Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við drögum fram fólk sem var í þessu gullaldargengi upp úr 1950. Þetta voru stór nöfn, fólk sem var mikið á sviði í Þjóðleikhúsinu, kom að uppbyggingu söngskólans og var meðal þeirra fyrstu í óperuflutningi hér á landi. Við reynum að velja saman dáða söngvara fortíðar með ólíkar raddir, bassbarítón, sópran og tenór. Þetta eru fjórðu tónleikarnir okkar í þessari tónleikaröð, Braut- ryðjendur,“ segir Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópransöngkona, en hún er ein þeirra fjögurra söngvara sem koma fram á tónleikum í Salnum í kvöld sem eru tileinkaðir stórsöngv- urunum Kristni Hallssyni, Svölu Nielsen og Guðmundi Guðjónssyni. Farið verður yfir feril þeirra og sungið úr söngskrá þeirra, íslensk sönglög, óperuaríur og dúettar. Söngvararnir stikla á stóru og leiða gesti í gegnum feril söngvaranna með tónum, tali, og myndum. „Pabbi minn, Ólafur Beinteinn Ólafsson harmónikkuleikari, er hug- myndasmiðurinn að þessari tón- leikaröð og hann skrifar handritið að tónleikunum. Hann ólst upp við mik- inn söng því Sigurveig Hjaltested, mamma hans og amma mín, var dáð söngkona og ein af brautryðjend- unum í óperuflutningi hér á Íslandi. Hún söng í Þjóðleikhúsinu og pabbi tengdist því öllu þessu fólki sem við erum að fjalla um, hann var á sýn- ingum og þetta fólk var í partíum heima hjá ömmu. Hann þekkti því þessa söngvara persónulega. Á fyrstu tónleikunum fjölluðum við um ömmu Sigurveigu, Þuríði Páls og Maríu Markan. Það féll vel í kramið, allir voru ánægðir með frumkvæði okkar að því að heiðra minningu þessa fólks. Enda er mikilvægt að halda merki þeirra á lofti, til dæmis fyrir yngri kynslóðir og fólk sem er að læra söng, að vita hverjir byggðu upp okkar óperusögu. Við fundum fyrir svo mikilli ánægju þegar við fórum af stað með þetta verkefni að við héldum áfram.“ Stór partur tónleikanna er að segja frá fólkinu og sýna myndir. „Við vörpum upp á tjald myndum úr ævi söngvaranna, segjum frá söngferlinum og fjölskyldulífinu. Við syngjum svo inn á milli,“ segir Ingi- björg og bætir við að þau feðgin hafi í heimildarvinnunni verið í góðum samskiptum við aðstandendur, börn þessa fólks og Kristínu konu Guð- mundar Guðjónssonar sem er enn á lífi, 97 ára. Ingibjörg segir að sér finnist merkilegt hvað þetta fólk var af- kastamikið. „Þau voru öll í fullri vinnu og létu sig ekki muna um að stökkva eftir langan vinnudag niður í Þjóðleikhús og syngja heilt óperu- hlutverk. Þvílíkt úthald. Ég dáist að þessu fólki fyrir dugnað og elju, enda var ástríðan mikil fyrir söngnum.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20 og með Ingibjörgu syngja Egill Árni Pálsson tenór, Oddur Arnþór Jóns- son barítón og Signý Sæmunds- dóttir sópran. Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari spilar með og Ólafur grípur mögulega í nikkuna. Einvalalið Egill, Ingibjörg, Oddur, Hrönn, Ólafur Beinteinn og Signý Sæmundsdóttir koma fram í kvöld. Ég dáist að þessu fólki fyrir dugnað og elju  Einsöngsperlur og óperusmellir í Salnum í kvöld Ruddu braut Kristinn Hallsson, Svala Nielsen og Guðmundur Guðjónsson. Bókaforlagið Dimma gefur út fjórar nýjar íslenskar bækur í haust. Fyrst ber að nefna Skuggaskip, sem er tíunda smásagnasafn Gyrðis Elíassonar. Í sögunum bregður meðal annars fyrir bernskuminn- ingum, brothættu hjónalífi, innliti í fjarlæga framtíð, dularfullum skógi og handriti sem glatast. Á síðasta ári kom út Tregahand- bók Magnúsar Sigurðssonar og fékk meðal annars einkar lofsamlega um- sögn í Morgunblaðinu. Íslensk lestrarbók Magnúsar, sem kemur út í haust, kallast á við Tregahandbók- ina. Í bókinni er fjallað um átaka- lítið hversdagslíf og þar er líka að finna pælingar um tungumál, dag- bókarbrot, ljóðrænar smámyndir og kafla um fótboltaíþróttina. Væntanleg er og ljóðabók Stein- unnar Ásmundsdóttur sem nefnist Í senn dropi og haf. Það verður sjötta ljóðabók Steinunnar, en fyrsta bók hennar kom út fyrir þrjátíu árum. Fjórða útgáfubók Dimmu fyrir jólin er svo listaverkabók um Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur (1953-1991) sem á örstuttum ferli náði að vekja umtalsverða athygli. Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur fjallar um líf Jóhönnu og list, en Oddný Eir Ævarsdóttir nálgast verk hennar með óhefðbundnum og persónulegum hætti. Bókin um Jóhönnu Kristínu kemur út í tengslum við fyrirhugaða yfirlits- sýningu á verkum hennar í Lista- safni Íslands. Í sumar gaf Dimma út þrjár ljóðabækur, skáldsögu og smá- sagnasafn eftir erlenda höfunda, þar á meðal ljóðaþrennu sem gefin var út undir yfirheitinu Bréf til Íslands – Letters to Iceland. Í ljóða- þrennunni voru Sjö ljóð eftir norðurírska skáldið Paul Muldoon, Þaðan sem við horfum eftir enska skáldið Simon Armitage og Kennsl eftir Lavinia Greenlaw, sem einnig er ensk. Skáldsagan Nirliit er eftir kanad- íska höfundinn Juliana Léveillé- Trudel en Einmunatíð og fleiri sög- ur var safn smásagna eftir Orkn- eyjaskáldið George Mackay Brown. arnim@mbl.is Ljóð og list Gyrðir Elíasson Magnús Sigurðsson Oddný Eir Ævarsdóttir Steinunn Ásmundsdóttir  Dimma gefur út fagurbókmenntir og fræðirit Kvikmyndaverð- laun Norður- landaráðs voru veitt í fyrsta skipti 2002 á hálfrar ald- ar afmæli Norður- landaráðs, en síð- an kvikmynda- verðlaunin festust í sessi 2005 hafa þau verið veitt ár- lega um leið og önnur verðlaun ráðsins. Í tengslum við kvikmyndaverðlaunin stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarps- sjóðurinn fyrir sýningum á til- nefndum myndum í samstarfi við kvikmyndahús á Norðurlöndum. Af því tilefni sýnir Bíó Paradís allar til- nefndu myndirnar fimm í næstu viku. Miðvikudaginn 16. október kl. 18 verður sýnd sænska myndin Rekonstruktion Utøya í leikstjórn Carls Javér. Fimmtudaginn 17. októ- ber kl. 20 verður sýnd norska myndin Blindsone í leikstjórn Tuvu Novotny. Föstudaginn 18. október kl. 17.50 er sýnd finnska myndin Aurora í leik- stjórn Miiu Tervo. Laugardaginn 19. október kl. 20 er sýnd danska myndin Dronningen í leikstjórn May el- Toukhy. Sunnudaginn 20. október kl. 18 er sýnd íslenska myndin Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar. Allar eru myndirnar sýndar með enskum undirtexta. Norræn kvikmyndaveisla í Bíó Paradís Stikla Úr myndinni Hvítur, hvítur dagur. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 13/10 kl. 13:00 Sun 20/10 kl. 13:00 Sun 27/10 kl. 13:00 Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Brúðkaup Fígarós (Stóra Sviðið) Lau 12/10 kl. 19:30 7.sýn Fös 18/10 kl. 19:30 8.sýn Fös 25/10 kl. 19:30 9.sýn Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart Shakespeare verður ástfanginn (stóra sviðið) Fös 11/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 2/11 kl. 19:30 auka Fös 15/11 kl. 19:30 auka Lau 19/10 kl. 19:30 5.sýn Mið 6/11 kl. 19:30 7.sýn Lau 16/11 kl. 19:30 9. sýn Lau 26/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 10/11 kl. 19:30 8. sýn Hrífandi og skemmtileg stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) (Kassinn) Fös 11/10 kl. 19:30 auka Lau 19/10 kl. 19:30 10.sýn Mið 6/11 kl. 19:30 auka Lau 12/10 kl. 19:30 8.sýn Fös 25/10 kl. 19:30 11.sýn Lau 23/11 kl. 19:30 auka Fim 17/10 kl. 19:30 auka Lau 26/10 kl. 19:30 auka Fös 18/10 kl. 19:30 9.sýn Lau 2/11 kl. 19:30 12.sýn Ágengt og tragíkómískt nýtt íslenskt verk sem spyr stórra spurninga Stormfuglar (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 13/10 kl. 19:30 4. sýn Fim 17/10 kl. 19:30 5.sýn Hinn rómaði sögumaður Einar Kárason stígur á svið Gilitrutt (Brúðuloftið) Lau 12/10 kl. 13:00 7. sýn Lau 12/10 kl. 15:00 8. sýn Lau 19/10 kl. 13:00 9. sýn Brúðusýning fyrir alla fjölskylduna Atómstöðin (Stóra Sviðið) Fös 1/11 kl. 19:30 Frums Mið 13/11 kl. 19:30 4. sýn Fim 28/11 kl. 19:30 7. sýn Fim 7/11 kl. 19:30 2. sýn Fim 14/11 kl. 19:30 5. sýn Fös 8/11 kl. 19:30 3. sýn Fim 21/11 kl. 19:30 6. sýn Nýtt og framsækið leikverk byggt á skáldsögu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness Engillinn (Kassinn) Lau 21/12 kl. 19:30 Frums Lau 28/12 kl. 19:30 3. sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2. sýn Sun 12/1 kl. 19:30 4. sýn Leiksýning byggð á textum og myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.