Hún er með BS í við- skiptafræði og BA í spænsku frá Háskóla Íslands. Hún er fjár- málastjóri hjá Rangárþingi ytra og er einnig fram- kvæmdastjóri fastaeignafélagsins Suðurlandsvegur 1-3 hf. Klara er einnig formaður Foreldrafélags Grunnskólans á Hellu og situr í stjórn Knattspyrnu- félags Rangæinga. Maki: Garðar Þorfinnsson, f. 1974, héraðsfulltrúi hjá Landgræðslunni. Börn: Viðar Freyr, f. 2011, og Helga Björk f. 2014. Foreldrar: Viðar Steinarsson, f. 1957, og Sigríður Heiðmundsdóttir, f. 1961, bændur á Kaldbak. Klara Viðarsdóttir Til hamingju með daginn Þú færð Siegmund suðuborðin í Fossberg Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.