Morgunblaðið - 31.10.2019, Page 16

Morgunblaðið - 31.10.2019, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Enski boltinn frá Síminn Sport á Nova TV 2.500 kr./mán. með ótakmörkuðum Ljósleiðara hjá Nova. Verð áður 4.500 kr./mán. Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra er mjög ánægð með að sjá í lok formennskuárs Íslands í nor- rænu ráðherranefndinni hversu hratt og vel var unnið á árinu. Ekki aðeins hafi verið unnið með planið sem kynnt var á Norðurlandaráðs- þinginu í fyrra heldur náðist fram framtíðarsýn til ársins 2030 með umhverfismálin í miklum forgangi. Hún segir að loftslagsmálin hafi verið í öndvegi á Norðurlandaráðs- þingi, sem lauk í Stokkhólmi í gær, og á fundum forsætisráðherranna. „Hvaða áskoranir loftslagsváin er fyrir ríki sem þessi. Hvernig getum við tryggt að okkar lýðræðislegu leikreglur séu nýttar. Við sjáum að yfirvöld eru að ráðast í alls konar aðgerðir og mæta jafnvel mikilli andstöðu, þannig að það þarf að vera þessi félagslega hugsjón á bak við þetta og að sjálfsögðu efnahags- leg. Þetta er ekki einkamál um- hverfisráðherra,“ segir Katrín og bætir við að allir flokkahóparnir á Norðurlandaráðsþinginu hafi verið sammála um mikilvægi þess að grípa til aðgerða. Að frumkvæði Íslands var unga fólkið fengið að borðinu og sátu fulltrúar þess á fundi með norrænu forsætisráðherrunum í gær „Við fengum öll erfiðar spurn- ingar frá þessu unga fólki. Fengum tækifæri til að tjá okkur og hlusta. Ég vona að það verði ekki bara í þetta skiptið heldur verði það fast- ur þáttur að fá ungt fólk á fund forsætisráðherra Norðurlandanna,“ segir Katrín. Mikil viðurkenning Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra segir það mikla við- urkenningu fyrir Íslendinga að utanríkisráðherrar Norður- landanna hafi komist að sam- komulagi um að fá Björn Bjarna- son, fyrrverandi ráðherra, til þess að skrifa skýrslu sambærilega þeirri sem Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Nor- egs, vann um norræna samvinnu fyrir áratug. Áætlað er að Björns- skýrslan komi út um mitt næsta ár. „Þetta er viðurkenning fyrir okkar starf á þessum vettvangi. Tillaga mín um að halda áfram með Stoltenberg-vinnuna var sam- þykkt á fundi ráðherranna í Borg- arnesi nýverið,“ segir Guðlaugur Þór. „Það er ekki bara ánægjulegt að finna fyrir samstöðunni milli ráð- herranna þegar kemur að tillögu okkar heldur líka samstöðinni um Björn Bjarnason hjá þingmönnum, bæði í forsætisnefndinni og í um- ræðum í þingsal hér á þingi Norðurlandaráðs,“ segir Guðlaugur í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins á þingi Norðurlandaráðs. „Mér er til efs að rödd Íslands hafi verið áður jafn áberandi og nú er. Þá er ég ekki bara að vísa til þessa heldur einnig veru okkar í Mannréttindaráðinu,“ segir Guð- laugur og nefnir þar að auki for- mennsku Íslands í norðurskauts- ráðinu, norrænu ráðherranefndinni, Eystrasaltssamstarfi og víðar. Ísland hefur vakið athygli á vett- vangi mannréttindamála undan- farin misseri og Ísland ratað ítrek- að í alþjóðlega fjölmiðla vegna þess. Ekki síst í gegnum veru Ís- lands í mannréttindaráði Samein- uðu þjóðanna. Ísland hefur ekki áður átt aðild að mannréttindaráðinu en önnur norræn ríki hafa verið í samvinnu um aðild og skipst á. Norden.org/Magnus Fröderberg Þingmenn Fulltrúar á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi, sem lauk í gær. Norden.org/Johannes Jansson Kynslóðir hittast Fulltrúar ungu kynslóðarinnar heilsa forsætisráðherrum Norðurlandanna í gær. Unga fólkið brýnir ráðherrana  Loftslagsmál voru helsta umfjöllunarefnið á þingi Norðurlandaráðs sem lauk í Stokkhólmi í gær Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg hlaut umhverf- isverðlaun Norðurlandaráðs í ár en afþakkaði verðlaunin. Spurð út í ákvörðun Gretu að taka ekki við verðlaununum segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að það hafi ekki komið henni á óvart. „Greta er aðgerðasinni sem hefur verið að setja mál á dag- skrá með mjög afgerandi hætti og ég held að við ættum að fagna því hvað hún hefur gert fyrir þessa umræðu í heiminum en ég var ekkert hissa að hún skyldi afþakka verðlaunin því þau standa fyrir ákveðið kerfi sem hún hefur talað mjög ákveðið gegn. Mér fannst hún vera samkvæm sjálfri sér; hún hefur staðsett sig sem harðan gagnrýnanda kerfisins,“ segir hún. Kom Katrínu ekki á óvart GRETA THUNBERG AFÞAKKAÐI UMHVERFISVERÐLAUNIN Þær Isabelle Axelsson og Sophia Axelsson frá samtökunum FridaysForFuture komu fyrir hönd Gretu á afhendingu norrænu umhverfisverðlaunanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.