Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 ✝ Alma Jóns-dóttir fæddist í Keflavík 17. apr- íl 1955. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 5. október 2019. Foreldrar Ölmu voru Jón Hallvarður Júl- íusson, f. 6. febr- úar 1927, d. 14. maí 1987 og Rósa Jónsdóttir, f. 2. maí 1930. Systkini Ölmu eru Júlíus Jón Jónsson, f. 1950, kvæntur Ingi- björgu Magnúsdóttur, Ína Dó- róthea Jónsdóttir, f. 1952, gift Guðmundi Jónassyni, Birgir Jónsson, f. 1959, Hallvarður Þröstur Jónsson, f. 1962, kvæntur Lovísu Ósk Erlends- dóttur, Víðir Sveins Jónsson, f. 1969, kvæntur Margréti Stefánsdóttur. Eftirlifandi eiginmaður Ölmu er Jón Friðhólm Frið- riksson, ketil- og plötusmiður, f. 10. nóvember 1954 í Kópa- vinnslu og ýmis störf. Alma og Jón hófu búskap sinn á Lág- holtsvegi 7 í Reykjavík í húsi afa Jóns. Þau byggðu sér hús í Sandgerði og fluttu þangað inn árið 1974. Síðar hóf Alma störf við Íþróttamiðstöðina í Sand- gerði og vann þar í nokkur ár. Lengst af starfaði Alma sem ritari við Heilsugæslu Suður- nesja. Árið 1999 fluttu þau hjónin til Hafnarfjarðar þar sem Alma hóf störf við St. Jós- efsspítala. Síðustu æviár henn- ar bjuggu hjónin í Arnarsmára 24 í Kópavogi og starfaði Alma í heilbrigðisráðuneytinu. Alma hafði mikinn áhuga á félagsmálum og fengu m.a. Knattspyrnufélagið Reynir og Golfklúbbur Sandgerðis að njóta krafta hennar. Auk þess sat hún í bæjarstjórn Sandgerðis um tíma. Helstu áhugamál hennar voru golf, veiðar og ferðalög. Árið 2006 keyptu þau hjónin sér sum- arbústaðaland þar sem þau reistu sér sumarhús og eyddu þar ófáum stundum. Útför Ölmu fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 11. október 2019, klukkan 13. vogi. Þau gengu í hjónaband 1. júní 1974. Foreldrar Jóns voru Friðrik Björnsson, f. 2. mars 1927, d. 17. janúar 2004 og Þórhildur Sigurðardóttir, f. 10. júlí 1927, d. 23. desember 2010. Synir Ölmu og Jóns eru Jónas Guðbjörn Friðhólm Jónsson, f. 11. mars 1974, sambýliskona hans er Helga Sigrún Þórs- dóttir, f. 15. nóvember 1978. Börn þeirra eru Jón Grétar Jónasson, f. 13. ágúst 2005 og María Sigrún Jónasdóttir, f. 21. maí 2012. Eiríkur Jónsson, f. 18. júlí 1983, sambýliskona hans er Kristjana Árnadóttir, f. 20. mars 1985. Dætur þeirra eru Eva Natalie Eiríksdóttir, f. 26. október 2007 og Nadia Liv Eiríksdóttir, f. 23. ágúst 2014. Alma ólst upp í Sandgerði og fór ung að vinna við fisk- Elsku hjartans mamma. Ég geri mér ekki grein fyrir hvernig við eigum að stíga fyrstu skrefin eftir að þú kvaddir, en ég held að við spjörum okkur þó, þar sem þú kenndir okkur vel. Minningarnar rigna inn í haus- inn á mér og ég veit varla hvar á að byrja. Eitt er mér alltaf efst í huga, ég hef verið um 5-6 ára gamall þegar við vorum á heimleið úr einni af ófáum Hagkaupsferðum okkar. Þér lá eitthvað mikið á að komast heim í þetta skiptið. Við vorum á bláa Lancernum þar sem engin belti voru aftur í. Þú tekur beygju af Suðurgötu, inn á Austurgötu á methraða, nokkuð viss um að Col- in McRae hefði roðnað. Í öllum látunum þá rúlla ég í aftursætinu og þegar ég stoppa þá snýr dún- úlpan mín öfugt á mér, hendur inn í úlpunni og rennilás að aftan- verðu. Ég get alltaf hlegið jafn mikið að þessu. Við spiluðum mikið golf saman og vorum alltaf að kenna hvort öðru. Ég gat aldrei farið til golf- kennara því ég vissi alltaf betur en þeir, en alltaf gat ég tekið ráðum frá þér. Þá rifjast líka upp þegar ég hékk á pokanum hjá pabba. Mikið hefði ég viljað taka 18 holur með þér og pabba í eitt skipti á Ventura. En elsku hjartans mamma, eitt á ég svakalega erfitt með. Þú varst svo veik um það leyti þegar við fjölskyldan vorum að flytja í húsið sem við byggðum okkur. Ég hlakkaði svo til að bjóða þér og pabba í mat til okkar. Mér finnst það svo sárt að hafa ekki fengið að sýna þér hversu flott húsið okkar er. Vona að þú komir til mín í draumi og ég fái að sýna þér hvernig okkur tókst til. Veit að þú ert stolt af okkur. En þú áttir fyrsta vöfflukaffið hjá okkur, þeg- ar þú komst með nýbakaðar vöffl- ur og með því í miðjum fram- kvæmdum, þessu mun ég aldrei gleyma, yndisleg minning. Mamma, mér fannst þú kveðja fullsnemma. Ég veit að þú ert kvalalaus núna og það hlýjar mér um hjartað. Þetta var langt og erf- itt ferli hjá þér. Ég mun gera mitt besta í að að- stoða hann pabba og sjá til þess að hann fari sér ekki að voða. Elska þig að eilífu, mamma. Þinn sonur, Eiríkur. Elsku tengdamamma. Þá er komið að leiðarlokum, mun fyrr en við bjuggumst við. Það eru 14 ár síðan ég kom fyrst inn á heimili ykkar Nonna og ekki leið á löngu þar til ég var flutt inn. Við bjuggum hjá ykkur í rúm 2 ár og eignuðumst á þeim tíma Evu Natalie, áður en við keyptum okkar fyrstu íbúð. Við áttum ófá samtölin á kvöld- in ásamt bíltúrum með feðgunum á Econoline-inum, sem endaði æði oft á Skalla í ís. Þið hafið í gegnum árin verið boðin og búin til þess að aðstoða okkur í öllu sem við höfum tekið okkur fyrir hendur og nú síðast þegar við keyptum okkur fokhelt hús og hófum framkvæmdir. Þið tókuð okkur 4 manna fjölskylduna ásamt kettinum Nóa inn á heim- ilið ykkar þrátt fyrir aukið álag á ykkur. Hjálpin var ómetanleg og hefð- um við ekki getað flutt inn í húsið okkar í ágúst nema fyrir ykkar að- stoð. Þú varst ekkert sérlega hrifin af köttum og að þurfa að taka inn á heimilið þitt stærðarinnar kött, en eftir því sem vikurnar og mán- uðirnir liðu urðuð þið ágætis vinir og fylgdi Nói þér hvert fótspor og var orðinn svo dekraður að hann fékk að kúra sig í sófanum. Við finnum það á honum að hann saknar þín, þar sem þið voruð að mestu tvö saman á daginn. Sumarbústaðaferðirnar höfum við átt ófáar saman og marga bíl- túrana um Suðurlandið og upp- sveitir. Stelpurnar okkar elska sveitina sína og finnst ekkert betra en að geta hlaupið frjálsar um, leikið í kastalanum, hoppað á trampólíni eða jafnvel farið í berjamó hinumegin við lækinn. Þú lifðir fyrir barnabörnin þín fjögur. Það mátti allt hjá ömmu og afa, algjört dekur. Það er mikill söknuður hjá dætrunum tveim og á sú yngri erfitt með að skilja af hverju hún fékk ekki að eiga ömmu Ölmu lengur og sú eldri saknar gæða- stundanna ykkar sem þið áttuð svo oft saman. Takk fyrir allt og allt, elsku Alma. Þín tengdadóttir, Kristjana. Í dag kveð ég elskulegu tengdamóður mína, Ölmu Jóns- dóttur. Það var fyrir 21 ári sem ég kom inn í fjölskyldu Ölmu og Jóns þegar ég og Jónas fórum að hitt- ast. Ég var afskaplega feimin stelpa og þar sem við Jónas bjuggum í Eyjum þá fékk ég góð- an aðdraganda að okkar fyrstu kynnum. Þá mætti Alma sem far- arstjóri til Eyja með krakka úr Sandgerði sem voru að fara að keppa í golfi. Í þessari ferð mætti Alma með steikarpönnu í farangr- inum því Jónas þurfti að fá al- mennilegan kvöldmat en þá bjó hann með vini sínum og lítið var um eldamennsku. Það voru fáir sem gátu glatt Jónas eins mikið með mat og móðir hans, þar þekkti hún drenginn sinn vel. Það var afskaplega auðvelt að kynnast Ölmu og var mér strax vel tekið inn í fjölskylduna. Alma var gædd mörgum góðum eiginleikum sem við öll myndum vilja hafa. Hún var afskaplega ljúf og í kringum hana var ávallt snyrtilegt. Það voru aldrei læti í Ölmu en hún hafði góðan húmor og gat oftar en ekki gert grín að sjálfri sér. Hjónaband Ölmu og Jóns var einstakt en þau voru afskaplega samrýmd hjón sem gengu í takt í gegnum lífið. Aldrei varð ég vitni að ósætti eða leiðindum og er ég þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa hversu mikill kærleikur og ást var þeirra á milli. Dugnaðurinn og kraftur- inn í hjónunum var aðdáunarverð- ur en á þessum árum okkar fylgd- ist ég með þeim byggja glæsilegt hús í Hafnarfirðinum. Þar gekk Alma í mörg verk líkt og Jón og enginn var betri í að kítta eða spartla en hún. Sumarbústaður- inn var stolt þeirra og yndi enda byggður af þeim frá grunni. Þar áttu þau margar góðar stundir og unun að fylgjast með nýjum verk- efnum þeirra þar. Sannkallaður paradísarreitur sem allir í fjöl- skyldunni elskuðu að heimsækja. Börnin okkar Jónasar syrgja yndislegu ömmu Ölmu sem var í þeirra augum allt í senn; besti kokkurinn, læknir og hjúkrunar- fræðingur sem gat læknað öll sár, skilningsríki faðmurinn og skemmtilegi leikfélaginn. Það var ekkert betra en að koma til ömmu í grjónagraut eða steiktan fisk. Hjá ömmu og afa var nefnilega allt leyfilegt. Frá því að Alma veiktist vissum við að verkefnið yrði erfitt en hún tókst á við veikindin með miklu æðruleysi og gerði allt það sem Alma Jónsdóttir ✝ Gunnar ÖrnGunnarsson fæddist 19. nóv- ember 1933 á Ísa- firði. Hann lést 26. september 2019. Foreldrar Arnar voru Gunnar Bjarnason skipa- smiður, síðar full- trúi hjá Hafnar- fjarðarbæ, f. 10. október 1913, d. 30. nóvember 1991, og Elísabet Jónsdóttir húsmóðir, f. 19. apríl 1914, d. 22. júlí 2011. Systkini Arnar: Brynjar, f. 1935, d. 2011, Helga Birna, f. 1940, Halldór Elías, f. 1944, d. 1964, Gunnar Elías, f. 1948, d. 1965, og Ingi- björg, f. 1951. Örn lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar árið 1950. Hann nam tvær iðngrein- ar og lauk sveinsprófi í hús- gagnabólstrun árið 1962 og einnig sveinsprófi í framreiðslu árið 1967. Örn hlaut meistara- bréf í húsgagnabólstrun árið 1977. Örn sigldi á sænsku skipi árin 1953-1955. Í strandferðum og síðan hjá Eimskip við fram- reiðslu þar til nám hófst í Tré- smiðjunni Víði haustið 1957. Næstu ár starfaði Örn við hús- gagnabólstrun eða þar til hann lauk prófi í framreiðslu með sveinsprófi árið 1967. Hann vann síðan jöfnum höndum við framreiðslu og húsgagna- bólstrun ásamt skrifstofustörfum hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Örn starfaði hjá Varnarliðinu í hart- nær 22 ár lengst af hjá Tómstunda- deildinni eða í 20 ár, fram að starfs- lokum vegna aldurs 31. mars 2001. Næstu fimm árin bjó hann jöfnum höndum í Dan- mörku og á Íslandi. Örn giftist Ernu Þórdísi Guð- mundsdóttur kennara 17. ágúst 1963. Börn: 1) Jóhannes Már Arnar- son matreiðslumaður, f. 2. sept- ember 1956, maki Óskar Þór Óskarsson, 2) Sigríður Pálína Arnardóttir lyfjafræðingur, f. 8. júlí 1963, sambýlismaður Ólafur Sævar Elísson, 3) Helgi Arn- arson kennari, f. 8. júní 1967, maki Ragna Peta Hámund- ardóttir, 4) Kristinn Arnarson byggingafræðingur, f. 26. febr- úar 1970, maki Arna Helgadótt- ir. Barnabörnin eru 14 og barna- barnabörnin 12. Örn og Erna bjuggu fyrstu hjúskaparárin sín í Hafnarfirði og Reykjavík en fluttust til Njarðvíkur árið 1972 þar sem áttu heima síðan. Útförin fer fram frá Ytri-- Njarðvíkurkirkju í dag, 11. október 2019, klukkan 14. Elsku pabbi minn, besti pabbi í heimi er fallinn frá. Hann var skemmtilegur, góður og hlýr mað- ur. Pabbi var maður gleðinnar. Hann hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum, gaman að því að rökræða við fólk og að fá fram andstæðar skoðanir. Hann var góður við okkur börnin sín og enn betri við barnabörnin. Við átt- um hvert bein í honum og hann í okkur. Öll höfum við getað leitað til hans með okkar dýrmætustu mál og hann stóð á bak við okkur eins og klettur og hvatti okkur áfram til að láta drauma okkar rætast. Hann kenndi okkur að halda áfram, hrósaði okkur í há- stert þannig að ekkert vantaði upp á sjálfstraustið. Hann auðgaði orðaforðann svo að ekkert kæmi á óvart þegar út í lífið kæmi. Hann kenndi okkur líka að líta björtum augum á framtíðina, hafa skoðanir á málefnum og standa með okkur sjálfum. Við áttum yndislegar stundir með mömmu og pabba í fjölmörg- um tjaldútilegum til Ísafjarðar, Þingvalla og fleiri staða innan- lands. Mikið var hlegið og sungið og nesti borðað, saltkjöt og harð- fiskur. Við fórum í ferðalag til Spánar og Danmerkur, alltaf var glens og gaman. Þegar pabbi fór á eftirlaun ákvað hann að flytja til Danmerk- ur en það hafði verið draumur hans. Hann dvaldi í Danmörku í hálft ár og hálft árið dvaldi hann heima á Íslandi. Mamma var hjá honum öll sumur, þau áttu ynd- islegar stundir, ræktuðu garðinn sinn og nutu lífsins. Við vorum dugleg að heimsækja hann þessi ár. Þetta var yndislegur tími. Eftir því sem barnabörnunum fjölgaði stækkaði hjartað hans. Hann hefur mótað afkomendur sína mikið, með visku, kærleik og gleði. Hann var ótrúlega minnug- ur og var hægt að fletta upp í hon- um eins og í orðabók, ekki síst í landafræði og sagnfræði. Hann vissi hreinlega allt og talaði mörg heimsins tungumál. Hann miðlaði lífsreynslu sinni til okkar, sagði okkur ótrúlegar sögur og varaði okkur við hættunum. Pabbi var mikill sælkeri og nestið sem hann útbjó fyrir okkur, smurt brauð eins og hann gerði, vakti athygli vinnufélaganna. Hann hefur skutlað börnunum á æfingar og sótt til margra ára, mætt á kapp- leiki og tónleika til að sýna sam- stöðu og hvatningu, tók þátt í lifi okkar af lífi og sál. Hann heimsótti okkur um allt, sama hvar við vor- um stödd. Þegar ég fór til Noregs til þess að taka við apóteki þar, þá kom hann til mín til þess að styðja mig, það var yndislegur tími. Hann stjanaði við okkur, eldaði góðan mat og tók á móti gestum. Við áttum dásamlegar stundir. Í dag kveð ég yndislegan föður sem verður með mér í huga alla daga allt til æviloka. Megir þú hvíla í friði í draumalandinu elsku pabbi minn. Sigríður Pálína Arnardóttir. Það er erfitt að hugsa til þess að sjá ekki brosandi andlitið á afa, tilbúinn að segja manni nýjan brandara eða einhverja skemmti- lega sögu frá fyrri tíð en til var nóg af þeim þar sem afi hafði lifað mjög innihaldsríku og skemmti- legu lífi. Það er auðvelt að loka augunum og fá helling af minning- um um hann afa og því erfitt að draga minningarnar saman í stutta grein. Afi og amma bjuggu stóran hluta okkar æsku í Grænási og þangað var alltaf gaman að koma. Það kom fyrir að við kusum jafn- vel frekar að fara þangað en að leika við vini þar sem það var alltaf stuð upp í Grænási hjá afa auk þess sem við fengum stundum að fara með honum í vinnuna upp á hersvæði og það var mjög spenn- andi. Okkur þótti líka mjög spenn- andi að fá eitthvað framandi þaðan eins og Kool-Aid, Skittles, Wen- dy’s eða kanilpítsu. Afi átti það einnig til að koma með slíkt góð- gæti heim úr vinnunni eða gefa okkur pening þannig að við fórum sjálf að kaupa okkur á meðan hann var að vinna. „One ice cream,“ kenndi hann okkur að segja þannig við gætum bjargað okkur sjálf. Jólin heima hjá afa og ömmu í Grænási eru einnig mjög minnis- stæð enda vorum við börnin alltaf í fyrirrúmi þegar kom að jólunum. Afi passaði alltaf upp á að jóla- sveinninn kæmi og heilsaði upp á okkur, hver einustu jól. Þegar við fjölskyldan fórum að halda upp á okkar eigin jól heima á Blönduósi og hættum að vera hjá afa og ömmu yfir jólin var það ekki vin- sælt hjá okkur systkinunum. Afi hugsaði vel um barnabörnin sín. Hann kenndi okkur spila- galdra og leyfði okkur að leika með myntsafnið sitt. Hann fór í ófáa veiðitúra með okkur að Sel- tjörn þar sem eggjasalatbrauð og heitt kakó með smjöri var topp- urinn á tilverunni. Hann og amma hringdu líka alltaf og sungu fyrir okkur afmælissönginn hvern ein- asta afmælisdag. Við stórfjölskyldan fórum með afa til Danmörku í fyrrasumar en þeir sem þekktu afa vita að hann var ekki minni Dani en Íslending- ur inn við beinið. Sú ferð er eitt- hvað sem við munum alltaf eiga í minningum okkar. Elsku afi, þú sem varst alltaf svo góður og yndislegur og varst duglegur að segja okkur hvað þér þótti vænt um okkur. Við vonandi sjáum þig einn daginn taka á móti okkur skælbrosandi og hlæjandi tilbúinn að matreiða eitthvað fyrir okkur eins og þér einum var lagið þar sem maður fór aldrei svangur út úr húsi frá þér. Afi, þú varst einstakur og við elskum þig alltaf. Rut Vestmann, Hámundur Örn og Guðmunda Rós. Örn bróðir. Ég heimsótti þig fyrir nokkrum dögum, en hafði þá ekki tilfinn- ingu fyrir því að ég væri að kveðja þig hinstu kveðju. En þú vissir sjálfur að hverju stefndi, varst sáttur við lífshlaup þitt, ánægður með framgang og ástúð barna þinna og fjölskyldu. Samband ykkar Ernu byggt á traustri elsku og virðingu alla tíð. En nú er komið að kveðjustund og margs ber að minnast og þakka, elsku Örn bróðir. Þú varst elstur okkar sex systk- ina, tveggja systra og fjögurra bræðra, sem nú eru allir látnir. Systkinahópurinn var að vissu leyti tvískiptur og aldursbilið nær tuttugu ár. Eldri hópurinn alinn upp við góð kjör á Ísafirði en vegna breyttra haga fluttist fjölskyldan til Hafnarfjarðar í kringum 1950 og þá kom ég til liðs, tveir bræðra okkar létust á unglingsaldri 1964 og 1965. Öll nutum við systkinin alúðar og umhyggju frá okkar yndislegu foreldrum. Ég minnist þess frá barnæsku hversu mikinn metnað þú lagðir í að leggja fyrir mig yngstu systur þína alls kyns þrautir og gáfna- próf. Þú vildir fá mig til þess að hugsa afstætt og þjálfa hugann. Þú vildir líka kenna mér skrift og teikningu enda sjálfur listaskrifari og hafðir mjög næmt auga fyrir teikningu. Takk Örn minn, ég bý að þessum metnaði þínum. Við stórfjölskyldan höfum lengst af haldið vel hópinn og oft verið glatt á hjalla hjá okkur. Ekki síst fyrir þitt tilstilli sem endalaust dróst fram skemmtisögur sem kættu og fengu alla viðstadda til að hlæja og skemmta sér. Þú hafð- ir lag á að sameina okkur. Það kom enginn að tómum kof- unum hjá þér, enda stálminnugur og áhugasamur um menn og mál- efni. Þú hafðir líka á yngri árum siglt um öll heimsins höf og hafðir frá mörgu að segja. Hvort sögurn- ar voru sannar eða ekki skiptir ekki máli. Það fór aldrei lítið fyrir þér, elsku Örn minn. Þú varst ætíð hrókur alls fagnaðar, skapgóður, skapbráður en alltaf skemmti- legur. Fallegur maður. Þú hafðir sérstakt lag á að hrósa fólki og þá sérstaklega börnunum og unga fólkinu í fjöl- skyldunni. Unglingum sem gengu frá spjalli við þig nokkrum núm- erum stærri en þau komu að, með aukið sjálfstraust og bjartar vonir. Þau muna þig, vertu viss. Elsku Erna, Jói, Palla, Helgi, Kristinn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ég samhryggist ykkur af öllu hjarta enda stórt skarð höggvið í ykkar raðir. En höfum í huga að Örn fær líkn við sínum sjúkdómi og vel verður tekið á móti honum af himnaföðurnum og horfnum ættingjum og vinum. Ingibjörg Gunnarsdóttir. Að eiga langa samleið með ást- vinum er mikil blessun, að verða samferða stóra bróður í gegnum lífið er ævintýr. Hversdagurinn, sól og kyrrð í skjóli hárra fjalla, sumarbústaðurinn Arnarhvoll, lækur í miðjum garði með ljúfan nið og berjalyng við garðshliðið. Skíðaferðir, snjóhús og kynjasög- ur við kertaljós. Mikil var sú auð- legð æskunnar, lífið leikur og glaðværð. Að sjá áhugamál fullorðinsár- anna raungerast, stóru ástina koma til sögunnar og nýja yndis- lega fjölskyldu verða til. Hann Örn bróðir minn er farinn á vit annars lífs sem hann vissi um hríð að væri á næsta leiti. Óhræddur og fullur æðruleysis tjáði hann Gunnar Örn Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.