Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Þann 31. október gefur Pósturinn út jólafrímerkin 2019. Myndefni frímerkjanna eru heimasmíðuð íslensk jólatré frá Hruna í Hrunamannahreppi og Laugardælum í Flóahreppi. Einnig koma út fjögur frímerki tileinkuð íslenskri myndlist, þ.e. nýja málverkinu á níunda áratug síðustu aldar. Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps Safnaðu litlum listaverkum Þrír bankar í Arion appinu arionbanki.is Við opnum Arion appið og bjóðum Landsbankann og Íslandsbanka velkomna. Nú getur þú skoðað alla reikninga og kort í íslenskum bönkum í appinu. Opin og þægileg bankaþjónusta fyrir alla. Húðútbrot hafa allflestirfengið en oft fær fólkáhyggjur af því að um sé að ræða alvarlegan sjúkdóm. Húðin er stærsta líffæri mannslíkamans og á húð geta oft komið fram ýmis merki um sjúkdóma. Allt frá sak- lausum staðbundnum ertingar- eða ofnæmisútbrotum, upp í útbrot með lífshættulegri heilahimnubólgu. Bólusett er á heilsugæslustöðvum og víðar fyrir mörgum smit- sjúkdómum sem valda útbrotum. Hér verður lauslega fjallað um al- varleg útbrot en einnig um algeng- ari birtingarmyndir. Alvarlegar tegundir húðútbrota: Húðblæðingar/depilblæðingar (Petecchias e.) geta verið merki um alvarlegan sjúkdóm. Þekktasti or- sakavaldurinn er meningókokka- heilahimnubólgu-bakterían og er sá hvað banvænastur smitsjúkdóma. Bólusett er fyrir meningókokka- tegund C (Neisvac-C) í ung- barnavernd hjá heilsugæslunni og sem betur fer hefur alvarlegum heilahimnubólgu og sýkingum stór- fækkað vegna þess. Þessi útbrot geta orðið stærri og myndað svo kallað purpura (stærri húðblæð- ingar). Þessi útbrot geta einnig verið merki um aðra alvarlega sjúkdóma og ráðleggjum við því öll- um að leita til læknis sem fyrst ef húðblæðingar myndast. Útbreidd roðaútbrot með eða eft- ir smitsjúkdóma. Til eru sjaldgæfar en alvarlegar tegundir útbrota sem tengjast streptokokkum og stafýlo- kokkum sem eru algengar bakt- eríur sem sýkja menn. – Einnig eru til alvarleg lyfjaútbrot með flögnun, sáramyndun og blöðrumyndunum í húð, svo sem svo kallað Stevens- Johnson syndrom og TEN. Þessi útbrot tengjast einnig stundum sýkingum og eru lífshættuleg. Ofnæmisútbrot vegna lyfja eða matvæla eru roðaútbrot með kláða sem geta verið misslæm. Alvarleg- asta tegund ofnæmis með útbrotum er bráðaofnæmi með hugsanlegu ofnæmislosti (Anaphylaxis/ anaphylactic shock ). Þekktar ástæður bráðaofnæmis eru lyf svo sem penicillin, Bólgueyðandi lyf (NSAID lyf), skuggaefni í æð. Bý- flugnastungur og vespustungur/ geitungastungur geta einnig valdið bráðaofnæmi. Síðan má telja mat- væli svo sem hnetur, jarðarber, kívíávexti o.fl. Um er að ræða hratt vaxandi einkenni útbrota/kláða, jafnvel öndunarerfiðleika og lækk- andi blóðþrýstings (lost) sem gerist á allt niður í nokkrar mínútur eftir inntöku eða inngjöf lyfs eða mat- væla. Þetta er sú tegund ofnæmis sem fólk þarf að fá adrenalín sprautu við og vera undir eftirliti í kjölfarið. Fólk með sögu um alvar- lega bráðaofnæmi fær ávísað adr- enalín sprautupenna (Epipen) til að geta brugðist hratt við. Algeng húðútbrot Exem-húðsjúkdómar eru algeng- ir, um er að ræða bólgu í húð. Al- gengast er barnaexem (atopic ec- zema) sem byrjar á unga aldri (90% tilfella komin fyrir 4-5 ára aldur). Húðin er gölluð hvað varðar varnargildi sitt og raka, verður þurr og flagnandi, roði myndast vegna bólgu og kláði verður. Stór hluti meðferðar er mikil notkun á rakakremum, oft sterakrem eða önnur bólguhamlandi krem en einnig ber að varast sem mest sáp- ur. Til eru aðrar tegundir exema svo sem blettaexem á fótleggjum, snertiexem (annaðhvort ofnæmis- eða ertingar-snertiexem), flösuex- em og fleiri undirtegundir húð- bólgu. Psoriasis: Þykknaðar húðskellur myndast með yfirborðsflögnun, bólgu og roða með kláða og óþæg- indum. Bólguhamlandi krem, raka- krem, ljós, og tjara og fleira er not- að í meðferð. Smitsjúkdómar sem valda út- brotum: Bólusett er fyrir mörgum af þessum sjúkdómum svo sem rauðum hundum, mislingum. Þess utan ganga reglulega litlir far- aldrar af veiruútbrotasjúkdómum sem eiga það sameiginlegt að vera vægir og hættulitlir. Fimmta veikin er veirusjúkdómur sem leggst á börn mest og veldur bleikum út- brotum frá andliti og niður, ein- kennandi eru roðaskellurnar í and- liti. Mislingabróðir (sjötta veikin, roseola infantum) leggst á börn 6 mánaða-2 ára mest, með háum hita í 2-4 daga og síðan koma fíngerð bleik útbrot víða um líkamann en hitinn dettur niður. „Gin- og klaufaveiki“ (Hand, foot and mouth disease) er síðan annar algengur en saklaus veiru-útbrotasjúkdómur þar sem útbrot eru mest í munn- holi, andliti og á höndum og fótum. Ekki má síðan gleyma hlaupabólu með sínum deplum sem breytast fljótt í litlar blöðrur. Hægt er að fá bólusetningu fyrir þessum sjúk- dómi. Leitið ráða Hægt að leita sér ráða hjá hjúkr- unarfræðingi í síma 1700. Einnig er hægt að skoða aðgengilegar upp- lýsingar um ýmsa sjúkdóma á www.heilsuvera.is Leitið til Heilsu- gæslunnar ef leita þarf ráða eða fá skoðun hjá hjúkrunarfræðingi og/ eða lækni. Útbrot á húð geta verið alvarleg Ljósmynd/Aðsend Rautt Psoriasis birtist með þykkum húðskellum sem myndast með yf- irborðsflögnun, bólgu og roða með kláða og óþægindum. Bólguhamlandi krem, rakakrem, ljós, tjara og fleira er notað í meðferð við þessu.  Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins. Heilsuráð Sveinbjörn Auðunsson, sérfræðingur í heimilislækn- ingum, svæðis- og fagstjóri lækna í Grafarvogi. Tíu meistaranemar í kennslu- og menntunarfræðum fengu nú í vikunni viðurkenningu skóla- og frí- stundaráðs Reykjavíkurborgar fyrir framúrskarandi lokaverkefni. Mark- mið þessara viðurkenninga er að auka hagnýtingu rannsókna í fag- starfi með börnum og unglingum í borginni og gera Reykjavík að vett- vangi rannsókna, náms og starfs. Öll voru lokaverkefnin sem hlutu við- urkenningu unnin á tímabilinu frá miðju síðasta ári fram til jafnlengdar í ár. Viðurkenningarverðlaunin fyrir hvert og eitt þeirra nema 250 þús. kr. Meðal verkefna sem athygli hlutu eru Byrjendalæsi sem brú milli tákn- máls og íslensks ritmáls: Reynsla döff kennara. Það verkefni vann Ey- rún Ólafsdóttir. Halla Leifsdóttir fékk viðurkenningu fyrir verkefnið Í hlekkjum huglása: Starfendarann- sókn á samþættingu núvitundarást- undunar og nýsköpunarmenntar og Kristín Dóra Ólafsdóttir fyrir verk- efnið Essið: Ræktun jákvæðrar sjálfs- myndar á umrótstímum. Auglýst var eftir umsóknum vegna viðurkenninganna og bárust alls 26 umsóknir. Valnefnd, skipuð sérfræð- ingum í starfi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs fór yfir umsóknir og valdi verkefnin tíu. Skúli Helga- son, formaður skóla- og frí- stundaráðs, afhenti meistaranem- unum tíu viðurkenningarnar við athöfn í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar. Verðlaunaverkefnin verða í kjölfarið kynnt fyrir starfsfólki skóla- og frístundasviðs, eftir því sem við á, með það að markmiði að efni þeirra nýtist sem best í fagstarfinu. Nemar í kennslu- og menntunarfræðum fá viðurkenningu Reykjavíkurborgar Nýtist í fag- legu starfi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skólastarf Vættaskóli í Grafarvogi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.