Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
HEFILBEKKIR FYRIR
SKÓLA, VERKSTÆÐI OG HEIMILI
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is
Elite 2000
Sérpöntun
Nordic
Plus 1450
Verð: 69.800
Ramia
advan
Verð: 95.800
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-1
mia 1700
99.800
ced 1500
Ra
Verð:
amia
vöfaldur
rð: 179.800
6
R
T
Ve
Skó
2 og 4 plötu be
hæðastillan
li-4
kkir,
legir
Einmeningur
Hæðarstillanlegur
Sérpöntun
Vefverslun brynja.is
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Það er alls ekki víst að þingkosningar
í Bretlandi í desember muni leysa
pattstöðuna sem virðist vera komin í
breska þingið að mati Simon Usher-
wood, prófessors við Surrey-háskóla
og aðstoðarforstjóra rannsókna-
deildar um samskipti Bretlands og
Evrópusambandsins hjá Rann-
sóknastofnun um félags- og efna-
hagsmál (ESRC). „Þetta þing býr við
ákveðið vandamál. Það getur ekki
gert nokkurn af þeim þremur hlutum
sem þarf til að binda enda á þessa
stöðu. Það getur ekki yfirgefið ESB
með samningi, án samnings eða hætt
við útgönguna,“ segir Usherwood.
Hann segir eitt helsta vandamálið í
breskum stjórnmálum í dag vera al-
farið skort á trausti milli aðila. „Rík-
isstjórnin treystir ekki þinginu og
þingið treystir ekki ríkisstjórninni.
Flokkarnir á þingi treysta ekki hver
öðrum og þingmenn treysta ekki
leiðtogum flokkanna. Þannig að allir
eru að reyna að koma í veg fyrir að
eitthvað geti leitt til þess að opnað er
fyrir atburðarás sem þeim hugnast
ekki.“
„Það hafa verið tveir kostir verið
ræddir í stöðunni, annars vegar
kosningar og hins vegar ný þjóð-
aratkvæðagreiðsla. Vandamálið með
kosningar er að það er ekki víst að
kosningar muni skila þingi með skýr-
an meirihluta sem getur tekið
ákvörðun í málinu,“ útskýrir hann og
bendir á að skoðanakannanir sýni að
Íhaldsflokkurinn sé með forskot, en
„ekki með nógu mikið forskot til þess
að þeir geta verið viss um að sigra.“
Þá segir hann ríkjandi ástand í
breskum stjórnmálum geta haldið
áfram í mörg ár og að staða mála
myndi einungis breytast ef nýr af-
gerandi meirihluti myndast í þinginu
eða ESB ákveður að hætta að veita
Bretum frekari frest vegna útgöng-
unnar.
Algjör óvissa
Samþykkt var á breska þinginu að
halda þingkosningar í desember, en
Usherwood telur þær jafnvel geta
skapað frekari vandamál. „Á þessu
stigi vitum við ekki hver niðurstaða
þeirra verða. Í fyrsta lagi hafa kjós-
endur ekki haft mikinn tíma til þess
að kynna sér innihald útgöngusamn-
ingsins (sem breska ríkisstjórnin
lagði nýverið fyrir þingið) þannig að
það er óljóst hvort það hafi áhrif á af-
stöðu þeirra. Við vitum ekki hvaða
áhrif það mun hafa að Boris Johnson
forsætisráðherra hafi ekki uppfyllt
loforð sitt um að yfirgefa ESB 31.
október. Þá hafa skoðanakannanir
síðustu þrjú ár sýnt að kjósendur eru
á mikilli hreyfingu. Í fjórða lagi
sjáum við talsvert fylgi við Frjáls-
lynda flokkinn og Brexit-flokkinn og
vegna einmenningskjördæmafyr-
irkomulags mun það velta á því í
hvaða kjördæmum þessir kjósendur
eru hver áhrifin verða. Enda geta til-
tölulega litlar breytingar í fylgi
breytt niðurstöðu kosninganna veru-
lega.“
Hann segir það vel geta farið svo
að þingið verði jafnvel enn meira
sundrað en nú í kjölfar kosninganna.
„Nái Íhaldsflokkurinn meirihluta
mun hann líklega reyna að fá samn-
ing ríkisstjórnarinnar samþykktan í
þinginu. Nái Verkamannaflokkurinn
meirihluta – hann hefur talað um að
endursemja og svo aðra þjóð-
aratkvæðagreiðslu – þýðir það lík-
lega eitt ár til viðbótar með aðild að
ESB því það þarf lagasetningu til
þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslu
auk þess að þarf tíma til þess að end-
ursemja. Verkamannaflokkurinn
hefur þó ekki enn gefið upp hvaða
valmöguleika hann mun styðja í
slíkri atkvæðagreiðslu, hvort það
verður nýr samningur þeirra, hætta
við útgöngu eða samningslaust Brex-
it. Síðan eru talsverðar líkur á því að
útkoma kosninganna verði þing án
þess að einn flokkur verði í meiri-
hluta.“
Í tilfelli þings án skýrs meirihluta
mun samsetning þingsins skipta máli
að sögn Usherwood sem telur ólík-
legt að núverandi ríkisstjórnarsam-
starf geti haldið áfram þar sem Sam-
bandsflokkurinn á Norður-Írlandi
telur sig hafa verið sniðgenginn við
gerð samnings ríkisstjórnarinnar.
„Frjálslyndi flokkurinn krefst þess
að virkjun 50. greinar verði aft-
urkölluð en væri líklega tilbúinn að
fallast á að haldin yrði þjóð-
aratkvæðagreiðsla þar sem áfram-
haldandi vera í ESB er valmöguleiki
ef flokknum stendur til boða að vera í
meirihluta.“
Ekki leyst með þjóðaratkvæði
Spurður hvort önnur þjóð-
aratkvæðagreiðsla myndi höggva á
hnútinn í Brexit-málinu svarar
prófessorinn afdráttarlaus. „Nei,
önnur þjóðaratkvæðagreiðsla myndi
ekki leysa vandamálið. Í fyrsta lagi
er ekki ljóst um hvað á að spyrja, á
það að vera sama spurning og síðast,
á að vera önnur spurning, á það að
vera spurning hvort á að fara úr ESB
með eða án samninga enda hefur
þegar verið spurt hvort eigi að ganga
úr því, á áframhaldandi aðild að vera
valkostur, eiga að vera tveir val-
kostir, þrír valkostir, ef þeir eru þrír
hvernig á að skilgreina meirihluta, á
að vera einhvers konar valkerfi?
Þetta eru allt mjög pólitískt átak-
anlegar spurningar og er mjög erfitt
að fá svar við.“
Þá segir Usherwood einnig skipta
verulegu máli hver kjörsókn yrði í
annarri atkvæðagreiðslu. Maður á
einfalt með að sjá fyrir sér að sumir
myndu sniðganga atkvæðagreiðsl-
una sem gæti dregið úr lögmæti nið-
urstöðu hennar. Svo er almenn
spurning hvernig skuli bregðast við
því ef þeir sem vilja áframhaldandi
aðild myndu sigra með færri atkvæð-
um en þeir fengu síðast.“ Hann bend-
ir einnig á að það sé óvitað hver að-
koma flokkanna verður. „Ef menn
skiptast í fleiri hópa skapast enn
meiri ringulreið. Það er ekkert sem
bendir til þess að þetta myndi verða
kurteisari barátta en við sáum 2016.
Það er öruggt að það verður enn
meiri heift, reiði, ásakanir og aukin
sundrung.“
Ekki víst að kosningar leysi Brexit
Sérfræðingur segir stöðuna í Bretlandi geta verið óbreytta í mörg ár Viðvarandi skortur á
trausti Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit til þess fallin skapa enn frekari sundrungu
Ringulreið Ekki er víst að þingkosningar leysi Brexit-hnútinn.