Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Snæbjörn Arngrímsson, sem fram að þessu hefur helst verið þekktur sem afkastamikill útgefandi, hlaut í gær Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir nýútgefna bók sína, Rann- sóknin á leyndardómi eyðihússins. Er þetta í fyrsta sinn sem Snæbjörn sendir frá sér eigið verk og í raun í fyrsta skipti sem hann fæst við skriftir á eigin efni, ef ótal þýðingar eru frátaldar. Snæbjörn ætlaði sér að skrifa bókina undir dulnefni en sú ætlun hans fékk ekki fram að ganga. Verðlaunin eru veitt með þeim hætti að hver höfundur sendir inn handrit til Forlagsins með dulnefni. Rétt nafn höfundar er svo látið fylgja með í umslagi. Snæbjörn hefur stofnað og selt sjö mismunandi bókaforlög í fjórum löndum. Ferillinn hófst með stofnun bókaútgáfunnar Bjarts og fór á flug með útgáfu Harry Potter á Íslandi. „Ég var með bókaforlag lengi og seldi forlagið svo fyrir tæpum tveimur árum. Svo sá ég auglýsingu fyrir þessi verðlaun fyrir rúmu ári og hafði þá meiri tíma en áður og var aðeins að spekúlera í bókaskrif- um. Þegar ég sá þessa auglýsingu settist ég bara niður og skrifaði fyrstu setningu bókarinnar,“ segir Snæbjörn. Ómótstæðileg spennubók Í fyrstu hafði hann enga hug- mynd um hvað bókin ætti að vera. „Ég hugsaði að þetta ætti að vera spennubók, hún ætti að vera svo spennandi að enginn ætti að geta sleppt henni, þetta ætti að vera ómótstæðileg bók. Það var það sem ég hugsaði og hafði í raun tvö börn í huga sem aðalpersónur og svo byrj- aði ég bara að skrifa spennubók.“ Snæbirni barst svo óvæntur inn- blástur. „Sama kvöld og ég hófst handa barst mér úrklippa úr New York Times frá árinu 1976. Hún segir frá manni sem kemur inn í kauphöllina á Wall Street með átta- tíu dollara í vasanum og byrjar að kaupa og selja verðbréf. Eftir fimm daga er hann búinn að selja og kaupa 157 sinnum og kominn með margar milljónir í vasann. Þetta þykir svo grunsamlegt að maðurinn, sem heitir Andrew Carlson, er handtekinn og færður á lögreglu- stöð. Þegar hann er yfirheyrður og spurður hvaðan hann hafi fengið upplýsingar um það hvernig hann gæti gert þessi viðskipti sem voru algjörlega villulaus þá sagði hann að hann hefði ekki fengið neinar inn- herjaupplýsingar, þetta væri ekkert ólöglegt. Hann sagðist koma úr framtíðinni og þess vegna vissi hann hvað gerðist í verðbréfavið- skiptum.“ Því trúði enginn og maðurinn var sendur í fangelsi. „Næsta dag leysir ókunnugur maður hann úr haldi og greiðir trygginguna. Honum er sleppt og hann hverfur fullkomlega. Þegar lögreglan ætlar að reyna að hafa uppi á manninum þá finnur hún hann ekki og síðar kemur í ljós að það er ekkert til um þennan mann. Það eru hvergi skjöl um að þessi maður hafi nokkurn tímann verið til, eina skjalið var þessi handtöku- skýrsla sem lögreglan sjálf gerði. Þessa frétt las ég og fór í framhald- inu að grúska um það hvað hefði orðið af þessum manni. Niðurstaða rannsóknarinnar er þessi bók sem gerist í litlu þorpi á Íslandi og fjallar um þessi tvö börn,“ segir Snæbjörn. Fær eyðihús á heilann Bókin fjallar um Guðjón G. Georgsson, sem er nýfluttur í Álfta- bæ og fær eyðihús á heilann, og Millu vinkonu hans. Hún hafði verið nágranni Hrólfs, ríkasta manns þorpsins sem hafði búið í eyðihúsinu þar til hann lést, ári áður en sagan hefst. Hrólfur hafði verið skapvond- ur ógæfumaður sem sást sjaldan utandyra því sennilega var honum illa við annað fólk. Snæbjörn bjóst ekki við að hreppa verðlaunin. „Í raun hafði ég hugsað mér að halda nafni mínu leyndu ef ég skyldi vinna. Þegar maður sendir inn í handrita- samkeppnina skrifar maður dul- nefni á handritið og svo rétt nafn í umslag með handritinu. Ég sendi annað nafn en mitt eigið því mín hugsun var sú að þessi bók hefði engan sérstakan höfund, að það væri enginn höfundur á bak við hana heldur bara tilbúin persóna. Ég komst ekki upp með það. Ég hafði sett kvenmannsnafn með og svo bý ég í Danmörku. Þegar verð- launanefndin hafði komist að niður- stöðu um það hver ynni fékk ég tölvupóst í þetta tilbúna tölvu- póstfang gervihöfundarins. Æsa sem stýrir þessu bað mig um að hringja en þar sem það var kven- maður sem hafði sent þetta inn gat ég eiginlega ekki hringt. Ég spurði um hvað málið snerist en hún vildi ekki segja mér það, hún vildi tala við höfundinn. Ég varð á endanum að hringja og spyrja hvort ekki væri hægt að halda nafni mínu leyndu en hún tók það ekki í mál. Þannig að ég varð að gefa mig fram sem höfund,“ segir Snæbjörn og hlær. Umrædd Æsa er Æsa Guðrún Bjarnadóttir, ritstjóri hjá Forlaginu. Stórkostleg sætaskipti Nú hefur Snæbjörn setið í sæti útgefandans í rúm þrjátíu ár. Spurður hvernig sé að færa sig í sæti rithöfundarins segir Snæbjörn: „Nú fékk ég að vita að ég hefði unnið verðlaunin í febrúar. Þetta er búinn að vera langur tími sem ég hef vitað að bókin myndi koma út og allt í einu er ég orðinn höfundur. Það hefur verið mjög skemmtilegt og í raun spennandi. Mér finnst þetta ferli hafa verið frábært, það hefur verið alveg stórkostlegt að sitja hinum megin við borðið.“ Snæbjörn segir að vissulega hafi vinna hans við útgáfur nýst honum við skrif Rannsóknar á leyndardómi eyðihússins enda hefur hann lesið nokkur þúsund bækur á þrjátíu ár- um. „Ég veit hvaða bækur mér þykir góðar og ég veit hverju ég fell fyrir. Svo hefur maður reynt að læra handbragðið af þessum miklu meist- urum sem maður hefur lesið í gegn- um tíðina. Bara það að lesa Rowling, höfund Harry Potter, er heil stúdía út af fyrir sig.“ Þá er spurning hvort ferill Snæ- björns hafi snúist við, hvort nú sé komið að rithöfundarferlinum. „Maður veit aldrei. Þetta gekk vel núna í fyrsta skipti og satt að segja er ég byrjaður á framhaldssögu um þetta mál,“ segir Snæbjörn. Útgefandi vildi skrifa undir dulnefni  Snæbjörn Arngrímsson hlaut Íslensku barnabókaverðlaun- in fyrir fyrstu bók sína  Niðurstaða rannsóknar á framtíðar- manni á Wall Street  Byrjaður á framhaldssögu um málið Morgunblaðið/Hari Gleðistund Snæbjörn Arngrímsson tók glaður við verðlaununum sem afhent voru í bókasafni Valhúsaskóla í gær. Olga Togarczuk frá Póllandi hlýt- ur Nóbelsverðlaunin í bók- menntum árið 2018 og Peter Handke frá Austurríki verðlaunin fyrir árið 2019. Þetta tilkynnti Mats Malm, ritari Sænsku aka- demíunnar (SA), á blaðamanna- fundi í gær. Tilkynnt var um tvo verðlaunahafa í ár þar sem afhend- ingu verðlaunanna var aflýst í fyrra eftir að SA varð óstarfhæf í kjölfar þess að Jean-Claude Arnault, eiginmaður Katarinu Frostenson og einn meðlima SA, var sakaður um margvísleg kyn- ferðisbrot um langt árabil og síðar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyr- ir nauðgun. Leggja ætti verðlaunin niður Í rökstuðningi Sænsku akademí- unnar kemur fram að Olga Togarczuk hljóti verðlaunin „fyrir frásagnarlist sem einkennist af fjölfræðilegri ástríðu sem snýst um sífellt ferðalag yfir landamæri sem lífsform“. Um Handke segir að hann hljóti verðlaunin fyrir „áhrifamikil verk sem kanni landa- mæri og sérstæður mannlegrar upplifunar með frumlegu tungu- taki“. Malm upplýsti að búið væri að láta báða verðlaunahafa vita. Tokarczuk er aktívisti og afar gagnrýnin á stjórnvöld í heima- landi sínu þar sem hún er metsölu- höfundur. Það kom henni á alþjóð- lega bókmenntakortið þegar hún vann í fyrra alþjóðlegu Booker- verðlaunin fyrir skáldsöguna Bieguni, sem nefnist Flights í enskri þýðingu. Handke, sem jöfnum höndum hefur skrifað prósa og leikrit síð- ustu hálfa öldina, er mun umdeild- ari höfundur, ekki síst fyrir af- stöðu sína til átakanna á Balkanskaganum. Hann flutti ræðu við útför Slobodans Miloševic og hefur farið gagnrýnum orðum um stríðsglæpadómstóllinn í Haag. Tvær skáldsögur hafa komið út á íslensku eftir Handke, þ.e. Kaspar og Barnasaga. Árið 2014 kallaði Handke eftir því að Nóbels- verðlaunin í bókmenntum yrðu lögð niður og sagði verðlaunin veita sigurvegaranum „falska dýr- lingaupphefð“. 15 konan af 116 höfundum Valið á Togarczuk og Handke sem verðlaunahöfum kemur aðeins örfáum dögum eftir að Sænska akademían hét því að auka fjöl- breytileikann og fjölga konum í hópi verðlaunahafa sem og höf- undum utan Evrópu. Tokarczuk er 15. konan af þeim 116 höfundum sem hlotið hafa Nóbelsverðlaunin í bókmenntum frá því þau voru fyrst veitt árið 1906. Tokarczuk og Handke fá hvort um sig níu millj- ónir sænskra króna, eða því sem nemur um 115 milljónum íslenskra króna. AFP Höfundar Verðlaunahafarnir Olga Tokarczuk og Peter Handke. Togarczuk og Handke hljóta Nóbelsverðlaun  Tilkynnt um tvo Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum eftir hneyksli síðasta árs AFP PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.