Morgunblaðið - 31.10.2019, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Gleðilega
Hrekkjavöku
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Að ala upp nokkur börn í einu er brjál-æðislegt verkefni, því fylgir flókinverkaskipting auk annarra skuld-bindinga utan heimilis. Að þurfa að
halda þessu öllu saman er drulluerfitt. Okkur
fannst þurfa að opna inn á þessa umræðu, með
léttu ívafi þó. Auðvitað er dásamleg reynsla að
eignast börn með þeim sem maður elskar, en
það er líka erfitt og það má segja það. Ef fólk
fer í barneignir með þær væntingar að þá
fyrst fari sambandið á flug, þá er það akkúrat
öfugt. Þá fyrst reynir á,“ segja þær Emma
Björg Eyjólfsdóttir og María Ólafsdóttir sem
halda úti hlaðvarpi sem þær kalla Andvarpið-
hlaðvarp foreldra. Þar fjalla þær um allt sem
viðkemur foreldrahlutverkinu en þær eru báð-
ar ungar þriggja barna mæður afkvæma á
aldrinum 7 mánaða til 12 ára.
„Við finnum mikið fyrir pressunni að við
eigum að standa okkur 150 prósent í öllu, sem
mömmur, makar og framakonur. Allir eru að
reyna að halda ímynd hins fullkomna fjöl-
skyldulífs, en okkur finnst ekkert að því að
fólk viti að allt sé í drasli heima hjá okkur og
að við séum stundum með allt upp á bak. Okk-
ur finnst mikilvægt að einhver segi þetta upp-
hátt, fyrir það fólk sem er að burðast með að
skammast sín fyrir að vera ekki með allt á
hreinu. Ef það er eitthvað sem maður vill gera
vel, þá er það að vera foreldri, eðlilega, en það
er líka hætta á að maður stífni upp, af því mað-
ur tekur þetta alvarlega og ætlar að gera allt
vel og rétt. Áður en maður veit af er maður
orðinn stífur af streitu,“ segir Emma og María
bætir við að þegar stressið sé orðið of mikið þá
sé gott að kveikja á kertum og fá sér rauðvín,
til að slaka á. „Við viljum ekki að hlaðvarpið
okkar sé væl og kvart og kvein, við teljum
okkur vera ágætlega fyndnar og okkur finnst
nauðsynlegt að gera grín að okkur sjálfum.“
Ekki festast í tuði eða skömmum
Ellefu Andvörp eru farin í loftið og þær
segja spjallið yfirleitt vera á frekar persónu-
legum nótum. Þær taka fyrir ýmislegt sem
tengist ómegðinni, t.d. hvað þurfi að hafa í
huga þegar farið er í ferðalög með mörg lítil
börn í einu. „Við höfum m.a. fjallað um ófrjó-
semi, meðgöngu, fæðingu og brjóstagjöf, en
við ætlum líka að taka fyrir skjánotkun og
fleira sem tengist eldri börnum. Við fáum líka
til okkar viðmælendur í stúdíóið, Anna Stein-
sen kom til dæmis og talaði um hvernig eigi að
ala upp þrautseigju í börnum, hvenær for-
eldrar taka af þeim tækifæri til að þroskast
með því að ryðja öllum hindrunum úr vegi. Þá
eru foreldrar þroskaþjófar,“ segja þær vin-
konurnar sem einnig taka að sér að mæta á
fundi eða viðburði og flytja stutt erindi í anda
Andvarpsins. „Við erum ekki fagmenn heldur
fjöllum um hinn óbærilega hversdag þriggja
barna mæðra. Við hvetjum fólk til að vera
betra við sjálft sig, ekki skamma sig fyrir að
standa sig ekki nógu vel, og foreldra að vera
nærgætnari sín á milli, ekki festast í tuði eða
skömmum heldur hrósa og hjálpast að. Para-
sambandið er eitt af því sem við ætlum að taka
fyrir,“ segir Emma og bætir við að það mætti
lýsa því sem svo að samband fólks með mörg
börn lafi saman á límbandi og þvermóðsku.
„Af því það er erfitt að vera foreldri, en ekki af
því maður elski ekki maka sinn.“
Krafan um að allt sé skemmtilegt
María segir gott að sætta sig við að á
meðan hún er með þrjú lítil börn, þá þýði ekk-
ert að fara fram úr sjálfri sér. „Með þriðja
barni hef ég komist að því að það er ekki hægt
að gera allt, sérstaklega ekki í félagslífinu og
öllu sem mann langar að gera fyrir sjálfan sig.
Það verður að víkja á meðan þetta tímabil
gengur yfir.“ Emma bætir við að það sé ekk-
ert óeðlilegt að það komi leiðinleg tímabil í líf-
inu og að fólk megi stundum vera smá óham-
ingjusamt. „Það er svo mikil krafa um að allt
sé skemmtilegt og að maður sé alltaf jákvæð-
ur og bjartsýnn og að njóta.“ María veltir fyrir
sér hvernig þetta var fyrir 100 árum. „Ég held
að þá hafi fólk verið minna sjálfhvert og minna
upptekið af nútímakröfunni um að setja okkur
sjálf í fyrsta sæti. Kannski erum við búin að
yfirgreina sjálfið svo mikið að þegar foreldra-
hlutverkið bætist ofan á það, þá fer allt í
klessu. Í nútímasamfélagi viljum við hafa svo
mikla stjórn á öllu og skipuleggja líf okkar í
þaula, meðal annars barneignir. Núna eignast
flestir börnin eftir þrítugt og þá á allt að vera
fullkomið. Ég minni á að sumt er bara af-
greiðsla í barnauppeldi lítilla barna, en samt
stend ég mig að því að berja sjálfa mig niður
fyrir að vera ekki að njóta tímans frá fjögur til
átta á kvöldin, á skrímslatíma þegar allir eru
þreyttir og svangir. Það er bara ekki hægt,
sorrí, maður er bara að henda mat í alla,
klippa neglur, skipta um bleiur, baða, bera
exemkrem á húð, lúsakemba og garga á mann-
inn sinn á meðan,“ segir María og hlær.
Við auglýsum eftir feðrum í viðtöl
Hægt er að hlusta á Andvarpið á öllum
helstu hlaðvarpsveitum, Spotify, SoundCloud,
Apple-podcast og Google-hlaðvarpi. „Við erum
líka með Facebook-síðuna Andvarpið, þar sem
við setjum inn uppörvandi efni til að hjálpa
fólki að lifa daginn af. Okkur finnst frábært að
heyra í fólki, það er okkar uppáhalds, hvort
sem það eru símtöl eða í skilaboðaskjóðu Fés-
bókar. Við þiggjum líka ábendingar um við-
mælendur eða umfjöllunarefni. Við auglýsum
eftir feðrum í heimsókn til okkar og í viðtöl,
því reynsla okkar er augljóslega reynsla
mæðra, og okkur finnst forvitnilegt að vita
hvort þetta eilífa mammviskubit er kvenna-
sjúkdómur eða hvort feður eru líka haldnir
þessu biti. Ungar konur brenna út bæði í
starfi og einkalífi og það er full ástæða til að
hafa áhyggjur af því,“ segja þær stöllur og
taka fram að Andvarpið sé aðeins upphafið að
glæstum ferli þeirra vinkvennanna. „Andvarp-
ið leiðir að stærri hugmynd sem meðal annars
felur í sér mánaðarlega viðburði og fyrsti við-
burður verður 6. nóvember í hátíðarsal Gróttu
á Seltjarnarnesi kl. 20. Við tvær verðum með
litla hugvekju í upphafi en guðmóðir And-
varpsins, Soffía Bæringsdóttir, ætlar að flytja
erindið „Vertu meyr-fyrirhöfn í foreldra-
hlutverki“ sem fjallar um að stundum er nóg
að standa sig bara 30 prósent í foreldra-
hlutverkinu, það sleppur alveg á slæmum dög-
um. Þetta verður samkoma fyrir foreldra til að
eiga notalega kvöldstund með spjalli og veit-
ingum.“ Miðar fást á tix.is.
Vinkonur andvarpa yfir eigin ómegð
Þær gera grín að eigin bugun
sem þriggja barna mæður og
segjast ekki skammast sín fyrir
að allt sé í drasli heima. María
og Emma andvarpa í hlaðvarpi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinkonur Emma og María telja sig vera ágætlega fyndnar og vilja ekkert vol eða væl.
Þvottafjall Aldrei næst að vinna á þvottafjalli barnmargra heimila og það er allt í lagi.