Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 40
Listahátíðin Sequences hefst í Reykjavík í dag og stendur til 20. október. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin, en í ár ber hún yfirskriftina Í alvöru. Að þessu sinni taka 34 listamenn þátt í hátíðinni og spannar framlag þeirra vítt svið; tónlist, texta, kvikmyndir, innsetn- ingar, teikningar og skúlptúra svo eitthvað sé nefnt. Heiðurslista- maður hátíðarinnar er Kristinn Guðbrandur Harðarson, sem verið hefur virkur í íslensku myndlistar- lífi um áratuga skeið. Hann mun halda einkasýningu í Ásmundarsal. Sequences hefst í dag FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 284. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Við höfum verið afar erfiðir heim að sækja undanfarin fimm til sex ár. Við ræddum það á dögunum að það er orðið ansi langt síðan við töpuðum leik á heimavelli í undankeppni. Vonandi verður þetta gott kvöld á Laugardalsvelli á morgun,“ sagði landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sig- urðsson meðal annars á blaða- mannafundi í gær. »33 Langt síðan við töp- uðum á heimavelli ÍÞRÓTTIR MENNING Söngkonan Andrea Gylfadóttir og bandaríski saxófónleikarinn Phillip Doyle, ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, flytja lög úr kvikmynd- um á borð við Goldfinger, Smile og Calling You í Hamraborg í Hofi á laugardag kl. 20. Um framhald af bíóbandsþema Andreu til margra ára er að ræða sem og vinsælum tónleikum hennar með Doyle í Hofi. Með þeim leika einnig Einar Schev- ing, Pálmi Gunnarsson og Kristján Edelstein. Hljómsveitarstjóri er Kjartan Valde- marsson sem jafn- framt útsetti. Andrea með djass- skotið bíóþema í Hofi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Karlakórinn Gamlir Fóstbræður heldur tónleika í Digraneskirkju í Kópavogi á morgun til styrktar tón- leikaför til Japans í næsta mánuði. Kórinn var stofnaður 1959 af eldri félögum Karlakórsins Fóstbræðra og fagnar því 60 ára afmæli í ár með þessum viðburðum, en tónleik- arnir í kirkjunni, sem hefjast klukk- an 15, eru forsmekkurinn að því sem koma skal í Japan. Karlakórinn Fóstbræður hefur starfað samfellt frá haustinu 1916 og er með mörg föst verkefni ár- lega. Verkefnaskrá Gamalla Fóst- bræðra er ekki eins viðamikil en engu að síður metnaðarfull. Hreinn Pálsson, söngvari og forstjóri BP, forvera Olís, var helsti frumkvöðull að stofnun kórs fyrir eldri félaga. Halldór S. Magnússon, sem sungið hefur í kórnum í yfir 20 ár og verið stjórninni til aðstoðar við skipu- lagningu ferðarinnar til Japans, segir að með aldrinum séu ekki allir tilbúnir að leggja eins mikið á sig í kórstarfinu og nauðsynlegt er í aðalkórnum. Þeir vilji samt halda áfram að syngja og það hafi verið helsta ástæða stofnunar kórs fyrir eldri félaga. „Menn héldu áfram að æfa og halda við gömlu lögunum og þannig hefur það verið í 60 ár,“ segir hann. Samvinna Halldór leggur áherslu á að starf- ið sé í samstarfi og samvinnu við aðalkórinn og meðal annars hafi kór eldri félaga komið fram á tónleikum með aðalkórnum og kórarnir hafi líka sungið saman á slíkum skemmtunum. „Við þessir eldri höf- um komið fram víða um land, tekið þátt í kóramótum á Tenerife og í Barcelona, haldið tónleika í Fær- eyjum og nú er komið að Japan.“ Þótt kórarnir starfi saman eru þeir eins og svart og hvítt. Aðalkór- inn er þrautþjálfaður og æfir að minnsta kosti tvisvar í viku en eldri félagarnir hittast að jafnaði aðra hverja viku en oftar ef þörf krefur. „Við tökum lífið ekki eins alvarlega og aðalkórinn og reynum að sýna að við séum léttir í anda þótt við bæt- um við ári með hverju árinu sem líður.“ Í því sambandi bendir hann á að létt lag eftir Oddgeir Krist- jánsson verði á dagskrá á morgun. Félagar í eldri kórnum eru á öll- um aldri, en meðalaldurinn er um 72 ár. Þeir voru ekki margir til að byrja með en þeim fjölgaði jafnt og þétt og eru nú um 40, en 29 fara í 12 daga Japansferðina, sem hefst 7. nóvember. Kórinn syngur bæði í Tókýó og Kýótó undir stjórn Árna Harðarsonar, sem hefur verið stjórnandi beggja kóranna frá 2009. Jón Þórarinsson var stjórnandi Gamalla Fóstbræðra frá 1959 til 1997 eða í 38 ár og Jónas Ingi- mundarson, sem tók við af honum, var stjórnandi í 12 ár, frá 1997 til 2009. „Hefðin er sterk í kórnum,“ segir Halldór, en miðasala á tón- leikana verður við innganginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Öruggir Karlakórinn Gamlir Fóstbræður á æfingu í Digraneskirkju í gærkvöldi. Tónleikarnir verða þar á morgun. Aldur afstæður hjá Gömlum Fóstbræðrum  Afmælistónleikar í Digraneskirkju og söngför til Japans Á ENDANUM VELUR ÞÚ COROLLU VERÐUR ÞÚ HEPPINN ÁSKRIFANDI sem verður dreginn út 16. október? Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru með í leiknum. Hér má sjá valkostina sem einn af áskrifendum okkar fær að velja um þegar hann fær að gjöf nýja og glæsilega Toyota Corolla.* Fylgstu með. *Heppinn áskrifandi fær að velja á milli Corolla Hatchback, Corolla Touring Sports og Corolla Sedan; þriggja glæsilegra Hybrid-bíla með 1,8 lítra vél í Active-útfærslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.