Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 33
ÍÞRÓTTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu fær verðugt verkefni í kvöld þegar það fær heimsmeistara Frakka í heimsókn á Laugardalsvöll í undankeppni EM 2020. Það má ekki gleymast í allri heimsmeistara- umræðunni að Frakkar unnu einnig til silfurverðlauna á síðasta Evr- ópumóti, 2016, þar sem liðið tapaði 1:0 í framlengdum úrslitaleik gegn Portúgal á Stade de France í París. Þá sitja Frakkar sem stendur í öðru sæti heimslista FIFA á eftir Belgíu. Ísland hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum gegn Frakk- landi í gegnum tíðina. Liðin hafa mæst fjórtán sinnum frá árinu 1957. Frakkar hafa tíu sinnum fagnað sigri og fjórum sinnum hafa liðin gert jafn- tefli. Ísland hefur aldrei fagnað sigri gegn Frökkum og þá hefur franska liðið skorað 41 mark gegn 12 mörk- um Íslands í þessum fjórtán viður- eignum. Að sama skapi hafa þrjú af fjórum jafnteflum liðanna í gegnum tíðina komið á Laugardalsvelli, sem ætti að kveikja vonarneista hjá mörgum. Síðast þegar liðin mættust á Laugardalsvelli, 5. september 1998, skiptu liðin með sér stigunum, en leiknum lauk með 1:1-jafntefli. Þá, eins og nú, voru Frakkar ríkjandi heimsmeistarar en Didier Des- champs, núverandi þjálfari franska landsliðsins, var þá fyrirliði Frakka. Alls mættu 12.004 áhorfendur á leik- inn og voru leigðar sérstakar stúkur sem voru settar upp fyrir aftan mörkin á sitt hvorum enda vallarins. Tækifæri fyrir minni spámenn „Við höfum verið afar erfiðir heim að sækja undanfarin fimm til sex ár. Við ræddum það á dögunum að það er orðið ansi langt síðan við töpuðum leik á heimavelli í undankeppni. Stemningin á leikjunum er alltaf frá- bær og vonandi er ég ekki að „jinxa“ neitt þegar ég segi að það er erfitt að koma hingað. Vonandi verður þetta gott kvöld á Laugardalsvelli á morgun,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við fjölmiðlamenn á blaða- mannafundi íslenska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Gylfi Þór mun bera fyrirliðabandið á Laugardalsvelli gegn Frökkum í fjarveru Arons Einars Gunnars- sonar, sem meiddist á ökkla í leik með félagsliði sínu Al-Arabi í Katar 4. október síðastliðinn. Aron Einar hefur sýnt það og sannað á undan- förnum árum hversu gríðarlega mik- ilvægur hann er fyrir liðið en annars eru allir leikmenn íslenska liðsins heilir og klárir í slaginn. Gylfi Þór Sigurðsson benti hins vegar blaða- mönnum réttilega á það að fjarvera Arons opnaði dyrnar fyrir aðra leik- menn liðsins. Guðlaugur Victor Páls- son er leikmaður sem spilar sömu stöðu og Aron en hann hefur ekki náð að sannfæra Íslendinga með frammi- stöðu sinni hingað til með landsliðinu. Það gæti breyst á morgun. „Þetta verður mjög athyglisverður og erfiður leikur,“ voru fyrstu orð Erik Hamrén landsliðsþjálfara á blaðamannafundinum á Laugardals- velli í gær. „Frakkar eru með frá- bært lið og þeir eru ríkjandi heims- meistarar. Þú þarft að geta eitthvað í fótbolta, innan sem utan vallar, til þess að verða heimsmeistari. Við ger- um okkur fulla grein fyrir því að þetta verður erfitt en að því sögðu höfum við líka engu að tapa því það búast allir við auðveldum sigri Frakka. Ef við horfum raunsætt á hlutina eiga Frakkar að vinna en óvæntir hlutir geta gerst í fótbolta og af hverju ekki á morgun? Ísland hef- ur aldrei unnið Frakkland og ein- hvern tímann er allt fyrst, kannski á morgun, hver veit?“ bætti sænski þjálfarinn við. Leikirnir gerast ekki stærri Það hefur aðeins einkennt íslenska landsliðið undanfarin ár að þegar sem fæstir virðast hafa trú á liðinu stíga strákarnir upp og afsanna kenningar efasemdarfólks. Fáir virð- ast hafa trú á því að íslenska liðið geti náð í góð úrslit gegn heimsmeist- urum Frakka eftir ósannfærandi frammistöðu gegn Albaníu í Elbasan í september. Svo lengi lærir sem lifir. Tapið sýndi íslenska liðinu svart á hvítu að ef ekki verður haldið í þau gildi sem hafa einkennt liðið und- anfarin gullaldarár vinnur liðið ekki marga fótboltaleiki. Strákarnir virðast staðráðnir í að svara fyrir tapið í Albaníu með góðri frammistöðu í komandi landsliðs- verkefnum. Íslenska liðið fær alvöru svið til þess að svara fyrir sig enda er það ekki á hverjum degi sem heims- meistararnir mæta á Laugardalsvöll. Svo lengi lærir sem lifir  Heimsmeistararnir mæta á Laugardalsvöll í kvöld  Hamrén segir að liðið hafi engu að tapa  Gylfi Þór telur að heimavöllurinn gæti reynst örlagavaldur Morgunblaðið/Eggert Yfirvegaðir Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén sátu fyrir svörum á Laugardalsvelli í gær.  Sóknarmaðurinn Emil Atlason er genginn í raðir Stjörnunnar frá HK, en þetta kemur fram á Facebook-síðu Stjörnunnar. Emil, sem er 26 ára gam- all, skoraði 3 mörk í 21 leik með HK í Pepsi-deildinni í sumar en hann hefur einnig leikið með KR, Val og Þrótti Reykjavík. Emil hefur spilað samtals 83 leiki í efstu deild og hefur skorað 16 mörk í þeim. Þá lék hann á sínum tíma 12 leiki með U21 árs landsliðinu og skoraði í þeim átta mörk.  Kjartan Stef- ánsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samn- ing við Árbæjar- liðið. Þá hafa sex leikmenn Árbæj- arliðsins framlengt samninga sína við félagið, en þeir eru: Tinna Björg Birgisdóttir, Hulda Sig- urðardóttir, Hulda Hrund Arnardóttir, Birna Kristín Eiríksdóttir og Sigrún Salka Hermannsdóttir.  Knattspyrnustjórinn José Mourinho hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Manchester United í desem- ber á síðasta ári. Mourinho hefur fengið nokkur tilboð síðan hann yfirgaf United en enskir fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að Portúgalinn vildi snúa aft- ur í ensku úrvalsdeildina. Franskir fjöl- miðlar birtu fréttir í vikunni þess efnis að Mourinho hefði hafnað því að taka við franska 1. deildarliðinu Lyon. Sylv- inho var rekinn frá fé- laginu í vikunni en Lyon hefur ekki byrjað tímabilið vel í Frakklandi og er með 9 stig eftir fyrstu níu umferðir deildar- innar í fjórtánda sætinu. Eitt ogannað Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í hand- bolta, tryggði Kristianstad fyrsta stig sitt í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Ólafur skoraði lokamark leiksins með mikilli neglu í 24:24-jafntefli við Kadetten Schaffhausen frá Sviss, í Svíþjóð í gær. Svissneska liðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11, en Ljubomir Vranjes, þjálfari Kristianstad, hvatti sína menn í leikhléi til þess að taka fleiri skot. Það gerðu að minnsta kosti Ólafur og félagi hans Philip Henningsson, en Ólafur var markahæstur í leiknum með 9 mörk. Hann fékk smátækifæri í blálok leiksins til þess að skora sigurmark en skaut í vörnina. Í Þýskalandi styrkti Bjarki Már Elísson stöðu sína sem markahæsti leikmaður 1. deildar, en hann skoraði 4 mörk fyrir Lemgo í 26:26-jafntefli við Stuttgart. Elvar Ásgeirs- son skoraði tvö mörk fyrir Stuttgart. Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Kiel eru í 2. sæti með 12 stig eftir 31:23-sigur á Nord- horn, liði Geirs Sveins- sonar, sem er í neðsta sæti með tvö stig. Öll úrslit úr leikjum íslenskra handbolta- manna í gær má sjá á síðu 32. sindris@mbl.is Ólafur magnaður í Meistaradeildinni Ólafur Andrés Guðmundsson Eins og fyrir HM 2018 varð Belgía fyrst allra til þess að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2020 í fótbolta karla. Belgar unnu 9:0- stórsigur á San Marínó í gær, hafa unnið alla sjö leiki sína og eru komnir með ellefu stiga forskot á liðið í 3. sæti I-riðils, Kýpur, þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum. Spennan er mikil í C-riðli, þar sem Holland, Þýskaland og Norður-Írland eru með 12 stig hvert eftir dramatískan 3:1-sigur Hollands á Norður-Írlandi í gær. Gestirnir komust yfir á 75. mínútu en heimamenn í hollenska liðinu náðu fljótt að jafna og skoruðu svo tvívegis í uppbótartíma, en þar voru að verki Memphis Depay og Luuk de Jong. Miðað við núverandi stöðu í undankeppninni er Ísland á leið í umspil í mars komist liðið ekki upp fyrir Tyrkland eða Frakkland. Í því umspili myndi liðið þurfa að komast í gegnum Holland eða Þýskaland ef Norður-Írland kæmist upp úr C-riðlinum. Miðað við stöðuna nú færi Ísland í fjögurra liða umspil við Sviss og tvö af þessum fjórum liðum; Búlg- aríu, Ísrael, Ungverjalandi og Rúmeníu, um eitt laust sæti á EM. sindris@mbl.is Holland fjær umspili við Ísland Luuk de Jong Didier Deschamps, þjálfari heims- meistara Frakka, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Frakkar léku síðast hér á landi fyrir 21 ári og þá var Deschamps fyrirliði, en nokkrum vikum áður urðu þeir heimsmeistarar. Leiknum lyktaði með 1:1 jafntefli en þau úrslit vöktu heimsathygli. „Ég man eftir þessum leik en ég hef ekki rætt um hann við leikmenn mína. Það var ekkert vanmat sem olli því að leikurinn endaði með jafntefli. Það var annað. Ég er ekkert að vísa í þennan leik núna þegar ég er að undirbúa lið mitt. Ég ber virð- ingu fyrir ís- lenska liðinu. Völlurinn er góð- ur en aðstæður eru sérstakar. Völlurinn er opinn og rúmar fáa áhorfendur og menn eru ekki vanir slíkum aðstæðum. En við tökum þennan leik mjög alvarlega,“ sagði Dechamps. Frakkar unnu 4:0 sigur í fyrri leik þjóðanna í mars. Miðvörðurinn sterki, Raphael Varane, mun bera fyrirliðabandið í fjarveru markvarðarins Hugo Lloris, sem er meiddur. Varane var óhemju sigursæll í fyrra þegar hann varð heimsmeistari en einnig Evrópumeistari með Real Madrid. „Við búum okkur undir mjög erf- iðan leik á móti Íslendingum. Þeir hafa ekki tapað mótsleik á heima- velli í sex ár, sem segir okkur að þeir eru mjög erfiðir heim að sækja og eru gríðarlega sterkir þar,“ sagði Varane og var spurður hvort veðrið gæti sett eitthvert strik í reikninginn hjá franska liðinu. „Það er kalt og það er vindur. Við þurfum að aðlagast þessum að- stæðum og þetta gæti aukið á erfið- leikastuðul leiksins. En við erum til- búnir í það,“ sagði Varane. Frakkarnir varkárir í yfirlýsingum  Ekkert vanmat árið 1998 fullyrðir Deschamps  Varane býr sig undir erfiðan leik Raphael Varane KNATTSPYRNA Undankeppni EM karla: Laugardalsv.: Ísland – Frakkland.......18:45 HANDKNATTLEIKUR Grill 66 deild karla: Dalhús: Fjölnir U – Grótta ...................19:45 KA-heimilið: KA U – FH U..................20:30 Grill 66 deild kvenna: Austurberg ÍR – Selfoss ........................... 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Dominos deild karla: Höllin: Þór Ak. – Fjölnir.......................19:15 1. deild karla: Egilsstaðir: Höttur – Sindri .................19:15 Hveragerði: Hamar – Álftanes ............19:15 Smárinn: Selfoss – Snæfell...................19:15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.