Morgunblaðið - 31.10.2019, Side 28

Morgunblaðið - 31.10.2019, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - hitataekni.is - Sími 588 6070 - hitataekni@hitataekni.is Hitatækni útvegar allt sem vantar í nútíma loftræsingu. Hafðu samband og við leiðbeinum þér í vali á loftræsikerfum eftir því sem hentar þér. Loftræsistæðurnar frá Komfovent eru mjög einfaldar í uppsetningum og koma með fullkomnu stjórnkerfi • Alltaf ferskt loft inn á heimilinu • Viðheldur jafnara rakastigi • Fullkomið hitastig allan ársins hring • Innblástursloft er síað, sem kemur í veg fyrir lúsmý í vistverum • Losnar við ofnæmisvaldandi eindir og ryk frá útiloftinu • Kemur í veg fyrir þungt loft og hreinsar út koltvísýring • Minnkar verulega líkur á myglu • Það þarf ekki lengur að opna glugga • Sparar orku og upphitunar kostnað Loftræsing með varmaendurvinnslu fyrir öll heimili þegar aðeins það besta kemur til greina Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Hljómplata með nýjum og frum- sömdum lögum sem urðu til í sam- vinnu tónlistarfólks frá Íslandi, Bret- landi og Síerra Leóne kemur út á næstunni. Hitað er upp fyrir útgáf- una í desember með því að gefa út eitt lag á hverjum föstudegi þangað til. Íslenska tónlistarfólkið; Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell7, Hildur Stefánsdóttir, Samúel Jón Samúelsson, Arnljótur Sigurðs- son og Logi Pedro Stefánsson, ferð- aðist til Síerra Leóne og afrakstur samstarfsins við þarlenda og breska tónlistarmenn er gefinn út undir nafninu Osusu. Hægt er að nálgast tónlistina á Spotify. Verkefni þetta var að unnið að frumkvæði íslenska velgerðarsjóðs- ins Aurora sem hefur síðustu ár lagt aukna áherslu á samstarf á sviði menningar. Bransinn enn frumstæður „Það er geysileg gróska í tónlistar- lífi Síerra Leóne þótt „bransinn“ sé að mörgu leyti ákaflega frumstæður. Stórkostlega hæfileikaríkt tónlist- arfólk fær takmörkuð tækifæri til að koma fram og spila lifandi tónlist. Enn færri tækifæri standa til boða ef ætlunin er að koma sér á framfæri í útlöndum þar sem aðgangur að streymisveitum eins og Spotify tak- markast við að hafa aðgang að kred- itkortum,“ segir Regína Bjarnadótt- ir, framkvæmdastjóri Aurora. Hún segir að áðurnefnt verkefni hafi falist í því að leiða saman tónlistarfólk frá þremur löndum í tónlistarsmiðju. Fyrir ári, í lok október 2018, hittust sautján tónlistarmenn og eyddu sam- an einni viku í að skiptast á reynslu og upplýsingum og búa til fjölbreytta og seiðandi tónlist. Mikill sköpunarkraftur „Tónlistarfólkið dvaldi á litlu gisti- heimili þar sem fjórum herbergjum var breytt í stúdíó og vann saman í nýjum hópum á hverjum degi. Það var gífurlega mikil orka og sköp- unarkraftur sem leystist úr læðingi og í lok vikunnar höfðu verið samin meira en tuttugu ný lög,“ segir Reg- ína. Frábærar viðtökur í Freetown Í kjölfarið var ákveðið að hópurinn myndi hittast aftur, fínpússa lögin og flytja á tónleikum. Ákveðið var að hópurinn kæmi saman á ný á Free- town Music Festival. Þá hafði hátíðin verið haldin tvisvar við góðan orðstír en í ár tók Aurora þátt í framkvæmd hennar. Tónlistarfólkið hittist því allt aftur í mars síðastliðnum og flutti tónlistina fyrir áhorfendur, en einnig flutti íslenska og breska tónlist- arfólkið sitt eigið efni. Undirtektirnar voru frábærar, að sögn Regínu, og var í framhaldinu ákveðið að gefa út tólf lög á plötu. Útgáfuverkefnið fékk nafnið Osusu, en það er heiti yfir samvinnuverkefni sem á sér stað í mörgum þorpum Síerra Leóne. Fram úr björtustu vonum Fyrsta lagið kom út föstudaginn 13. september og mun eitt lag koma út á hverjum föstudegi fram til 29. nóvember næstkomandi. Sjötta des- ember kemur svo öll platan út ásamt þriggja þátta heimildarmynd um það ævintýri sem tónlistarverkefnið þyk- ir hafa verið. „Afraksturinn og frek- ari ævintýri hafa farið fram úr björt- ustu vonum. Nú þegar hefur til dæmis hluti tónlistarfólksins frá Síerra Leóne ferðast í fyrsta sinn út fyrir landsteinana þegar þau tóku þátt í útgáfuhófi plötunnar í London í september. Einnig fengu þau tæki- færi til að flytja sína eigin tónlist víðs vegar á Bretlandi,“ segir Regína Bjarnadóttir. Tónlistarævintýri í Síerra Leóne  Íslenskt tónlistarfólk tók þátt í tónlistarsmiðju í Síerra Leóne  Afraksturinn kemur brátt út á plötu  Mikill sköpunarkraftur í hópnum, að sögn framkvæmdastjóra Aurora-velgjörðarsjóðsins Allur hópurinn Frá vinstri til hægri: Ragna Kjartansdóttir, (Cell7), Samúel Jón Samúelsson, Nabihah Iqbal, Sallay Garnett, Arnljótur Sigurðsson, Sam Wheat, Hadiru Mahdi, Hildur, Mark Crown og Logi Pedro Stefánsson. Einbeitt Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir er ein þeirra sem fóru til Síerra Leóne. Afrakstur ferðarinnar kemur út á plötu í desember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.